Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.02.1893, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.02.1893, Blaðsíða 3
Þjóðviljinn ungi. 39 H, 10. ættismenn landsins, og þar af leiðandi alla þjóðina. II. Það er eitt með óðru, sem leiðir af iiimi öfuga stjórnarfyrirkomulagi voru, að landstjórnin getur varla litið þá róttu auga, sem ekki eru elskulegir jábræður liennar i þeim málum, er snerta réttindi þjóðar vorrar og samband vort við sam- þegna vora i Danmörku. Siðan Islend- ingar tóku að heimta þjóðróttindi sín i hendur Dönum, heíir þjóðin og stjórnin á Islandi staðið öndverðar hver annari i sjálfstjómarmáli voru. Stjörnin liefir vilj- að halda oss rígföstum i hinum dönsku alrikisfjötrum, og barizt því með hnúum og hnefum móti sjálfstjórnarkröfum þjóð- arinnar. Þetta er eitt hið mesta böl hinnar islenzku þjóðar á þessari öld. Af þessu hefir leitt, að landstjórnin hefir lagt meiri og minni fæð á þá, er fram- arla hafa staðið i flokki þjóðarinnar i þessari baráttu, sem nú liefir staðið i meir en hálfa þessa öld. Þegar svona stendur á, standa embættismennirnir verst að vígi; þeir eru háðir landstjórninni, og sjálfstæði þeirra í landsmálum þvi meiri hætta búin, en ella. Eg hvgg, að fátt geti gert íslenzkan embættismann ver séðan hjá landstjórninni, en það, að gefa sig mikið við pólitik, og vera þjóðarinn- ar rnegin. Vilji embættismenn vorir vera, sem maður segir, í náðinni, þá er þeim annaðhvort að gjöra, að Ijúka ekki upp sinum munni um þau mál, er þjóð og stjóm greinir á um, eða þá ganga i flokk stjómarínnar. Fyrir embættismenn vora, einkum liina verzlegu, er það sannar- lega all-mikil freisting, að fylla heldur þann flokkinn. Það er hverjum næst, þar sem hann sjálfur er, og það borgar sig miklu betur, að eiga von á feitu emb- ætti við fyrsta mögulegt tækifæri, held- ur en að komast ef til vill aldrei i líf- vænlega stöðu, eða þá, þó hún fáist, að vera sviptur henni, er minnst varir. Þjóð- in, sem stendur aflvana gagnvart erlendu ofurvaldi, hefir sannarlega lítið að bjóða sinum mönnum á inóts víð stjórnina, er hefir öll embættin í hendi sér, og getur meira að segja látið ónýta menn sitja árum saman í embættum og sólunda landsins fé, án þess að þjóðin geti kom- ið fram nokkurri ábyrgð á hendur henni. Það er ekki til ^ neins, að dyljast þess, að svona er ástandið hjá oss; það er hörmulegt að hugsa til þess, og engin furða, þótt þrælsótti, hræsni og smjaður við þá, sem völdin hafa, samfara áhuga- leysi og enda óbeit á öllum framförum, verði drottnandi hjá embættismanna- ■stéttinni. Af hverju skyldi það koma, að vai'la nokkur einasti af öllum embættismanna- hópnum í höfuðstað landsins er, svo menn viti, þjóðarinnar megin í hinni nú ver- ■andi stjórnarbaráttu vorri? Þar eru þó margir vel menntaðir, góðir og greindir menn saman komnir, sem gætu orðið þjóð sinni að ómetanlegu gagni. Hvers vegna skyldi allur þessi hópur landsins beztu manna, annaðhvort steinþegja um hin brennandi spursmál á dagskrá þjóðar- innar, eðalítaáþau frá sjónarmiði dönsku stjómarinnar? Skyldi það ekld vera af því, að þeir veigra sér við að ganga i berhögg við landshófðingja og ráðherra- vahlið danska, sem þar er í almætti sinu? Frá þvi stjómarbarátta vor hófst, hefir það atvikazt svo, að æðstu embættismenn landsins hafa undantekningarlaust verið eindregnir fylgifiskar stjórnarinnar. Þetta er sorglegt umhugsunarefni fyrir hvem þann, er af alhuga óskar eptir betri tim- um i stjóm og löggjöf vorri. Yér stæð- um að líkindum nú ekki í strangri bar- áttu fyrir landsréttindum vorum gagn- vart samþegnum vomm i Danmörku, ef þessir beztu menn vorir liefðu barizt eins hraustlega með oss, eins og móti oss, all- an þenna tíma, síðan er vér tókum að kalla eptir þjóðréttindum vorum. ARNARBÆLISPRESTAKALL. Af óllum þeim hóp, er sótti um Arnarbæli, verða þessir í kjöri: próf. Bjarni Þórarins- son á Prestsbakka, séra Jónas Jónasson á Hrafnagili og.séra Olafur Olafsson í Gutt- ormshaga. í bréfum að sunnan er gizkað á, að séra Olafur muni verða hlutskarpastur, er til kosninga kemur. MANNALÁT OG SLYSFARIR. 21. jan. andaðist í Reykjavík Torfi prentari Þorgrímsson, 64 ára, talinn dugnaðar- og forstands-maður; eitt af börnum hans er Ásmundur, sem fyrstur var prentari liér á ísafirði. 28. des. f. á. varð úti yngispiltur, Þor- gils að nafni, frá Hraunkoti i Landbroti. Bátur fórst á Skerjafirði 16. jan., og dmkknuðu allir, er á vora, én þa,ð var heimilisfólk frá Breiðabólstöðum á Álpta- nesi: bræðm- tveir, Olafur og Stefán, syn- ir Björns heitins bónda Björnssonar á Breiðabólsstöðum, vinnumenn tveir: Fr. Bjarnason og Mey vantBjarnason, en fimmti var kvennmaður, Soffía að nafni. JÓN SKxURÐSSON, morðinginn úr Bárðardcd. Eptir þvi sem blaðið 'Austri' skýrir frá 12. jan. hefir morðingi þessi, sem fluttur hafði verið til Kaupmanna- hafnar, fyrirfarið sér þar með þeimhætti, að hann renndi af alefli höfðinu á múr- inn i varðhaldsklefanum, svo að hausinn molaðist og heilasletturnar fóru út um allt herbergið. BARNSMORÐSMÁL. Úr Þingeyjar- sýslu er oss ritað 25. jan.: ‘Hroðalegt barns- morðsmál hefir orðið uppvíst hér austur i sýslu, sem endaði þannig, að móðirin fyrirfór sér á eitri, áður en hún varð tek- in fyrirrétt; en barnsfaðirinn, hálfbróðir hennar, meðgekk, að hafa verið með henni i samtökum um að freinja morðið1. BORGARFJARÐARSÝSLU, 3. febr. 1893: „A all-fjölmennum fundi, er hald- inn var fyrir báðar' sýslurnar (Mýra- og Borgarfjarðar-sýslur) að Þingnesi 18. f. m., var samin og samþykkt áskorun til landshöfðingja þess efnis, að veita séra Matthiasi Jochumssyni nægilegan styrk af landsfé, til að mæta fyrir Islands hönd á sýningarhátiðinni í Chicago i sumar er kémur“. Fyrsti kristni rithöfundur um LÆKNISFRÆÐISLEG EFNI, sem nokkuð kveð- ur að, vav Aétius frá Arnída, er lifði á dögum Justinians keisara I. (527—565); hann ritaði mikið verk, ‘tbtra-biblos1, um læknisfræðisleg efni, og hafa þessi rit hans að geyma mesta fjölda af reglum og læknisráðum, er eiga við ýmsum sjúkdómum; en liætt er við, að nútíðar- mönnum myndu þykja sum af læknisráðum Aétiusar gamla ærið óviðfelldin; þannig er það t. d. eitt af ráðum hans, ef bein stendur í manni, að taka skuli dálitið ketstykki, binda utan um það sterkum snærisþætti, láta siðan sjúkhngimi gleypa ketbitann, en kippa jafnharðan snöggt i snæris-þáttinn. Viða má þess dæmi sjá í rit-um Aétiusar, að hann hefir verið maður vel kristinn, enda er það annað ráð hans. ef bein stendur í manni, að læknirinn skuli mæla við sjúklinginn svo felld- um orðum: „Bein, kom þú fram, svo sem Laz- arus reis úr gröf sinni, er Kristur kallaði á hann“. A öðrum stað í ritum Aétiusar er for- sögn um tilbúning smyrsla nokkurra, og ségir hann þar, að það sé einkar áriðandi, meðan smyrslin eru gjörð, að tauta jafnan fyrir munni sér upp aptur og aptur: „Guð Abrahams, Isaks og Jakobs, gef að smyrsli þessi verði áhrifagóð. MOLTKE hershöfðingi hafði látið eptir sig i handriti: ‘Sögu danska stríðsins1, og kvað hún verða prentuð á Þýzkalandi i vetur. * NÝ STEINATEGUND hefir fundizt í Co- lombíu-fylki í Bandarikjunum, og er mikið aí henni þar; steina-tegund þessi er á lit sem raf- ur, gagnsæ, og brennur ekki; við tilraunir ýms- aí, er gerðar hafa verið. þykir það sýnt, að hún muni einkar gott efhi í banka-seðla. DÝR REIÐSKJÓTI. Auðinaður í San Fran- cisco, M’ Donagh að nafni, keypti nýlega veð- hlaupa-hestinn ‘Ormonde' fyrir 540 þús. krónur, og eru þetta hin dýrustu hestakaup, er menn vita dæmi til. SPILABANKINN í MONTO CARLO. Árið 1891 voru tekjur spilabankans 23 milj. franca, eða frekri miljón meiri, en árið næst á undan; útgjöldin voru aptur á móti að eins nálægt 12 milj. franca, svo að bankinn hefir gefið eigend-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.