Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn + Žjóšviljinn ungi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn + Žjóšviljinn ungi

						34
ÞjÓBVILJINIV  T/KGI.
II, 9.
Þegar stjórn vorri þóknaðist, að leysa
mig ,um stundarsakir' frá mínum vanda-
sömu og ábyrgðarmiklu embættisstðrfum,
frá 1. sept. f. á. að telja, þá beygði eg
mig í auðmýkt undir þessa ályktun, sem
eg auðvitað ekki gat skilið öðru visi, en
sem sprottna af einberri vandlætingasemí,
og umbyggju fyrir því, að réttur sak-
borinna manna eigi væri fyrir borð bor-
inn af harðvitugum og veraldlega sinn-
uðum valdsmönnum.
Reyndar get eg ekki neitað því, að
mér kom það dálitið kynlega fyrir, að
stjórnin, sem ástæðu fyrir ,suspension"
minni, skirskotaði til ekki færri en 5
greina í hegningarlöguni vorum, er eg
ætti að bafa á minni syndugu samvizku.
Vitanlega gaf ,Skurðsmálið' el<l;ert
tilefni tíl sumra þessara ,paragrapha', og
engar kærur yfir embættisfærslu minni
hófðu yíirboðurum mínum borizt.
En hvaðan úr dauðanum voru þá þcss-
ir ,paragraphar' komnir?
Þetta æsti ekki litið forvitni mina,
eins og gefur að skilja, því að eg er
maður af náttúrufari fremur forvitinn,
ekki sízt þegar málið varðar mig sjálfan.
A ferð minni til Reykjavíkur í sept.
f. á. innti eg þvi landshöfðingjann eptir,
hvort hann vissi nokkuð um tilorðningu
þessara rækals ekkisins .paragrapha'; en
hann var auðvitað jafn fáfróður og eg,
vissi ekkert, hvernig ráðlicrranum hefðu
getað dottið þeir i hug o. s. frv.; hann
hafði að eins „refererað" Skurðsmálið til
ráðgjafans, en engar tillógur um það gert,
hafði ekki þá œru að standa i privat-
bréfaskiptum við ráðgjafann o. s. frv.
o. s. frv.1
Ólukkans ,paragraphar' þetta, sem
enginn vill gangast við faðerninu að,
hugsaði eg.
En látum oss finna ,þann konunglega';
hann kynni þó aldrei að vera eitthvað
fróðari um þessar sakir?
En,, nei; hann vissi þá heldur ekkert
um þessa ,paragrapha', og mér virtist
hann, satt að segja, allt eins þungbúinn
1 Mér haf ði verið sagt, að landshóf ðing-
iini hefði af ,vissum ástæðum' ekkert lagt til
,ofFicielt'um,suspenSÍon'mína,keldurskrif-
að ráðgjafanum ,privat'; og eg var, satt að
segia, svo ókurteis, að slá þessu fram við
landsköfðingja, enda þótt það sé fjarri mér,
að ætla honum slíka aðferð.
og áhyggjufullur, sem eg, nema hvað
það hlyti að vera meiningin, að hann
ætti að vera hér í veri, og að hann ætti
að jfiska', og fá upp á bátinn.
Olukkans ,paragrapharnir', hugsaði eg.
En biðum við, skyldi þama ekki koma
ráðniugin, sagði eg við sjálfan mig, um
leið og eg reif upp og las fyrstu línurn-
ar í bréfinu frá séra N. N. vini minum;
þær voru svo hljóðandi:
Góði vin!
Hegningarlógin hefi eg haft fvrir
framan mig í dag — annars erum
við prestar vanari að blaða í bibli-
unni —, og verið að hugsa um
,paragraphana', sem stjórnin vill á-
kæra þig fyrir, og eg held, að eg
hafi fundið ráðninguna; .paragraph-
arnir' eruprýðisvel valdii; það eru
einmitt þeir ,paragraphariiir', sei,u
hægast er að fá hér um bil hvern einn
og einasta embættismann undir— að
yfirdómurum og kcnnurum kann ske
undanskildum — ; eg tala nú ekki
um. ef raimsóknardómarinn er dá-
lítið ,laginn'. Bravo fyrir stjórninni;
viltu  nú  neita  þvi,  að  hún  hafi
,talent?' ,.....'.
Nei, og laiigt í frá, það hefi eg aldrei
viljað vefengja, þö að eg kann ske hefði
kosið, að vinur minn hefði valið eitthvað
annað, sem dæmi upp á hennar mórgu og
ómótmælanlegu hæfileika, því að tilgáta
hans sýnist mér því líkust, að gera stjórn
vorri getsakir.
ísafirði, 28. jan. '93.
Skúli Thokodbsen.
; LEO TOLSTOI greifi, sem er einna fræg-
astur af nú lifandi sk&ldsagnahöfundum á Rúss-
landi, hefir í smiðum nýja skáldsögu. sem sagt
er, að meöal annars taki all-óvægilega á öllu
hernaðar-bramlinu í Evrópu, og lýsi ómennsku
þeirri, örbirgð og ódyggðum, er af hemaði og
hermennsku stafa.
Nýlega hefir Tolstoi greifi fengið Rumyanzoff
bókhlöðunni í hendur dagbók si'na og minnis-
blöð ýmis konar, og mælt svo fyrir, að ekkert
af þessu megi koma fyrir almennings augu, fyr
en 10 arum eptir lát hans.
MANNDAUDI í LUNDÚNUM. Svo er talið,
að á hverri viku deyi að meðaltali i Lundúna-
borg 1398 menn.
MÁLMAUÐLEGÐIN í ECTJADOR-FYLK-
INU. Haggard, consull Breta í Quito, hefir
fyrir skömmu vakið athygli landa sinna á málm-
auðlegðinni 1 Ecuador-fylkinu; segir hann, að
svo megi nálega að orði kveða, að hver á, sem
rennur úr Andes-fjöllunum um þessar slóðir,
beri með sér gullsand.
RITSKOÐUN Á FINNLANDI. í Finnlandi
eru þau lög, að ekki má flytja inn í landið
bækur frá öðrum löndum, nema yfirvaldið áliti,
að bókin sé hvorki siðum spillandi, né að öðm
leyti hættuleg fyrir frið og roglu.
Nú vildi það til eigi alls fyrir löngu. að vís-
indamaður í Helsingfors hafði gjörzt áskrifandi
að tímariti, sem prentað er á hebrezku máli;
ti'maiitið kom, sem lög gcra ráð fyrir, í hendur
yfirvaldsins til ritskoðunar; en með því að rit-
skoðandinn hvorki þekkti hina hebrozku bók-
stafi, né skildi eitt orð í bókinni, þá gerði hann
tímaritið upptækt með þeirri athugasemd, að
það væri „óhæft til lesturs".
Vísindamaðurinn gat þó auðvitað ekki sætt
sig við þenna dóm, og hefir hann því hreift
máli þessu í blöðunum, ogjafnframt krafizt æðri
stjórnarvalds úrskurðar.
í frakkneska blaðinu ,FlGARo' er þess ný
skeð getið, að tveir þarlendir kaupmenn hafi
keypt einkarétt (.patent'), til að búa til og selja
um heim allan verkfæri nokkurt; og geturblað-
ið þoss jafnframt, að það séu aíis (>l ríki, er
selji ,patent': 1G ríki i Evrópu, 8 i Afríku, 27
í Ameríku, 4 í Asíu og í) í Australíu.
04 800 kr. kostaði það alla, að kaupa .patent'
í öllum þessum ríkjum.
ODYRAR ENSICAR ALDYDU-UTGAFUR.
Riiverk helztu rítsnillinga Breta, má nú orðið
kaupa við mjög lágu verði; öll verk Shake-
speares fást t. d. i'yrir 9 d. (=67% o.), allan kveð^
skap Miltons má fá fyrir sama verð; rit Dick-
ens ma ftest fá keypt fyrir 4V« d. (= 34 a.)
bindið, svo sem t. d. Pickvick fyrir það verð;
það var því naurnast mælt um skör fram, er
Roseborry lávarður komst svo aö orði í haust,
er hann vígði nýja bókhlöðu í Wliitechapel í
Lundúnum, að bókverðið væri orðið svo lágt,
að varla væri sá fátæklingur, að hann hefði eigi
efni á, að eignast rit hinna mestu agætismanna
þjóðarinnar; ríki maðurinn og sá fátæki gætu
setið að hinni sömu andlegu veizlu, og notið
hins sama andlega unaðar.
SÍBERÍU-VISTIN. Alit af öðru hvoru ber-
ast nýjar og nýjar sagnir um hörmungar þær,
er ýmsir útlagar Rússa í Siberiu verða að þola,
og er nýlega komin út bók um þetta efni, er
vér viljum drepa ögn á, með því að hún hefir
vakið allmikla eptirtekt í Evrópu; on bókin er
mestmegnis samtíningur af hréfum, er útlagi
nokkur hefir ritað ættingjum sínum.
7. jan. 1882 hélt rússneskur háskólakennari,
Vassiloj Jaksakoff að nafni, 28 ára gamall, brúð-
kaup sitt i Moscva, og gekk að eiga unga, auð-
uga og fríða kaupmannsdóttur; en um bTÍið-
kaupskvöldið, er veizlan stóð sem hæðst, fókk
hann þau boð, að maður bíðí hans íyrir dyrum
úti, cr vildi fá hann til %-iðtals, og gekk brúð-
guminn þvi út, án þess boðsgestirnir veittu því
neina sérstaka eptirtekt.
Við húsdyrnar biðu hans þrir lögregluþjón-
ar, er skipuðu honum, að fylgja sér samstund-
is til lögregluhússins, til þess að útkljáð yrði
málefni nokkurt, er ekki mætti dragast. Jaksa-
koff fylgdist moð þeim, án þess að segja nokkr-
um manni, hvort hann fór; en til vcizlusalsins
kom hann aldrei aptur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36