Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Heimskringla

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Heimskringla

						2. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 11. APRÍL 1945
TVÖ ÁR A BAFFIN-EYJU
Eftir Jón J. Bíldfell
Framh.
II.
Börn snjólandanna
Þannig hef ir fólk það er bygg-
ir norðurhéruð og norðureylend-
ur Canada oft verið nefnt. Fólk
'það á sér sögu — að mestu leyti
óskrifaða sögu, — því það er ekki
fyr en á síðustu tímum, sem því,
eða uppruna þess, hefir verið
nokkur gaumur gefinn. Auðvit
að væri það dul ein af mér, að
reyna að rekja sögu þessa fólks
hér, því 'hvorki eru næg skilríki
fyrir hendi, né heldur rúm eða
tími. En þó finst mér nauðsyn
legt, til skýringair, að geta mann
flokka þeirra sem mannfræðing-
ar ýmist vita, eða halda, að bygt
hafi héruð þessi og byggja þau
nú.
Fyrst er þá að minnast á f lokk
þann er Lillimuit nefnist á Eski-
móamáli, Pygmies á ensku, en
dvergar á íslenzku. Við vitum
að slíkt f ólk er til. Fyrstu sagnir
um það, sem eg veit af, er að
finna í Illions-kviðu Hómers. —
Aristotle segir afdráttarlaust, að
slíkt fólk hafist við í fenmýrun-
um við upptök Nílárinnar; ann-
ars veit maður með vissu, að
þetta fólk er enn til í Afríku'
báðu megin miðjarðarlínunnar.
1 Egyptalandi hafa leifar þess
fundist nálægt Sakkarah, mynd-
ir höggnar á legsðteina frá árinu
3366 f. K. Herodótus skrifaði
um fjöhmennan flokk dverga,
sem heima eigi á miðju Indlandi.
Ennfremur talar kínverski rit-
höfundurinn Shao Fu-Kua um
dvergþjóð, er heima eigi á Phili-
píu-eyjunum í byrjun 13. aldar-
innar.
Á þessu sézt að þessi dverg-
þjóð hefir verið nokkuð útbreidd
í fyrri daga í sumum löndum, en
að hún hafi fluzt til Evrópu, svo
að nokkru nemi, eru engar sann-
anir til fyrir, aðrar en þær, að
beinagrind af mjög smávöxnum
manni fanst skamt frá Schaff-
hausen í Sviss, sem ýmsir vel-
metnir mannfræðingar halda
fram að séu leifar af evrópiskri
dvergþjóð frá síðari hluta stein-
aldarinnar.
Steinkofar og jarðfylgsni er
fundist hafa í norður héruðunum
sem eru svo smá og óvistleg, að
talið er víst að þar sé ekki um að
. ræða bústaði fullvaxta fólks, og
það þriðja og síðasta, að þetta
Lillimuit-fólk er ofið inn í þjóð-
trú Eskimóa. Það lifir í þjóð-
trú þeirra á sama hátt og huldu-
fólk og draugar lifðu í þjóðtrú
íslendinga. Eskimóar sjá þetta
fólk aldrei — hafa aldrei séð
það, en trúa að það hafist við í
holtum og hömrum. Er það
svart á lit, ljótt á að líta, og út-
sett með að vinna Eskimóum alla
þá bölvun, sem það getur, eins og
örgustu og illvígustu afturgöng-
ur áttu að sér að gera út á ís-
landi á meðan að þær voru þar
upp á sitt bezta.
Tunnítar
Tunnítarnir voru áreiðanlega
til, þótt enginn viti hvenær að
þeir hafa bygt norðurhéruðin í
Canada fyrst, eða hvaðan að þeir
komu. Þeir eru sagðir að hafa
verið miklir menn vexti og
rammir að afli, en silalegir og
seinfara.
Furðu þóttu þeir hirðlausir
um útlit sitt og klæðaburð; er
það 1 frásögur fært, að þeir hefðu
notað sela- og dýraskinn í stað
mieðal Eskimóa þar norður frá,
en Eskimóar elta sín skinn þar
til þau eru bæði þægileg til með-
ferðar og sjáleg á að líta. Það
gerðu Tunnítarnir ekki, eftir því
sem sagt er, heldur notuðu
skinnin hrá með speki og kjöt
kleprunum hangandi utan á
þeim.
Um andlegt ástand Tunnít-
anna vita mienn lítið, því eftir
þá liggur sára lítið, sem hægt er
að byggja á í þeim efnum. —
Nokkrar sögur eru til um þá,
sem lifað hafa í minni Eskimóa
og á tungu núlifandi Innúíta.
Ein er þessi:
Túnníta-hjón, þau síðustu,
sem sögur fara af á Labrador,
áttu heima í bænum Heborn.
Maðurinn var mikill vexti og
rammur að afli, svo að Eskimó-
um stóð stuggur af honum. Hann
var værukær, tregur til fanga og
oftast heima, er Eskimóar fóru
til veiða, en tók svo með valdi
það af veiði Eskimóanna, er þeir
komu heim til sín, er hann þótt-
ist þurfa með. Eskimóarnir
þoldu þann yfirgang um hríð,
en þar kom að þeim ofbauð dirf-
ska og yfirgangur mannsins. —
Eskimóarnir tóku því iráð sín
saman um það, hvernig þeir
mættu leysast undan áþján þess-
ari. Að semja við Túnnítanh
töldu þeir þýðingarlaust, svo
þeir komu sér saman um að
reyna að ginna hann frá heimili
sínu og fara svo að honum og
ráða hann af dögum. Vissir
menn voru valdir til þess að
eiga tal við hann.
Túnnítinn tók málaleitun
þeirra seinlega, kvaðst ekkert
vilja undir þeim eiga og ekkert
fara út af heimili sínu með þeim.
Eskimóarnir bentu honum á, að
sjálfs sín vegna þá yrði hann að
breyta til um hætti sína, því
annars bakaði hann sér ekki að-
eins óvild og fyrirlitning, heldur
myndu allir líta svo á, að hann
væri vilja og magnlaust ómenni,
sem ekki gæti einu sinni borið
sig eftir björg sinni á ærlegan
hátt. Að síðustu lét Túnnítinn
tilleiðast að fara á veiðar með
Eskimóunum. Fóru þeir á veiði-
staðinn og tjölduðu, því dagur
var að kveldi kominn.
Um nóttina réðust tíu Eski-
móar á Túnnítann, en áður en að
þeir fengu ráðið hann af dögum,
varð_ hann banamaður fjögra
þeirra. Það er ekki ólíklegt, að
munnmælasögur Eskimóa séu
ýktar og afvegaleiddar að meiru
og minna leyti, en víst er um
það, að það er alment álit Eski-
móa á Baffin-eyjunni að Túnnít-
arnir hafi verið burðamenn mikl-
ir.
Eftir þeim heimildum að
dæma sem fyrir hendi eru, þá
hafa Túnnítarnir verið síður
andlegu atgerfi búnir, en líkam-
legu. Það hefir þegar verið tek-
ið fram, að þeir hafi verið kæru-
lausir og smekklausir í klæða-
burði. Leifar sem fundist hafa
í bæjarrústum þeirra sýna að
þeim hiefir verið ósýnna um hug-
vit og vopnagerð, heldur en nú-
lifandi Eskimóum. Þó hafa þeir
ekkí verið eftirbátar Eskimó-
anna í öllu. Þeir eru sagðir að
hafa verið afbragðsgóðar skyttur
og í húsagerð, hafa þeir tekið
Eskimóum langt fram. Hættir
Túnníta og Eskimóa hafa líka
verið ólíkir á sumum öðrum
sviðum. Þeir áttu varanleg
hsimili, þar sem Eskimóar eru
farandþjóð, eða flokkur, sem
flytur sig til og frá, fram og
klæða, eins og enn á sér stað á aftur, eftir veiðiaðstöðu. Heimili
INNFÆRT og STAÐFEST FRÆ
GOTT FRÆ EYKUR FRAMLEIÐSLU
Talið við umboðsmann okkar viðvíkjandi
korntegunda og fóður útsæði.
ff  f  f It
f í *
FEOERHL GRHin UlfllTED
Túnnítanna hafa verið ramm-
gjör og stæðileg. Þau voru bygð
úr grjóti og torfi, réttara væri
samt að segja, úr grjóti og leir,
því um torfristu hefir aldrei
verið að ræða til neinna muna á
Baffin-eyjunni, þannig að annað
vegglagið hefir verið út grjóti
og fylt upp á milli steinanna og
grjótlaganna með leir, til þess að
gera heimihn fokheld. Húsin
sjálf voru hringbygð, með tveim-
ur herbergjum og anddyri. —
Veggir haía verið þykkir og
bygðir að sér, eða gengið inn
þegar upp eftir þeim dróg og síð-
ast reft yfir með hvalrifum.
Tvö herbergi hafa verið í bæj-
um þessum, annað til geymslu
og matbúnaðar. Hitt til svefns
og má enn sjá merki svefnpalla
meðfram veggjum á innra her-
berginu þar sem fólkið hefir leg-
ið í flatsængum. Auk þessara
tveggja herbergja hefir ávalt
verið anddyri, sem notað hefir
verið til geymslu og veðrabrjóts.
Það sem sérstaklega vakti at-
hygli mína á þessum Túnníta-
húsum, eða rústum, auk steins
og torfs, eða leir hleðslunnar,
var það, að húsin öll, eða nálega
öll hafa snúið til norðurs, og er
það næsta einkennilegt, því oft
næðir hann kaldur að norðan, á
norðurhluta Baffin-eyjunnar,
þar sem flest af rústum þessum
er að f inna. Ekki minsta tilraun
gerð til þess að leita skjóls, eða
njóta sólar og ier ekki gott að
gera sér skiljanlega grein fyrir
því fy<rirkomulagi. Annað sem
mann furðar stórum á er, hvern-
ig þeir hafa farið að færa björg
þau úr stað, sem tíðum sjást í
undirstöðum og veggjum rúst-
anna.
Þessir Túnnítar virðast 'hafa
verið all félagslyndir menn, því
óvíða hafa bæir þeirra staðið
einir sér, eða út af fyrir sig, held-
ur víða margir saman, eins og
við Pond Inlet á Baffin eyjunni
þar sem að eg taldi fjörutíu og
tvær rústir og eru að ölium lík-
indum fleiri.
Um uppruna Túnnítanna veit
enginn.  Peter Freuchen segir í
sögu  sinni  "The Eskimo",  að
þeir muni vera  frá   Evrópu
komnir.  Ekki færir hann neinar
heimildir fram fyrir þeirri skoð-
un og ier því ef til vill ekki mikið
á henni að byggja, þó Freutíhen
sé að öllum líkindum ábyggileg-
astur heimildarmaður, sem nú er
uppi, að þvi er Eskimóa snertir.
En þó menn viti ekkert um
uppruna  Túnnítanna,  þá  vita
menn talsvert meira um endalok
þeirra og hvernig að þíiu báru
að  höndum,  og er  þó  þar  að
styðjast  við  munnmælasögur
Eskimóa að mestu.  Þær sögur
segja að Túnnítar hafi lengi vel
haldið sig sér, og átt lítil mök
við Eskimóa og á meðan að svo
stóð hafi alt gengið vel, en að
þar hafi komið, að þeir fóru að
blandast  inn  í  Eskimóa-flokk-
ana, sem voru miklu mannfleiri,
með því að taka sér konuir úr
þeirra hópi, og að hið sama hafi
átt sér stað með Eskimóa.  Ó
ánægja  og  misskilningur  hafi
risið upp á milli flokkanna, mest
fyrir lausmælgi konanna unz að
fullum  fjandskap varð,  en  að
Eskimóar, sem voru mannfleiri,
hafi orðið yfirsterkari og eyði-
lagt Túnnítana.  Svo hafa drep-
sóttir að líkindum átt sinn þátt í
eyðilegging 'þeirra;  sem  dæmi
upp á þá hlið ógæfu þeirra sagði
Klabeau biskup mér, sem víðs
hefir  farið  um  norður  héruf
Canada og all kunnugur ler þess
um málum, að hann hefði sjálfu:
séð, í rúst einni á Southhamp
ton-eyjunni Túnníta beinagrind
uir liggja hlið við hlið, eins o,
'ólkið hefði lagst til svefns o
'kki risið upp aftur. Hann sagf
>g að síðustu afkomendur Túnr
tanna hefðu liðið undir lok
'outhhampton eyjunni litlu ef
: síðustu aldamót.
Allmikið hefir verið gert f
ví, að rannsaka þessar heim;
rústir Túnnítanna og er he'
.nikið af leifum frá þeirra tíð n
Fullkomnar ánægju
Vefjið Sígarettur
yöar úr
OGDEN'S
FINE CUT
eða reykið OGDEN'S
CUT PLUG í pípu.
í þjóðmirijasafni Canada-stjórn-
ar og einnig í vörslum einstakr?
manna, en engu ljósi varpa þær
fornminjar á uppruna þeirra, og
litlu á siðu þeirra, eða háttu,
nema að þær sýna, að eg held,
undartekningarlaust, að Túnnit-
arnir hafa verið hugsvitsmenn,l
en óverklægnari, en núlifandi
Eskimóar.
Eg hefi sagt hér að framan, að,
enginn vissi um uppruna Túnnít-
anna, og er það víst satt. En
þrjár trilgátur hefi eg séð settarj
fram af fræðimönnum, sem það
málið hafa athugað, sem að eg
vil nú benda á.
Fyrst, að Túnnítarnir hafi ver-
ið sömu ættar, og mannflokkur
sá, er nú byggir norðurhéruð
Canada og eyjarnar fyrir norðan
þau, eða af mongólskum upp-
runa, en stænri og burðameiri en
nútíðar Eskimóar.
Annað, að Túnnítarnir hafi
verið blendingur Indíána og ein-
hvers annars mannflokks, sem í
Canada hafi búið í fyrndinni og
fyrir einhverjar ástæður flækst
narður í höf.
Þriðja, að hér sé um að ræða
Islendingana frá Grænlandi, sem
týndust og hurfu inn í þoku ísa
og auðnar.
Það er hvorki tími né rúm, til
WARNING
EFFECTIVE AUGUST Itt, 1945
SANALTA AND REX BARLEY
WILL BE EXCLUDED FROM THE BARLEY CRADES
No. 1 C.W. and No. 2 C.W.-Two-row
Due to inferior malting quality, the Board of Grain
Commissioners for Canada has ruled that after the abovj
date these barleys will not grade higher than No. 1 Feed.
D. L. CAMPBELL,
Minister of Agriculture & Immigration
og Baffin eyjunum,  þar  siem
þess að athuga þessar tilgáturi|mest af þessum Túnníta rústum
til neinna muna hér, en benda
vil eg þó á hvað síðustu tilgát-
una snertir, að þá finst mér hún
óaðgengileg, og naumast hugsan-
leg. Eg hefi hvergi rekið mig á
neitt, sem knýtt getur Islending-
ana á Grænlandi saman við
Túnnítana nema ef vera skyldi
hin fornu býli hinna síðarnefndu
og þó er sá tengiliður frá mínu
sjónarmiði sára veikur. Það er
að vísu satt, að torf, eða leir og
steinhleðsla þessara Túnníta-
húsa hefir líkst samslags hleðslu
og á sér stað á meðal Islendinga,
en þá er líka hinum íslenzku
sérkennum þeirra í byggingum
lokið.
Stíll Túnnít-bygginganna, ef
stíl má kalla, getur, frá mínu
sjónarmiði, engan veginn talist
íslenzkur, eða grænlenzkur, þeg-
ar jræða er um byggingarstíl Is-!
lendinganna á Grænlandi. Stíll
sá, eða byggingarmáti Túnnít^
húsanna, hefir verið nauða líkur
stíl þeim, sem núlifandi Eski-
móar byggjar snjóhús sín í, að
Ekki get eg sannað vísinda-
lega að um skyldleika sé að ræða
í stíl á milli snjóhúsa Eskimóa
'og leir og steinhúsa Túnníta, en
ekki get eg losnað við þá hugsun,
að þar sé um verulegan hjóna-
svip að ræða, en hvort hann á rót
sína að rekja til Túnníta, eða
Eskimóa skal eg láta ósagt. Ann-
ars finst mér varhugavert að
leggja of mikla áherzlu á bygg-
ingarstíl, eða byggingalögun
norðuirhéraðanna í Canada, því
aðstaða ræður þar svo mjög í því
efni.
Á Devon, Somerset, Elsmere
er að finna, er ekki nema um
tvent að velja þegar um skýli
fyrir fólk er að ræða — snjó og
stein, en af því er líka nóg.
Snjóhúsin geta verið sæmileg
fyrir fólk, sem í snjóhúsum vill,
ieða getur búið, en fyrir fólk,
serh þeim var óvant og vildi ekki
sætta sig við þau, Var ekkert
byggngarefni til annað en grjót,
svo það varð nauðugt viljugt úr
því að byggja fokhelt skýli úr
tómu óhöggnu grjóti og því varð
að nota leirinn og nota svo mikið
af honum, að alt grjótið sykki í
hann. Þá fyrst urðu þessi Túnn-
ítahús fokheld — þá fyrst var
hægt fyrir fólk að búa í þeim.
Vindur og harðviðri réði tilhög-
un húsanna eða stíl, en bygging-
arefnið verknaði. Það var ó-
mögulegt að byggja þessi hús
öðruvísi og þó í þau hafi verið
notað grjót og leir þarf það ekki
nauðsynlega að standa í neinu
sambandi við neina aðra bygg-
ingarvenju, eða byggingar að-
ferð.   Mín meining er, að ís-
JUMBO KÁLHÖFUÐ
Stærsta kálhöfðategund sem til er,
vegur 30 til 40 pund. Öviðjafnanleg
í súrgraut og neyzlu. Það er ánægju-
legt að sjá þessa risa vaxa. Árið sem
leið seldum vér meira af Jumbo kál-
höfðum en öllum öðrum káltegund-
um. Pakkinn 100, póstgjald 3$; únza
500 póstfrítt.
FRf—Vor stórt útsœðisbók fyrir 1945
Aldrei fullkomnari en nú
DOMINION SEED HOUSE
Georgetown, Ontario
þetta mál, og fría Islendingana
sem Grænland bygðu frá þess-
um áburði, eða ágizkun. Mér
virðist fyrsta tilgátan sem nefnd
er hér að framan Iíklegri, — að
Túnnítarnir hafi verið af mon-
gólskum stofni runnir, en stærri
og burðameiri en núlifandi Eski-
móar og bendir það, að þeir
flokkar báðir mæltu á sömu
tungu, eða að minsta kosti gátu
talast við, sterklega á sameigin-
legan uppruna.        Framh.
þeirra snertir.  Snjóhús Eskimó-
anna  eru  hringmynduð.   Svo
hafa hús Túnnítanna líka verið.
Víðust að neðan, en dregin sam-
an eftir því sem upp eftir þeim
dróg.  Anddyri hafa varið fram-
an við Túnníta húsin með lág-
um inngangi.  Hið sama á sér
>tað,  með  Eskimóa  snjóhúsin.
mnréttingin hefir einnig verið
;vipuð, nema, að um tvö her-
>ergi hefir verið að iræða í Túnn-
ta  húsunum,  að minsta kost:
ýna rústir þær, sem eg hefi séð
ð svo hafi verið, en í mannf áum
njóhúsum er aðeins eitt hier-
ergi og anddyri.  En aftur eru
/ö og jafnvel þrjú herbergi í
ímum snjóhúsum Eskimóa þeg-
- um stórar fjölskyldur er að
æða.
minsta kosti hvað  ytra  útlit lendingar hafi aldrei haft neitt
við þessa Túnníta byggingar að
gera, og að íslenzkt blóð hafi
aldrei í æðum þeirra manna
runnið er þær bygðu. Að minsta
kosti ekki blóð Islendinganna.
sem Grænland bygðu, og ef það
voru ekki Islendingar frá Græn-
landi, hvaðan gátu þá þeir Is-
lendingar komið sem kendu
þessum Túnnítum að byggja, og
blönduðu blóði við þá og lögðust
svo út með þeim á gróðurlausum
norðurhjara varaldarinnar?
Eg hefi góða heimildar-
menn að því, að þessar Túnníta
irústir, sem hér ier um að ræða.
séu eldri og það jafnvel mikið
eldri, en bygð Islendinga á
Grænlandi og ef það er satt, sem
eg sjálfur efa ekki, þá virðist
mér að það ætti að skera úr um
Þakkarávarp
Til allra þeirra sem tóku þátt
í því gullbrúðkaupi sem haldið
var í heiðursskyni okkar hjóna,
þ. 7. þ. m. (apríl) í Collingwood
Memorial Hall, Vancouver, B. C
viljum við votta okkair innil'eg-
asta þakklæti. Ekki aðeins til
þeirra sem viðstaddir voru, held-
ur einnig þeirra, sem bæði per-
sónulega og sameiginlega sýndu
sinn kærleika með gjöfum þeim
sem við höfðum ekki rannsakað
fyr en heim kom frá samsætinu.
Sérstaklaga viljum við þakka
börnum okkar og tengdafólki og
öðrum frumkvöðlum þessarar at'
hafnar.
Einnig viljum við þakka þeim
fjarstöddu fyrir öll þau sím'
skeyti og aðrar lukkuóskir með-
teknum í þessu tilf elli f rá göml'
um vinum. Sérstakur heiður
fanst okkur að vera fólgin í því
að Joseph og Halldóra Magnús-
son systkini brúðurinnar gátu
verið vitni fyrra og síðara brúð-
kaupsins og setið við okkar hlið
á brúðarbekknum í bæði skiftiii'
Halldór og Cecilia
Halldórson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8