Heimskringla - 26.12.1951, Blaðsíða 3

Heimskringla - 26.12.1951, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 26. DES., 1951 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA With the Compliments of .., Igtölnng pou aU a merrp Ctjríötmaö Pertlís^ 482 • 486 Portaoc Avewuc ir.^» W I N N I P E G “Western Canada's largest cleansing institute’’ FURNITURE <&í RADIO CO. Wish you a very MERRY CHRISTMAS Call 24 943 for Prompt Radio Service R.C.A. YICTOR RADIOS—HOOVER VACUUMS INNILEGAR JóLA NÝÁRSÓSKIR 1477 ERIN ST PHONE 36 393 INNILEGUSTU ÓSKIR um gleðileg jól, til allra okkar íslenzku viðskiftavina og allra tslendinga, og góðs gæfuríks nýárs. UNION LOAN AND INVESTMENT CO 508 Toronto General Trust Building Winnipeg, Man. H. Peturson láu um Suður-Þingeyjarsýslu, þar sem eg sleit barnsskónum. /. S. frá Kaldbak DÁN ARFREGN Vilhjálmur Pálmi Pálmason andaðist snögglega á heimili sínu, Víðirási í Víðinesbygð í Nýja íslandi 3. október s.l. Mun hann hafa kent til heilsu- bilunar undanfarið, þótt hann léti það ekki uppskátt við aðra. Foreldrar hans, Barni Pálmason og Anna Eiríksdóttir, fluttu frá Sauðárkróki á fslandi til Amer- íku árið 1887. Dvöldu þau hjá góðkunningjum í Víðinesbygð í Nýja fslandi, þar til árið eftir, 1888, að þau fluttu á bújörð sína Víðirás í sömu bygð. Þar fædd- ist Vilhjálmur Pálmi, 1. júní 1894, og þar ól hann allann sinn aldur. Systkini hins látna eru: — Þorkell Ingimar, búsettur á Víðirási í Víðinesbygð; Jón Helgi, búsettur í B. C., giftur Stefaníu Oddleifson frá River- ton; Guðrún Sigríður, gift Kára Thorsteinssyni frá Efrahvammi í Víðinesbygð, nú búsett á Gimli; Anna Þórey, er lézt 19- 43 og var gift Carli Andersyni, pósthúsþjóni búsettum-í Winni- Peg- Eftir dauða foreldra sinna og burftör systkinanna af heimil- inu, gerðist Vilhjálmur með- hjálp elzta bróður síns, Þorkels, og bjuggu þeir, tveir einir sam- an í mörg ár, og stunduðu mynd j ar bú. Vilhjálmur naut barnaskóla-1 mentun í heimabygð. Hann var góðum gáfum gæddur og bók- hneigður, en dulur og fáskift-1 inn, framúrskarandi hagur bæðij á járn og tré, ráðvandur og hreinn í öllum viðskiftum og hélt sig frá miður heilbrygðum solli. Enginn hafði neitt ilt að segja um Villa í Víðirási, eins og bygðarfólkið kallaði hann, því var öllu vel við hann, er hans því sárt saknað af bygðarbúum. En sárastur er söknuðurinn hjá systkinunum, sem eftirlifa, af stóra systkina barnahópnum, sem svo oft heimsótti einbúana, og sem Vilhjálmur var svo góð- ur við, og þótti svo vænt um. Iceland’s Contribution The little country of Iceland has produced niany great men, scholars, poets and historíans, for there is no illiteracy in Iceland. The Canadian prairies are fortunate in having so many citizens of Icelandic descent, many of them on our farms, others in the professions, some of them dis- tinguished in public life. They brought a firm loyalty to the cooperative movement frorn their homeland ,a hardy constitu- tion from their northern homeland, and a keen intelligence trained in their fine schools, with a love of good Iiterature which they inherited over the centuries. The Canadian Wheat Pools are glad to have so many members of Icelandic origin among their most faithful members. Canadian Cooperative Wheat Producers Limited WINNIPEG CANADA Manitoba Pool Elevators Saskatchewan Cooperative Alberta Wheat Pool Winnipeg Manitoba Producers Limited v Calgary Alberta Kegina Saskatchewan Mrs. Kari Thorsteinson, og dóttir hennar Olavía, sem nú er gift kona í Winnipeg, voru næstu skyldmennin, eiga þar mörg sporin suð-vestur að Víði- iási, og mörg handtökinn á heim ili ástvinanna. Þá hafði Mrs. Carl Anderson í Winnipeg mik- ið hugann hjá bræðrum sínum. Létu þau hjónin byggja sumar- hús á bújörð þeirra, og dvöldu þau ætíð niðurfrá á sumrin með öll börnin sín. Þá var oft glatt á hjalla í Víðirási, og þá fríjuðust bræðurnir við að vera að tefja sig við húsverkin. Nú eru mörg ár liðin, síðan Mr. og Mrs. And erson gengu til sinnar hinstu hvíldar. Hafa börnin þeira öll haldið við sama síðin; heimsótt bræð- urna við hvert tækifæri er gafst, j dætur þeirrá, Mrs. George Gib- son, Mrs. James Johnson, Mrs. G. Garbutt, er allar eru búsettar í Winnipeg og eiga nú sjálfar börn og heimili, og sumarhús á öðrum fegri stöðum en í Nýja- íslandi, en aldrei hafa þær gleymt að heimsækja frændur sína á hverju sumri, og fylla heimili þeirra með gleði og ást- ríki. Til þeirra, sem syrgja og sakna, vil eg segja, kvíðið engu vinur ykkar er nú fyrst kominn heim, og Guð kærleikans, sem aðallega horfir á .hjartalagið, mun blessa sálu hans í eilífðinni. Vilhjálmur Pálmi var jarð- sungin af presti bygðarinnar, sr. Haraldi Sigmar, 6. október s.l., og lagður til hinstu hvíldar, í Kjarna grafreit við hlið foreldra sinna. Jódís Sigurdson B R É F frá B. J. Hornfjörð, Árborg — — Efni línanna er, að eg fékk bréf frá vini okkar Birni Þorgrímssyni í Reykjavík. Hann sendi mér 15 sönglög bæði radd- sett og ort af þáverandi lækni í Hornafirði, Skarphéðni Þorkels syni, dánum þar 1950. Fyrsta ljóðið heitir “Horna- fjörður”. Það sendi eg þér með þessum miða í von um að þú gef ir því pláss í Heimskringlu. Það ætti að vera hverjum góð- um sveitunga okkar kærkomið. Hornafjörðut Heill þér aldni Hornafirður, heill sé þér um alla tíð. Himnadrottinn veri vörður, vega þinna, ár og síð. Gimsteinn ertu á grænu klæði, greyptur inn í jökla hring. Flyt eg þér mitt fyrsta kvæði, fegurð þinni lofgjörð syng. Fagra sveit í faðmi þínum, fielsi og gleði una sér.\ Lundhýr börn að leikjum sínum, litprúð blóm og fugla her. Ekkert veit eg unaðslegra, en að’ mega vaka hér. Horfa í lífið hreinna og fegra, hallast upp að brjósti þér. — Þennan reit með roða á vánga, íöðul skin á aftan stund. Elskum vér um æfi langa, eins þótt stórum næð’i um grund. Hér um aldir vil eg vera, vinna alt til sólar lags, hérna vil eg beinin bera, bíða í gröf til hinsta dags! Skarphéðinn Þorkelsson læknir Steve Indriðason frá Mountain, N. Dak., er eins og áður hefir verið getið umboðsmaður Hkr. og annast innheimtu og sölu blaðs- ins í þessum bygðum: Mountain, Garðar, Edinburg, Hensel, Park River, Grafton og nágrenni nefndra staða. Allir í nefndum bygðum, bæði núverandi kaup- endur og þeir, sem nýir áskrif- endur hyggja að gerast, eru beðn- ir að snúa sér til umboðsmanns- ins S. Indriðason, Mountain, N. Dak.. með ^reiðslur sínar. . SINCERE BEST WISHES From Selkirk’s Leading Hotel ★ COFFEE BAR and DINING ROOM ★ MERCHANTS HOTEL Bert Moonay, Mgr.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.