Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.11.1900, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.11.1900, Blaðsíða 3
XIV, 48,—44. ÞJÓÐVILJINN. 171 haustið, en að láta eina skelíisksbeitu í sjóinn fyrir utan Arnarnes. Reyndar á það með fram að vera af einskærri um- hyggjusemi fyrir óvitunum í Inn-Djúp- inu, eptir þvi sem þeim fórust orð á hóraðsfundinum i vor, er fróðastir þykj- ast um allt eðli og lifnaðarliáttu þorsks- ins. Það er heimskan og fyrirhyggju- leysið hjá Inn-Djúpskörlunum sumum, að vilja ekki friða þorskinn með köfium, heldur ná honum hvenær sem er, og með hvaða beitu, sem í hvert skipti er kostur á að afia sér. — Annars væri nógu fróðlegt að heyra, hverju fiskifræð- ingarnir þar ytra kenna fiskileysið í Út- Djúpinu í haust. Þeim skjddi þó aldrei geta dottið í hug, að það væri því að kenna, að þeir hefðu ekki eins góða beitu að bjóða þorskinum, eins og Inn-Djúps- menn og Jökulfirðingar? Nei, þannig mega þeir ekki álykta, því að með þvi játuðu þeir, að þessi vizkulega(!) beitu- takmörkun, sem þeir vilja halda í, hefði i haust vaidið Út-Djúpsmönnum mörg þúsund króna atvinnutjóni. — Vér hér innra eruru svo einfaldir, að láta okkur detta slíkt í hug; vér erum í litlum vafa um, að afiinn myndi engu minni fyrir utan, en innan linuna, ef sama beita hetði þar brúkuð verið. Það eru að minnsta kosti lítil líkindi til þess, að allt Út- Djúpið só fisklaust tímum saman, þegar Inn-Djúpið og Jökulfirðirnir eru fullir af fiski. Það er auðvitað mjög notalegt fyr- ir blessaðan þorskÍDn, að vera friðaður tímum saman með löggiltum samþykkt- uin; en hvort það verður í reyndinni eins notadrjúgt fyrir útvegsmennina, að mega ekki brúka þá beitu, sem fáanleg er i hvert skipti, og bezt fiskazt á, það eiga þeir eptir að sýna, sem hepta vilja at- vinnufrelsi manna með þess háttar ákvörð- unum, sem betur eru lagaðar til að gjöra alla að slóðum, en að hvetja menn til atorku og dugnaðar í að bjarga sór. —oOOgooo—------ Bænahúsið í Furufirði. Prestur, sem ekki vill messa. Heimtar peninga á borðið. Það fer að verða sögulegt með bæna- húsið i Furufirði á Hornströndum. Eins og kunnugt er, þá eiga Horn- strendingar afar-örðuga leið, litt færa að vetrum, til Staðarkirkju i Grunnavík. Sérstaklega er það miklum kostnaði og erfiðleikum bundið, að færa lík til kirkju, eins og áður hefur verið skýrt frá hór í blaðinu. Síra Pétur Þorsteinsson á Stað (f 1892) var þess því mjög hvetjandi, að komið yrði á fót bænahúsi í Furufirði á Strönd- um, og sýndi hann í því, sem fleiru, að hann lót sér annara um hag og velferð sóknarbarna sinna, en um hitt, hvað sjálfum honum var kostnaðar- og ómaks- minnst. Kom því svo, fyrir fortölur ýinsra góðra manna, að sparisjóður á Isafirði gaf fé nokkurt, til að koma upp bæna- húsi í Furufirði. Sýslusj óður N o r ður-í safj arðarsýslu lagði einnig dálítinn styrk fram, og Hornstrendingar, og ýmsir sveitunga þeirra, styrktu sjálfir, eptir föngum, þetta sitt brennheita áhugamál. A þenna hátt komst mál þetta loks svo langt, að bœnáhúsið var fullreist í Furufirði í ágústmánuði /. á. Menn skyldu nú ætla, að sóknarprest- urinn, síra Kjartan Kjartansson á Stað, sem sjálfur hafði á sýslufundi útmálað svo injög nauðsynina á bænahúsi þessu, hefði ekki látið á sór standa, þegar bæna- húsið ioks var reist. En það er öðru nær. Enda þótt liðið só þegar meira, en ár, siðan bænahúsið var fullgert,þáhefur þessi virðulegi drottins þjönn enn eiiki unn- izt til þess, að flytja þar eina einustu rnessu, né framkvæma þar nokkurt annað embœtt- isverkj!) Hornstrendingar hafa jafn vel boðið presti 20 kr. fyrir messuna, að því er oss hefur verið frá skýrt. En það kemur allt fyrir eitt. Það er nú orðið ljóst, að frá sjónar- miði Staðarprestsins í Grunnavík, þá er það ekki löngunin, eða þráin á því, að flytja útkjálkabörnunum á Hornströndum fagnaðarerindi kristindómsins, eða lótta þeim greptrun framliðinna, sem gjört hefur þörfina á bænahúsinu svo brýna. Nei, langt frá; það á að verða mj'ólk- urkyr fyrir Staðarprestinn í Grunnavík, má ske létta honum túngarðshleðsluna góðu(!), sem landssjóðslánið var tekið til. . 156 vissi þetta áður. —• Væntanlega er eg yður heldur eigi óþekktur, monsíeur — jeg er Franz Hansen“. Það var, sem kalt vatn rynni mér milli skinns og hörunds. Franz Hansen! Hann, sem dáinn var fyrir meira, en hundrað árum En, hvað um það, sami maðurinn var það, sem myndin var af, sem hékk uppi yfir skrifborðinu etaz- ráðsins! Og það var einmittt þess vegna, sem mér hafði fundizt, að jeg þekkti þetta andlit. Það var hræðilegt! En þetta hlant að vera einhver vitleysa, mig hlaut að vera að dreyma! „Jú, monsíeur“, endurtók hann, „og þór hafið sjálf- ur, fyrir örlítilli stundu látið í ljósi, að þér óskuðuð, að fá mig til viðtals. — Leyfið þvi( að jeg tylli mór hórna við hlið yðar, svo að við getum spjallað saman i næði; en só yður það þægilegra, herra minn, þá getum við líka gengið hér i garðinum okkur til skemmtunar“. Af tvennu íllu kaus eg hið siðar nefnda. Að sitja grafkyrr á sarna stað, þegar svona stóð á, fannst mór mér vera allsendis óinögulegt. Án þess að vera fær um, áð koma upp einu einasta orði, stóð eg því upp, og bjóst, til að fylgjast með honum. Garnli maðurinn staulaði nú við staf sinn við hlið mér, en hélt anriari hendinni aptur fyrir bak sér. Svona hóldum við nú eptir gangstignum, sem lá ofan í einn af aðal-gangstígunum í kirkjugarðinum. „Þér uiegið vera viss um það, lierra minnu, tók hann nú til máls, „að mór er það vel kunnugt, hve 145 En það var þó einn maður, sem öllum þótti þar vanta, og það var Andrés Skaarup. Etazráðið hafði vissulega saknað hans allt árið; það var ýmislegt, sem á það benti. Maður sá, er tekið hafði við skrifstofustörfum Andr- ésar var sem sé fremur liðléttur maður. Og einu sinni, eigi alls fyrir löngu, hafði etazráðið látið orð falla í þá átt, að hann hefði nú, i nálega heilt ár, ekki haft neinn verulega duglegan og áreiðanlegan mann i verzlan sinni, er hann gæti fyililega reitt sig á. Það hefði verið öðru visi áður, hafði hann svo bætt við, og stunið við. En að tala við hann, með skynsamlegum rökum, það var ekki til neins. Hann var meiri þrákálfur, en nokkuru sinni fyr. Tvisvar eða þrisvar hafði jeg reynt, að færa honum alvarlega heim sanninn; en það var til einskis. Sá eg því, að róttast myndi, að láta hann eiga sig, unz tíminn færði honum heim sanninn. Inger var föl og niðurdregin, og hugsaði um vin sinn. Allt var óbreytt. Nafn Andrésar Skaarups mátti ekki heyrast nefnt þar á heimilinu. Nokkrum bréfum, sem Andrés hafði skrifað, hafði etazráðið látið ósvarað. Engu að síður hafði Andrés þó í dag sent sínum fyrverandi húsbónda hraðskeyti, þar sem hann tjáði hon- um alúðarfyllstu þakkir fyrir allt, sem hann hafði fyrir hann gjört, og fyrir vinfengi það, sem hann nú hefði að

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.