Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn + Žjóšviljinn ungi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn + Žjóšviljinn ungi

						ÞJÓÐVILJINN.

51.-52. nr.

fteykjavík 15. október 1914.

XXVIII. árg.

*

Þorsteinn skáld Erlingsson

27. sept. 1858 — 28. sept. 1914

Nú er „árgalinn" þagnaður. Ekki ónáðar hann tíðar

svefnpurkur og nátttröll þessa lands. — Þó má reyndar vænta

þess, að bergmálið ómi enn all-iengi meðal íslands fjalla.

Nú er hann þá sigldur á „svarta djúpið", er hann kallaði

svo. Það hefi eg fyrir satt, að hann hafi lagt í þá langferð

með óskertri einurð sinni gagnvart guði og mönnum. Að

minnsta kosti heyri jeg nú færsta hafa í fullu tré við hann,

þeirra manna, sem vanir eru að ausa dauða menn oflofi fyrir

sáluhjálpleg sinnaskipti undir andlátið. Þetta tel jeg vel farið,

og eins hitt, að engum hefur þótt annað sýnna, guðsmanni

né guðleysingja, en að hjálpa til þess, að gjöra útför hans

sem virðulegasta og unna honum sannrcælis dauðum. Slikan

sigur hefir skáldsnilli hans og aðrir góðir kostir nú unnið,

þótt hann væri lengstan hluta æfinnar vargur í véum samtíðar

sinnar.

Svo margt hefir venð sagt um skáldskap Þorsteins þessa

dagana, síðan hann lézt, að hér mun verða fáu við það bætt.

Fáir munu lýsa honum betur en hann hefir sjálfur gjört í

Ijóðabréfi til móður sinnar, Fjallkonunnar. Tvo átti hann

strengina, þá er hann lék optast á. Annan mildan og mjúkan,

þrunginn ást og unaði, hinn þungan og þrymjandi, svo sem

þeyttur væri herlúður. Fyrri stenginn snart hann þegar hann

kvað um vor og ást, um góða drengi eða saklausar skepn-

ur, í stuttu máli um allt það, sem var gott og fagurt, sem hann

unni, — og hann unni manna heitast. Þessum strengnum

lýsir hann svo í ljóðabréfinu:

Langt í burt á lágri strönd hann ljóðin flytur

og á strenginn leika lætur

læki þína og sumarnætur.

Svo eru þessi kvæði Þorsteins göfug og góð, að þau hafa

gjört þá orðlausa, sem annars langaði til að vista hann í hóp

misindismanna. Þ&o er ekki til neins, að reyna að halda því

fram, að rotið tré beri svo fríðan ávöxt. Að sá só bófi, sem

svo kveður í alvöru. Og alvara var Þorsteini það sem hann

kvað, það sá hver heilvita maður.

En þegar þessi „öflgi og ástgi" hugur mætti andstæðum

þess, er hann unni, eða sá því traðkað, þá kvað við annan

tóu. Sumarnæturblikið yfir kvæðum skáldsins varð að elding-

ura og lækjarniðurinn að þrumugný og brimhljóði.

Þessu er svo lýst í ljóðabrófinu:

Aðeins þegar fram af fiugum fossinn æðir,

ólgan sú sem undir freyðir

eins og brim í strenginn seiðir.

Og ástæðan til skapskiptanna er tekin fram i þessari vísu:

Allra mest hans innstu taugar allt af særðu

þeir er sína þræla börðu —

það var eins á himni' og jörðu.

„Indignation" er ekki íslenzkt orð. Það er vafasamt,

hvort nokkurt orð er til i íslenzku, sem nær því, enda er

lítið um sanna „indignation" með þessari þjóð. „Grenrja"

dugir ekki. íslendingum getur gramist hitt og þetta, svona

með sjálfum sér, en við það situr að jafnaði. Það er ekki

fylgt á eptir. Hér helzt mönnum allt uppi, nema þá einhver

afbrigði í einkamálum þeirra, sem náungann varðar einna

sízt um. Hve opt skyldi t. d. íslenzkur þingmaður þurfa að

svíkja land sitt til þess, að eiga það víst, að verða ekki endur-

kosinn? Eða islenzkur kaupmaður til þess, að menn hættu

að skipta við hann? — En Þorsteinn Erlingsson var ekki

fremur að þessu leytinu en öðru eins og fólk er flest.

Hann hefði getað tekið undir með Juvenal, sem sagði að

„indignationin" skyldi yrkja fyrir sig, þegar hann fór að yrkja

ádeilukvæði á gamals aldri. Eða þá með fyrirrennara sínum

og fyrirmynd,. Byron, er hann sór að berjast í orði og verki

gegn öllu því, er berðist gegn skynsamlegu viti. Heimska,

kúgun, hræsni, lygi og hvers konar íllska áttu hvergi griða-

stað fyrir Þorsteini, hvar sem hann þóttist verða þeirra var,

þótt það svo væri á vígóum stað. Má vera að hann hafi

stundum sært fleira en skyldi eða fleira en hann vildi, en

fallega hitti hann opt og maklega, er hann vóg að fjanda-

flokki þeim, er áður var nefndur.   Einu sinni var svo kveðið:

Djöfla óðum fækkar fans

fyrir góðum penna,

unz á hlóðum Andskotans

engar glóðir brenna.

Það á vel við þessa viðureign.

Að vísu er nú Þorsteinn fallinn, en fjandarnir ekki,

en hví skyldi þó eigi mega vænta þess, að takast muni

með tímanum að vinna nokkurn bug á því liði? Þorsteinn

er fallinn frá, en ferskeytlurnar lifa, og hví má þá eigi

trúa þvi, að einhvers staðar lifi „indignation" til þess að

yrkja þær, — það geð, að menn gjöri sér vísa féndur af

vélöndum. Þorsteinn var kallaður trúleysingi, en þó kvað

hann þessa trúarjátningu:

Jeg trúi því, sannleiki', að sigurinn þinn

að siðustu vegina jafni;

og þér vinn jeg, konungur, það sem jeg vinn,

og því stig jeg hiklaus og vonglaður inn

í frelsandi framtíðar nafni.

Það mundi Þorsteini einna hugleiknast verið hafa, að

ekki ryðguðu of lengi vopnin hans, þótt hann fólli, og það

fer aldrei svo heldur, þótt autt só nú rúm í stafninum.

**

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184