Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Heimskringla

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Heimskringla

						2. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 2. MAI 1945
TVÖ AR Á BAFFIN-EYJU
Eftir Jón J. Bíldfell
Framh.
V.
Mannfélags fyrirkomulag
Innúíta
Eg hefi tekið fram að Innúítar
séu farþjóð, á þann hátt; að þeir
færa sig úr stað eftir veiði að-
stöðu og þá auðvitað bygðir sín-
ar, en þó eru stöðvar á vissum
stöðum meðfram ströndum Baf-
fin eyjunnar, sem eru svo veiði-
sælar að þeir búa á þeim ár fram
af ári, og mann fram af manni,
en samt hefir þessi veiðióvissa
átt sinn stóra þátt í einu aðal
grundvallar atriði mannfélags
fyrirkomulags þeirra, og það er
einstaklings eignarrétturinn. —
Hann er að mestu leyti sameigin-
legur. Það er, að landið, sjórinn
og lífsgæði þau er hvoru tveggja
veitir, eru sameiginleg. Innúít-
arnir hafa tekið alt það í arf frá
forfeðrum sínum sem í einingu
nutu þess í aldaraðir og sem
þroskaði einingarkend þeirra,
samúð og samhug er lífskring-
umstæður þeirra körfðust svo
mjög. Það er víst algerð undan-
tekning, að Innúítar sem bygt
hafa við viðurkendar og marg
reyndar veiðistöðvar, amist við
aðkomumönnum á þeim stöðv-
um. Öllum er velkomið, að
njóta gæða lands og sjávar,
hverjir helzt sem í hlut eiga, eins
lengi og þeir sýna ekki ófrið, eða
ósanngjarnlegan yfirgang.
Veiðin, sem í sjálfu sér, er
einstaklings athöfn eða afrek, er
sökum alda gamallar venju í
rauninni almennings eign í
hverju bygðarlagi sem er, á þann
háft, að ef einhver veiðimanna
verður útundan og kemur t'm-
hentur úr veiðitúrum sínum, þá
bæta þeir, sem betur hefir geng-
ið, það upp með því að leggja
honum og fjölskyldu hans til af
sinni, það sem með þarf í það eða
hitt skiftið, af fúsum vilja og án
endurgjalds, og á þann hátt er
framfærslu bygðarmanna séð
farborða eins lengi og björg
berst úr sjó eða af landi. En
þetta sameigna fyrirkomulag
Innúítanna nær þó ekki til allra
nauðsynja þeirra. Það nær ekki
til heimila þeirra. Tjöld þeirra
og snjóhús eru eignir einstakl
inga, svo eru skip þeirra og bát-
ar, hundar þeirra og sleðar, fatn-
aður þeirra og veiðarfæri, en í
sambandi við allar þær séreign-
ir þá eru( þeir mjög greiðugir,
þegar einhvern af bygðarmönn-
um vanhagar um eitthvað af því
sem þeir þannig eiga og þurfa á
því að halda.
Veiðarfæri og veiðiaðferðir
Veiðarfæri Innúítanna hafa
lengst af verið bogar og örvar.
skutlar og gildrur, þar til nú upp
á síðkastið, síðan að verzlun við
þá hófst, að þeir hafa fengið
byssur, skotfæri, net og stálboga
Selaveiðarnar stunda þeir á
sumrin á skinnbátum (Kyaks)
Þeir bátar eru þannig gerðir
að trégrind fíngerð er bygð af
stærð þeirri er þeir vilja hafa bát
inn, svo er selskinn strengt yfir
hana og skilið eftir op í miðjum
bátnum þar sem ræðarinn getur
aðeins smeygt sér niður um og
setið. Bátar þessir eru léttir í
umsvifum, valtir eins og kefl
en gangmiklir og þola nokkurt
volk ef sá kann vel með að fara
sem í situr. Þeim er róið með
einni ár sem er tvíblöðuð og blöð-
in sett á víxl ofan í sjóinn, eða
vatnið.
Á þessum skinnbátum róa þeir
á hverjum degi út á víkur og
voga með byssur sínar og skutla.
Þegar þeir komast í færi við sel-
ina skjóta þeir þá fyrst og þegar
9elurinn hefir fengið skot í sig,
ef hann er ekki dauðskotinn
brýst hann um í vatninu dálitla
stund áður en hann steypir sér.
Vanalegast nógu lengi til þess,
að Innúítarnir komast að honum
og skutla hann, en úr því getur
hann ekki stungið sér því við
skutulinn  er  festur  uppblásin
selskinnsbelgur með 30—40 feta
langri selskinnsól fastri við hann
sem selurinn ræður ekki við að
draga undir og er leikurinn því
á enda eftir að skutullinn er fast-
ur í selnum. Ef að selurinn er
dauðskotinn sekkur hann í lang-
flestum tilfellum eins og steinn.
Sumarselveiðina taka Innúít-
ar rólega, veiða í flestum tilfell-
um aðeins það sem þeir þurfa á
' að halda og njóta svo sumar dag-
anna, sem afgangs eru, til hvíld-
ar og skemtana.
Á haustin, seinni partinn í
október og í nóvember frýs sjór-
inn meðfram ströndum Baffin-
eyjunnar og Hudson's-sundsins
frá 5—7 mílur út frá landinu og
gerist þá erfiðara með selveið-
arnar en að sumrinu, en samt
halda þeir þeim áfram á þann
hátt að þeir fara með skinnbáta
sína á hundasleðum eða á bakinu
fram á, eða framundir ísbrúnina
og sitja svo sjálfir með bát sinn
eins nærri skörinni og fært er,
og bíða eftir að selirnir komi
upp svo nærri að þeir geti skotið
þá. Skjóta svo bát sínum á flot,
skutla selina og færa að landi.
Þessi veiðiaðferð er bæði köld
og hættuleg, því það kemur ekki
ósjaldan fyrir að ísinn sem þeir
sitja á brotnar frá ísnum sem er
landmegin við þá og stormar og
straumar bera hann og þá, svo
ört frá landi að þeir ná ekki
fasta ísnum. Þetta er samt ekki
svo agalegt fyrir þá sem hafa
báta sína alveg hjá sér, því þeir
geta vanalega náð til lands, en
það er ekki nærri altaf þegar
þetta kemur fyrir að svo er, því
bæði er það að menn færa sig til
á ísnum án þess að færa bátana
með sér, og svo slá þeir sér
stundum saman tveir eða fleiri,
um einn skinnbát.
Árið 1937 voru nokkrir Innúít-
ar við slíka veiði á vetrardag
skamt frá verzlunarstöðinni Dor-
set, sem stendur við Hudson's
sundið. Þegar fram á daginn
kom hvesti snögglega eins og oft
á sér stað þar á norðurslóðum.
— Stórt stykki brotnaði úr
lagísnum, sem nokkrir menn
voru stadidr á. Þeir gátu allir
bjargað sér, nema einn þeirra.
Hann var bátlaus og ísjakinn rak
með hann undan sormi og straum
til hafs.
Mennirnir sem á fasta ísnum
voru gátu ekkert gert til þess að
bjarga manninum, því í þessum
skinnbátum rúmast ekki nema
einn maður. Þeir foru því heim
til sín. En maðurinn hrakti á
ísspönginni í átta daga fram og
aftur um sjóinn unz að hann rak
aftur að eyju, eða skeri, þjakað-
ur og aðfram kominn ekki all-
langt frá þeim stað er ísinn
brotnaði í fyrstu, og varð það
honum til lífs að hann fann dauð-
an sel sem rekið hafði upp að
eynni og á honum lifði hann þar
til að hann sást og honum varð
bjargað.
Annað tilfelli vildi til í sömu
veiðistöðinni árið 1941. Tólf
manns fór að heiman frá sér í
góðu og kyrru veðri vetrarmorg-
un einn. Af þeim voru tíu karl-
menn og kona eins af mönnunum
og barn þeirra á þriðja ári, sem
konan bar í klæðafellingum á
baki sér eins og Innúíta er siður.
Mennirnir fóru allir til selveiða,
en konan að gamni sínu (sem þó
er sjaldgæft að Innúíta konur
geri að vetrarlagi). Alt gekk vel
fram yfir miðjan dag, þá hvesti
snögglega og ísinn sem þetta
fólk var á brotnaði frá landísn-
um og engin þeirra gat bjargast
til lands.
Þetta fólk hafðist við á ísjak-
anum í tólf daga og hraktist fram
og aftur í volki og vondum veðr-
um. Þegar það rak að fastaísn-
um aftur var konan og barnið
dáin, en mennirnir átta komust
af.
önnur aðferð við vetrar sel-
veiðina er líka algeng á meðal
Innúítanna, og hún er að veiða
þá upp um svonefndar selahol-
ur. Það er altaf mikið af sel
sem ekki heldur sig út í opnu
hafi á veturna, heldur inn í vog-
um og víkum, þótt þær frjósi
yfir, en. þá verða þeir að hafa
holur upp í gegnum ísinn þar
sem þeir geta komið upp og and-
að. Þessar holur leita Innúítarn-
ir uppi, lang oftast með því að
hafa með sér hund sem er þef-
vís. Hundurinn finnur lyktina
úr holunni og sækir að henni.
Þegar hún er fundin bindur Inn-
úítinn hundinn undan veðri
skamt frá henni. Fær sér ís-
stykki. Leggur á það poka og set-
ur þófa undir fætur sér og sezt
svo þannig, að þef af honum
geti ekki lagt að holunni, og situr
þar lon og don, stundum svo
dögum skiftir, með skutulinn
reiddan og bíður þess að merki
sjáist að selurinn sé að koma
upp, en það eru vindbólur á yfir-
birði vatnsins í holunni sem þau
mierki gefa, og þá keyrir hann
skutulinn ofan í holuna með öllu
því afli sem hann á yfir að ráða
og vanalega verður selurinn þá
fyrir laginu. Svo byrja stimp-
ingar. Ef selurinn er smár, end-
ast þær ekki lengi. Ef hann er
stór gránar stundum gamanið og
dæmi eru til þess að selirnir hafa
þá borið sigur úr býtum.
ísveiðin er einkum stunduð á
vorin í marz og apríl því þá gjóta
selirnir.  En áður en þeir gera
, það búa þeir sér til hús á milli
i íssins og snjóskafla sem á ísnum
[ eru við holur þeirra. Selahvolp-
arnir eru hvítir á lit þar til þeir
eru sex vikna gamlir.  Þeir eru
mjög bráðþroska og fara út á
ísinn í kring um holuna þegar
hlýtt er í veðri en eru hvergi
nærri eins varkárir og mæður
þeirra,   þegar  veiðimennirnir
koma á vettvang æða þeir oft
út  á  ísinn,  í staðinn fyrir  að
steypa sér í og stundum beint í
| áttina til veiðimannsins og opinn
dauða.
Annar aðal atvinnuvegur
jlnnúítanna síðan að Hudson's-
j flóa félagið hóf verzlun á meðal
í þeirra er refaveiðar sem þeir
stunda frá miðjum nóvember
, mánuði til 15. marzmánaðar. Við
t þær veiðar nota þeir aðeins stál-
boga sem félagið selur þeim. —
Boga þessa fara þeir með á stöðv-
: ar þær sem helzt er refanna von
þó þær séu langt í burtu frá bú-
stöðum þeirra. Þeir leggja bog-
ana með nokkuð löngu millibili.
Beita þá með legnu sela eða
rostunga kjöti, festa þá svo ref-
irnir geti ekki hlaupið með þá í
burtu. Grafa þá ofan í snjóinn,
svo að þeir séu ekki hærri en
skorpan á snjónum og leggja svo
þunna snjóflís ofan á til þess að
hylja þá — snjóflís svo þunna að
hún brotnar þegar refirnir stíga
á hana. Eftirtekjur eftir þá veiði
hafa oft verið svo þúsundum
dollara skiftir á ári, en það hefir
komið Innúítum að litlu haldi,
því peningar í þeirra augum eru
aðeins til að leika sér að. Þó
hafa nokkrir þeirra keypt báta
sem eru á stærð við sex manna
förin er á Islandi tíðkuðust hér
á árunum; en sú verzlun mun þó
helzt vera að tilstilli Hudsons-
flóa félagsins. Bátar þeir kosta
frá 700—800 dollara, og einstaka
þeirra eiga vélbáta.
Þriðja atvinnugrein þeirra er
laxveiði. Laxinn gengur upp í
ár og vötn á Baffin eyjunni síð-
ari part sumars — seint í júlí,
yfir ágústmánuð og fram í sep-
tember, og stunda Innúítar þá
veiðina með allmiklu kappi og
uppgrip þeirra margra eru mikil,
því nóg er af laxinum. Laxteg-
und sú sem þar er, er nokkuð
frábrugðin, þeim laxtegundum
sem menn eiga að venjast bæði
við strendur Atlants, og Kyrra-
hafsins. Hann er yfirleitt smærri,
þó stórir laxar veiðist þar líka á
vissum stöðum, en smærri laxinn
er betri til átu og því meiri rækt
lögð við að veiða hann. Laxinn
þar norður frá er rauðleitari á
að líta en lax á fyrnefndum stöð-
um og rauðleit rák er eftir hlið
hans á milli sporðs og höfuðs og
vigtar frá 3—4 pund, sá sem
eftirsóknarverðastur þykir.
•  John S. Brooks Limited
DUNVILLE, Ontario, Canada
MANUFACTURERS OF GILL NETTING
Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna
og fyrsta flokks "Sea Island Cotton" og egypskum tvinna.
Þér megið treysta bceði vörugœðum og verði
Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar.
Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg
Umboðsmaður fyrii Manitoba, Saskatchewan og Alberta
And the Full Faith and credit of our Great Dominion
of Canada guarantees your Victory Bonds the Safest
Investment in the world.
So let's buy an Extra Victory Bond Nowl
THE DREWRYS LIMITED
&*« " vicnitYmms\
Aðferð sú sem Innúítar hafa
lengst af notað við þá veiði eru
laxa-gildrur. Þær eru þannig
gerðar, að þeir hlaða gerði úr
grjóti við lækjar og ármynnin.
Út frá því hlaða þeir dilka, eða
smá umgirt svæði, með opi sem
loka má að vild. Þegar að fellur
þá kemur laxinn í torfum með
flóðöldunni og lendir í gerðun-
um og verður þar eftir þegar út
fjarar, þá taka Innúítar til ó-
spiltra mála og rota laxinn í
gerðinu með því að henda í hann
steinum og eru þeir svo leiknir í
þeirri list að snild má kalla. —
Sömu aðferðina nota þeir við lax
þann er inn í dilkana fer. Laxinn
herða sumir, og aðrir kasa hann
í steinbyrgjum og hann er not-
aður bæði til manneldis og þegar
hann er siginn, eða hertur, til
hundafæðu á langferðum.
Fjórði atvinnuvegur þeirra
var hreindýraveiði og fóru þeir
þá í hópum á Umíaks, það er
all stórir kvennbátar, til staða
þeirra sem dýrin héldu sig á,
eða eins nærri þeim og unt var
að komast, og lágu svo við þar til
hreindýrin og hvalirnir, geta
fært sig úr stað en þá er ekki
annað en fylgja þeim eftir, en
þeir hverfa aldrei með öllu eins
lengi og Innúítar brjóta ekki af
sér hylli Sednu, sem yfir þeim og
djúpinu ræður, samkvæmt lífs-
skoðun þeirra og trú.
Þessi lífsskoðun Innúítanna
gerir tvent í senn. Bindur þá
saman, um sameiginlegan frarn-
færslu- eða lífskost, og ryður úr
vegi aðal ástæðunum fyrir sund-
urlyndi og ósamkomulagi sem
mundi gera þeim lífið og til-
veruna ókleyfa undir þeim
kringumstæðum sem þeir eiga
við að búa þar út á hjara
veraldarinnar. En þó lífsstofni
Innúítanna, veiðinni, sé engin
takmörk sett að því er eignarétt,
eða sérréttindi snertir, þá eru
ýmsar reglur eða bönn (Taboo)
sett, sem miða öll til þess að
tryggja heill almennings. Á
meðal þeirra eru fastar reglm'
fyrir því, hvernig farið skuli með
seli eftir að þeir eru dauðir. —
Blinda skal hvern sel, svo að sál
selsins sjái ekki að farið sé með
þeir höfðu fullnægt þörfum sín-; dauða selinn inn í snjóhús. Þeg
um. Kjötið kösuðu þeir í stein-
byrgjum þar til snjór kom og
sóttu það þá á hundasleðum. Nú
er slíkum veiðiferðum hætt síð
an að dýrunum fækkaði svo, að'
ferðirnar gátu ekki borgað sig
Rjúpna veiði er allmikil á Baffin'
eyjunni og einnig eggjatekja,'
helzt æðarfuglsegg eftir miðjan
júní og í júlí, því mikið er þar
af æðarfugli og talsvert af máfa
eggjum.
Eg hefi nú talið aatvinnuvegi
þá, er hið efnalega mannfélags
fyrirkomulag Innúítanna hvílir
á, og er það hvorki margbrotið
né heldur umsvifamikið, sérstak-
lega sökum þess, að það er alveg
laust við eigin hagsmunakend,
eða stefnu menningar þjóðanna
sem talið er f jöregg þeirra í allri
viðsikftastefnu samkepnina. —
Innúítarnir kæra sig ekkert um
verzlunarlíf eða verzlunarfjör.
Þeir vilja njóta lífsins í næði,
eins og forfeður þeirra gerðu.
Með öðrum orðum, þeir starfa
til að lifa, en lifa ekki til þess að
starfa. Þeir eru vissir um að
lindir náttúrunnar muni ekki
þrjóta, ef þeim er ekki misboðið
og því er ekki til neins, að vera
að flýta sér. Þær fæddu og
klæddu forfeður þeirra ár fram
af ári, og öld fram af öld og það
sem reyndist farsælt fyrir for-
feðurna, trúa þeir, að ekki muni
bregðast sér. Auðsuppsprettur
landsins og sjávarins: fiskarnir,
selirnir,  rostungarnir,  refirnir,
ar komið er með dauðann se|
inn í snjóhús er snjór bræddur i
potti og vatninu síðan dreypt a
munn selsins. Áður en farið er
í fyrsta sinni á ísselveiðar á vet-
urna er bræla gerð úr laufu111
og mosa og reykurinn látinfl
leika um öll föt og veiðarfaer'
veiðimannanna svo sielurin'1
f inni ekki lykt af þeim. Ekki ma
kasta selabeinum fyrir hunda-
Sál sela og annara sjódýra hai3
viðbjóð á blóði og dauðufl1
skrokkum og ber því að forðas*
að slíkt verði á vegi hennar'
Selakjöts mega allir neyta
tjaldi eða húsi þess sem vei^
hefir, en ekki má taka það bur1
úr húsi hans.
Brot á þessum og öðrum reg-'
'um (taboos), hefir bölvun í í°*
með sér og því frá sjónarmi01
Innúíta þýðingarmikið að þe^
sé fylgt.
Maður ætlaði að taka íbúð 3
leigu ásamt öllum húsgögnun1'
Bráðfalleg vinnukona sýndi hol
um íbúðina. Er maðurinn baí"
skoðað hana, vék hann sér a
stúlkunni og spurði: "Og íy^
'þér með íbúðinni?"
Stúlkan: "Nei, eg er leigð ^
prívat."
*      *      *
Gesturinn: "Eg kom bara *'
að láta vita, að eg kæmi ekki-
BORGIÐ HEIMSKRINGLU^
því gleymd er goldin sknld
^
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8