Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.02.1915, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.02.1915, Blaðsíða 2
30 ÞJC ÐVILJINN. XXIX., 9.-10. Norðurálfo-ófriðurinn. (Hvað heizt hefur tiðinda gerzt.) --UK-- Helztu tíðindin frá ófriðarstöðvunum, síðan er blað vort var síðast á ferðinni, eru sem hér segir: 1. Afar-miklar ófarii fóru Rússar ný skeð í Austur-Prússlandi í viðureigninni við Þjóðverja þar, að því er kingað fréttist 18. febr. þ. á. Tóku Þjóðverjar þar 50 — 60 þús. Rússa til fanga, eða enn meira. Annan sigur unnu Þjóðverjar og ný skeð á Rússum fyrir norðan stór- ána Weichsel. 2. Á vestri ófriðarstöðvunum, þ. e. í norð- an- og vestanverðit Frakklandi, enn allt í sama þófinu, sem fyr. Stór-furða, að dagblöð vor, „Vísir“ og „Morgunblaðið11 skuli geta fengið sig til þess, að fiytjaýa/h nauda ómerk- ai simskeyta-fregnn, um skotgrafa- mjaksturinn o. fh, eins og þaðan berast æ daglega. 8. Þá hafa og nýlega borizt fregnir um það, að Rússar hafi orðið að hörfa frá Czernovice í Bukowinu, — virðist því yfirleitt farið að ganga að mun miður en fyr var, og gráta þad f> áleitt allir. 4. 16. febr. þ. á. réðu 40 brezk loptför á Ostende. Zeebriigge o. fl. borgir á vest- urströnd Belgíu, — vildu hepta að Þjóðverjar kæmu sér þar upp kafbáta- höfnum o. fl., sem Bretum gat orðið mjög hættulegt. Spjöll eigi all-lítil kvað þeim og hafa tekizt að gera þar á ýmsum mann- virkjum, en fregnir að öðru leyti mjög óglöggar, hér að lútandi. Nýlega hafa Bretar lánað Rúmen- um finini iuilljónir sterlingspnnda, enda þess vænzt, að þeir ráði nú og á Austurriki, er minnst varir, sbr. 4.—5. nr. blaðs vors þ. á. — Þá var og Riciotti Garibaldi ný skeð staddur í Lundúnum í þeim erinda- gjörðum, að fá þar, ef unnt væri, 240 þús. sterlingspunda, til þess að safna enn 30 þús. sjálfboðaliða, er gengju í lið með Frökkum og Bretum, til við- bótar ítölsku sjálfboðaliðunum, er þegar eru á vígvellinum. Riciotti, sem er sonur nafnkunnu ítölsku frelsishetjunnar, hefur þegar misst tvo sonu sína í ófriðnum, og vill þeirra þá sízt óhefnt, að því er virðist. Stjórn Bandaríkjanna í Ameríku un- ir þvi illa, er Þjóðverjar hafa lýst Bret- landsstrendur í hafnbanni, sbr. 6.—7. nr. blaðs vors þ. á., og kefur þvi látið birta þýzku stjórninni mótmæli sin, sem Þjóðverjar sinna þó að engu, — telja brot á löngu yfirlýstu hlutleysi Bandaríkjanna. Þá hafa og frakknesk og brezk her- skip hafið skothríð á virkin við Dar- danella-sundið, og skemmt 4 þeirra meira eða minna, að því er nýkomnar fregnir herma. Að öðru leyd engar markverðar fregn- ÞJÓÐVILJINN. Verð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 aur., erlendis 4 kr. 50 aur. og: í Ameriku doll.: 1,50. Borgist fyrir júní- mánaðarlok. — Uppsögn skrifleg, ðgild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júníraánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sina fyrir blaðið. ir af ófnðnum, er vér höfum rekizt á. En einatt verður það Ijósara og Ijós- ara með hverjum deginum, ad hér e> um sro afskaplegan og heipt-blandadan hnkaleik ad rœda, að engan ætti að I íurða, þótt eigi yrði þar endir á, íyr en að 2 — 3 (þó fremur) árnnum enn liðnuin. Voldugir, sem við eigast, er kvorir um sig viija eigi hætta, fyr en gengið er frá kinum svo rnaifliiturn, sem frekast er auðið. annaloggjoíin. Þar sei^i kvennþjóðin er yfirleitt, sem kunnugt er, sá hluti mannkynsins, sem veikari er, eda máttminni, en karl- mennirnir, þá er það eigi annað en það, sem rétt er og fagurt, að löggjöfin geri sitt til þess, eða gefi því æ sem nákvæm- astar gætur, að eigi sé þad þó notad til þess ad þröngva kosti kvenna i atvinnu- sámkeppninni við karlmenn, eða saman borið við þá. Oeðlilegt væri það því ekki að ákvedid væri i lögum, hvert vera œtti hlutfallid milli kaups karla og kvenna, er að sama eða svipuðu verki ganga, — ákveðið t. d. lágmarkid, að því er kaup kvennmanns- ins snertir, er kaup karlmannsins væri i það eða það. j Því verður eigi neitað, að konur hafa I til þessa mjög goidið þess, hve máttminni i þær voru, og orðið því að mun harðara úti í samanburði við karlmennina, en sanngjarnt var og átt hefði að vera. Vér förum hér eigi frekar út í þetta að sinni, — gerum og ráð íyrir, að „verkakvennafélögin‘, sem núeruaðrísa upp á landi voru, taki málið sem allra bráðast til rækilegrar íhugunar. En það er skylda löggjafarvaldsins j að gera sér far um að vernda œ þann, sem ódrum er máttminni, eða að einhverju leyti ver settur. Skyldan því einatt þvi ríkari, sem hann á bágra.1) 1) Lagaákvæúj ýmiskonar, er að vinnu barna og unglinga lúta — og þeim til verndar, sem veikir eða máttlitir eru — fara og að verða bráð- nauðsynleg, — eigi að eins hér á landi, en viða erlendis. Þar á löggjafarvaldið því enn mikið óunnið. Sk. Th. Jarðskjálfta-kippir fundust hér syðra miðvikudaginn 17. febrúar þ. á., og aptur aðfaranótt laugar- dagsins 20. s. m. Þrír voru jarðskjálfta-kippirnir fyrri daginn, er Reykvíkingar urðu helzt varir, og var einn þeirra kl. freklega 33/4 e. h., en hinir tveir ráku nær hver annan kl. laust eptir átta þá um kvöldið. Af jarðskjálfta-kippuiiurri þremur kvað langmest að þeim, er í miðið var (kl. 810 eða þá þar um, um kvöldið), og féllu þó eigi munir í herbergjum, þótt að mun skylli þar þó hurð nærri hælum. En honum jafn harður, ef eigi enn snarpari, var jarðskjálftakippurinn aðfara- nóttina laugardagsins 20. febrúar síðastl., frekum hálfum kl.tíma eptir miðnættið. Eptir því, sem frétt er orðið úr sýsl- unum hér austanfjallsins (Árnes- og Rang- árvalla sýslum), oardjardskjálftakippanna alls ekki vart þar, — hrisstingurinn því að líkindum stafandi frá Reykjaness- skaganum, eða frá fornu eldstöðvunum þar út undan. Bein ferð til Vestnrheims. nGullfoss“ íil New York. Stjórn „Eimskipafélags íslands11 hefur nú nýlega auglýst, að skip félagsins, „Gullfoss“, verði látið fara héðan, beina leið til New York, um mánaðamótin marz og apríl, ef flutningur fáist nægar. Flutningsgjaldið er ákveðið: 60 kr. fyrir smálestina, livora leiðina um sig. Frekur helmingur alls flutningsrúms- ins var og þegar pantaður fyrir eða um 20. þ. m. (febrúar), og fráleitt því neinn vafi á því, að ferðin verði farin. Á heimleiðinni hingað frá Ameríku, er og í ráði, að skipið komi ef til vill við í Halifax (á Nýja-Skotlandi), sem er endastöð Canada-Kyrrahafs-járnbrautar- innar. Sjálfsagt notar landsstjórnin skipið nú og að mun, til að viða að sér ýmsum samskonar nauðsynja-vörum, sem frá New York voru fengnar í haust, er leið. Til mála hefur og komið að einhverir kaupmanna vorra taki sér og far héðan með skipinu til Vesturheims, til þess ad kynna sér verzlunar-markadinn, og skapa sér sem bezt vidskiptasamböndin þar vestr a. Ferðin verður því — jafn framt ferð- inni héðan í haust, er leið — byrjanin til þess að reyna að færa verzlun vora ögn frá Dönum, og ryðja henni nýjar brautir, sem óefað verður þjóð vorri til mikils og si-vaxandi góds. Enginn vafi á því, að takist oss Is- lendingUm nú smám saman og í æ meiri og ríkari mæli, ad slita af oss böndin, sem enn halda megninu af verzlun vorri i Danmörku, þá losnar og að mun greiðar en ella nm pólitisku böndin, sem löngum hafa sært oss, og vér enn berum örin eptir.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.