Heimskringla - 21.12.1938, Blaðsíða 3

Heimskringla - 21.12.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 21. DES. 1938 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Þórði Sighvatssyni ok líkaði hón- um lítt.” Árið 1245, Sturlungu bls. 68. “f Viðvík var gleði mikil (1255) ok gott at vera, leikar ok fjölmenni mikit. Þat var einn Dróttinsdag, a't þar var danz mikill, kom þar til fjöldi manna. Hámundur prestr frá Hólum hafði sungit á Miklabæ í ós- lands-hlíð um daginn og ríður hann í Viðvík til danz, ok var þar at leik, ok dáðu menn mjök danz hans. En er hann kom til Hóla rak biskup (Heinrekr bisk- up Karlsson 1247-60) hann ór kirkju með hrakningum ok vildi eigi sjá hann. En er Þorgils vissi þat, bauð hann presti til sín. En er Hámundr prestr birti þat fyrir vinum sínum, þá tók biskup hann í sætt fyrir bæn manna; en hann var við hann aldri jafn-vel síðan sem áðr.” Sturl. II. bls. 225. “Þorgils Böðvarsson reið til Hrafnagils (1258) var hónum þar vel fagnat. . . . Hónum var kostr á boðum, hvat til gamans skyldi hafa, sögur eðr danz, um kveldit.” Sturl. II. bls. 245. “Ek mun drepinn verða,” segir Þórður Andrésson, “en bræður mínir munu fá grið, ok þá hrökði Þórður hestinn undir sjer, ok kvað danz þenna við raust: Mínar eru sorgirnar þungar sem blý.” Sturl. II. bls. 264. Þetta ætti að vera nægilegt til að sýna svart á hvítu, að vikivakaleikirnir voru tíðkaðir svona snemma á öldum, en samt langar mik til að taka enn eina grein úr ritgerð 0. D. frá þessu tímabili, sem sýnir greinilega stríðið milli holdsins og andans, vikivakann og kirkjunnar, sem þá var þó aðeins í byrjun. “Aldrei kom herra Lárentíus (Kálfsson biskup á Hólum 1323- 30) inn í staðinn, nema þá stund- um sem honum var sagt at dans- leikr var hafðr á kvöldum, þá lét hann bera fyrir sér skriðljós inn í stóru stofu fyrirbjóðandi hverjum sem einum at hafa dansleik þar á staðnum.” Bisk- upas. I. bls.849. Annars getur 0. D. þess, að sögnin að dansa komi ekki fyrir í Sturlungu eða Biskupas. “heldur er ávalt sagt þegar svo ber undir, að slá dans.” Saga Herrauðs og Bósa er tal- in að vera frá 14. öld og hefir höfundur hennar áreiðanlega verið vel kunnur hörpuslætti og dansleikjum, jafnvel þó þær sög- ur væru skrifaðar, sem skrök- sögur mönnum til skemtunar eins og Grímur prestur Hólm- steinsson kvartaði sáran yfir “heimskra manna þokka, þeirra sem alt þykkir þat langt, er frá Krists köppum er sagt, ok skemta framar með skröksög- ur.” Hér er þá frásögnin um hörpuslátt Bósa: “Sigurður (þ. e. Bósi í ná- grímu Sigurðar) sló hörpu fyrir brúðunum og þá að full voru inn borin, töluðu menn að hans líki mundi enginn vera, en hann kyað þar lítið mark að fyrst, en konungur bað hann eigi af spara, en þá inn kom það minni er sign- að var Þór, þá skifti Sigurður um slaginn; tók þá að ókyrrast alt það, sem laust var, bæði kníf- SEM meðlimur kornrannsóknarnefndarinnar (Crop Testing Plan) höfum vér nú endurbætt útsæði af lrveititegundum þessum: Thatcher, Renown og Apex sem og ýmsum fleiri tegundum er reynast beztar í yðar bygðarlagi. Þessar endurbættu teg- undir getið þér nú fengið á innkaups verði. Talið við umboðsmann Federal Grain félagsins. If your eyes tire quickly, poor lighting may be the cause. For safety’s sake, choose Edison Mazda Lamps. They stay brighter longer. Ask about new low prices. MADE IN CANADA /O F O R BETTER LIGHT — BETTER SIGHT-USE EDISON/MAIDA eJUmipj Horthern COMPANY Etectric LIMITED B. Petursson Hardware Co. Cor. Wellington & Simcoe Phone 86 755 ar og borðdiskar og alt það, sem | laust var og enginn hjelt á, og fjöldi manna stukku upp úr sæt- um sínum og léku á gólfinu og gekk þetta langa stund. Því næst kom inn það minni, sem helgað var öllum Ásum; skifti Sigurður þá enn um slaginn, og stilti þá svo hátt, að dvergmáli kvað á öllu; stóðu þá upp allir þeir, sem í höllinni voru, nema brúðurin og brúðguminn og konungur, og var nú alt á ferð og.flugi í höll- inni, og gekk svo langa stund. Konungur spurði hvort hann kynni eigi fleiri slagi, en hann segir að eftir voru enn nokkrir slagir, og bað fólkið hvílast fyrst; settust menn þá niður fyrst og tóku til drykkju; sló hann þá Gýgjarslag og Draum- bút (Drumbuslag) og Hjarr- andahljóð, og því næst kom inn minni; það var signað Óðni og lauk Sigurður þá upp hörpunni. Hún var svo mikil, að maður mátti standa uppréttur í henni; hún var öll sem á rauðagull sæi. Þar tók hann upp hvíta glófa gullsaumaða, og sló þá þann slag, að Faldafeykir heitir; stukku þá faldarnir af konunum og léku þeir fyrir ofan þvertrén, stukku konurnar og allir menn- irnir og enginn hlutur var sá að kyr þyldi, en þá þetta minni var afgengið, þá kom inn það minni, er helgað var Freyju, og átti það síðast að drekka; tók Sigurður þann streng, er lá um alla þvera strenginn; hann hafði hann ekki fyr slegið, og bað konunginn bú- ast við Rammaslag, en konungi brá svo við, að hann stökk upp og svo brúðurin og brúðguminn og léku nú engir vakrari, og gekk þessu um langa stund, tók Sigurður nú sjálfur -hörpuna, en Smiður tók í hönd brúðunni og lék nú allra vakrast.” Hér er annað sýnishorn af íslenzkri skáldsagnagerð frá sama tíma, eða þar um bil, sem minnist á dansleik og söng, þótt hjá tröllum sé. Það er úr sögu Hermanns og Jarlmanns. Lýsing höfundarins, á fettum og brett- um Þorbjargar tröllkonu þegar hún reynir að rýma kvefinu og óhægðinni úr hálsinum, er sígild og á við enn þann dag í dag. Eg get ómögulega varist þeirri hugsun að höfundurinn muni hafa verið búinn að líða kvalir og þjáningar við að horfa á og heyra til einhverrar hálfryðg- aðrar söngkonu, sem honum hafi verið í nöp við. Ef til vill hefir það verið stór og fyrir- ferðarmikil kona, á næsta bæ við sagnaskáldið, sem til sín ■hefir látið taka á gleðimótum, og vakið meira athygli, glaum og gleði með söng sínum og dansleikjum, en hann með sögu- skáldskapnum. “Þorbjörg móðursystir Ro- dents konungs í Serklandi hinu mikla, var hið mesta tröll.” . . . “Þorbjörg sezt nú niður á einn stól og biður fólk, að það skuli hafa nokkuð til gamans; standa þá upp allir álfar og margt fólk annað og skeldi á dansleika, hvert eftir sinni vísu, og þótti það mikil skemtan.” . . . “En er lokið var mesta glaumnum, kall- ar frúin Þórbjörg og bað þá menn upp standa, sem áður höfðu setið, og dansa líka eiinn- inn, til að launa öðrum góða skemtan; var nú aftur upptekinn dansinn af risum, tröllum og flögðum.” . .. “Þær og allir þeir, sem að gleðinni voru, beiddu nú Þorbjörgu sjálfa um að bæta með einhverju móti, ef hún gæti. Hún kvaðst svo lengi hafa af- lagt að dansa, en sagðist þó ei nenna að synja þeim þess, og var þá hljóð gefið, en hún kvað bæði hátt og snjalt, líka nokkuð digurt svo dvergmálaði í hverj- um hamri: Brúsi átti bygð í helli opt var hann þó seint á ferli. Hún teygði á sjer augabrýrnar, gapti út að eyrum og sneri um í sér augunum.” (Sagan er til á skinni frá 15. öld, en þetta er tekið eftir hr. Rask). Fyrsta greinileg lýsing, sem til er á vikivökum í nýrri tíð, er eftir Arngrím Jónsson lærða prófast á Melstað (d. 1648) og er á þessa leið : “Dansar voru hér eftir söng bæði kyrðardans- ar og hringdansar. Kyrðardansa kallá eg þá, sem fóru fram eftir settu söngsamræmi, þar sem kvæði eða söngvísur voru viðhafðar til að dansa eftir. Þar var einn forsöngvari og tveir eða fleiri tóku undir meðhonum, en hinir dönsuðu á meðan eftir lag- inu eða fallshættinum í því. En hringdans eða vikivaki var það, þegar karlar og konur gengu fram á víxl (hvort mót öðru ?ða á bí við annað), greindust svo aftur eða deildust með nokkrum hætti. Hvorttveggja dansteg- undin virðist bera keim af gríska dansinum (hjá Lakverjum), nema að því að hér stóðu ein- stakir menn í röð og sungu söng- vísur með afmældum þagnarbil- um, hálfa vísuna, en allur dans- lýðurinn tók þær upp aftur og söng í einu hljóði; var svo end- urtekið við enda hverrar vísu upphaf eða niðurlag fyrsta er- indis með nokkurskonar tvqföld- un, en stundum án hennar. Vilji einhver telja fleiri danstegundir, má hæglega heimfæra þær hér undir, en eg tala hér aðeins um siðsamlega dansa.” (Þýtt úr latínu af J. A.) Næst lýsir Pjetur Resen ís- lenzku dönsunum á þessa leið: i “Þar tíðkast einnig dansar; j syngur þar einn fyrir og aðrir Þunnur sterkur pappír— hvert blað með góðu lími— Þar er Chantecler. undir, en hinir dansa eftir fall-j anda söngsins. Varla heyrast önnur orð í söng þessum hjá al-1 þýðunni en he, he, he, þedidei og þadida, og eftir því sem söng- mennirnir brýna meira röddina, eftir því hreyfa dansmennirnir líkamann ákafara.” Þessa lýs-t ingu álítur O. D. í meira lagi bogna hvað söngin og viðlögin snertir. Þetta segir Páll lögmaður | Vídalín um vikivakann: “Hvað má líkara vera þýzkra heiðingja jólahaldi, kvæðum og dansleik- um og kvæðalátum o. s. frv., sem fyrir utan allan efa voru leifar heiðinna manna hátíðissiða, og voru gleðir kallaðar, eins og hjá þeim hétu blótveizlurnar mann- fagnaður, sem Snorri vottar.” Jón ólafsson frá Grunnavík minnist á vikivaka og gleðir í ritum sínum, orðabókinni frægu, meðal annars þar, er þessi skýr- ing á orðinu dans, að til sé tvennskonar dans, karladans og kvennadans. Karladansinn sé j harðari og ákafari, en kvenna- dansinn þýðari og blíðari. “Vant er að hafa dansa þessa við í dansleikum þeim, sem kallaðir eru vikivakar, eða öllu fremur í leikum þeim, er menn kalla gleði og fara fram sönglaust. — Vikivaki er ávalt hringdans, þar sem karlar og konur skiftast á; kveða þau og hafa við ákveðnar fótahreyfingar, eftir því sem forsöngvarinn vísar til, og dansa í hring. Að slá dans á hljóðfæri (fiðlu, hörpu, o. s. frv.) er að leika danskvæði á hljóðfæri.” — Svo nefnir Jón til marga dansa, sem óþarft er að taka upp í þetta erindi. 1747 kom út í Hamborg, lýs- ing á íslandi og Grænl., eftir borgarmeistarann þar, Johann Anderson merkan mann. Þetta segir hann um vikivakana á fs- landi: “íslendingar eru mjög sólgnir í dans, og fer hann fram á fornfálegan og einfeldnislegan hátt. Karlar og konur standa hvort gengt öðru og lyfta sér upp og láta fallast af öðrum fætinum á hinn, til skiftis, án þess að hreyfa sig úr stað, annaðhvort eftir söng aldraða fólksins, sem hefir þægilegar endurminningar um umliðna tímann og styður því æskulýðinn í þessu með mestu ánægju, eða eftir glamr- inu í mjóu hljóðfæri með fjórum strengjum, sem menn þrýsta á með annari hendi en leika á með hinni.” Hljóðfærið er eftir lýs- ingunni langspil. Bjarni Halldórsson sýslumað- ur á Þingeyri (á árunum 1729— 1775) var ekki við alþýðuskap, en höfðingi í héraði, rausnar- maður og gleðimaður. Hann lét halda jólagleði á Þingeyrum þrjú ár í röð frá 1755—57, og bauð þar til fólki úr nágrenninu ■og að öllum líkindum höfðingj- um lengra að. En svo hefir það lagst niður, ef til vill fyrir hin miklu harðindi, er gengu um það bil, svo að fólk dó úr svengd og vesöld. f Ferðabók Eggerts ólafsson- ar og Björns Pálssonar, sem út kom 1772, er lýsing á vikivökum á þessa leið: “Gleðir eða skemt- anir eru nú ekki nærri eins oft haldnar á veturna og áður. — Annars eru ýmsir tilteknir hlutir sýndir, t. d. hjörtur prýddur ljós- um, riddari að temja hest, flokk- ur af skjaldmeyjum. Milli leikj- anna leika gestir, sem boðnir eru vikivaka, það er einskonat söng- ur, er karlmaður og kvenmaður syngja saman, halda þau í hend- urnar hvort á öðru og kveða vís- ur undir ýmsum lögum. Hér er því mjög undir minninu komið að geta hitt á og kunnað hinar fegurstu vísur. Meðan þau syngja vísuri þessar, beygja þau sig lítið eitt áfram og aftur á bak og láta fallast fram á hægra fótinn, án þess þó að færa sig úr stað. í byrjun og á milli kveður forsöngvarinn vísur með hárri röddu og nokkrir viðstadd- ir taka undir með honum; hinir svara honum aftur. Vikivaki er kunnur frá fornum tímum, og er hann sumstaðar nefndur dans (t. d. í Sturlungu), en orðið þýð- ir á norrænu ekki eiginlega hreyfingar líkamans, heldur samsöng eða söng, sem fer fram á vissan hátt, þegar margir syngja og söngurinn á að sýna einhvern tiltekinn atburð. Þeg- ar á alt er litið er það líklegt að slíkir leikir hafi áður verið af betra toga spunnir, þar sem heldri menn voru með í þeim, en nú er það ekki tíðkanlegt.” Mönnum kemur ekki saman um hvernig vikivaka orðið hafi myndast, sumir ætla að það sé komið úr latínu, með íslenzkri endingu, en Dr. Guðbrandur Vigfússon álítur, að orðið sé samsetning af vika og vaka, og vikivaka nafnið svo komið af meðvitundinni um, að þessi gelðimót voru haldin á viku- fresti það er á aðfaranóttum sunnudaganna. f pápískum sið var vakað á aðfaranóttum stórhátíða og helgra manna messum, voru það kallaðar vökunætur eða vigilíur. Á þessum vökum voru þá sungn- ar tíðir, þó sjálfsagt með mestri viðhöfn á jólanóttina. Fjölmenni sótti þá tíða söng, var það og venja að menn fóru ekki heim frá kirkju að aftansöngnum loknum, heldur biðu eftir messu næsta dag, einkum þeir, er voru komnir langt að. Þá er talið líklegt, að fólki hafi þótt tímanum vel varið með því, að vaka nóttina út og slá upp söng og dansleikjum, kvæða- lestri, sögusögnum og öðru því, frh. á 7 bls. Hátíðaoskir Til gesta vorra og vina The E mbassy Restaurant 291 Portage Ave. Winnipeg •«ll Holiday Delivery Service For the convenience of our cuátomers we will accept orders for delivery Until 11 p.m. Three Days Before Christmas Three Days Before New Year We will be closed all day December 26th Phone 57 241 The Riedle Brewery Limited WINNIPEG, MAN. Independently Owned and Operated AwARDCO TNtOOLO CMAMPIONSHIP MEOAC SlLVEB AND BRONZE MC0AL9 LONOON ENGLANO 1937 This advertisment is not inserted by the Govemment Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.