Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.08.1901, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.08.1901, Blaðsíða 8
144 Þj|óðvilji\n|. XY, 35.-36. Nú geta allir tengið skegg! Hin heimsfrægu, ekta rússnesku skeggsmyrsli skapa óhjákvæmilega hið fegursta heilskegg, eða yfirskegg, og auka einnig hárvöxt. — Lita ekki frá sór. — Abyrgst, að kaupandi fái fé sitt aptur, ef eigi kemur að liði, og fylgir sú ábyrgð sendingunni. Sé þetta ekki satt, borga eg kaupandan- uin 500 kr. Yerðið er, fyrir styrkleika nr. 1, 3 kr. 75 a., fyrir styrkleika nr. 2, 5 kr. 75, og fyrir styrkleika nr. 3, 8 kr. 75 a. (það meðal hrífur á 2—3 vikum). — Sendist hvert sem vill á Islandi, ásamt notkunarleiðarvísir, og tryggingar skírteini, sem samið er á öllum Evrópu tungumálum. Borgun sendist fyrirfram til aðal-umboðsmannsins Ove Nielsen, Lundsgade 7, Kjöbenhavn. Slái íieiri menn sér saman um fleiri dósir, sendast smyrslin franko, en að öðrum kosti verða þeir að senda 50 aura aukreitis. Þar sem eigi er auðið að senda vörur til íslands gegn eptirkröfu, sendist balsamið, sem sagt, að eins mót fyrirframborgun. Hus til leigu. Ný og vönduð sjóbúð á Stekkjunum í Hnífsdal er til leigu fyrir tvö sex- mannafór. Búðinni fylgir stór saltskúr, hausahjallur og spil. Semja má um leiguna við Guðmund kaupmann Sveinsson í Hnífsdal. Þegar jeg var 15 ára að aldri, fékk jeg óþolandi tannpínu, sem jeg þjáðist af meira og minna í 17 ár; jeg hafði leitað þeirra lækna, allopathiskra og homöopathiskra, sem jeg hefi þekkt, og að lokum letaði jeg til tveggja tannlækna, en það var allt jafn árangurslaust. Jeg fór þá að brúka Kína-lífs-élexír, sem bú- inn er til af Valdemar Petersen í Frið- rikshöfn, og ðptir að jeg hafði neytt úr þremur flöskum, varð jeg þjáningarlaus, og hefi nú í nær tvö ár ekki fundið til tannpínu. Jeg get af fullri sannfæringu mælt með ofan nefndum Kína-lífs-esixír herra Yaldemars Petersens við alla, sem þjást af tannpínu. Hafnarfirði. Margrét Guðmundsdöttir, ljósmóðir. Kina-lífs-elexíriim fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokk- urrar tollhækkunar, svo að verðið er, sem fyr, að eins 1 kr. 50 aur. fyrir flöskuna. — Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elexír, eru kaupendur beðn- ir að líta vel eptir því, að —standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan- um: Kínverji með glas í hendi, og firma nafnið Valdemar Petersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn. ~~ KENNSLA. A næstkomandi vetri tek jeg að mér að veita stúlkum og stúlkubörnum til- sögn í hannyrðum og orgelspili, einnig munnlegum námsgreinum. Anna Benediktsson, ísafirði. Til gamle og unge Mænd anbefales paa det bedste det nylig i betydelig udvidet Udgave udkomne Skrift af Med.-Raad Dr. Muller om et FORSTYRRET |NÍeRVE- OG EXUAL— ^SySTEM I og om dets radikale Helbredelse. Priis incl. Forsendelse i Konvolut 1 kr. i Frimærker. Curt Rober, Braunsdnveig. 9C Feeðl sdur: Anna Benediktsson ísafirði PRBNTSMIÐJA &JÓÐVILJANS. 200 Heidenstein gekk nú fram og aptur í herberginu, og stundi þungan. Honum fannst það vera skylda sín, að reyna að frelsa stúlku þessa frá glötunarinnar barmi, og hvildi sú hugsun mjög þungt á honum. Og þótt hann nú gengi hús úr húsi, og ynni menn til þess, að sjá stúlkunni fyrir vinnu, og þó að hún lifði siðsömu og reglusömu lífi, þá hlaut þó sá tíminn að koma — að 12 árum liðnum —, er þrælmennið losnaði aptur úr typtunarhúsinu, og þá — já, hvað þá? En það var nú að visu nógur timinn, að hugsa um það síðar. Nú var að eins um það að ræða, að frelsa hana frá óvættinum, er nú reyndi að klófesta hana. Heidenstein lagði höndina á höfuð henni, og þrýsti því ofur-lítið aptur, svo að hún varð að hoifa beint fram- an í hann. „Maríau, mælti hann; „ef hægt væri að útvega yður atvinnu hér í bænum, mynduð þér þá hætta við, að fara til Berlínar með Winkler?“ „Já, þá færi jeg ekki eitt fet með honum“, anzaði María þegar. „Jeg ætla þá að reyna, að útvega yður atvinnu“, mælti Heidenstein þá enn fremur. „Jeg ætla að reyna að gera allt, sem jeg get í því efni. En fárra daga þol- inmæði verðið þór að hafa“. „En ef mamma fengi að vita þetta“, mælti þá stúlkan. „Jeg segi móður yðar það sjálfur“, mælti Heid- enstein. 201 „Æ, já, kæri herra, gerið þór það! Segið hennt það!“ hvíslaði María í ákafa. „Já, jeg skal sjálfur tala við hana“, hólt Heiden- stein áfram. „Hittí eg hana, og yður, heima seinni part- inn i dag?“ María játti því. „Grott og vel, seinni partinn í dag, — þegar fer að skyggja“, bætti hann þá við. María roðnaði, því að hún skildi vel, hvað hanm átti við, er hann bætti þessu við — „þegar fer að- skyggja“. María for nu að klæða sig í yfirhafnarfötin, og varð. þá um leið litið út um gluggann. Það var farið að líða á daginn. „Hún sló augunum niður, og mælti: „Er yður það mjög ógeðfellt, náðugi herra, að koma- til okkar?“ Heidenstein sá, að hún hafði skilið, hvað hann. hugsaði, og var rétt að honum komið, að spyrja hana,. hvers vegna hún titlaði sig „náðugan herra“. Hann sleppti því samt, og þagði. En María stóð fyrir framan hann, auðmjúk og nið- urlút, svo sem ætti hún allt undir náð háns eður ónáð.. Hann fann, að blóðið tók að stíga örar til hjartans. Hann fann, að hann var ungur maður, og að svo gat farið, að ofan á þann voða, er henni var búinn, gæti. ef til vill bætzt nýr voði úr annari átt, sem honum hafði sízt hugkvæmzt, þótt honum lægi nærri. „Farið nú“, mælti hann, „jeg kem seinni partbm, í dag“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.