TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Heimskringla

and  
M T W T F S S
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Heimskringla

						WINNIPEG, 24. JANÚAR 1945
HEIMSKRINGLA
3. SIÐA
að þau fluttu hingað vestur um
aldamótin og bjuggu hér nær 40
ár. Þau komu upp 9 manmvæn-
legum börnum, sem flest eru
búandi hér í nágrenninu. —
Hans mun verða minst rækileg-
ar í ísl. blöðunum.
Það slys vildi til 15. f. m. að 2
menn druknuðu hér í Manitöba-
vatni. Þeir voru fjórir á ferð í
bil, fiskimenn, en lentu í sprungu
á ísnum sem var nýlega lögð, en
var hulin af snjóföli. Tveir
þeirra björguðust upp, en tveir
fórust. Það voru ungir menn af
Indíána-ættum, héðan úr bygð-
inni. Þeir sem björðugust voru
hart haldnir þegar þeir náðu
húsum því kaldur norðanstorm-
ur var, en þeir klæðlitlir.
Litlar breytingar verða hér á
heimilisháttum árlega. Þó hafa
tveir bændur hætt búskap hér
árið sem leið. Stefán J. Mathews
seldi landeign sína, sem var föð-
urleifð hans og fyrsta landnáms-
jörð á þessu svæði sem fékk upp-
haflega nafnið Siglunes, er svo
varð pósthúsnafn, en síðast sveit-
arnafn.
Magnús Jóhannesson, sem
hefir búið við Vogar hefir flutt
héðan og selt land sitt enskum
manni. Magnús var orðinn
þreyttur og ekki fær um að
fleyta stóru búi, en vinnufólk
rná nú kalla ófáanlegt til sveita-
vinnu. Hann hefir leigt land og
hús nærri Lundar, og býr þar
litlu búi.
Um fiskiveiðar hér í Manitoba
vatni er fátt að segja þennan
vetur. Þó mun óhætt að segja
að þær eru með minsta móti.
Það byrjaði illa, því tíðin var of
góð fyrir þær. Vatnið var ís-
laust þegar veiði var leyfð (10.
nóv.) og fram að þeim 20. Var
þá sá tími tapaður sem oftast er
veiðisælastur. En síðan hefir
veiðin alment verið með minsta
móti svo margir eru í þann veg-
inn að hætta veiðum, það lítur
svo út sem sá atvinnuvegur sé
þegar farinn því enginn efi er á
pví, að fiskurinn er að ganga til
þurðar í Manitoba-vatni; og
sumar tegundir fiska sem þar
veiddust vel fyrir 20—30 árum,
eru nú alveg horfnar. Hvað
þessu fiskleysi veldur ber mönn-
um ekki saman um. Flestir
munu kenna það hóflausri veiði
sem sé búin að eyða fiskinum
svo til auðnar horfi. En aðrir
telja þá aðal orsökina að það
hefir nú um mörg ár verið svo
lágt í Manitoba-vatni og ám
þeim er að því liggja að fiski-
ganga af því hafi ekki getað
haldist að vatninu frá öðrum
stærri vötnum. Líklega hafa
báðir rétt fyrir sér; en svo mikið
er víst að ef þessu fer fram þá
verður þess ekki langt að bíða,
að Manitoba-vatn verður fiski-
laust.
Eg hef stundum getað bætt úr
fréttaleysinu héðan, með því að
bæta við fréttum úr bréfum ný-
komnum að heiman. En nú hef
eg engar nýjar fréttir að heim-
an. Annars er eg að hugsa um
að nota fréttir úr eldri bréfum,
sem eru eins merkilegar eins og
nýrri væru.
Guðm. Jónsson frá Húsey
LANDVÆTTIR
Ef tir Ólaf Briem
Eiginmaðurinn er með kon-
unni í hattabúð.
Eiginmaðurinn: — Mér líst
betur á hattinn, sem þú lézt
fyrst upp.
Konan: — Jæja, það er gott.
Takk, ungfrú, við kaupum þá
báða hattana.
LET YOUR D0LLARS
FLY T0 BATTLE.
%cííWARSAVINGSCERTIFICATES
Kaupið Heimskringlu
Lesið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
Eftirfarandi grein eftir Ólaf
Briem magister, um landvætti
er skrifuð fyrir Lesbók í tilefni
þess, að ákveðið var á þessu ári, i
að táknmyndir landvætta, þelrra
sem getið er um í Heimskringlu,
skuli vera í skjaldarmerki lýð-
veldisins.
•
Alkunn er frásögn Snorra
Sturlusonar um Harald Dana-
konung Gormsson, er hann ætl-
aði að fara herferð til Islands.
Haraldur konungur bauð kunn-
ugum manni að fara í hamförum
til Islands og freista, hvað hann
kynni segja honum.
Sá fór í hvalslíki. En er hann
kom til landsins, fór hann vestur
fyrir norðan landið. Hann sá, að
fjöll öll og hólar voru fuliir af
landvættum, sumt stórt og sumt
srnátt. En er hann kom fyrir
Vopnafjörð, þá fór ihann inn
fjörðinn og ætlaði á land að
ganga. Þá fór ofan eftir daln-
, um dreki mikill ,og fylgdu hon-
um margir ormar, pöddur og eðl-
ur og blésu eitri á hann.
Hann lagðist í brott og vestur
fyrir land, alt fyrir Eyjafjörð.
Fór hann inn eftir þeim firði.
Þar fór móti honum fugl svo
mikill, að vængirnir tóku út
fjöllinn beggja vegna, og fjöldi
annara fugla, bæði stórir og smá-
ir. Braut fór hann þaðan og
vestur um landið og svo suður á
Breiðaf jörð og stefndi þar inn á
fjörð. Þar fór móti honum grið-
ungur mikill og óð á sæinn út
og tók að gelta ógurlega. Fjöldi
landvætta fylgdi honum.
Brott fór hann þaðan og suður
um  Reykjanes  og  vildi  ganga
.upp á Víkarsskeiði.  Þar kom á
móti  honum  bergrisi  og  hafði
l járnstaf í hendi, og bar höfuðið
I hærra en f jöllin og margir aðrir
jötnar með honum.
Þaðan fór hann  austur með
endilöngu landi — "var þá ekki
nema sandar og öræfi og brim
: mikið fyrir utan, en haf svo mik-
ið millum landanna", segir hann,
j "að ekki er þar fært langskip-
! um".   Þá  ivar  Brodd-Helgi  í
IVopnafirði, Eyjólfur Valgerðar-
! son í Eyjafirði, Þórður gellir í
Breiðafirði,  Þóroddur  goði  í
Ölfusi.
Eftir þessari frásögn eru gerð-
ar myndirnar af landvættunum,
' sem  prýða  skjaldarmerki  ís-
I lands.  Er það að vonum, því að
i hvergi er þeim lýst eins greini-
lega og hér.  En eigi að síður er
; fuíllvíst, að menn hugsuðu  sér
landvættirnar ekki altaf í þessu
i gerfi.
Sumt í frásögn Snorra er
meira að segja með þeim svip,
að það getur varla verið runnið
upp úr íslenzkri þjóðtrú, t. d. um
pöddurnar og eðlurnar. En samt
er ástæðulaust að efast um, að
kjarni sögunnar sé af íslenzkum
rótum runninn.
Önhur ummæli um landvætt-
irnar eru miklu stuttorðari. —
Merkust þeirra eru ákvæðin í
upphafi Úlfljótslaga, sem Land-
náma greinir frá: "Það var upp-
haf hinna heiðnu laga, að menn
skyldu eigi hafa höfuðskip á
haf, en ef þeir hefði, skyldi þeir
af taka höfuð, áður þeir kæmu í
landsýn, og sigla eigi að landi
með gapandi höfðum, eða gín-
andi trjónum, svo að landvættir
fælist við."
Ennfremur er landvætta getið
á tveim stöðum öðrum í Land-
námu. "Þeir voru þá fulltíða
synir Molda-Gnúps. Björn og
Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og
Þórður leggjaldi. Björn dreymdi
um nótt að bergbúi kæmi að
honum og bauð að gera félag við
hann, en hann þóttist játa því.
Eftir það kom hafur til geita
hans, og timgaðist þá svo skjótt
fé hans, að hann varð skjótt vell-
auðugur. Síðan var hann Hafur-
Björn kallaður. Það sáu ófreslk-
ir menn,  að  landvættir allar
fylgdu Hafur-Birni til þings, en
þeim Þorfinni og Þóri til veiða
og fiskjar". Þar sem sagt er frá
landnáms kringum Hjörleiís-
höfða, er það tekið fram um
leið, að þar hefði enginn maður
áður þorað að nema fyrir land-
vættum, síðan Hjörleifur var
drepinn.
Þessi fáu dæmi bregða upp
skýrri mynd af viðhorfi Islend-
inga til landvættanna. Eogum
getur dulist, að landvættatrúin
hefir verið einn meginþiátturinn
í trú þjóðarinnar, fyrst hún hóf
lög sín á ákvæðum, sem áttu að
tryggja vináttu þeirra. Til þess-
arar trúar hafa einnig verið rakt-
ir ýsir siðir, sem landnámsmenn-
irnir höfðu um hönd áður en þeir
festu bygð síha á Islandi. Land-
námsmennirnir hafa verið sann-
færðir um, að landið væri fult af
huldum vættum, áður en menn-
irnir tóku sér þar bólstað. Og
þess vegna hafa þeir viljað nemai
land með ráði æðri máttarvalda,
sem létu öndvegissúlur þeirra
reka á land, þar sem þeim var
ætlað að byggja.
Það kom líka brátt í ljós, að
þessi varúð landnámsmannanna
var ekki til einkis. Landvættirn-
ir gerðust hollvættir, sem vörðu
ílandið gegn erlendum óvinum og
veittu þjóðinni auðsæld og ham-
ingju. Að vísu gátu þær reiðst
illum verkum eins og vígi Hjör-
leifs. En það var landsmönnum
aðhald til þess að styggja ekki
vættirnar.
Snorri segir það vaf alaust ekki
út í bláinn, að f jöll öll og hólar
væru fullir af landvættum. —
Flestar þær vættir ,sem sögur
fara af, búa í hólum og fjöllum,
þótt einnig sé getið um lánd-
vættir í lindum og fossum.
Hátt yfir aðrar vættir hér á
landi gnœfir Snæfellsásinn eða
Bárður Snæfellsás. Hann hafð-
ist við á Snæfellsjökli og var
heitguð allra Snæfellinga, eftir
þvi.sem sagt er í Bárðarsögu. Og
nafnið Snæfellsás ber þess vitni.
að sagan greinir rétt frá því.
Orðið ás gat aðeins merkt guði
og hollvættir, sem menn hötfðu
mikinn átrúnað á.
I Bárðarsögu er ennfremur
getið um ýmsar aðrar vættir, t. d.
Bergþór í Bláf elli, Surt af Hellis-
fitjum og Híti í Hítardal. Ef til
vill hafa þau líka verið hollivætt-
ir í upphafi, þótt sagan lýsi
þeim nokkuð tröllslega. Eftir
að Bárðarsaga var rituð, hafa
komið upp ýmsar þjóðsögur urn
Snæfellsásinn, og altaf hefir
hann verið hollvættur í meðvit-
und manna. Til vitnis um það
er meðal annars sú venja, að þóf-
arar hétu á Bárð við vinnu sína
með þessum alkunna formála:
"Bárður minn á Jökli
legstu á þófið mitt o. s. frv.
Minningin um þessar fornu
landivættir hefir einnig valdið
því, að menn hafa þóst sjá andlit
Bárðar og Hítar, vin'konu hans,
á gömlum steinmyndum, sem áð-
ur voru í kirkjuvegg í Hítardal.
Sýnir þetta engu síður vinsældir
þeirra hjúa, þótt myndirnar hafi
upþhaflega verið kaþólskar
helgimyndir.
Bárðarsaga er eina landvætta-
sagan í hópi Islendingasagna. En
eigi að síður eru til sagnir um
ýmsar landvættir, sem ekki er
getið þar. Svínfellsásinn er
nefndur í Njálu, og örnefnið Ár-
mannsfell í Þingvallasveit ber
þess örugt vitni, að menn hafa
trúað því að ármaður byggi í
fjallinu. En ármenn voru þær
vættir nefndar, sem gátu haft á-
hrif á árgæsku og gróður jarðar.
Um annan ármann er tálað í
Kristni sögu. Hann bjó í steini
skamt frá Giljá í Vatnsdal og var
átrúnaðargoð bóndans þar. Síðar
var ármaðurinn flæmdur burt
af kristnum biskupi, sem kom
þangað að boða trú. Þá eru og
ýmsar sagnir um dísir og álfa,
sem voru blótuð að fornu.
Varla hafa menn gert ýkja
mikinn mun á þeim og landvætt-
unum. Allar þessar verur
bjuggu yfir einlhverju huldu
magni og nutu átrúnaðar mann-
anna. Ólafur Geirstaðaálfur var
tignaður í Noregi á líkan hátt og
Bárður Snæfellsás hér, og álf-
arnir, sem sagt er frá í Kormálks
sögu, bjuggu í hólum eins og
landvættirnar.
En dísirnar voru ekki f jarlæg-
ari landvættunum en svo, að
stundum áttu þær heima í stein-
um og voru kallaðar landdísir.
Eru örnefnin Landdísasteinar í
Isafjarðarsýslu menjar um þessa
trú. Það er því ástæðulaust að
ætla, að menn hafi gert greinar-
mun á landvættum og dísum
þeim og álfum, sem í landinu
bjuggu.
Varla hafa landvættirnar ver-
ið nein sérstök tegund vætta,
heldur er orðið landvættir sam-
heiti á öllum höllvættum lands-
ins. Alt þetta fólk hefir svo orð-
ið að huldufólki í þjóðtrú síðari
alda.
Landvætta er síðast getið í
prédikun einni í riti frá 14. öld.
Þar segir svo: "Sumar konur
eru svo vitlausar og blindar um
þurft sína, að þær taka mat sinn
og færa á hreysar út og undir
hella og signa landvættum og éta
síðan, til þess að landvættirnir
skuli þeim hollar vera, og til
þess að þær skuli eiga betra bú
en áður". Skyldleikinn leynir
sér ekki við sumar huldufólks-
sögurnar, þar sem sagt er frá
konum, sem færðu álfum mat.
En þótt huldufólk nútímans
sverji sig mjög í ætt við land-
vættirnar fornu, er eitt ólíkt með
þeim. Landvættirnar voru holl-
vættir, sem menn sýndu trúar-
lega lotningu og nutu verndar
hjá í staðinn. En í þjóðsögum
frá seinni öldum umgangast
mennirnir huldufólkið eins og
jafningja sína. Að öðru leyti
hefir vættatrúin breyst furðu
lítið síðan í fornöld. Til dæmis
gæti sagan um bergbúann, sem
Si^\irð\ir Jóhannson
F. 28. jan. 1921 — D. 24. ágúst 1944.
Ort undir nafni Begga Sigurðsson, Riverton, Man.
1 fárviðrunum fellur sterkur hlynur,
svo fór með þig í æstum branda gný,
þú ert horfinn vaski, góði vinur,
þau verða mörg hin dimmu sorga ský,
það er fátt, sem stenst þann ljóta leikinn
lúta verður sú hin fríða eikin.
Sviplegt var að sjá þér strax að baki,
sorgin kremur vina hjörtun öll;
það er meira en tárum nokkrum taki
að tala og hugsa um þessi sona föll;
þín minning veit eg lengi muni lifa,
um látnar hetjur sögur margir skrif a.
í heriþjónustu heiður var þér sýndur,
en heldur kanske minni en þér bar;
í himnaríki heiðri ertu krýndur,
heiðurinn er meira virði þar.
Við hittumst síðar guðs í víðum geim,
gott mun þá að vera kominn heim.
F. P. Sigurðsson
vitraðist Hafur-Birni, vel verið
ung þjóðsaga.
Flestar hinna fornu vætta
virðast hafa verið í mannsmynd.|
Þær voru aðeins misjafnar að
stærð, þar sem sumar bjuggu í
fjöllum, en aðrar í holum og
steinum. Lýsing Snorra Sturlu-
sonar á landvættunurn stingur
því allmjög í stúf við flestar aðr-
ar sagnir. Snorri hefir ef til vill
verið með fylgjur eða verndar-
vættir einstakra manna í hugan-
um, þar sem hann nefnir hina
helztu höfðingja í hverjum
landsfjórðungi. En hann talar
líka um fjöll og hóla fúlla af
landvættum, og myndin af þeim
er þess eðlis, að þær eiga auðsjá-
anlega fremur rót sína að rekja
til landsins en þjóðarinnar. Þessi
mynd hlýtur altaf að vera hin
eina táknmynd, sem hægt er að
fá af landvættunum. Það þýddi
lítið að rista myndir af landvætt-
um eins og Bárði Snæfellsás og
Ármanni í Ármannsfelli á
skjaldarmerki íslands. Þær væru
óþekkjanlegar frá öðrum manna-
myndum, nem bústaðir þeirra;
væru sýndir í baksýn.
En það voru ekki neinar sér-
stakar landvættir, sem ætluðu að
verja landið, ef á það yrði ráðist.
Þær risu allar upp sem einn
maður. Sú mynd, sem Snorri
bregður upp af þeim, er ímynd
hinnar íslenzku máttúru, sem
lengst af hefir verið bezti vörð-
urinn um frelsi landsins.
—Lesb. Mbl.
HHAGBORG   II
FUEL CO.   11
Dial 21 331
(C.F.L.
No. 11)
21331
GAMLAR FRÉTTIR
Úr bréfi til mín frá séra Mag-
núsi Björnssyni presti að Prests-
bakka á Síðu; hann var áður ná-
granni minn meðan hann var
prestur á Hjaltastað í N.-Múlas.
Var þá 70 ára þegar hann skrif-
aði þetta bréf, 1. marz 1936, og í
þann veginn að hætta prests-
skap: . . . "Héraðið og sýslan öll
hefir tekið hér meiri stakka-
skiftum á þessum 35 árum, sem
eg hef dvalið hér, en öll árin sem
á undan fóru, frá landnámsstíð.
Hér hafði ekkert verið gert til
umbóta áður. Þvert á móti öllu
var að hraka og fara aftur. —
Þú mátt samt ekki taka orð mín
svo, að allar þessar framfarir séu
mér að þakka; en að sumu leyti
kom eg þeim á stað.
Eg kom því á rekspöl í sýslu-
nefndinni að sýsluvegagjaldinu
væri varið í einu'lagi til stærri
umbóta. Áður hafði því verið
skift á milli hreppanna, og því
svo varið til smærri viðgerða
sem að litlu gagni komu og sem
ekkert eftirlit var á.
Mér tókst að koma á samtök-
um með meirihluta sýslunefnd-
arinnar um að breyta þessu. Við
vildum láta byrja í Vík í Mýrdal
og halda svo austur sveitir með
eina aðalbraut, og einkum að
brúa stórárnar. Þetta mætti
mikilli mótstöðu hjá eldri mönn-
unum, og sýslumaðurinn var þar
fremstur í flokki (Guðlaugur
Guðmundsson). Þó var þá á-
kveðin 1000 kr. úr sýslusjóði,
móti 6000 kr. úr ríkissjóði sem
sótt var um um leið. Með þessu
var stefnan hafin. Næsta ár var
sótt um sömu upphæð til að brúa
Skaftá. Það var hlegið að okk-
ur fyrir þá vitleysu og uppá-
stungan feld. En næsta ár komst
hún í gegn. Síðna eru komnar
brýr á þessar ár í sýslunni: Jök-
ulsá á Sólheimasandi, Hólmsá,
Eldvatnið hj'á Ásum, Tungu-
fljót, önnur brú á Eldvatnið,
Hversfisfljót, Brunná og drag-
ferja bíltæk á Eldevatn í Meðal-
landi, og er hún úr járni. Víðast
hvar eru komnir allgóðir bílveg
ir milli þessa brúa.
1 Mýrdal eru nú 8 bílar, 2 í
Skaftártungu, 5 í Kirkjubæjar-
hrepp, 1 í Hörgslandshr. — Alls
15 í sýslunni.
Það tók mig 7 daga vel ríðandi
að komast héðan til Reykjavík-
ur, en nú 2 daga.
Byggingar hér haf a tekið þeim
umskiftum að  ótrúlegt  sé.  —
Nýjar matar Soybean
Spursmálslaust er til
kynning okkar um
New Blackeye Vege-
table er framleiddar
voru að Central Ex-
perimental búinu, sú
g mesta uppgötvun er
gerð hefir verið i okk-
ar tíð í jurtagróðri. —
Eftirtektaverður verð-
leiki hefir þegar verið
viðurkendur af þús-
undum canadiskra
heimila er við okkur
hafa skift síðan 1941, að baunir þess-
ar voru sendar út. Engin önnur mat-
artegund jafnast á við þær. Þaer hafa
fjórum sinnum meira protéin en
hveiti, hrísgrjón eða egg, og tvisvar
sinnurri jafnmikið og venjuleg mat-
baun og svína- eða nautakjöt. Fitan
í þeim er jöfn og í nautasteik og
meiri en í svínakjöti.
Framleiðir meiri líkamshita en
nokkur önnur algeng fæðutegund að
undanteknu smjöri. Á að gizka 20r:
fituefni og 407r protein. Hvert held-
ur ferskar eða þurkaðar hafa þær
meira næringarefni en nokkur önn-
ur baunategund. Lausir við lín-
sterkju. Rikar af járn- og brenni-
steinsefnum, vitamin A, B og G. Þú
verður alveg undrandi hvað þær eru
listugar og á hversu marga vegi má
matreiða þær. Allar upplýsingar um
notkun þeirra eru gefnar í pésa þeim
er bér verður sendur frítt með pönt-
un binni.
(Pk. 10*) (1/4 pd. 18*) (1 pd. 45c)
póstfrítt. (Stcerii sendingar með
Express, flutningsgj. eigi borg-
að, á 35* pundið.)
FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1945
Aldrei fullkomnari en nú.
DOMINION SEFD HOUSE
Georgetown, Ontario
Gripahús öll eru nú orðin undir
járnþaki, og heyhlöður víðast
fyrir allan heyskap. 9 steinhús,
íbúðarhús eru nú í prestakalli
mínu, og 10 timburhús járnvarin
alt í kring. En flestir bæir eru
bygðir þannig, að grjótveggur
er að innan en torf að utan; en
timburveggir á eina eða tvær
hliðar og timburstafnar fyrir of-
an veggin. Tirfiburþak járnvar-
ið, og milliveggir allir úr timbri.
Sumir hafa líka bygt 3 húsaraðir
í sömu tóft og með 3 risum. Járn-
varin þök með rennum á milli
til að taka við vatninu.
Áður voru víðast hvar fjós-
baðstofur en stofur að nafninu á
10 bæjum — að fráteknum
Prestsbakka og Klaustri, en þar
var nokkuð skárra. Þó mátti eg
til með að byggja stórt timbur-
hús á fyrstu árum mínum hér
því eg hafði margt fólk í heimili,
oftast 15 eða fleira.
Eg gat komið því til leiðar að
hér voru bygð tvö skólahús í
sókninni, en hún tekur yfir tvo
hreppa. Hafa þau verið starf-
rækt síðan með föstum kennara.
Búið er að setja upp rafstöðv-
ar hér á 23 heimilum í presta-
kallinu og verður tveim bætt við
í vor. Móttökutæki eru hér 20,
sem munu hafa kostað um 600
kr, en 10 eru nú á leiðinni sem
munu kosta um 400 kr. Síma-
stöðvar eru á 11 heimílum, en
var samþ. á fundi hér í vor að
hreppurinn kostaði þau á öll
heimili í hreppnum, að því leyti
sem ríkissjóður gerir það ekki,
en hann á að borga f, en hrepp-
urinn 'i eftir lögunum. En nú
er sagt tómahljóð í ríkisSjóði,
svo óvíst er hvernig það gengur."
Orðrétt afrit.
Guðm. Jónsson frá Húsey.
•
Úr bréfi frá Ara Hálfdánar-
syni,  bónda  á  Fagurihólsmýri,
dags. 4. marz 1938:
Til undirritaðs
.... "Þú býst við að eg hafi
ekki heyrt þín getið, en það er
eklki svo. Eg hef lesið margt
eftir þig, og séð þín getið í blöð-
unum. Eg vildi gjarnan eiga
bréfaskifti við þig en eg er nú
orðinn ófær til þess. Sjónlaus
á vinstra auga og sjóndapur á
hinu. Svo er líka alt orðið stirt,
hönd og hugsun og kenni eg elli
um. Hef eg þó hvorki brúkað
tóbak né áfengi, og oft sparlega
nauðsynjar. Er fæddur 12. sept.
Frh. á 7. bls.
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8