Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.11.1898, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.11.1898, Blaðsíða 3
VIII, 10. Þjóðviljinn ungx. 89 róðrum, og er það ekki Bolvíkingum einum, heldur héraðinu í heild sinni. all-mikill skaði. Það væri því mikils um vert, effundið yrði ráð til þess, að gera lendingar i Bólungarvík- inni tryggari og hættuminni, og spara sjómönn- unum þenna leiðinlega, örðuga og kostnaðarsama vara-ruðning, og mætti það að líkindum takast með hæfilega löngum, öflugum hrimgarði. Hve mikið fé slíkur hrimgarður myndi kosta, verður auðvitað eigi sagt með neinni vissu, að órannsökuðu máli; óefað myndi sá kostnaður skipta eigi all-fáum þúsundum. En hvaðan á að taka það fé ? Ætla má, að sýslufélagið myndi eigi telja eptir, að leggja fram nokkurn liluta kostnaðar- ins, þar sem hér er um jafn þýðingarmikið fyrirtæki fyrir sýslufélagið í heild sinni að ræða. Yæri sjálfsagt fyrir sýslufélagið, að taka lán til þess fyrirtækis, og jafna þannig kostnaðin- um niður á fleiri ár, svo að hann yrði eigi of tilfinnanlegur. En helming fjárins að minnsta kosti ætti landssjóður að leggja fram, og það án allrar eptirtölu, þar sem ísafjarðarsýsla er eitt þeirra héraða, sem einna mest greiða í landssjóð. Vér vonum þvl, að sýslunefnd Norður-Isfirð- inga, og aðrir góðir menn, taki mál þetta til íhugunar, og reyni að koma því til fram- kvæmdar. Bátaútvegurinn er aðal-lífsvon flestra hér- aðsbúa, og því er ekki meira en skylt, að leggja nokkuð í sölurnar, til þess að gera aðal-ver- stöðina, og eina stærstu veiðistöð landsins sem tryggasta. —— Húsbruni. 24. sept. síðastl. hrann til kaldra kola veitingahúsið á Fáskrúðsfirði, en innan- stokksmunum varð að mikiu leyti hjargað. Síldarafli hefir í haust verið mjög lítill, hæði á Austíjörðum og á Eyjafirði. — Þó fengu Norð- menn í októbermánuði um 500 tn. i nót við Hrísey. Almenningur í Eyjafirði kvað vilja kenna hvaladrápinu um síldar- og fisk-leysið, sem þar hefir veriö. Mannalát. Látin er 16. ágúst sxðastl. húsf'rú Ingibjörg Pétursdóttir, kona Magnúsar prests Jónssonar í Vallanesi, tæplega þrítug. — Hún var dóttir Péturs heitins Eggerz í Akureyjum og fyrri konu hans, Jakobínu Pálsdóttur, amtmanns Helsted. — 1. sept. sfðastl. andaðist að Brekku í Fljóts- dalshéraði merkis-öldungurinn G-unnar Gunnars- son, faðir Sigurðar próf. Gunnarssonar í Stykkis- hólmi og Sigurveigar húsfreyju á Brekku. — Hann var á áttræðisaldri. —- 30. ágúst andaðist á Oddeyri í Eyjafirði fyrrum verzlunarmaður Evald E. Möller, 86 ára að aldri, fæddur 22. jan. 1812. — Kona hans var Margrét Jónsdóttir, prests á Grenjaðarstað, sem dáin er fyrir möi'gum árum. — Börn þeirra hjóna eru 7 á lífi: Friðrik, verzlunarstjóri á Eskifirði, Carl, verzlunarmaður á Blönduósi, Friðrikka, gipt Hemmert, fyrrum verzlunarstjóra á Skagaströnd, Magdalena, kona P. Sæmunds- sonar, verzlunai-stjóra á Blönduósi, Pálína, ekkja Steincke’s verzlunarfulltrúa, og Nanm og Jón- ína, háðar ógiptar, á Akureyri. 4. sept. andaðist að Austurhiíð í Amessýslu merkishóndinn Hjörtur Eyvindarson, um áttrætt, fæddur 1818. — 10. sept. dó i Reykjavík húsfrú Kristín Waage, kona stúdents Eggerts W&age, sem fyrr- um var kaupmaður í Beykjavík. — Hún var dóttir merkishjónanna Sigurðar stúdents Sig- urðssonar á Stóra-Hrauni og Höllu Jónsdóttur. — Börn þeirra hjóna, sem upp komust, voru: Sigurður Waage, kaupmaður í Reykjavík, Jens, lögfræðisnemi við háskólann, Kristvn, er átti Helga factor Jónsson i Borgarnesi, Guðrún og Halla, háðar ógiptar. — Húsfrú Kristín Waage, sem ritstjóri blaðs þessa kynntist á uppvaxtar- árum sínum, var merk og skynsöm kona. eink- ar vel að sér i kvennlegum hannyrðum, stjórn- söm húsmóðir, og ástrík móðir og' eiginkona. 14. sept. lézt í Hafnarfirði Carl D. Proppé hakari. í siðastl. októhermánuði andaðist á Akur- eyi'i Kristján Magnússon, maður á áttrœðisaldri, greindur og vel látinn, faðir þeirra hrœðra: Magnúsar og Friðriks, kaupmanna á Akureyri. ísafirði 11. nóv. '98. Tíðarfar. Eptir að norðanhretinu linnti 5. þ. m. var veður stillt í 3—4 daga, en að aflíð- anda hádegi 8. þ. m. gerði ofsa-suðvestanrok, með í-igningu og hleytu, og hefir veðrátta síðan lengstum verið mjög óstöðug. Aflabrögð fremur treg hjá almenningi við Djúp þá sjaldan, er á sjó gefur, nema dágóð hjá stöku mönnum, er hezt hafa beituráðin. í Önundai’firði hefir i haust verið fremur aflatregt, nema all-góð reita á kúfisksheitu, þeg- ar gefið hefir að sœkja til hafs. eða „ófan á strauma", sem kallað er. Slysfarir. 8. þ. m. vildi það slys til hér í kaupstaðnum, að stúlkan Evlalía Guðbrandsdóttir datt ofan stiga, skaddaðist á höfði, og var þeg- ar örend. Hún var 59 ára að aldri, ógipt. og harnlaus, og voru foreldi-ar liennar: Guðbrand- ur Hjaltason, er lengi var hóndi og hreppstjóri á Kálfanesi í Steingrímsfirði, hróðir Andrésar prests, síðast í Flatey, og Petrína Eyjólfsdóttir, prests á Eyri í Skutilsfirði Kolbeinssonar. — Var Petrína sú tvígipt, og var annar maður hennar Benedikt, faðir Finns járnsmiðs á ísa- firði, og þeirra systkina. Sýslunefndarmaður Guðm. Rósinkarsson í Æðey var staddur hér í kaupstaðnum 8. þ. m. — Sagði hann aflabrögð í tregai-a lagi þar inn frá, en fengið hafði hann ný skeð 24 hnísur þar hjá eyjunni. — Vel sagði hann um síld þar umhvei-fis eyna, þótt ekki næðist hún, af þvf að síldarnet manna væru yfirleitt of stór- riðin. -}- 5. þ. m. andaðist hér í kaupstaðnum Margrét Sigurðardóttir, ek'kja Jens heitins Guð- mundssonar hafnsögumanns, 74 ára að aldri. — Hún lætur eptir sig 2 börn á lífi: Guðmund Jensson, skósmið og aukapóst, á ísafirði, og Þor- bj'órgu, konu Hermanns skipstjóra Jónssonar i Flatey. Jarðarför Þorst, sáluga Stefánssonar fór fram hér í kaupstaðnum 8. þ. m., og var all- fjölmenn. — Bindindisfélagið „Dagshrún“ kost- aði útförina. Skn. „Valdemar11, skipstjóri Albertsen, lagði af stað héðan 10. þ. m., ferrot 570 sk$5. af Spán- arfiski frá verzlun L. A. Snorrasonar. 40 Eina nóttina vaknaði jeg t. d., og keyrði þá, sem optar, að einhver var á gangi undir gluggannm mínum, og vissi, hver vera myndi. — Kveikti eg þá á eldspitu, til að lita á klukkuna, og sá, að hún var hálf-tvö! En svo var það kvöld eitt, rúmum þrem vikum eptir það, er eg kom fyrst til Kragerud, að eg lá reykjandi upp í legubekknum á herberginu mínu, og hugsaði um allt og ekkert. Bókina, sem eg var að blaða í, hafði eg lagt á borðið. Það suðaði í lampanum á borðinu, og jeg sökti mér hálf-vakandi niður í drauma. Hve iengi jeg kann að hafa legið svona, milli svefns og vöku, skal eg ekki segja, en allt í einu heyrði jeg, að einhver kom upp stigann. Mér datt ekki annað í hug, en að það væri her- bergisþernan, sem ætlaði að búa um rúmið fyrir nóttina. Það var nú gripið í snerilinn, og hurðinni lokið upp; en það var ekki — þjónustustúlkan, sem inn i her- bergið kom, svo sem eg hafði vænzt, heldur önnur ung stúlka, sem eg ekki minntist að hafa séð nokkuru sinni fvr. Stúlka þessi var há, og ljóshærð, og teymdi hún c eptir sér i járnfesti hund einn stóran, gulan og loðinn. Hundur þessi líktist mjög ljóni að því leyti, að aptur partur skrokksins var allur snoðinn, en á fram- partinum hafði hárið aptur á móti verið Ktið vaxa. Eraman í stúlkuna gat eg ekki séð, þvi að i sama augnablikinu, sem hún sté inn fyrir þröskuldinn, var kominn í lierbergið — hvaðan, eða hvernig, er mér enn í dag óskiljanlegt — einhver kynlegur ljósbjarmi, sem setti glýjur i augu mér. 87 Jeg lá nú i legubekknum, og var að gruíia út í, hvernig eg ætti að koma orðum að þeirri ósk minni, að fá að flytja, og hvað eg ætti að nefna, sem ástæðu. Að húsbóndinn hlyti strax að sjá, hver orsökin væri í raun og veru til óánægju minnar, var auðsætt; en eg vildi þó gjarnan fara sem vægast í sakirnar. — Það var nú farið að dimma, er hurðinni var hrund- ið upp, og húsráðandinn kom inn. Jeg bauð honum að setjast í legubekkinn, og settist sjálfur á eina stólinn, sem til var í herberginu. Hann settist niður, skotraði augunum hálf-órólega á húsgögnin, og herbergið yfir höfuð, er leit allt annað en vel út, og sýndist hann þá hálf-vandræðalegur. An efa hefir hann þá séð, að herbergið leit þó of aumlega út. „Það er, eins og þér sjáið, hr. verkfræðingur, ekki mikið, sem jeg heíi upp á að bjóða“, sagði hann, um leið og hann reyndi að brosa, þó að úr brosi því yrðu reyndar eingöngu brettur i andlitinu. „Gerir ekkert tii, þvi jeg verð hér að líkindum ekki til lengdaru, svaraði jeg svo blátt áfram og eðlilega, eins og mér brygði hvergi. Við þessi orð min leit hann upp, skotraði augunum snöggvast flóttalega til min, og mælti hálf-áhyggjufullur: „Ætlar hr. verkfræðingurinn þá ekki að búa hér hjá mér allan tímannV'4 „Nei, jeg hefi hugsað mér, að fá mér herbergi í bænum, þvi að bæði hygg eg, að eg geti fengið það þar við viðuuanlegu verði, og þar hefi eg einnig færi á að umgangast fleiri, þvi að einveran á, yður að segja, ekki sem bezt við mig“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.