Heimskringla - 01.04.1942, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.04.1942, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. APRÍL 1942 “HVERT ÞAÐ TRÉ SEM EKKI BER ÁVÖXT--” (Þýtt úr “The New Republic”) Mjög ákveðnar raddir hafa nýlega komið frá Lundúnum þess efnis, að ekki sé tilhlýði- legt að sambandsþjóðirnar deili hver á aðra fyrir ónógann undirbúning þeirra, og aðra frammistöðu í ófriðarmálun- um. Flestir munu failast á, að að- finslur, á sama hátt og til dæm- is ölmusugjafir, eigi að byrja heimafyrir; en það er ekki þar með sagt að þar skuli þær nema staðar. Ef tvær bandalags þjóðir eru á eftir tímanum í athöfnum sínum í þarfir ófriðarins, trú- um við þvi að það sé ekki ein- ungis réttur, heldur bein skylda að ávíta’það sem miður kann að fara, svo framarlega sem aðfinslan sé viturleg og bygð á góðum rökum. Það er marg- reynt að utanað komandi ávít- ur eru áhrifameiri en heima- aldar, að því ógleymdu að auð- velt er fyrir yfirvöldin að þagga niður innanlands ádeilu, að minsta kosti svo lengi að aðaláhrifin tapist. Beggja megin Atlantshafsins hefir í raun og sannleika miklu verið afkastað í ófriðarmálun- um, en hvorki í Bretlandi eða Ameríku hafa átökin hepnast að fullu. Mörgu er ábótavant og fyrir því er ein orsök: ónýtir menn í æðstu embættum. Á- hugaleysi og ónytjungskapur getur komið af tveim ástæð- um, í fyrsta lagi af sljóleika og sjálfsánægju sem hlýtur að fæða af sér mistök i framleið- slu og framkvæmdum, eða í öðru lagi að enn sé ekki losað um dauðahaldið á einkarétt- indum einstaklingsins, þó það hugtak ætti nú sem stendur að til'heyra tímabili sem þegar er liðið hjá. Hér í Ameríku kom nýlega fyrir mjög áberandi dæmi: Flugvélaiðnaðar tímarit skýrði frá því að hergagnaiðnaðar- nefndin gæfi skriðdreka og herskipasmiði sérstök forrétt- indi fram yfir flugvélasmiði; afleiðingin varð vitanlega ekki eins alvarleg í framkvæmdinni eins og virðast mætti, af því flugvéladeildin fékk að lokum hið nauðsynlega smíðaefni; en þær ályktanir sem má draga af þessu eru sízt hughreystandi. Það virðist sem samanlagðar náttúrugáfur og reynsla her- gagnanefndarinnar ihafi enn ekki áttað sig á hve þýðingar- mikil og áríðandi flugvéla- framleiðslan er; þessir gömlu menn sem hafa hlotið þessi störf, aðallega fyrir embættis- aldurssakir, eru enn að heyja þetta stríð á gamla og úrelta vísu; þeim hafa ekki orðið mjög minnisstæðar ráðning- arnar á Krít, Philipseyjunum eða Malayaskaganum. Hinn varkári og íhaldssami Hansen Baldwin staðhæfir á sinn gætilega hátt, að öll hern- aðarvélin þurfi rækilegra end- urbóta. Meðalaldur yfirmannanna er langt of hár, og þar við bætist að margir þeirra eru ranglega valdir í fyrstu. Það er engin aðalnefnd herfræðinga með fulitrúum bæði í land og sjó- her, og því síður nokkur tais- maður fyrir flugflotann; hinn eini tengiliður milli þessara greina er sjálfur forsetinn, sem vissulega var ekki mentaður eða æfður með þetta fyrir aug- um, auk þess er hann að reyna að afkasta fimm manna verki, svo án þessa viðbótarstarfs hefir sennilega nóg að gera. Saga framleiðslunnar er vissulega nægilega slæm þó það sé játað að nú eru nokkur umskifti til bóta, en engin framför er merkjanleg í skipu- lagningu, jafnvel þó nú sé haf- in samvinna með Washington og Lundúnum. Astandið í Bandaríkjunum er í aðaldráttum hið sama og í Bretlandi; þar eins og hér er værugirni og áhugaleysi ríkj- andi, í æðstu valdasætunum. Blöð og tímarit í Lundúr.um hafa undanfarið verið allmikið harðorðari í garð yfirmanna hers og flota, en nokkurntima hefir átt sér stað hér megin hafsins. Það er sannleikur að vopna- framleiðsla Breta er enn þá langt fyrir neðan toppmark, veldur þar mestu um, rótgróin gamaldags hugsanagangur verksmiðjueigendanna. -J- Þar eins og hér er alger vöntun á samvinnu milli hinna þriggja greina hersins. Fyrir skömmu síðan gerði Mr. Churchill nokkra tilraun til að láta að óskum þjóðarinn- ar, þegar hann vék úr stjórn- inni þeim Margesson kapteini, Mayne lávarði, Arthur Green- wood og Moore-Brabazon, og voru það góð tíðindi. Sir Staf- ford Cripps, einn áhrifamesti andstæðingur ihaldsstjórnar- innar á liðnum tíma, hefir nú tekið sæti í ráðaneytinu, og má fullyrða að hann telji víst að geta neytt þar áhrifa sinna að fullu. Það mun fyllilega sannað að jafnvel þessar breytingar ná enn of skamt til að laga' að fullu og öllu ágalla þá er eiga sér stað, að enn róttækari breytingar séu nauðsynlegar ef Bretar ætla ekki að láta banda- menn sína vinna þetta stríð fyrir sína hönd, eða tapa því að öðrum kosti. Sannleikurinn er sá að enn eru ofmargir óumventir íhalds- menn í ábyrgðarmiklum em- bættum í Englandi, og sama má segja um Bandaríkin; margir af þessum herrum neita harðlega að hér sé barist fyrir lýðveldishugsjóninni, heldur ekki til viðhalds þeirra eigin persónulegra hagsmuna og þeirra stéttar. Slíkir menn nota allan sinn áhrifaþunga til að fyrirbyggja fulla aðstoð til Rússa; þeir virðast enn þá vona að stríðið vinnist án þess að áhrifa Rússa gæti of mjög að því loknu. Algerlega einstakt dæmi um rangan hugsanaferil og mistök, er öil meðferð Indlandsmál- anna í Bretlandi, sem Mr. Chur- chill ber vafalaust mesta sök á. Bretar hafa á engan samnings- legan hátt nálgast Indverja fyr en Japanar voru þar fyrir dyr- um, í því skyni að sanna þeim og sýna að ní\ væri tækifærið t‘il að berjast fyrir frelsi sínu og réttindum sem fullvalda þjóð. Það er að vísu satt að ágrein- ingur Hindúa og Múhameðs- trúarmanna innbyrðis hefir nokkuð ‘ hamlað framkvæmd- Geymið fé yðar á' öruggum stað Opnið sparibankareikning hjá Royal Bank of Canada og sparið nokkuð á hverjum mánuði. Pen- ingar yðar eru öruggir (þeir eru verndaðir af eignum bankans, sem eru yfir $900,000,000). Það fé týnist hvorki né verður stolið og þér getið notað það hvenær sem þörfin krefur. Það borgar sig að spara. THE ROYAL BANK OF CANADA Eignir yfir $950,000.000 u i % v\ Föt á $19.95 til $29.50 Haldið yður til á Páskunum en verið praktisk Þessir stríðstímar krefjast gœtni í tísku-kaupum. en klœðnaður. sem oft er verið í og endist vel. er eftir- sóknarverðastur. The Bay. FYRSTA búð í Canada, hefir fatnaðinn, sem nú er mest sótt eftir og á skynsamlegu verði. FÖT, YFIRHAFNIR. KJÓLAR, SPORT-FATNAÐUR KVENHATTAR —A þriðja gólfi, The Bay dfomptmn. wcoMOWAno *?T hm a um, en einmitt þennan ágrein- ing hafa svo Bretar notað sem afsökun fyrir aðgerðaleysinu, í stað þess að beita hugviti sínu og stjórnkænsku viða lausn þessara mála. Tvískifting í hugsunum okk- ar og athöfnum er svo hættu- legt fyrirbrigði að ósigur getur auðveldlega orðið okkar hlut-j skifti, ef við gerum ekki endaj þar á. Það er bókstaflegur sannleikur að þessi styrjöld er hvortveggja í senn, strið og’ bylting, og við getum því að- ( eins verið virkir og áhrifamikl-1 ir þátttakendur ef við játum og I viðurkennum síðari hlutann | eins og hinn fyrri sem blákald- ann veruleika. Höfuðástæðan fyrir sigur- vinningum Japana yfir mörg- um miljónum íbúa suðvestur í Kyrrahafinu er sú, að vörnin 'var í höndum örfárra nvítra manna með innfætt málalið að baki sér. Öllum þorra íbúanna var blátt áfram neitað um að bera vopn, á sama hátt og þeim var neitað um hið margþráða frelsi, sem gerir hvern mann fúsann til að berjast fyrir sitt eigið heimili og skyldulið. Sú sennilega afsökun var færð fyrir þeirri ráðabfeytni að í- búarnir væru engir hermenn; en trúir nokkur því að ekki sé hægt að breyta hverjum ein- stakling í hermann, ef það er byrjað á réttum aldri með rétt- um aðferðum. Hin dásamlega vörn í Philips eyjunum er nægilega ljóst dæmi um mistök Breta og Hol- lendinga; hið sama á sér stað í Ameríku. Plantekrueigandi frá Georgíu sem neitar að vera í sama járn- brautarvagni og svertingi, get- ur óafvitandi með slíkum þjóð- ernisfordómum, dæmt hvíta menn til dauða í hinum röku og þéttu skógum í Austur-Asíu; hann sannar á þennan hátt æsingasagnir Japana um þjóð- ernishatur Ameríku-manna, af því getur leitt að miljónir Asíu- búa neiti að veita Japönum andstöðu. Ef þú segir að þetta strið sé háð til varnar lýðveldishug- sjóninni, svarar íhaldsmaður- inn: “Þvættingur, þetta er að- eins varnarstríð gegn árás sem auðvelt er að vinna eins og öll önnur stríð, og þá mun alt falla ljúflega í sömu skorður og fyr.” Hann veit ekki að hans eigin framkoma og hegðun hefir hrundið stríðinu af stað, og fyrir sömu ástæður. getur það auðveldlega tapast. Það voru íhaldsmennirnir sem neituðu að stöðva innrás fasista í Manchuria, Eþíópíu, Kína, Rínarlöndin og Tékkó- slóvakíu. Það voru íhalds- mennirnir sem voru ánægðir og héldu að sér höndum, með- an Hitler hervæddist og lagði drög til að koma 90% af Ev- rópu á kné. Það voru Aemrískir íhalds- menn sem voru ánægðir með að sjá þjóðir hins gamla heims strádrepa hver aðra, þeir héldu að heimsstyrjöld mætti halda í skefjum innan vissra tak- marka. Það voru enskir og amerískir íhaldsmenn sem néru saman höndunum og brostu gleiðu brosi þegar Hitler réðist á Rússa; þeir vonuðu að þessi tvö hvumleiðu stórveldi mundu eyðileggja hvert annað. Það eru amerískir íhalds- menn sem eru fúsir að tapa striðinu ef þeir aðeins með því geta náð tökum á Roosevelt. Innbyrðis deilur á meðal okkar eru öxulríkjunum alla vega ómetanleg hjálp. Ef við nú gerbreytum um stefnu og leggjum allan okkar þunga á ófriðarvogina, fyrir lýðveldishugsjónina, fyrir alla menn hver sem litarháttur þeirra er, fyrir almenningsrétt en ekki einstaklingsrétt, þá er enginn vafi að sigur er í nánd; Það er Hægt Það er hægt að breyta eldhúsgarðinum yðar í utan húss lystigarð fegurðar og nytsemda. Þessu fylgir unaður; safnið Radish, Lettuce, Fresh Shelled Peas, Snap Beans, öllu úr yðar eigin garði. Njótið gleðinnar af að tína þessa uppáhaldsrétti þar. Sáið í eldhúsgarðinn Steele-Briggs’ Trial Ground Test- ed Seeds, og árangurinn er vís. Spyrjið eftir vöruskrá og Field Seed List. STEELE-BRIGGS SEED Co., Limited TALSIMI 98 552 139 Market St. East Winnipeg Einnig í Regina og Edmonton en fyrsta og aðalskilyrðið er að höggva allar dauðar greinar af hinu lifandi tré. Jónbjörn Gíslason BRÉF TIL HEIMSKRIN GLU Roblin, Man., Mar. 15, 1942 Editor Heimskringla, Winnipeg, Man. Dear Sir: Enclosed'find a belated dol- lar to go on my subscription. 1 expect to send you more such from time to time. It seeims to hurt less that way. A thiee- dollar payment seems suoh a lot for Heimskr., whcn one can buy so much good reading mat- ter in English for $3.00. My wife was just suggesting that I drop the paper — money poorly spent, she said. That’s a laugh, considering I have not been paying for it (which she did not knowj. But I feel it partly a matter of duty to help support our Icelandic papers. Yet I often wonder if they are doing their duty to the cause for wihich they exist — is it not to help Icelandic-Ameri- cans to realize themselves as fully as possible, and to make the maximum contribution to our American civilization? I understand that • ditors do not much mind íhaving all sorts of crack-pot ideas flung at tihem. May I make a few sug- gestions? Take them or leave them, as you wish. 1. Can’t you give us more •ÞiuiiiiimiiniiiimiiiiiHiiiiiiiiiiii[]iiiiiiiiiiiit]Hiiiiiiiiiic]iiimmiiT| INSURANCE AT . . . REDUCED RATES Fire and Automobile | | STRONG INDEPENDENT | COMPANIES McFadyen j Company Limited 1 i 362 Main St, B Winnipeg | | Dial 93 444 .>imimliuimiimiii[]iiiiimiiii[]iiiiiiiiiiiiu!iiimiiiii[]iiHimmi[«> variety? Something new now and then? Look back over 10 or 20 copies and see wliat a deadly sameness there is. This may sound like sacrelige, al- most, to you — but I’m tired of the much, over-much, prom- inence given to the bombast of RiChard Beck. Am I alone here? 2. Should you not try to de- velop a race-consciousness, a pride (just pride) of race among our people? Then why not give muCh more promin- ence to the location, the voca- tions, the aChievements of peo- ple of Icelandic stock. That might be a regular feature, and a big one, made up of several short write-ups eaoh week. 3. Keep us informed on Ice- land and its people and their present doings — in short, at- The Riedle Brewery Limited WINNIPEG MANITOBA ThU advertisment U not inserted bv the Govemment Liquor Control Commistion. TKt Commission is not responsible }or statements made as to quality of products advertised

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.