Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.11.1915, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.11.1915, Blaðsíða 2
6 P — 7 - oj v J i. Ai-í 17 •“-! 2. Rey kjavík. ---- 4. nóv. 1915. Aflabrögð mjög góð í Garðajónurn, er þaðan fréttist nú ný skoð. „Sterling“ kom hingað írá Broiðaflóa, að morgni 29. t. m. (okt.), og lagði af ntað héðan 31. f. m. Buðnr um land, til útlanda. Með skipinu íór hóðan Stefán Kr. Bjarnason og 8 menn aðrir, til að s*kja botnverping, er Cope!and o. fl. hafa smíða látið erlendis. ý 25. f. m. (okt.) andaðist hér í bænum (á liaugavegi nr. 22) ekkjan Guðný Björnsdóttir, móðir Guðmundar heitins heejarfógetafulltrúa. Hún var um nírætt og hafði verið tvígipt. Jarðarför hennar fór fram hér í bænum 30. f. m. „Ulvö“, norskt seglskip, kom hingað 27. okt. siðastl. frá útlöndum, með timhurfarm til „Timb- ur og kolaverzlunarinnar Reykjavik“. Skipið hafði hreppt verstu veður, og misst i Bjóinn töluvert af timbri, sem var á þiljum uppi. „Hás jtafjélag Reykjavikur“ er nafnið á félagi, sem ýmsir sjómenn. hér í bsenurn, hafa nýloga Btofnað. Til þess að hafa á hendi yfirumsjðnina, að þvi er snertir „barna leikvellina11 hér i bænum, kaus bæjarstjórnin nýlega í nefnd: FrúrnarBriet Bjarnhéðinsdóttur og Katrínn Magnússon og Sig. kennara Jónsson. „Leikfélag Reykjavikur“ lék að kvöldi sunnu- dagsins 31. okt. siðastl.: 1. „Brúðkaupskvöldið11, eptir danska leikrita- höfundinn Peter Nansen og 2. „Apann“, eptir Joh. Hoiborg. í ráði er, að félagið leiki og nú fyrir árslok- in: „Skipið sekkur“, leikrit h~. Indr;ða Einarsson- ar, er sýnt var hér á leiksviðiru árið 1903, og BÍðar „Hadda-Pöddu“, eptir Guðm. Kamban. „Oeres“ kom hingað, frá ísafirði og Vestfjörð- um, að m'jign: 2. þ. m. (nov.) Meðal farþega vorui Sira Magnús Jónsson og frú hans, Ólafur verzluuarmaður Sigurðsson og Sturla F. Jónson (fyr skipherra) — öll frá ísafirði. — Enn fremur úr Bolungarvík: Pétur kaupmaður Oddsson, Jóhann Eyfirðingur og Hall dór Hávarðarson, og irá Hnífsdal: Ekkjufrú Helga Jóakimsdóttir og Margrét dóttir hennar, háðar alfluttar hingað til Reykjavíkur. -j- Látinn er ný skeð húsfreyjan Þórunn Jóns- dóttii , kona Brynjólfs bónda Bjarnasonar i Engey. Maimalát. f 17. júlí siðastl. (1915), kl. 9 að kvöldi, andaðist í Winnipeg í Manitoba, landi vor Jón prentari Vigfússon Ddhl- mann. Hann var fæddur að Kleif í Fnjóska- dal 12. júlí 1850 og orðinn þvi frekra 65 ára að aldri er hann andaðist. Foreldrar hans voru Vigfús Þorsteins- eon og Arnieif Jónsdóttir, hjón, erbjuggu að Kleif. Til Ameríku fluttist Jón heitinn Vig- fússon árið 1882 — Hann var þar einn af stofnendum blaðsins „Leifur“ og síð- ar einn af stofnendum blaðsins „Heims- kringla“, — starfaði að og prentun beggja nefndra blaða og lét sér mjög annt um vöxt þeirra og viðgang, ekki sízt í því ekyni, að Islendingar, er fæstir skyldu enska tungu, ný koranir að heiman, gætu á þann háttinn fylgzt með öllu, er fram fór þar vestra í landsmálum o. fl., sem og vitað hvað gerðist í heiminum. En ekki segir „Heimskringla“, er flyt- ur mynd Jóns heitins og getur helztu æfi-atriða hans, að haun hafi spunnið silki, fjárhagslega, við afskipti sin af nefndum blöðum. Síðustu árin, sem Jón sálugi lifði, sinnti hann eigi prentarastörfum, — mun heilsunnar vegna eigi hafa kennt sig mann til þess, og hafði því ofan af fyrir sér á annan hátt. 4. maí síðastl. andaðist að heimili sínu Horni á Hornströndum, í Norður- ísafjarðarsýslu, ekkjan BerglínaJónsdóttir. Hún mun hafa haft einn um nírætt. Berglína sáluga var fædd að Nesi i Gruunavík, og voruj foreldrar hennar: Jón bóndi Jónsson og kona hans Rebekka Benediktsdóttir, og ólst hún síðan upp hjá þeim, á Nesi, unz hún 18 ára að aldri, fluttist að Stað í Aðalvík, og varð vinnukona síra Stefáns er þar var þá prestur. TJm tvítugs-aldurinn gekk Berglina heitin síðan að eiga Hjálmar Jónsson» son merkisbóndans Jóns Sturlusonar, er þá bjó að Þverdal, næsta bæ við Stað í Aðalvík. Með manni sínum varð Berglínu alls 18 barna auðið, og lifði mann sinn, sem ekkja nær 80 ár. Af börnum þeirra hjónajjeru nú að eins þessi 4 á lífi: 1. Rebekka, er nú býr sem ekkja. á Horni, Hún var seinni kona Stígs heit- ius Stigssonar, er þar bjó lengi rausnar-búi. 2. Sigurborg, ekkja á Islafirði. 3. Guðni bóndi Hjálmarsson á Sléttu i Sléctuhreppi (í Norður-Isafjarðar- sýslu) og 4. Gísli, bóndi í fjörðum vestra. Bergb’na sáluga var dugnaðar- og myndar-kona, og að mörgu vel gefin. Yið ljósmóðurstörf var hún mjög ná- kvæm, og heppnuðust þau eigi síður, en sumum sem lærðar eru. Sjón og minni, hélt Berglína heitin til hinnstu æöstundar. Látinn er á nýliðnu sumri, að Höfða- strönd 1 Grunnavíkurhreppi (í Norður- ísafjarðarsýslu) Kristjdn Jónsson, maður á bezta aldurs-skeiði, að eins 27 ára að aldri. Hann var sonur Jóns Arnórssonar, er lengi bjó að Höfðaströnd, en nú á heima í Hnífsdal. f Bráðkvaddur varð maður á hlaðinu á Veiga- stöðum eyBtra, 29. ágúst síðast!.. Maður þossi hét Quðm. Jonnsson, bróðir Karls bæjargjaldkera Jóuassonar á Seyðisfirði, 52 ára að aldri. Hann var ráðsmaður að Veturliðastöðum i FnjÓBkadal, og var að binda bagga á bæjar-hlað- inu' á Veigastöðum, og gera að gamni sínu við þá, er þar voru nærstaddir, er hann hné allt i einu út af og var þegar örendur. Til Irada „Djóöyíí]bhs” Þeir, sem gjörast kaupendur að blað- inu á næstk. nýári og eigi hafa áður keypt blaðið, fá alveg ókeypis, sem kaupbætir, a’llt sem út hefir komið af blaðinu frá 1. okt. síðastl., og út kem- ur nú til árslokanna. Sé borgunin send jafnframt, því, er beðið er um blaðið, fá nýjir kaupendur einuig, ef óskað er, 200 bls. al skemmtisögum og geta, ef vill. valið um 8., 9., 10., 11 og 14. söguheftið i sógusafni »Þjóðv.<. Þess þarf naumast að geta, að sögu- safnshepti „Þjóðv. hafa víða þótt mjög skemmtileg, og gefst mönnurn nú gott færi á að eignast eitt þeirra, og geta þeir sjálfir valið, hvert söguheftið þeir kjósa af sögusöfnum beim, er seld eru í lausa- sölu á 1 kr. 50 aura, '' Ef þeir, sem þegar eru kaupendur blaðsins, óska að fá sögusafnshepti, þá eiga þeir kost á því, ef þeir borga íueísta ár fyrir fram, og eru skuldlausir við blaðið. Til þess að gera nýjum áskrifend- uin og öðrum kaupendunt blaðsins sem hægast fyrir, að þvi er greiðslu andvirðisins snertir, skal þess getið, að borga má við allar aðal-verzlanir iandsins, er slika innskript ieyfa, enda sé iitgefanda af kaupandanum sent innskriptarskirteinið. Þeir, sem kynnu að vilja taka að sér útsölu »Þjóðv.«, sérstaklega í þeim sveitum, þar sem blaðið hefir verið litið keypt að undanförnu, geri svo vel, að gera útgefanda »Þióðv.« aðvart um það, sem allra bráðast. Nýir Útsölumenn, er útvega blað- inu að minnsta kosti sex nýja kaup- endur, sem og eldri útsölumenn blaðsins, er fjölga kaupendum um sex, fá — auk venjulegra sölulauna — einhverja af forlagsbókuin útgefanda „Þjóðv.“, er þeir geta sjálfir valið. Gjörið svo vel, að skýra kunn- ingjum yðar og nábúum, frá kjörum þeim, er »Þjóðv. t býður, svo að þeir geti gripið tækifærið. Nýir kaupendur og nýir útsölumenn eru beðnir að gefa sig fram sem allra bráðast. Utanáskript til útgefandans er: Skúii Thoroddsen, Vonarstræti 12, Reykjavík. RIT8TJÓRI OG EIGANDI • SKÚLI THORODDSEN PrentBmiója ÞjóðvilianS,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.