Heimskringla - 23.01.1946, Blaðsíða 5

Heimskringla - 23.01.1946, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 23. JANÚAR 1946 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA farinn að vinna baki brotnu löngu fyrir fermingaraldur. Jóhannes unni alla æfi starf- semi en fyrirleit iðjuleysi; hann hvatti landa sína til atorku, hóf- semdar og fyrirhyggju á öllum sviðum. Hann var ekki auglýs- ingamður og reyndi aldrei að sýnast annað en hann var, en hann var vandur að virðingu sinni, og sumum Iþótti hann strangur í kaupum og sölum og viðskiftum öllum. En sú mun orsökin verið hafa að hann vildi ei þau orð mæla, er aftur þyrfti að taka, né þá samninga semja er síðar yrði að breyta eða rifta En þrátt fyrir þetta var Jóhannes glaðlegur í viðmóti, hlýr í við- kynningu og sagði margaf gam- ansögur í sinn hóp. A þeim árum þótti Jóhannes meðal hinna djörfustu siglinga- manna, þrekmikill og kappgjarn. Var það í almæli að sjaldan hamlaði honum veður, að fara ferða sinna ef mikið lá við. — Þótti hann góður skipstjóri en aetíð athugull og gætinn.” Þetta er aðeins sýnishorn af því, sem Þ. Þ. Þ. segir um Jó- hannes. Sig. Júl. Jóhannesson tvær hljómlistar- KONUR f WINNIPEG Hljómlistarh'f stendur með rniklum blóma meðal Vestur-ls- fendinga. það hefir þróast í kirkjukór Fyrstu Dútersku kirkjunnar í Winnipeg prýðileg- ur kór, sem hefir á að skipa frá- bærum söngkröftum og vel rnentuðu tónlistarfólki. Nýlega rakst eg á eintak af Kirkjublað- rnu, þar sem sagt var frá þeim frænkunum Agnesi og Snjólaugu Sem báðar eru Sigurðsson og standa báðar í fremstu röð ís- fenskra hljómlistarmanna meðal Vestur-lslendinga. Þá rifjast uPp fyrir mér stutt kynni af þeim frænkunum. Það var við messu hjá séra Valdimar Eylands, sem eg fyrst heyrði Snjólaugu leika é orgel og síðar heyrði eg Agnesi leika á píanó heima hjá séra Ey-1 lands. Þetta eru öll þau kynni, sem eg hefi af þessum tveimur lista- konum, en þykist þó geta sagt lesendum Morgunblaðsins frá þeim, því í stuttri heimsókn til ^innipeg heyrði eg þeirra ^eggja getið oft og Islendingar v°ru jafnan hreyknir er þeir ^inntust á þær frænkur, og ^ega enda vera það. Eg býst ekki við, að neinn fyrtist við þó eg fullyrði, að þær Agnes og ®nólaug séu einna fremstar í kst sinni af öllum íslendingum Vestanhafs og þykir mér líklegt, aö við eigum eftir að heyra nöfn Þeirra oft nefnd í sambandi við iistsigra þeirra. a,nrýmdar frænkur. Agnes og Snjólaug eru ekki ^ystur eins og halda mætti vegna þfSs að þær bera báðar sama föðurnafn. En feður þeirra eru ræður og það sem meira er. ^nseður þeirra eru systur. Agnes er dóttir Sigurbjörn Sigurðsson- ar skrifstofustjóra og Kristbjarg konu hans, en Snjólaug er ^óttir þeirra hjóna Sigurjóns igurðssonar, sem lést í haust ®ftir langa vanheilsu og konu ans> Jónu Guðríðar Vopni. Þær raenkur ólust upp í Riverton og rborg. Urðu þær báðar brátt ^JÖg sanirýmdar og hafa síðan Snjólaug Sigurðsson Agnes Sigurðsson á ungra aldri verið eins og syst- ur. Bar fljótt á hljómlistarhæfi- leikum þeirra og æfðu þær sig saman í æsku og stunduðu báðar píanóleik hjá ágætum kennara í Winnipag, Evu Clare. Organisti. Snjólaug er organisti í Fyrstu Lútersku kirkjunni í Winnipeg og vinnur mikið fyrir sönglif kirkjunnar. Tveir kirkjukórar eru starfandi fyrir kirkjuna. Öðrum þeirra stjórnar Páll Bar- dal fyrv. fylkisþnigm., en ung- mennakór stjórnar ungfrú Snjó- laug. Snjólaug annast píanókenslu í Winnipeg, auk starfa síns fyrir kirkjuna. Hjá heimsfrægum kennara. Agnes Sigurðsson er um þessar stödd í New York, þar sem hún stundar nám i píanóleik hjá hin- um heimsfræga kennara Olgu Samaroff. Það var Þjóðræknisfélag Vest- ur-lslendinga, sem gekkst fyrir því, að Agnes réðst í þetta dýra listnám. Var skotið saman fé meðal Vestur-íslendinga til að standa straum af námi hennar. Þótti Vestur-íslendingum nauð- synlegt, aðhún fengi tækifæri til að fullnuma sig í list sinni, því þeir þykjast þess vissir, að hún eigi eftir að komast langt á lista- brautinni og verða sér og þjóð sinni til hins mesta sóma. Tónlistarfélagið. 1 sumar er eg hitti þær frænk- ur, barst það í tal, hvort þær la,ngaði ekki til íslands. Þær sögðust ekki geta lýst því með orðum, hvað mikið þær langaði til ^þess, en töldu samt öll tor- merki á að svo gæti orðið að sinni. En er ekki einmitt hér gptt tækifær fyrir Tónlistarfélagið að fá hingað tvær fyrirtaks lista- konur, sem íslendingar myndu hafa yndi af að hlusta á. Það myndi um leið styrkja vináttu- böndin milli Austur og Vestur- Islendinga. 1 —Mbl. 23. des. I. G. Tilkynning um fulltrúa okkar á íslandi Umboðsmaður okkar á Islandi er Bjöm Guðmunds- s°n, Reynimel 52, Reykjavík. — Hann tekur á móti pontunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Heimskringla og Lögberg ÍSLENZK JóL — AUSTAN HAFS OG VESTAN Eftir Valdimar Björnsson sjóliðsforingja Oftar en einu sinni hefir það verið sksmtilegt verk, að semja smágrein um jólahald meðal Vesutr-Islíndinga, samkvæmt beiðni kunningja meðal blaða- manna hér í Reykjavík. Tilgang- ur minn hefir verið, að gefa lönd- um hér heima hugmynd um varðveislu íslenzkra jólasiða inn- an um mannf jöldann, af öllum þjóðarbrotum, í Vesturheimi. — Það er gaman að snúa blaðinu við, og minnast á jólahald íslend- inga í heimalandinu, eins og það kemur Vestur-íslendingi fyrir sjónir. Þetta eru fjórðu jólin, sem eg fæ að vera á íslandi. Eg kom hingað á herflutningaskipi ein- mitt rétt fyrir jólin 1942 — kvöldið fyrir Þoriláksmessu. — Voru með því skipi 450 sjóliðar er bættust við þann mannfjölda úr her og flota, er vann þá við byggingu flugvallarins við Keflavík. Eg komst strax í jólaskap á götum Reykjavíkur, er allar búð- ir voru opnar fram undir mið- nætti á Þorláksmessukvöld. Satt að segja var það nýtt, að heyra alla tala um Þorláksmessu, — mig óraði fyrir því, að sá dagur er til í íslenzka almanakinu, al- veg eins og sumardagurinn fyrsti og aðrir slíkir dagar. En það eru aðeins eldri íslendingar meðal þeirra fyrir vestan, sem minnast Þorláks biskups helga og dags- ins, sem kendur er við hann. • Kunningjar mínir hafa spurt mig stundum þessa daga: “Er ekki frekar leiðinlegt að vera fjarverandi frá fjölskyldu sinni á jólunum?” Sjálfsagt er það á- nægjulegast, að vera með nán- asta skyldfólki sínu, einkum á aðfangadagskvöld — þá er jóla helgin mest hjá Vestur-lslend- ingum ennþá, alveg eins og hér á landi. En þessari spurningu verður eiginlega að svara með því að segja, að það sé varla hægt að hugsa sér betri stað að vera en einmitj; á íslandi á jólunum. — Bernsku minningar frá jólunum, eru alveg tengdar öllu því, sem íslenzkt er — íslenzkum siðvenj- um, sem hafa varðveitst í fjar- lægðinni, íslenzkum jólasöngv- um, íslenzkum hátíðarguðsþjón- ustum. Þá er skiljanlegt að það sé sérstök ánægja að vera stadd- ur, þar sem þessar venjur hafa sinn uppruna. Það virðist vera sérstakur innileiki, sem einkennir jólahald Islendinga, og líklega allra Norð- urlandabúa. Það er mikið um heimsóknir og heimboð meðal ættingja og kunningja fyrir vest- an. Þá eru skólafríin og þar er margt yngra fólkið komið heim til foreldra sinna. Heimilið er miðstöðin, því að jólin eru fyrst og fremst hátíð fjölskyldunnar, og sérstaklega hátíð barnanna. Að því leyti eru jólin, vestan hafs og austan, alveg eins. Mér hefir fundist — og það má segja það um marga aðra Vestur-Islendinga — að jólin séu eiginlega ekki komin fyr en búið er að syngja “Heims um ból” á aðfangadagskvöld. Það verður mér altaf minnisstætt, er eg kom í Dómkirkjuna á aðfangadags- kveldi fyrir þremur árum, og fékk að syngja með öðrum þenn- an gullfallega sálm. Þá hafði mér ekki gefist tækifæri til að hlusta á íslenzka jóla-guðsþjónustu í 18 ár. Fyr á árum í íslenzkum söfn- uði í amerísku sveitaþorpi var hámark jólagleðinnar, er jóla- trésskemtun sunnudagaskólans var hladin í kirkjunni. Kærustu endurminningar margra fyrir vestan frá jólunum eru frá þeim tímum, er rafmagnsljósin voru ekki komin til sögunnar, olíu- lampar lýstu í kirkjunni, en ksrtaljósin á trénu. Þar voru kerti í hverjum glugga og eins á altarinu. Altaf var og altaf verður skemtilegast þegar nýsnævi dún- mjúkt þakti alt á jólanótt í kyrð næturinnar. Hreinleiki náttúr- unnar á svo vel við hátíðina sjálfa. 1 þorpinu okkar vestra voru gangstéttirnar úr timbri. Þeagr maður gekk á þeim í snjó, marraði svo heimilislega í þeim. Eg hef það hljóð í eyrum enn frá löngu liðnum aðfangadagskvöld- um. Þegar allir mættust þar með hlýju brosi, eftir kirkjugönguna, tókust í hendur og sögðu “Gleði- leg jól”, alveg eins og þeir allir væru heima á Islandi. Ekki er furða þó maður geti sagt ‘heima’, þar eð jólin hér vekja svo marg- ar endurminningar frá því tíma- bili æfinnra er jólin höfðu msst áhrif á hugann. F^rir vestan sáum við Norð- menn ganga í kringum jólatréð í heimahúsum og syngja jóla- sálma. Við sungum okkar sálma, en minna varð úr því, að ganga í kringum tréð. Ekki hefir gleði mín minkað við það á undanförn- um jólum að fá tækifæri til þess að ganga í kringum jólatré á heimili góðra vina, og syngja nærri því alla jólasálma, sem maður man. Sérstaklega verður mér minn- isstætt aðfangadagskvöldið í fyrra hér í Reykjavík. Það voru síðustu jólin, sem Ingibjörg Ey- jólfsdóttir lifði, kona Sigurðar Jóhannss. í Geysi, en frænka Ellu mágkonu minnar. Ingibjörg lá þá í banalegu sinni. Hún hafði fyrir rúmum mánuði mist son sinn, er Goða- fossi var sökt. Jálatréfe, fallega skreytt, stóð skamt frá hvílu hennar. Ástvinirnir söfnuðust í krnigum hina fársjúku en sterku konu. Styrkleikinn frá honum sem fæddist á jólanótt ljómaði í gleðibrosi hennar, þrátt fyrir all- ar þjánnigar hennar og raunir. Hún átti skamt eftir ólifað. Ef- laust vissi hún það sjálf. Samt tók hún innilegan þátt í jóla- gleðinni og veitti öllum nær- stöddum styrk af þeim andlega auði, sem hún átti í svo ríkum máli. Maður gleymir aldrei slíkri konu á slíkri stund. • Það er talsvert áberandi mun- ur á jólahaldinu vestan hafs og austan. Þrettándann heyrir mað- ur minst á. En ekki tíðkast það að reikna alla dagana þangað til sem jól. Aldrei er haldið upp á 2. jóladag, nema þegar messað er í sveitakirkjum á þeim degi, þeg- ar ekki hefir verið hægt að messa þar á jóladaginn sjáKan. Viíðsvegar í íslenzkum bygð- um fyrir vestan er ennþá hægt að borða alíslenzkan jólamat. — Altaf eru þá allskonar kökur á borðum, og hangikjöt ef hægt er að fá það. Islendingar keptust við að ná sér í hangikjöt, eins og Norðmenn reyndu að krækja í “lute”-fisk á jólunum. Þetta smábreytist, þó lengi eimi eftir af gömilum venjum. En laufa- brauðið var mér nýjung er eg kom hingað. Það hafði eg aðeins einu sinni séð hjá íslenzkri f jöl- skyldu fyrir vestan. Fólk sem elzt upp í bygðum þeim fyrir vestan, þar sem Norð- urlandabúar eða afkomendur þeirra eru flestir, venst jólasið- um, er eru þó nokkuð frábrugðn- ir jólasiðum Ameríkumanna og Englendniga. T. d. er það al- vanalegt meðal Svía í Mninesota að hafa borð mörg milli jóla og þrettánda, þar sem drukkið er “glögg” og allir óska hverir öðr- um “God forsaatning!” Undan- tekningarlaust er aðfangadags- kvöld aðal helgistund jólanna hjá öllu þessu fólki. Það er á þessu kvöldi, sem f jölskyldurnar safnast saman í kringum jólatréð °g gjafir eru gefnar. Ameríska venjan er á hinn bóginn, að láta börnin hátta snemma aðfanga- dagskvöldið, og láta sokkana þeirra hjanga nálægt “kamin- unni”, til þess að “jólasveinn- inn”, ef svo mætti kalla hann — “Santa Claus” — geti fylt þá með jólagjöfum, þegar hann kemur niður um reykháfinn á jólanótt- inni. Sagan segir að hann sveimi í skýjum uppi á sleða sínum, er hreindýr draga, og komi beint frá Norðurpólnum. Fyrir nokkrum árum var það undantekning að börn af skandi- naviskum ættum tryðu á “Santa Claus”. En líklega líta þau öðru vísi á það nú, er þau sjá þessa draumaveru “Santa Clausa” í eigin persónu, rauðklæddan, um alt í búðargluggum og jafnvel ganga í mannfjöldanum á götum úti, og safna þar fé handa ýms- um hjálaprstofnunum. Jólin á Islandi eru líklega mjög svipuð og jólin alstaðar annarsstaðar ií heiminum, þar sem sú hátíð er í heiðri höfð. En fyrir mann af íslenzkum ættum, sem alinn er upp vestra við gaml- ar íslenzkar jólavenjur, er það líkast æfintýradraum að fá að vera hér á jólum. Það minnir mann svo mjög á “þá góðu gömlu daga”, sem flestir tala mikið um. Og þá getur maður farið að hugsa um að börnin, sem nú njóta með mikilli gleði hátíðarinnar, sem helguð er barninu er fæddist í Betlehem, verða dagarnir sem nú eru að líða, einhverntíma hin- ir “góðu og gömlu dagar”.—Mbl. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Áramótaávarp forseta Islands Ársins, sem nú er liðið, mun lengi verða minst í sögunni vegna þess að á því ári lauk ó- friðnum mikla, sem staðið hafði nær 6 ár. Fögnuðurinn yfir friðn- um var mikill og einlægur víða um heim, einnig hér á landi. Við fögnuðum því, að nú væri endir bundinn á ægilegar tortím- ingar hins miskunarlausa hern- aðar. — Við fögnuðum því, að undirokuðu þjóðirnar leystust úr margra ára ánauð og kúgun og endurheimtu frelsi sitt, þar á meðal frændþjóðir okkar í Dan- mörku og Noregi. Við fögnuðum því, að nú gátu skipin, skip okk- ar og annara, siglt um höfin án þess að eiga á hættu lymskuleg- ar og grimdarfullar árásir kaf- bátanna, sem lágu í leyni til þess að granda skipum og myrða sak- laust fólk. Við fögnuðum því, að nú mundum við losna við harma- fregnirnar af þeim völdum, sem dunið höfðu hvað eftir annað yfir okkar fámennu þjóð. Við biðum mieð eftirvæntingu að geta lagt okkar skerf til að byggja upp nýja veröld á rústum þeim, sem ófriðurinn lét eftir sig, betri veröld en áður hefði verið. Veröld þar sem nóg væri að starfa fyrir alla og enginn þyrfti að líða skort. Það liggur í hlutarins eðli, að friður hefir ssiðmagn fyrir ís- lenzku þjóðina. Við viljum ekki og getum ekki átt ófrið við aðra. Þau þáttaskifti sem hófust á árinu eru ekki auðveld. Margt sem gerst hefir sáðasta misserið minnir á það. Þótt hætt sé vopna- viðskiftum í flestum löndum — ekki öllum þó — þá er fjarri því að lokið sé miklum hörmungum, sem eiga rætur sínar að rekja til ófriðarins víða um herm. Og hvert sem litið er blasa við svo að segja allsstaðar örðugleikar, sem þarf þol og þrótt, hugprýði og elju til að vinna bug á. I lok ófriðarins mikla 1914— ’18 féll okkur í skaut ávöxtur af þrautseigri baráttu forfeðra okk- ar. Þá viðurkendu Danir full- veldi Islands. Við, sem farnir erum að reskjast, munum erfiðu árni þar á eftir, sem voru svo erfið, að sumir hrakspáir menn töldu okkur ekki megnuga þess að vera fullvalda ríki. — Þrátt fyrir víxlspor tókst okkur að komast yfir örðugleikana þá. Nú rétt f yrir ófriðarlokin kom- um við á því stjórnskipulagi, sem BAKOW SOLEMACHER. Þessi óvið- jafnanlega tegund, framleiðir stærri ber úr hvaða sæði sem er. Blómgast átta vikur frá sáningu. Ræktun auð- veld. Greinar (runners) beinar og liggja ekki við jörðu, framleiða því stór og mikil ber. Hafa ilm viltra berja. Ásjáleg pottjurt og fín í garði. Sáið nú. Pantið beint eftir þessari auglýsingu. (Pakkinn 25c) póstfrítt. FRÍ—Vor stóra útsæðisbók fyrir 1946 Enn sú fullkomnasta. 94 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario allur þorri þjóðarinnar hefir trú á að henti okkur best. Það verð- ur hlutverk núlifandi kynlsóðar, ekki sízt þeirra, sem ungir eru, að sanna okkur sjálfum og öll- um heiminum, að Islendingar séu þess megnugir að halda uppi menningarríki og beri ábyrgð á, með því stjórnarformi sem þjóð- in hefir kosið sjálf. Vegna þess tortímingarófrið- ar, sem verið hefir í heiminum undanfarin ár verður þetta enn örðugra. En við Islendingar skulum minnast þess, að oft á tímum hafa einmitt örðugleikarnir stælt þrek og þrótt þjóðarinanr til á- taka, sem hrakspáir menn mundu hafa talið ofurefli. Við skulum vona að svo verði enn. Sumum mun hætta við að 0 treysta um of á það, að við höf- um nú eignast meiri fjármuni, mælt á mælikvarða peninga,.en nokkru sinni fyr síðan á söguöld. Einn þeirra Islendinga, sem fyrir rúmri öld hóf merki frelsisbar- áttu okkar, á tímum, sem myrk- ur grúfði yfir þjóð okkar og hafði grúft þá lengi, komst svo að orði: “Það eru ekki landkostir og blíð- viðri og gull og silfur og eðal- steinar, sem gera þjóðirnar far- sælar, voldugar og ríkar, heldur það hugarfar og andi. sem býr í þjóðinni”. Þótt við eigum mikið ólært enn í því efni, hafa þessi orð að sumu leyti sannast á okk- ur Islendingum síðan þau voru rituð. Því meiri ástæða getur ver- ið til þess að beina nú huganum að því að það verða ekki fjár- munir, sem við höfum eignast á undanförnum árum, sem reynast munu einhlítir til þess að gera þjóðina farsæla og ríka, heldur það hugarfar og sá endi, sem býr með henni. Það er trú mín að uppistaðan í hugarfarinu verði að vera það, sem okkur hefir um aldir verið kent að mest sé í heimi: Kærleikurinn. Það er ósk mín og bæn á þess- um fyrsta degi ársins, að kær- leikurinn megi móta orð okkar og athafnir í sem ríkustum mæli nú og um alla framtíð. Að mátt- ur kærleikans msgi styrkja okk- ur og leiðbeina í samfélagi ein- staklinganna og í opinberu lífi. Þá hygg eg að við getum horft með meira hugrekki og með meiri von um farsæld fram í tim- ann. Með þessum orðum óska eg öll- um þeim, sem heyra mál mitt, gleðilegs nýárs.—Mbl. Samkvæmi fyrir hermenn Jón Sigurðsson fólagið er nú að ljúka við ráðstafanir viðvíkj- andi samsæti því sem haldið verður 18. febrúar, í Royal Alex- andra hótelinu, til þess að bjóða velkomna heim þá sem hafa ver- ið í herþjónustu. Boðsbréf verða send út í þessari viku; og er sér- staklega mælst til þess að allir svari þeim eins fljótt og unt er svo hægt sé að gera áætlanir um fólksfjölda, og svo að almenn- ingi gefist tækifæri sem fyrst til þess að kaupa aðgöngumiða. — Nánari auglýsingar koma í næstu blöðum. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.