Heimskringla - 12.01.1955, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.01.1955, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. JANÚAR 1955 FJÆR OG NÆR Messur í Winnipeg I RÖSE TltEATRE —SARGENT <S ARLXNGTON— Guðþjónustur fara fram í Fyrstu Sambandskirkjunni í Winnipeg eins og venja hefur verið, kl. 11 f.h. og kl. 7 að kvöldi. Kvöldmessan verður á ís- lenzku. Allir eru boðnir og vel- komnir. Sækið messur Sambands safnaðar. * * * Hinn 16. desember lézt Mrs. Guðrún Norman að Gimli, Man. í erfðaskrá sinni arfleiðir hún margar stofnanir að eignum sín- um, er nema $31,175.57. Maður hinnar látnu, er á sjúkrahúsi, og er séð í erfðaskránni fyrir sín- um þörfum, eins lengi og hann lifir. En félögin sem góðs njóta af arfi konunnar eru sumarheim- ilin íslenzku að Hnausum og Húsavík um $300 hvort, ennfrem ur Shriners Hospital (fyrir ó- sjálfbjarga eða fötluð börn) um $1000.00, Spítalasjóður Húna-j vatnssýslu á íslandi $500.00, í j minningu um fyrri mahn hinnar látnu, Frederick Hanson. Auk þessa eru 4 námsstykrir, er hver nema $100.00 til nemenda af ís lenzkum ættum hér, er fé skortir til náms-áframihalds. —(Eftir Winnipeg Tribune.) ★ ★ ★ Fróns-fundur Munið Frónsfundinn næsta mánudagskvöld, 17. janúar kl. 8 í Góðtemplarahúsinu við Sargent Avenue. Fyrst fara fram venjuleg fund arstörf, en að þeimloknum hefst skemmtiskráin. 1. Glímusýning. 2. Fyrirlestur, er Finnbogi Guðmundssoiv flytur um ís- lenzku handritin, þ.e. hin fornu handrit íslendinga, er mjög hafa verið á döfinni a undanförnu, síðan íslendingar kröfðust þeirra heim úr höndum Dana. Erindið f jallar þó ekki um þá deilu, held- ur fyrst og fremst um handritin sjálf og sögu þeirra. Að loknu erindinu mun Finnbogi sýna nokkrar myndir úr fornum hand- ritum máli sínu til frekari skýr- ingar. Væntir deildin Frón þess, að fjölmennt verði á fundinn næsta mánudagskvöld. JAN 13-15—Thur. Fri. Sat. (Gen.) MONEY FROM HOME (Color) Dean Martin, Jerry Lewis WAGONS WEST Rod Cameron JAN. 17-19-Mon. Tue. Wed. (Adlt) A SLIGHT CASE OF LARCENY ÍMickey Rooney SERPENT OF THE NILE (Color) Rhonda Fleming ... —°—•> Aðgangur er ókeypis eins og venjulega, en samskot verða tek- in til styrktar starfsemi deildar- innar. Thor Víking, ritari ★ ★ ★ Séra Sigurður S. Christopher- son, dó s.l. laugardag á Victoríu Hospital. Hann var 77 ára. Hann var vígður 1909 og hafði prest- þjónustu á hendi í Churchbridge Sask. og Silver Bay, Langruth og Oak Point í Manitboa þar til fyrir 5 árum, að hann lét af prestskap. Kona hans Thorbjörg dóttir Metusalams Jónssonar dó eftir stutta sambúð þeirra hjóna. Einn son eignuðust þau. Heitir hann Luther og er á lífi. Var útfararkveðja frá Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg í gær, en með líkið var farið norður til Árborgar til greftrunar. Séra V. J. Eylands flutti kveðjuorðin, en útfararstjórn annaðist A. SM Bardal útfararstofnunin. ★ ★ ★ ICELANDIC CANADIAN BANQUET and DANCE The Icelandic Canadian Club will ihold its annual banquet and dance, at the Marlborough Hotel, January 21st. 1955 Guest speaker will be Rev. Stefan Guttormson of Cavalier, North Dakota. There will also be vocal and instrumental sel- ections on the program. The Jimmy Gowler orchestra will play for the dance. This event has become established as one of the high- lights of the season. Interest friends in attending. —W. K. ★ ★ ★ Mrs. Sigrún Kjernested frá Húsavík, Man. lézt 4. janúar á Gimli. Hún var ekkja Halldórs Kristjanssonar Kjernested, sem 1876 kom að iheiman og settist Hvert sem þú ferð í Canada er EATON’S aðstoð vís Með 56 búðum auk 4 póstpöntunarstöðva og yfir 260 pöntunar-skrifstofur frá strönd til strandar, er EATON’S að finna til að aðstoða yður með miklu úrvali af góðum vörum handa yður á hinu bezta verði. Þér getið verið öruggur um þetta. Að baki því vor siðan 1869 öryggi er ábyrgð og reynsla. “VÖRUR ÁBYRGSTAR eða PENINGUM SKILAÐ TIL BAKA”. <*T. EATON 09«™ CANADA’S LARGEST RETAIL ORGANIZATION 'brátt að í húsavík og bjó þar til dauðadags. Sigrún var 86 ára gömul dóttir Benedikts Arason- ar hins kunna landnamsmanns i Kjalvík er til Nýja íslands kom 1877, en var eitt ár áður í Ont. Sigrún og Halldór áttu þrjá syni, Kristján, Lawrence og Snorra. Einn af bræðrum hennar er Vigfús Arason í Kjalvík. Jarðarförin fór fram frá lút- ersku kirkjunni í Húsavík s.l. iaugardag. Séra H. Sigmar jarð- söng. Gilbart Funeral Home, Selkirk sá um útförina. ★ ★ ★ Af einlægu hjarta viljum við þakka vinum okkar, skyldum og óskyldum, fyrir samúð og um- hyggju sýnda á svo margan hátt með samhygðarskeytum, fögrum blómasendingum og margvíslegri aðstoð, við lát eiginmanns og föður undirritaðra. Við getum ekki nefnt nöfn allra þeirra, en sérstaklega viljum við þakka þessum aðstoð þeirra og hjálp: sr. V. J. Eylands, Mrs. Pearl Johnson, Miss S. Johnson, Mr. og Mrs. H. Danielson, Mrs. K. Mathews. M\rs. G. Jóhannsson og fjölskyldan ★ ★ ★ Frá Vancouver Almennur ársfundur elliheim- ilis félagsins verður haldin 26. janúar, kl. 8 e.h. í Swedish Hall, 1320 E. Hastings St. Vancouver. “Hafið Höfn í huga” og fjöl- mennið! ★ ★ ★ Næsti fundur Jóns Sig félags- ins verður haldinn að heimili Mrs. J. B. Skaptason, 378 Mary- land St., föstudagin 17. janúar. FRAMÞRÓUN MANNSINS Frh. frá 1. bls. til greina tekin, verður sú álykt- un efst í huga, að maðurnin sé framþróun af lægri tegundum, og að mannkynið, eins og það er í dag, er afleiðing framþróun- aráhrifa. Enn eru stórar ^iður í sönnunarsögunni, er tengir upp- Minning Eggerts Jóhannssonar fyrrum ritstjóra ffeimskringlu. — Kveðið í gestaboði “Kveldúlfs”, 8. marz 1913 — (Á tilgang Heimskringlu minnir kvæði það sem hér er birí eftir St. G. St. til Eggerts Jóhannssonar, ritstjóra hennar um skeið og aðstoðarmann frá byrjun hennar og fram undir aldamót í hverf sinn er ábjátaði. Þegar þess er minst, að Heimskringla er nú að nálgast sjötugasta árið, er komin á f jórða mánuð sextugasta og ní- unda árgangsins er stuðningsmanna hennar, sem Eggerts, vert að minnast. Auk þess mikla þjóðræknisstarfs, sem þar er um að ræða, skal þess einnig getið að kvæði þetta mun ekki annars staðar hafa birst en í riti einu iheima, Sunnanfara 1913.) I. Til þess er stefnt, er fólk sér um þig flokkar Á fögru kveldi svona, Eggert minn! Að lesa upp með þér æfintýrin okkar Sem enginn skráði, en læstust fastast inn. Þú vita skalt, að Vestur-fslendingur Varð var við fleira en strokkhljóð búri frá, Aö ennþá honum Huld í bergi syngur, Þó hafi stundum lítið borið á. II. Úr óskasteinum eyði-fjöllin hrjúfu Var okkur sagt að Drottinn steypti hér Og dalakútum dreifði í hverja þúfu, Að degstra mann að róta fyrir sér. En námi þvi þú sazt af þér að sinna. Þú sagðir: stærra en marka gull á skjöld Við fslendingar eigum hér að vinna: Þau æfintýr sem gylla fræga öld. í þrjózkri deilu um drottin-vald ins eldra Þú dugðir okkar fyrstu blaða-raun, Er alt sem þóttist uppgangs-meira og heldra Skreið undir borðum, kleip og gróf á laun. Það hvílir svo á samvizkunum flestra: Ef satt sé greint, þá liggi efst á baug, Þú hafir fleytt því fyrsta og skársta vestra Sem forðað gat við yrðum helzt ab draug. Hver íslenzk list fór huldu höfði og hrakin Sem hélt ei markað né var kirkju-tæk. Þó laun þín yrðu uppsögnin og klakinn Varð aldrei síðan snildin bla<5a-ræk. Eg veit, það stundum hæpilega horfði, Að hvarfsins þíns við guldum fyr og nú— Ef skerða virðing einhver bar frá borði Með bognum sigri aldrei var það þú. Þér tekst, að alténd sumt það sitji í skugga Til sigurs upp hvar starf þitt hafi flutt. Þú hengdir ekki í allra búða glugga Hvert ómak þitt né hvað þú hefir stutt. Því sá kann sinn með ábötun að selja, Og ofar taxta vogar-lóðs og máls, Sem eignast sjóð sem enginn fær að telja Af ómyntuðum greiðaverkum sjálfs. III. Þér óskar heilla æskan fagurlokkuð Og elli-reynslan vösk en kalin-ihærð. Þær kannast við, þú varst þeim báðum nokkuð Alt vinhollara en þökkin sem þú færð. En trú því samt, að ljóðin okkar langa Að láta að þeim, sem unnu oss fyrir gýg. Og vita engan þann til grafar ganga Með gæfu sinnar leynt og óbætt víg. Þú væntir þér, í haustsins skugga hljóðu Að hverfa inn svo lítið beri á. Þú varpar um þig vorsins ljósa-móðu Er vestan-þíðan stafar fjöllin blá — Er um vor höfuð hálfar aldir kvelda Þá hallar nótt af stigum ljóss og sanns Og þá fer senn að byrja að afturelda Um efstu sporin hógláts snildar-manns. Stephan G. Stephansson III FACE-ELLE — í þessu felast auka þægindi þyí þessir pappírs klútar eru kunnir a3 mÝkt og fara vel með nef- •ð. Kaupið Face-Elle vasaklúta. Jac^dle runa nútíðarmannsins við hinn upphaflega ættföður sinn og ættföður apans. Milli æðstu apa tegundarinnar og lægstu tegund mannkynsins, sem er, nú sem stendur, Pithecanthropus (Java maðurinn), er enn geipilegt skarð; millibilstegundirnar, sem skarð þetta eiga að fylla, eru enn ófundnar. En samt bendir sönn- un þessi, þó ófullkomin sé, til fráhvarfs mannsins frá apateg- undarástandi sínu, snemma á Miocene tímabilinu—tímabil, er heyrir til þriðju lífsaldrinum— og eru síðan liðin að minsta kosti miljón ár; og svo bendir sönnunin á það, að á Miocene og Pliocene tímabilunum varð lík- ami hans og limir leiknir í því, að ganga á iljum og hælum; og því, að á Pliocene tímabilinu tók heili hans miklum stærðarbreyt- ingum, sérstaklega á öndverðu Pleisocene-tímabilinu — sem er eitt af stigum þriðja lífsaldurs- ins—, og sýnir það, að sem heil- inn nær fullkomnu mensku stigi er hinu grófgerða útliti kastað. Hver er dómur vísindamanna í dag viðvíkjandi niðurstöðu Darwins, að maðurinn eigi upp- runa sinn að rekja til ættstofns, sem nú sé liðinn undir lok, og sameiginlegur var manninu mog æðri apategundunum, er kvísluð ust í ólíkar áttir? Alt sem í leit- irnar hefir komið og uppgötvað hefir verði «í6an Deecent oí Mjm birtist, hefir staðfest ályktun Darwins. Árni S. Mýrdal MANITOBA AUTO SPRING WORKS CAR and TRUCK SPRINGS MANUFACTURED and REPAIRED Shock Absorbers and Coil Springs 175 FORT STREET Winnipeg - PHONE 93-7487 - .1 Sole distributors for OILNITE COAL |K HAGBORG FUELÆ^ PHOME 74-3431 J-- MIHMS7 BETEL í erfðaskrám yðar VINNIÐ AÐ SIGRI í NAFNI FRELSISINS -auK'- JEHOVA Litli Tim Tomato fyrir gluggakassa issÍ^f fyrir potta, k a s s a eða g a r ð. Vex enetnma. — Litli Tim er a ð e i n s 8 þuml. á hwð, dverg vaxinn og þéttur. — _______ Hlaðinn klös um af rauðum ávöxtum' 1. þuml. i þvermál. Litli Tim er smávaxinn, en gefur þér gómsæta ávexti á undan öðrum raatjurtum og þegar aðfluttir tomatoes eru i háu verði. Einnig lit- fagur og skrautlegur i pottum eða í garði. (20c pkt.) (75c % oz.) póstfrítt FRl— Vor stóra útsæðisbók fyrir 1955 — Enn sú bezta! 50S Þjáir kviðslit yður? Fullkomin lækning og velWðan. Ný|M*tu aðferðir. F.n^in tecill bönd eða viðjar af neinu tagi. Skrifið SMITH MFG. Company Dept. 234 Preston Ont Notið GILLETT’S LVE til að búa til bestu tegund sápu er kostar einungis lc stykkið Hugsið yður peninga hagnaðinn, með notkun sápu, sem kostar einungis 1 cent stykkið. En það er kostnaðurinn við að búa til ágæta fljótfreyðandi sápu með því að nota fituafgang og Gillett’s Lye. Yður mun auðvelt að fylgja forskriftinni, sem er á hverri könnu af Gillett’s. Kaupið Gillett’s Lye í næstu búðar og verzlunarferð, með því sparið þér yður margan dalinn á árinu, á sápureikn- ingnum. ÓKEYPIS BÓK er skýrir fjölda vegi, sem Gillett’s Lye getur sparað yður peninga og vinnu, á heimilinu í borgum og sveitum, Skrifið eftir ókeypis eintaki til Standard Brands Limited, Dominion Square Building, Montreal. 1

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.