Lögberg - 12.08.1926, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.08.1926, Blaðsíða 4
Bl*. 4 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 12. ÁiGÚST 1926. Jögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. TtUahaan N-6327 «4 N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor OtanAskritt til blaðaina: T»(t tOLUMBKt Pf{ESSt Ltd., Bo« 3171, Wnnipog, M*H- Utanáskrift ritstjórans: EOiTOR LOCBERC, Box 3171 Winnlpsg, Man. Ths "LOKbarc" ls prlntsd and publlshed bT Ths Columbla Prsss, Umited, ln ths Columbla ■uilding, í»6 Sargsnt Avs., Wlnnlpag, Manitoba. Látið ekki blekkjast. ráðgjafa í stjóm Meighens, og nú er altalað, að hann eigi að ta'ka við yfirstjórn á jámbrautum ríkisins, Hvort að hægt verður að víkja Sir Henry Thomton úr em'bætti sínu án sterkra m,ótmæla, er vafasamt, sérstaklega þegar tillit er tekið til hinna miklu framfara, sem átt hafa sér stað á starfrækslu brautanna í seinni tíð. Til dæmis hafa tekjur þjóðjámbrautanna í Canada verið $11,114,314 eða 296 af hundraði meiri en þær vom á sama tíma árið sem leið.” Blaðið Montreal Weekly Witness segir frá þessu sama áformi og hætir við, að á meðal starfsfólks jámbrautarinnar, sé þessu alment trúað. Því er haldið fram, að Sir Henry Ðrayton hafi lengi haft augastað á þessari stöðu, og að ef flo'kkur hans kemst til valda við næstu kosn- ingar, muni leggja alt kapp á að ná henni. Hann hefir í Hðinni tíð verið einna opinskáastur allra manna í aðfinslum sínum við ráðsmensku Sir Henry Thomtons, síðan að hann tók við yfir- stjórn brautanna. ” Þetta er ekki eina hættan, sem þjóðinni staf- ar því að fá völdin í hendur Arthur Meighen og félaga hans við næstn kosningar. Kosningahríðin í Canada er að eins byrjuð, en þó hafa öldur hennar velt sér yfir þjóðina með meira afli, en þær hafa gjört í undanförn- um kosningum síðan árið 1911. Deyfðin og dranginn, sem legið hefir eins og martröð yfir þjóðinni í stjórnmálum, er horf- inn, en í stað hans vakinn áhugi á stórmálum þeim, sem fyrir þjóðinni liggja til úrskurðar, og er það vel farið, því aldrei hefir verið meiri þörf á að þjóðin sé vel vakandi og ákveðin, en einmitt á þetta sinn. 4 ísland. 2. Ágúst 1926. Rœða eftir Séra J. A. Sigurðsson Margt minnir mig á það, sem Gagnráður kvað í Vafþrúðnismálum, er hann átti orðastað við hinn vísa jötun Vafþrúðni: “óauðugr maðr, er til auðugs kemr, mæli þarft eðr þegi.” — En Gagnráður var raunar Óðinn sjálfur og er þá Ijóst, hvílíka speki hér má finna, er mælt skal Málin, sem hún þarf að skera úr, vernda eða mótmæla, era þýðingarmeiri, stórfenglegri og alvarlegri, en hún hefir áður þurft úr að skera, síðan fylkjasambandið hófst í Canada. Þeirra mest og fremst er sjálfstæðis spurs- málið, eða þjóðræðis spursmálið — spursmálið um það, hvort að fólkið í Canada eigi að fá að ráða málum sínnm sjálft eða hvort það eigi að vera undirlæg.jur brezks ríkisvalds, sem geti sett það á bekk með ósjálfbjarga nýlendulýð og villimönnum, sem tekið sé fram fyrir hendurn- ar á að vild, — spursmálið um það, hvort þjóð- in í Canada eigi að samþykkja með atkvæði sínu einræði það, sem landstjórinn sýndi þjóð- inni, þegar hann neitaði lögkjömum umboðs- manni hennar nm þingrof, eða hvort hún eigi að mótmæla því með atkvæði sínu og sýna hon- um, Bretum og öllum heimi, að vér séum ákveð- in í því hér í Canada, að víta það gjörræði og láta Englendinga skilja, einu sinni fyrir alt, að vér seum frjálsir menn og ákveðnir í því að líða ekki neina ásælni eða ofbeldi frá þeirra hendi, eða umboðsmanna þeirra, um fram það, sem þeir eiga rétt á lögum samkvæmt, (en sá ásæln- isréttur þeirra er enginn), og að vér kunnum að svara, þegar þjóðræði vom er misboðið. Það hefir löngum verið sagt, að ríkasta þrá- in í eðli Islendinga sé frelsisþráin. Nú gefst þeim tækifæri á að sýna, hvort svo er eða ekki. Það á í þessum kosningum að1 gjöra tilraun til að svíkja af Canadaþjóðinni og selja sjálfstæði það, sem hún hefir keypt dýra verði, í hendur Englendinga um ókomna áratugi. Ætlið þið, Is- lendingar, að verða með í þeim ljóta leik? Það sem sagt er. Eitt af því raunalegasta, í sambandi við kosn- ingar, bæði þessar, sem nú standa yfir hér í Canada, og allar aðrar, er það, þegar menn gleyma svo sjálfum sér, og öllu velsæmi að í stað þess að ræða mál þau, sem á dags'krá em, og færa rök fyrir málstað sínum, taka upp á því, að ausa persónulegum hrigslum og æra- meiðandi ósóma á móstöðumenn sína. Maður einn í Austur-Canada, A. J. Doucet, fyrrum þingmaður frá New Brunswiek, var á fundi með leiðtoga sínum og afturhaldsmanna, í anstnrfylkjum í Canada, þar sem hann bar það opinberlega á fyrverandi dómsmálaráð- herra Canada, Lapointe, að hann ásamt fyrver- andi tollmála ráðherra Jaqpes Bnreau, hafi verið á slarkferð með tollgæzluskipi stjóraar- innar, Margareta, sem nú er orðið nafnfrægt í sambandi við tollmála rannsókn þá, sem King- stjórnin hóf og nú er mest talað nm. Þessari ákæm Mr. Doucet svaraði Mr. La- pointe með þvf, að skora á Hon. Arthur Meig- hen, sem með ánægjubros á vörum hlýddi á þessa uppljóstan stuðningsmanns síns og fé- laga, án þess að segja orð til mótmæla, að láta rannsaka þessa kæm, sem auðsjáanlega var til þess gerð, að vekja ótrú og ýmugust á Mr. La- pointe, tafarlaust. Það gerði Mr. Meighen, og hófst sú rannsókn í Quebec í vikunni sem leið. Málafærslumaður sá, sem Meighen setti og líta átti eftir hag bans og ríkisins fyrir hans hönd, gaf út hráðalbyrgða s!kýrslu á fimtndag- inn í vikunni sem leið, og tilkynti öllum lands- lýð að ákæra þessi væri með öllu ósönn, og hefði því við ekkert að styðjast, og að Doucet, félagi Meighens, hefði farið með tilhæfulaust og raka- laust slúður. Þjóðeignajárnbrautirnar í hœttu Svo hljóðandi frétt frá Ottawa og Quebec hefir borist út um alt land síðustn dagana: “Það er altalað hér, að skifta eigi nm for- stöðumenn fyrir þjóðeignajárabrautunum í Canada, ef afturhaldsmenn vinna í næstn kosn- ingum. Að það eigi að láta Sir Henry Thom- ton fara en setja í hans stað Sir Henry Dray- ton, sem áður var fjármálaráðherra í ráðuneyti Arthur Meighens. Það hefir vakið umtal og undmn manna, að Sip Henry Drayton var ekki í tölu hinna nýju fyrir minni íslands, hins andlega auðuga og sögu- ríka ættlands. te ■ --- Vesturnísl. vita allir, að árlega er hér vestra valinn helgur vordagur, til að minna menn á móður- , kærleikann. Dagurinn er svo nefndur “Móðurdag- urinn”'. Að verja degi til að minnast móðurorðanna og móðurfórnanna, munu flestir telja fagran sið, er fremur en hitt göfgi hjarta, barnsins. — Og móðirin þarf hvorki að vera geðlaus né gallalaus, ekki smá- fríð og engin skýjadís, til þess að barnið elski hana og gleymi henni ekki. —Annar ágúst er 1 rauninni íslendingum móður% dagur. ísland er móðurjörð flestra, er orð mín heyra, allra, er orð mín kurma að sjá. íslenzka þjóðin er móðurþjóðin. ísland og íslenzk tunga, tvístirnið í sól- kerfi anda vors hinna eldri íslendinga, og ýmsra meðal hinna yngri. Frá ættjörðinni er móðerni vort. Þaðan er móðurástin, er vér nutum. Þaðan fengum vér móðurmálið, með yl þess og fegurð. Þaðan kom oss feðraarfurinn. Og þaðan er hún móðir vor, er las: — “Þetta mái, með unað og yl, yngdan af stofnunum hörðu.” Svo: — “Eg skildi að orð á ísland til um alt, sem er hugsað á jörðu.” í dag á eg að minnast móður mæðra vorra, ís- lands. Þau 39 ár, er eg hefi dvalið utan íslands, hefi eg oft minst ættlandsins. — Þá hefi eg æfinlega valið íslandi mín beztu og hlýjustu orð. Ógjarna vildi eg þó hér endurtaka það, sem eg hefi áður sagt opinberlega. Því finn eg tii þess nú, hve eg er “óauðugr maðr” til auðugs kominn. En ísland og íslendingar eru mér ijúfustu um- talsefni. íslenzk tunga< er eini gimsteinninn, sem eg á. Kristindómurinn einn er mér helgari. Þó finst mér stundum þenna móðurdag íslands, að þögn kærleikans í hjörtum sona og dætra móðurjarðar- innar, sé mælskari en ræður okkar, sem eigum að tala. Fyrir skömmu kom amerískur hljómfræðingur, er stórfrægur varð fyrir íþrótt sína í Evrópu, heim aftur til Ameríku. í New York borg var hann bók- staflega borinn á höndum fólksins. Veizla mikil var honum þar búin. 1 veizlu þeirri átti hann að tala. Hann stóð upp og hóf mál sitt. En meðai gestanna kom hann auga á aldurhnigna konu, og þrátt fyrir andlitsblæju, er hún bar, þekti hann móður sína. Vestan frá Denver, Col., hafði hún komið, til að vera viðstödd, er þjóð þeirra sæmdi drenginn hennar. En — ræðan hans var.ð að engu. Móðurástin tók frá honum málið. Kærleiks-tilfinningar hjartans urðu orðunum yfirsterkari. Átvik þetta minnir mig á skyldan sögu atburð úr æfi Garfieids, Bandaríkjaforsetans ágæta. Hann var að fiytja sína aðai ræðu. Er síðustu orðin féllu af vörum forsetans, gekk hann rakleitt til móður sinnar, er var meðal áheyrendanna, lagði hendur um háls henni og kysti hana eins og fyr í barnæsku. Sá var án efa eftirminnilegasti og “mælskasti” þáttur í framkomu forsetans. Áreiðanlega er eitthvað svipað ástatt fyrir mér í dag. Eg vildi að eg gæti endað ræðuna mína á lama hátt. Hið afskekta ættland og hln örsmáa þjóð þess, hefir öðrum fremur eignast heimsfrægð.—“Þín hef- ir farið fjöllum af frægð um allan heiminn,---- Enginn nefna maður má maka þinn á jörðu.”------ Slík umm^eli eru alls ekki einstæð, og ekki bundin við íslendinga eina. Tungan íslenzka er gríska Norður- landa. ’Móðurmálið vort er hornsteinn norrænu málanna. ísland gaf norðurhluta Evrópu sagnritan, skáldskap og lýðstjórnar fyrirmynd. íslendingar námu Grænland, íslendingar fundu Ameríku. Og öldum siðar voru það einnig þeir, er vísuðu Kól- umbus til vegar. Ekki væri þó íslands oft minst, væri það óbygt, eða bygt af öðrum en íslendingum. Minni íslands er nálega óhugsandi án þess að íbúar þess, sögur, Ijóð, mál og menning þess, þjóðin, sé tekin til greina. fsland er hvorki fundið né bygt til einskis. íslend- ingar hafa hvorki lifað né barist fyrir gýg. Þótt ísland sé dásamlega fagurt land, eru íbúar þess fyllilega samþoðnir landinu. — Fjöldi ágætustu út- i lendinga, frá flestum eða öllum menningarþjóðum heimsins, er til fslands hafa komið, eða kynt sér rækilega menning þjóðarinnar, hafa felst ástarhug til lands og þjóðar. Á íslandsvini sem Maurer og Fiske og lávarðana Dufferin og Bryce, þarf engan fslending að minna. En tala slíkra vina er 1 e g i o. Og þeim fer stöðugt fjölgandi. — Eg vil hér að eins nefna ummæli tveggja ágætismanna í vorri garð, er eg minnist ekki að hafa séð í riti eða ræðu á voru máli. Dr. Murray, forseti háskólans í Saskatchewan- fylki, í Canada, sagði í ræðu, er hann flutti 5. marz í vetur er leið: “örðugt veðráttufar, er vér ráðum ekki yfir, leggur þá nauðsyn á oss, að vér fylgjum dæmi íslands, þar sem þjóðin, þrátt fyrir erfiðan ytri hag, hóf sig á óvenjulega hátt stig menningar og uppfræðingar.” Maðurinn, er talar, er nútíðar maður, sem kynst hefir íslendingum. Hann er yfirmaður hins mikla skóla Vesturlandsins, er veitir þegnum ríkisins á því svæði hina æðstu mentun sína. Og hann bendir hér á fslendinga sem fyrirmynd. Við það, finst mér, ifsland og börn þess megi vel una. Dimmmmmimimmmmimimiiimmiimmmimimmmiimmmmmmnimu; ! SKREYTIÐ HEIMILIÐ. i ^ Það er á vorin að menn fara að hugsa um að fegra og endurnýja heimili aín. II Draperies, blæjur, gólfteppi, Chesterfield Suitea, stoppuð húagögn, o.fl. 1 HREINSAÐ OG LITAÐ. - FLJÓT AFGREIÐSLA. í Fort Garry Dyers andCleaners Co. Ltd. W. E. THURBER, Man.ger. = I 324 Young St. WINNIPEG Sími B 2964-2965-2966 | = Kallið upp og fáið kostnaðaráætlun. “ TIIIIIMIIIIMIIIMIMIItlMIIIIMIIIIIIMIIIIIIMIilMIIIIMMIIIIIIIIMimillMMIIIIIIIMIIMIIIIIhT wmmmammmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmfW ÞEIR SEM ÞURFA Hin ummælin, er hér skal vikið að, eru eftir Thomas Carlyle. Honum þarf ekki að að lýsa. Orð þessi standa 1 einu merku riti hans: “Á þessari undra eyju, íslandi, er jarðfræðing- ar segja að eldur hafi þeytt upp úr hafsbotni, beru landi hraúnfláka og háfjalla, sem hrikaveður vetr- anna gleypa marga mánuði ársins, en sem er auðugt af ótömdum yndisleik sumarsins, með brennisteins- keldur, geysa, jökla og eldfjöll, hinn furðulegasti or- ustuvöllur frosts og funa, — á þessum stað, þar sem allir menn hefðu allra sízt búist við bókmentum og skráðum sögum, voru fræði Norðurlanda rituð. Það leynir sér ekki, að íbúar íslands voru skáld- menn, að þeir bjuggu yfir djúpum hugsunum, og kunnu að segja frá þeim hugsunum fagurlega og hljómþýtt. Mikið hefði við það tapast, ef íslandi hefði ekki verið þeytt upp úr hafdjúpinu og landið síðan fundið og bygt af Norðmönnum.” lEg er að vona, að fleirum en mér finnist þessi ummæli hinna óíslenzku og ágætu manna, eigulegt íslands minni. Til munu þeir, meðal útfluttra íslendinga, er ó- sjálfrátt, þegar þeir minnast íslands, taka undir með hinu dapra skáldi, er kvað erlendis, þótt ekki væri hann í tölu Vestur-íslendinga: “Em—skip mig þaðan burtu bar, Það byrgðu höf. — Nú á eg ekkert annað þar En eina gröf.” — , Þeim hættir til að muna bezt örðugleikana, óveðrin og — grafirnar. Þeir bera á sér andleg ðrkuml ein- stæðinga og olnbogabarna. Jafnvel endurminning- ar móðurdagsins um móðurástina bætir það ekki til fulls. En þorri íslendinga, er erlendis hafa dvalið fyr og síðar, hafa víðfrægt ísland og borið hróður íslenzkra fræða til fjarlægra þjóða. Flest fegurstu ættjarðarkvæði íslendinga eru kveðin erlendis. Fjarvist frá ættjörð og átthögum hefir einatt reynst sjónauki, hvað snertir kosti heimahaganna. Heim- anförin úr föðurhúsum hefir marg oft aukið samúð barna og bræðra. Eg er sannfærður um, að vestur- farirnar hafa alment haft þau áhrif á Vestur- 'fslenidnga. Hömlur kærleikans kynda glaðast eld ástarinnar. — Lífsloftið er vafalaust hreinast utanhúss. Ef til vill er ættjarðarástin einnig hrein- ust og heitust utanlands. Þau áhrif skilst mér að útlegð hafi jafnan haft á útlagana. Fráskilinn frændum og föðurlandi sér maðurinn einatt æskulíf sitt í ljúfum hillingum. Hver drangur verður töfra- höll. Hver bæjarlækur að Ijúffengu morgunkaffi. Kuldastakkur landsins og lífsins breytist i sumar- hjúp. Þjóðin afklæðist göllum sínum. Alt þrátt og þras er gleymt. Og málið verður að mjúkum móður- orðum, en olnbogabarnið í öskustó verður drotning. Góður nlaður hugsar stöðugt um ættjörðina sem s í n a, um ættmennina sem s í n a. Andinn er stöð- ugt að “fara heim.” Hann á oftast fargjaldið þang- að. Mjynd íslands bera flest börn þess í hjartanu — í umgerð kærleikans. Heima er Helgafell íslenzkra sálna. Ekkert sem er saurugt, ljótt eða vanheilagt má nálgast þann tilbeiðsluverða stað. Þótt menn verði sannfróðir í annarlegum tungum, verður mál ættjarðarinnar eitt ósjálfrátt að ljóði, bæn og blessun. íslenzkan e r lofsöngur. Fjöllin veita hug- arflugi íslendinga vængi. Stórviðrin lækna allan óstyrk tauganna betur en noklíur nuddlæknir í kon- Ungshöllum. Hafið eykur mönnum útþrá og djup- sævi vitsmunalífsins. Fjallastraumar vinda og vatna hreinsa hugsanalíf íslendinga. Þar er sumar- dagurinn náttlaus. Þar er gagnsæi og ilmur lofts- ins eins dæmi. Þar eru litbrigði lofts of láðs og lag- ar fegurst í heimi. Þar hefir og líf alþýðunnar ver- ið óbrotið og hrekklaust, — og auðurinn mesti and- legir fjársjóðir. Þar eru einnig átthagar lóunnar, er árlega vitj- ar íslands, — ekki í orðum einum eins og eg, heldur með því að fara hvert sumar heim, glatar hvorki né gleymir ættjarðarást sinni, heldur syngur hana inn- í sál og tilveru lands og þjóðar, frá hreiðrinu, er hún fæddist í, — til dauðans. Hver vill nú ekki taka undir með Þorsteini: “Hann langar svo oft heim á Þórsmörk til þín.” —*— Og ýmsir treysti eg að ítreki með mér: Þar er æska mín 611, Bak við úthaf og fjöll; Slíka átthaga andann vill dreyma:— ÍLand, þar sezt eigi sól, OBygð, er söngfuglinn ól, Þar á sumarið sólfagurt heima. En þessi orð mín í dag áttu ekki að eins að verða einhliða lofsöngur hins liðna og fjarlæga, og því síð- ur venjuleg líkræða. Eg geri mér heldur enga tál- von um, að fsland og íslendingar endurfæði allan heim, eins og flogið hefir fyrir 1 síðustu tíð. Eg tel ekki alt, sem íslenzkt er, eftirsóknarvert, — meira að segja, ekki sum ljóðmæli Islendinga. Eg er hér þó ekki til að rekja raunir ættbræðranna, og eg hefi aldrei lagt það í vana minn, að víta þá um þau mál, er þá snerta einat En eg tel það beinlínis skyldu mína að víkja hér að því, eins þótt einhverjir kunni að misskilja það eða vanþakka, að þjóðernisvernd vor1 og bræðraþelið milli Austur- og Vestur-íslend- inga, getur ekki dafnað og lifað, sé það áframhald- andi einhliða. Kærleikslífinu er þann veg háttað, að það þarf að finna yl frá þeim, sem unnað er. Ættjarðarást og þjóðernisvernd Vestur-íslendinga þarfnast þess, að hún finni jarðveg heima, — berg- mál í hjörtum bræðra vorra eystra. Annars er hætt við, að svo fyrnist ástir sem fundir, — nema hjá ör- fáum einstaklingum, sem aldrei hafa þekt annan kærleika, en sína “fyrstu elsku”. LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Offtce: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ Og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Við það ber að kannast, að ætt- jarðarást og þjóðrækni vor hér vestra, hefir verið ábótavant í ýmsu. En einlæg hefir sú íslands- trygð verið í hjörtum fjöldans. í 52 ár, síðan þjóðhátíðaraár ís- lands 1874, hafa íslenzkir Vest- menn stöðugt leitast við að varð- veita þjóðerní sitt, og bera ætt- jarðarást sinni vitni. 1 öll þau ár, hafa þeir reynt að víðfrægja allan íslenzkan hróður í hérlendu þjóðlífi. Enginn mun nú segja, að sá vitnisburður vor hafi með öllu mishepnast. — Höpp og ó- höpp heimaþjóðarinnar hafa einn- ig snortið oss. Blöð þeirra og fcækur höfum vér lesið. Mál þeirra og menn hafa ekki verið oss óvið- komandi. Og öll þessi ár höfum vér, á einn eða annan hátt, átt beinan þátt í heimsóknum ýmsra afbragðs manna og kvenna aust- an hafs, og dvöl þeirra gesta hér- lendis meðal vor. Um slíka hluti mætti vel fjölyrða. En málum Vestur-íslendinga,, og jafnyel mönnum þeirra, hefir naumast borist svipuð samúð né svipaður styrkur, í orði eða verki, frá heimaþjóðinni og föðurland- inu. Tilfinnanlegast finst mér þctta í þjóðræknisstarfi voru. Eg held t. d. á eintaki af einu Reykja- víkur-blaðinu,, all-vinsælu og víð- lesnu á sinni tíð. Höfuð grein blaðsins er um “íslenzkt þjóðerni í Ameriku.” í grein þessari ern út- fluttir “íslendingar” ávalt auð- kendir þannig: með gæsalöppum. Rithöfundar íslenzkir í Ameríku eru taldir “ritóðir”; “fáeinar hræður, er enginn gefur gaum að, eru “að bisa við sinn mosavaxna Sisyfus-stein: þjóðernið,” — sem alt lendir í “flokkskássu” og “þjcðernisgröf”. “Hinir íslenzku blaðamenn í Ameríku gera því ó- gagn eitt með blöðum sínum”, — þótt þeir tali mikið um “félags- skap, sem varla er til nema á pappírnum,” og þeim loks ráð- lagt, “að hætta við þetta blaða- strit, sem ekkert geri annað en •—skaða.” — Sem betur fer, kveður nú við annan og fegurri tón, í flestu sem ritað er. Þó býr heimaþjóðin enn að þessari ólyfjan. Og fremur lítið athvarf er þjóðræknisstarfi voru hér í slíkum pistlum, eða þá þögn þjóðarinnar heima. Hér er þó að þessu vikið einungis til að leggja áherzlu á, að nú er oss lífs- nauðsyn, að hollir og hlýir straum- ar berist oss frá íslandi, — í bréf- um og blöðunfc í bókum og manna- skiftum. Jafnvel karlmennið Ormur Stór- ólfsson bar þess menjar' alla æfi, er hann, að konungs boði, stóð einn eftir undir byrði, er var ær- ið þung sextíu vöskum mönnum. Eg ítreka það, að sízt má nokk- uð draga úr kærleika hins yngra sonar í fjarlægu landi til föður- húsanna. Hitt er augnamið mitt: að eldri bróðirinn heima eignist fórnfúst eða hjálpfúst bróðurþel til hins, er að heiman fór, kannist við sínar bróður- skyldur og samgleðjist því, að hann gleymdi ekki ættingjum né æskustöðvum. Meginmál mitt hefir átt að minna á hollustu vora til íslands og kærleikann til íslendinga og þjóðararfsins góða. Því hamingja einstaklinga og þjóða á rætur sín- ar í kærleikslífi þeirra. Hins veg- ar verða eigingirni og flokka- drættir æfinlega fótakefli eða dauðamein. iSá þjóðflokkur, sem vinnur saman í eindrægni, verður seint yfirunninn og aldrei gjald- þrota. — Og ættjarðarástin er ein í þrenning kærleikans, — sem aft- ur er það sem m e s t er í heimi. En vegur kærleikans er ekki á- valt auðfundinn né greiðfær. Það þekkjum vér íslendingar. Þann veg eiga allir þjóðræknir menn, heima og að heiman, því að varða sem bezt. —Eg trúi því, að þorri Vestur- íslendinga taki undir með mér er eg segi að endingu: Eg man ættjörðina og ann börnum hennar. Ættland mitt og ættþjóð mín eru augasteinar mín- ir. Eg trúi á gildi máls vors og sagna vorra. Mér er heilagt al- vörumál, að arfurinn bezti frá ís- lenzkri þjóð, falli ekki í gildi, týn- ist aldrei ætt vorri. Þótt eg eigi fleiri áhugamál, eru vonir mínar og vonbrigði mín einkum knýtt við íslendinga og ísland. Eg af- saka það ekki. “Hér stend eg. Eg get ekki annað. Guð hjálpi mér.” Þau orð Lúters eiga því heima hjá mér. — Líf mitt óx frá hjarta íslands. Andi minn vaknaði í íslenzku um- hverfi. Sál mín var fyrst nærð á fræðum feðra minna. Ef það er söngtónn i sál! minni, þá er hann frá ættjörð minni. Og málið mitt kendu mér móðurvarirnar, er fyrst báðu fyrir mér og fyrst mintust við mig. Þ a r þvíla hin þreyttu bein foreldra minna, syst- kina og frænda. Og móðurhjart- að sjálft er falið í skauti föður- landsins. Enginn og ekkert breytir hjarta- afstöðu minni til Islands né fs- ltndinga. — “Því at ek” — með Njáli •— “ætla héðan hvergi at hrærast, hvart sem mér angrar reykr eða bruni.” — Mackenzie King talar í Winnipeg. Ræða sú, er Hon. Mackenzie King flutti í Winnipeg hinn 3. þ. m. og sem er fyrsta ræða hans í Vestur-Canada í kosningahríð þeirri, er nú stendur yfir, var alt of löng til þess að hægt sé að birta hana alla. Hér er því að eins um útdrátt að ræða. Mr. King var afar vel fagnað af hinum mikla mannfjölda, sem saman var kominn til að hlusta á ræðu hans. Hann byrjaði ræðu sina með því að segja, að nú væri alt sem að stjórnmálum lýtur, aft- ur að komast í fastari skorður og ákveðnara, heldur en verið hefði síðan á stríðsárunum, og því væri það vel til fallið, að Canada þjóð- in gæfi frjálslynda flokknum svo ákveðinn meiri hluta við kosning- arnar, sem nú væru fyrir dyrum, að ekki gæti verið um það að vill- ast, hvaða stefnu þjóðin vldi fylgja í stjórnmálum næstu árin. Mr. King gerði ljósa grein fyrir hvað til þess hefði leitt,, að þing ið væri rofið og nýjar kosningar færu fram. Að afstöðnum kosn- ingum 1925, hefði hann ákveðið að láta þingið sjálft skera úr því, hvaða stjórnmálaflokkur skyldi með völdin fara. Þegar þing kom saman, leyndi það sér ekki, að það var vilji meiri hluta þing- manna, að hann sæti áfram við stjórn. Ailir flokkar, að undan- teknum íhaldsmönnum, hefðu ver- ið ákveðnir í að varna því, að Mr. Meighen með sína hátolla-stefnu, kæmist til valda. Sú yfirlýsing, er Meighen hefði borið fram, að King-stjórnin hefði engan rétt til að halda áfram, hefði verið feld mðe 129 atkvæðum gegn 116 at- kvæðum. Hér hefði því verið far- ið nákvæmlega eftir vilja þjóðar- innar, eins og hann 'hefði komið fram hjá löglega kosnum fulltrú- um hennar, enda væri það einlæg- ur vilji sinn og ásetningur, að ganga aldrei á móti brezkum stjórnarskipunarlögum, hvort sem um væri að ræða rituð lög eða venjur, sem náð hefðu fastri hefð. Þegar leið að þinglokum, sagði ræðumaður, að samvinnan milli frjálslynda flokksins og einstakra manna í bændaflokknum, hefði

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.