Lögberg - 29.11.1928, Blaðsíða 3

Lögberg - 29.11.1928, Blaðsíða 3
ÖGBERG, FIMTLJDAGINN 29. NÓVEMBER 1928 Bls. 3 BEZTI Græðari er peningar geta keypt 5Cc askjnn hjá öllum lv< fsölum Fjármál Þórunnar á Grund. Eftir Sigurð Þórólfsson. Þórunn, sem kend var við Grund í Eyjafirði, var kvenskörr.nyur mikill. Hún var dóttir Jóns biskups Arasonar og Helgu Sigurðardóttur, Sveinbjarnarson- ar officialis í Múla (“Barna- Sveinbjarnar”). Hún var fædd um 1510, en giftist í fyrsta sinni (1526) Hrafni Brandssyni, Hrafns sonar lögmanns. Hann hafði til kaups við Þóruhni 720 hundr. en hennar heimanmundur var 360 mundr. í jörðum og 60 hundr. í lausafé. Samkvæmt gamalli venju gaf Hrafn konu sinni á brúð- kaupsdegi tilgjöf 60 hundr. Oft var þessi gjöf brúðgumans til konunnar kölluð morgungjöf % og bekkjargjöf. Að lögum mátti þessi gjöf alderi vera meiri en úr því fé, sem, brúðguminn hafði til kaups við konu sína. Til- gjöfin lagðist við heimanmund- inn. Var því alt málafé Þórunn- ar í búi 'Hrafns 480 hundr. En beggja fé í samlaginu: 1140 hundr (—114 þús. krónur). Fjórum árum áður en Þórunn giftist Hrafni (1522) ættleiddi Jón Arason fjögur börn sín: Ara, Björn, Magnús og Þórunni, með þeim skildaga, að Þórunn skyldi taka jafnan arfahlut við bræður sína. (Samkvæmt lögum var arfa- hluti konunnar hálfu minni en karlmannsins. Jón Arason stóð utan við þessi lög, því hann var biskup. Það var eigi gert ráð fyr- ir því í lögum, að biskupar ættu börn. En þeir máttu ættleiða launbörn sín eina og aðrir menn, ef þeim hafði orðið það á að syndga upp á náðina með barn- eignum. En eg veit engin dæmi til þess, að nokkur íslendingur hafi á undan Jóni Arasyni stigið það merkilega spor, og drengilega, að gera laundóttur sína jafn rétt- háa bræðrum sínum til erfða. En af því Jón Arason var hins- vegar óvenju hlutdrægur maður, þá gerði hann þann mun á Helgu dóttur sinni, og Þórunni, að hann ættleiddi ekki Helgu, en gaf henni þó talsverðan heimanmund. Eins hagaði hann sér gagnvart Sigurði syni sínum, er síðar varð merkis- prestur á Grenjaðarstað. Þau Helga og Sigurður líktust mest í móðurkyn sitt og báru nöfn úr móðurætt. Hrafn Brandsson gerðist um- svifamikill maður, og Jóni Ara- syni gagnlegur. Með mikilli harð- neskju hepnaðist Jóni biskupi, að koma Hrafni í lögmannssæti, og lét hann svo dæma Teit ríka í Glaumbæ sekan skógarmann og fé hans undir konung (1527) fyr- ir litlar sakir. Það ár, eftir AI- þingi sendi Hrafn lögmaður séra Reynið Þetta Meðal, Ef Taugarnar Eru Óstyrkar. Þegar þú finnur, að þér er að fara aftur, þú ert að megrast og ert að tapa kröftum og viljaþreki og taugarnar eru óstyrkar, þá ætt- ir þú að reyna Nuga-Tone nokkra daga, og þú munt finna mikinn mun á þér. f 35 ár hefir Nuga- Tone veitt mörgum miljónum fólks heilsu og lífsgleði, og það sem það hefir gert fyrir aðra, gerir það vissulega fyrir þig, ef þú not- ar það réttó Nuga-Tone bætir matarlystina, og meltinguna, losar mann við gas í maganum, styrkir lifrina og læknar nýrnaveiki og blöðrusjúk- dóma og gerir taugarnar stæltar og vöðvana styrka. — Fáðu þér flösku strax í dag. Nuga-Tone verður að reynast þér eins og því er lýst, eða lyfsalinn skilar þér peningunum aftur. Forðastu eft- irlíkingar. iPétur Pálsson utan á konungs-Jalt fé sitt fram til samlagsins. En fund og lét hann kaupa konungs- það er henni hefir hlotnast í fjórð- sektina úr fé Teits fyrir 300 rinsk ! ungsgjöf úr búi ísleifs, eða sem gyllini. Jón biskup lagði alt gull-j svarar því, hefir hún gefið áður ið fram og ferðakostnað séra Pét- j en hún gifist Þorsteini. Hún gaf urs og enn fremur fé til Ara son-, séra Birni Tómassyni (1551) 60 ar síns til þess að fara til Bessa- hundr. staða og gjalda þar höfuðsmanni gullið. Sektarhluti konungs kost- aði Jón Arason samtals 370 kyllini. Um þessar mundir hefir 1 gyll- ini jafngil t37% ísl. verðalin. Hef- ir því Jón Arason (undir nafni Hrafns) goldið konungi 138% hdr. á landsvísu fyrir hálfar eignir Teits. Þessar eignir voru aldrei virtar, en hefir verið gizkað á að alt fé Teits hafi verið 1440 hundr. Eg hefi athugað þetta með öðrum hætti en gert hefir verið og komist að þeirri niðurstöðu, að alt þetta umrædda fé hafi verið um 1184 hundr. Þar af bar konungi að vísu ranglega) 592 hundr. Má af þessu sjá, að þegar 370 gyllini eru dregin þar frá, var gróðinn af þessari verzlun við konung um 453 hundr. Þetta var búhnykkur góður. Hrafn dó ári síðar og fékk þá Jþn Arason þetta fé. — Gróð- inn af kaupunum varð hans. Þau Hrafn og Þórunn áttu eitt barn saman (ísleif), er lifði föður sinn. Jóni Arasyni var dæmt fjárhald barnsins og greiddi Þóf- unni dóttur sinni málaféð, er hún átti í búinu, 480 hundr. Þórunn giftist í annað sinn (1533) ísleifi Sigurðssyni, Finn- bogasonar lögm. og Margrétar Þorvarðardóttur Bjarnasonar — (“Hákalla-Bjarna”). ísleifur hafði til kaups við Þórunni 360 hundr., en hún Iagði jafnmikið fé í móti. Úr þessu fé gaf ísleifur konu sinni 60 hundr. í tilgjöf. Máli Þórunn- ar í búi ísleifs var því 420 hundr., en beggja fé í samlaginu 720 hdr. —um 72 þús. kr. Það má þykja undarlegt, að eg véfengi framburð Magn. Björns- sonar um fjárupphæð Þórunnar föðursystur hans. Hann og Jón bróðir hans, töldu sig rétta erf- ingja að öllu fé Þórunnar. — Eft- ir að hún giftist Þorsteini fór hún að ausa út fé sínu til ýmsra. Þeir vildu hamla þessu, en gátu við ekkert ráðið. Hún var snemma búin að gefa meira en hún mátti að lögum. Skjalið sem Ormur Sturluson úrskurðaði rétt, hefir verið undan þeirra rifjum runnið eða vina þeirra, og verður að telj- ast eitt meðal hinna mörgu fals- bréfa, sem gerð voru á fyrri tím- um í hagnaðarskyni. Þegar Þórunn giftist Þorsteini, var hún ekkert fé búin að fá eftir föður sinn; látinn, annað en þau 720 hundr., sem hún áður fékk. — Það var lengi óvissa, hve miklar eigtnir Jóns Arasonar væri um- fram skuldir. Þórunn var heldur ekki 'búin að fá arf eftir Helgu móður sína. Máli hennar í búi Jóns Arasonar, hefir sennilega verið lítill, því Ari lögmaður son- ur hennar gaf henni (1540) 40 ! hundr. jörð með þeim ummælum, að hún mætti gefa þessa jörð hverjum sem hún vildi. Þessa sömu jörð gaf Helga Guðrúnu Magnúsdótitur,; ;sonardótur sinni (1553). En Þórunni dóttur sinni gaf hún, eða lagði með sér, 40 hundr. og segir að aldrei hafi Þór- unn fengið neitt fé hjá sér eins og önnur börn sín, og hafi hún þó alt af verið sér til mikillar hjálp- ar. Þetta ár (1553) fluttist Helga til Þórunnnar dótur sinnar, og á- Hér má staldra við. Þórunn á skilur, að hafa sérstakan kven- Grund hefir eigi alt fé sitt til ,mann sér til þjónustu. Þrjá rétti kaups við fsleif, en heldur nokkru j til máltíðar daglega og öl þegar af því fyrir utan kaupmála þeirra. j bún vilji og megi taka á móti gest- um sínum. Þórunn á Grund gaf svo mikið fé frændum og vinum, einkum fá- tækum, að þess eru engin dæmi í sögu hinnar íslenzku þjóðar. Hún spyr ekki að því, hvað löglegt sé i þessum efnum, en vill mega ráða yfir fé sínu og allri meðferð á því. Og hún bjóst við, að þeir mundu verða erfingjar sínir, sem hún sízt vildi. Líklega hefir Þórunn vitað, hve mikið hún rnátt’i gefa að lögum úr fé sínu. Hún hefir viljað láta skeika að sköpuðu, hve mikið þeir gætu haldið af gjöfunum, sem fengu þær. Það kom stundum fyrir, að þegar meira var gefið í löggjafir en mátti var erfitt að ná gjöfunum aftur, og væri það lausafé fanst það hvergi og engin skil fyrir því. Hér set eg vottfestar gjafir Þórunnar á Grund til ýmsra: Hún gefur: Séra Birni Tómassyni...... 60 hdr Séra Sig. bróður sínum.... 60 - Oddi Þorsteinssyni til útlausnar .... /........ 40 — ólöfu Þorstd. systur hans,— 30 — Sigurði Bjamasyni ........ 10 - Guðrúnu bróðurd. sinni .... 140 — Fátækum lýð............... 60 — Þuríði Þorbergsdóttur..... 30 — ísleifi Þorbergssyni.......20 — Helgu Bjarnadóttur........r 34 — Jóni Sigurðssyni......... 192 — Þorleifi Sigurðssyni....... 7 — Þorbe^gi Ásmundssyni .... .... 20 — Þorstéini Ásmundss. .... ....9% >— Þuríði Vernharðsdóttur .... 5 — Þuríði Þorbergsd...... 10 1-3. — Ara Sigurðssyni ........... 7 — Helgu Ásmundsd.............10 — Borgaði fyrir Þorstein •bónda sinn .......... 20 •— Nú er hún líka búin að fá meira fé frá föður sínum, en hún fékk 1526. — Þegar Jón biskup gifti syni sína, Ara (1530), Björn (1533 og Magnús (1533) gaf hann hverj- um þeirra til giftingar 720 hundr. og sagði að! Þórunn fengi jafn- mikið. Um þessar mundir er því alt fé Þórunnar 720 hundr. og að auki tvær tilgjafir, 60 hdr. hvor, eða samtals 840 hundr. Nokkru síðar (1541) gaf ísleifur Þórunni allar löggjafir sínar er hann mátti að lögum gefa, ef hún lifði hann. Þórunn gaf honum sínar löggjaf- ir með sama skildaga, ef hann lifði lengur en hún. ísleifur Sigurðsson dó 1549 barn-- laus. Ari Jónsson lögmaður varð nú ráðamaður Þórunnar systur sinnar. (Hann bar undir dóm í Spjaldhaga (1549) kaupmála Þór- unnar og fsleifs. Var Þórunni þar dæmd 60 hundr. í tilgjöf, fjórðungsgjöf úr erfðafé ísleifs, 360 hundr., sem nú var nýdáinn. En ekki verður vitað hvað mikið aflaféð var. Það hefir sennilega verið lítið, því ísleifur var enginn fjárgæzlumaður. Þriðji maður Þórunnar á Grund var Þorsteinn frá Felli í Kolla- firði, Guðmundsson, Andréssonar, Guðmundonar ríka á Reykhólum. Þau giftust 1553, og hafði Þor- steinn tilkaup við konu sína 360 hundr. En um málafé Þórunnar ber heimildum ekki saman. Eftir fornu skjali, sem Espólín hefir haft með höndum, var heiman- mundur Þórunnar 840 hundr., en tilgjöf Þorsteins 60 hundr. í ann- ari heimild er fé Þórunnar talið 240 hundr.. Ormur Sturluson lög- maður úrskurðaði það rétt. Eft- ir dauða Þórunnar hélt Magnús Björnsson, bróðursonur hennar (1594) því fram á Alþingi, að Þórunn hefði haft til kaups við Þorstein 480 hundr. En svo er til vott fest skjal, eftir frumritinu frá 1566. Vottarnir bera það und- ir eiðstilboð, að þeir hafi lesið frumrit af kaupmálabréfi þeirra Þorsteins og Þórunnar. Segja þeir, að giftingarfé Þórunnar hafi verið 840 hundr., en Þorsteins 360 hundr. og tilgjöf úr því fé 60 hdr. Við nánari athugun má telja víst, að þetta skjal sé ábyggilegt, enda í samræmi við frásögn Espólíns, er hafði fyrir sér mörg skjðl, sem nú eru glötuð. Má af þessu sjá, að alt samlags- fé þeirra Þorstein og Þórunnar hefir verið á giftingardegi þeirra 1200 hundr. (um 120 þú. kr.). — Þórunn er málakona í búi Þor- steins, en á þó langmest í búinu. Þetta var óvanaílegt, en Þórunn var óvanaleg kona. Hún leggur Samtals 762% hdr. Þessar gjafir samsvara hér um bil 762 þús. kr., miðað við verðlag um síðustu aldamót. Eg tel hér allstaðar í tíræðum hundruðum. Mikið af þessum gjöfum gengu til baka að Þórunni fráfallinni. — Þegar Þórunn gaf Guðrúnu bróð- urdóttur sinni jörðina Grund í Svarfaðardal með Garðshorni og 40 hundr. að auki (samt. 120 hdr.), þá lýsti hún því yfir (1575), að þetta sé löggjafir sínar og hún hafi áður engum gefið eða ánafn- að þær, nema ísl. bónda sinum, ef hann lengur lifði en hún. En þá var hún þó búin að gefa meira en helming af öllu því fé, sem hér að framan er upp talið. Það hlaut alt að teljast til löggjafar hennar. Þau Þorsteinn og Þórunn lifðu 19 eða 20 ár í hjónabandi og bjó Þórunn lengi eftir lát bónda síns á Grund í Eyjafirði. Þegar hún var 65 ára, vildi hún jafnvel gift- lokum sættust málsaðilar og miðl- ast í f jórða sinn, presti, en séra j uðu málum. En ekki verður vitað Sigurður á Grenjaðarstað, bróðir hvernig þeir skiftu með sér fénu, né heldur hitt hve mikið það var. “N0RTHERN” STYL-SHUS (Gerðir til að fara vel.) Ný gerð, litir og efni í þessa árs lágum yfirskóm handa kvenfólki. “Northern” Style-Shus fást nú samlitir vetrarfötum yðar. "LORRETTE" — spenpur, sem haga má eftir vild. Jer- sey, Cashmerette eða Pweed efni. Dökkir, ljðsir eða gráir. Upp- brot úr sama efni eða úr flaueli. Einnig allir úr flaueli. “ZETTA”— Spenn- ur, sem haga má eft- ir vild. Mðleitir eða svartir úr Jersey eða Cashmerette. Einnig brúnir, gráir eða ijðs leitir. með upbroti úr sama efni og skðr- inn eða flaueli. Allar tegundir af ‘Northern’ Rubbers og Style-Shus, sem mæta allra þörfum. Sigurdson-Thorvaldson Gætið að vörumerkinu. Arborg, Map. Riverton, Man hennar, aftraði því með lægni. Um bændur sína látan á hún að hafa sagt þetta: Hrafn minn var höfðingsmaður mestur, ísleifur minn skartmaður mestur, en Þor- steinn minn heiðursmaður mest- ur. Eftir að Þórunn varð ekkja eftir Hrafn lögmann, vildi hún giftast Þorsteini, sem þá var bisk- upssveinn á Hólum. En faðir hennar og synir hans, einkum Ari, voru þvi andvígir. Þorsteinn var rekinn frá Hólum og sumir segja, að Ari hafi jafnvel setið um líf hans. Eftir það var Þorsteinn á ýmsum stöðum eirðarlítill og átti börn með ýmsum konum. f þeim sökum virtist honum eigi með öllu sjálfrátt. Hann var að mörgu leyti vel gefinn maður, eins og hann átti kyn til. Þegar Þórunn var rúmlega 80 ára gömul, kærðu þeir Jón og Magnús Björnssynir gjafir henn- ar á Alþingi (1591). Þeir kröfð- ust þess, að hún yrði svift fjár- forræði, þar eð hún væri meira en áttræð, sjónlítil og veik, en gæfi fé sitt hinum og þessum. Það voru gömul lög, að enginn áttræður maður eða kona væri fjár síns ráðandi, ef fjárhald þeirra væri kært. Var Þórunn á Grund svift fjárforræði sínu með alþingisdóihi. En dómsmenn kferjast þess, að hún skuli vera vel haldin til fæðis og klæðis og hafa sérstakan kvenmann sér við hönd til þjónustu. Enn fremur var henni dæmd ráð yfir 5 hundr. árlega af lausafé sínu. Mátti hún fara með það fé sem hún vildi. Má af þessu sjá, hve dómsmenn þessir virtu Þórunni á Grund mikils, þótt þeir yrðu að stöðva fjárbruðl hennar. — Þar fóru þeir að lögum. En Þórunn undi því illa, að vera svift fjárforráðum, og gerðist nú hálfu styggari í skapi en hún áður var. Kom þetta harðast niður á þeim, sem lengi höfðu horft með sárum sökn- uði eftir hverju álnarvirði, sem hún gaf af fé sínu. Þórunn lifði aðeins 2 ár eftir þetta (d. 1593). Um fé Þórunnar á Grund urðu talsverðar deilur að henni látinni. Um gjafir hennar var enn dæmt í Spjaldhaga 1594. — Þeir Jón og Magnús, bróðursynir Þórunnar, héldu því þar fram, að hún hefði aldrei tíundað meira lausafé en 340 hundr., og þar af hefði verið 60 hundr. erfðafé. En úr þeim 280 hdr., sem hún hefði grætt, mætti hún gefa 70 hdr. (fjórðungsgjöf) og þá vitanlega 6 hundr. í tíundar- gjöf úr erfðafé sínu. En þeir minnast ekki einu orði á allar jarðeignir Þórunnar, sem að mestu leyti mátti teljast erfðafé, þó hún væri ættleidd til erfða. Og enn halda þessir bræður því fram, að Þórunn hafi aðeins haft 480 hdr. til giftingar við síðasta mann sinn, en eftir hann hafi hún ekki fengið alt málafé sitt. Tína þeir þá upp ýmsar gjafir hennar til Þorsteins og barna hans. Þetta gaf Þórunn börnum hans með fús- um og frjálsum vilja. Allir þess- ir framburðir Jóns og Magnúsar Björnssona eru að engu hafandi. En þeim var dæmt alt fé eftir föðursystur sína, enda höfðu þeir lýst sig Iögarfa að öllu fé hennar, með þeirri forsendu, kð þeir væru báðir ættleiddir af foreldrum sín- um, séra Birni Jónssyni og Stein- unni Jónsdóttur frá Svalbarði fylgikonu Björns. En þeir gleymdu því, að Ari var einnig ættleiddur af Jóni Arasyni, og Helga dóttir hans, kona Staðarhóls-Páls, var skírborin. Nú reis Helga Aradóttir upp og lýsti sig, eða börn sín, lögarfa að ðllu fé Þórunnar. Og Staðarhóls- Páli, er þá var skilinn við Helgu, lagði hér orð 1 'belg með íyrver- andi konu sinni. En hann var málagarpur mikill, þráttgjarn og illvígur. Þá leizt Bjömssonum i 11 a á blikuna. Þeir reyndu að hanga á því háimstráinu, að Jón Arason hefði dáið í Skálholti síð- ar en synir hans og þau fáu augna- blik, sem ihann lengur lifði en þeir, hefði hann orðið löglegur erfingi þeirra. Átti því Helga Aradótir engan arf að taka eftir föður sinn og því síður eftir Þór- unni systur Ara. Þetta var hár- togun á erfðalögunum og hrein- asta lögvilla. En Magnús og Jón voru auðugir, harðgerðir mála- fylgjumenn. Þeir áttu vini og venzlamenn, er sátu að dómum og dæmdu þeim (1594) löglegt hald á öllu fé eftir Þórunni á Grund. En út af þessu máli spunnust þrætur miklar og blekkingar. Að Magnúsi bróðursyni sínum. Þeim kom illa saman. Honum sagðist svo frá, að flestir mundu fá sig fullþreytta að hafa Þórunni á heimili. En hann var líka ólipur maður, óbilgjarn og ágjarn. Illa i gekk klerkum að fá Þórunni til hlýðni við hinn nýja kirkjusið. Guðbrandur biskup Þorláksson var að áminna ihana um kristna trú og hlýðni við sóknarprest sinn og margt fleira. En Þórunn mun hafa látið þetta áminningarbréf biskups sem vind um eyrun þjóta. Hún var kaþólsk í hjarta sínu og flestu háttalagi til dauðadags. —Lesb. Morgbls. B Bndaölduagur látinn. Þann 29. okt. síðastl. andaðist að heimili sínu, í nánd við Sin- clair, Man., bændaöldungurinn, Jóhann Pétur Abrahamsson, eftir þunga legu, sem varaði um hálft annað ár. Byrjaði með slagi, og létti ekki fyr en dauðastríðið var á enda. Jóhann heit. var á 78. aldursári, er hann lézt, fæddur 28. ágúst 1851. Hann var Eyfirðingur að ætt, og flutti úr Eyjafirði vestur um haf fyrir 45 árum. Hann var j þrí-kvæntur. Fyrsta kona hans | hét Guðrún"' Magnúsdóttir. Eign- i uðuts þau einn son, Kristinn, sem nú lifir föður sinn. önnur kona hans hét Aðalbjörg Jónsdóttir, ekkja Þórðar Sigurðssonar. Var sambúð þeirra einnig mjög stutt. í þriðja sinni kvæntist Jóhann sál. 1888, eftirlifandi ekkju sinni, Sigurlaugu Þórönnu Guðmunds- dóttur, sem ásamt syni hins látna bar með kæirleiksumðnnun hinn þunga kross hinnar löngu legu, þó sjálf sé hún heilsutæp og við aldur. Eftir að hingað vestur kom, var Jóhann sál. í 8 ár í Nýja fslandi, eitt ár í Argyle, og alt af síðan í nánd við Sinclair. Var með fyrstu landnemum þar, ásamt bræðrum sínum, sem einnig voru valin- kunnir menn. Jóhann var sæmdarmaður hinn mesti, sem áti og varðveitti mörg beztu einkenni íslenzku þjóðar- innar. Trygð og festa var sam- gróin eðli hans, og í engu vildi hann vamm sitt vita. Hann var einlægur trúmaður og hélt lengi uppi lestrum í bygð sinni, sem er afskekt og fámenn og hefir notið lítillar prestsþjónustu. Átti líka í ríkum mæli virðingu samferða- manna sinna. Hefir sonur hans, Kristinn fetað í fótspor föður síns og er viðurkendur ágætismaður. Jarðarförin fór fram frá heim- ilinu og kirkju ensks safnaðar í Sinclair, 31. okt., að viðstöddum flestum íslendingum þar í grend og mörgu ensku-talandi fólki. Var athöfnin í kirkjunni á báðum mál- um, en húskveðjan íslenzk. Séra K. K. ólafsson jarðsöng. K. K. Ó. SIGVALDI INDRIÐASON. Á ferðalagi sínu í sumar hitti Jón Leifs ungan mann vestur í Dalasýslu. Hann heitir Sigvaldi Indriðason. Jón var að safna kvæðalögum á grammófónplötur fyrir safn á Þýzkalandi. Leizt hon- um svo vel á Sigvalda sem kvæða- mann, að hann eggjaði hann á að koma hingað suður og láta heyra til sín. Fór Sigvaldi að ráðum hans og kom hingað suður með Esju síðast. Kom /hann við í Stykkishólmi og spreytti sig þar fyrst opinberlega. Kvað hann þar eitt kvöld fyrir fullu húsi og gerðu áheyrendur góðan róm að skemtun bans. Á sunnudaginn var kvað Sig- valdi hér í Reykjavík í fyrsta skifti. Var það í Bárunni og var hvert sæti skipað og skemtu menn sér ágætlega. Síðan hefir Sig- valdi skemti sjúklingum á Vífils- stöðum og Lauganesi með kveð- skap og var honum stórlega fagn- að á báðum stöðum. í gærkveldi kvað hann í Hafnarfirði og þar eftir úti á Álftanesi. Má af þessu marka, að hér er enginn miðlungs- maður á ferðinni. f kvöld ætlar iSigvaldi að kveða í Iðnó, og syngur Ríkharður Jóns- son með honum nokkur tvísöngs- lög.— Upp úr helginni er Sigvaldi að hugsa um að bregða sér til Keflavíkur og láta til sín heyra þar. Og á heimleið hygst hann að koma við í Borgarnesi og kveðb þar eitt kvöld eða svo. Hvar sem hann lætur til sín heyra, komast færri að en vilja, og er hætt við að þröngt verði í Iðnó í kvöld. — A. — Mbl. 28 okt.. Loftsteinninn mikli í Síberíu. Hinn 30. júní 1908 sást í Yen- essi-ríki í Síberíu eldhnöttur mik- ill koma úr lofti og féll hann til jarðar á 61. gr. norðurbreiddar og 70 gr. austurlengdar. Eru þar frumskógar miklir og fjöll og firn- indi. Þegar hnöttur þessi féll til jarð- ar, urðu jarðskjálftar miklir og varð þeirra vart í Irkutsk, sem er 1400 kílómetrum þaðan. Bóndi nokkur, sem átti heima 90 kílóm. frá staðnum, sá ógurlegan eld á himni og stafaði svo mikill hiti af honum, að bóndi 'hélt að klæði sín mundu brenna. En loftþrýst- ingur var svo mikill, að hann kast- aðist langar leiðir og féll í óvit, ’ en hús hans skektist alt. Á öðrum I stað biðu 1500 hreindýr bana af J hitanum og voru skrokkarnir meira og minna brunnir er þeir fundust. f 700 kílómetra fjarlægð urðu menn loftþrýtsingsins varir og heyrðu þrumur, en víða fleygði loftþrýstingurinn mönnum og skepnum til jarðar. Árið 1921 sendu Rússar leið- angur vísindamanna á vettvang, en leiðangursmenn komu aftur með þær fréttir, að þarna hefði gríðarmikill loftsteinn fallið til jarðar. Seinna var gerður út ann- ar leiðangur og eru vísindamenn- irnir nú ný nýlega komnir heim, og segja þeir svo frá í stuttu máli: ' i—Loftsteinn iþessi mun hafa vegið um hálfa miljóp smálesta. Þar sem hann lenti, er laitÖslag svipað því, sem er á tunglinu, ó- teljandi gígar, 1—10 metra á vídd, veggbratir og hálffullir af vatni. Margir gígarnir eru þó enn stærri, og í sumum þeirra eru keilir í botni (margir gígar í tunglinu eru þannig). Hinn mikli frumskógur er horfinn. Trén liggja þar í hrönnum og eru á þeim brunamerki, en þó alt öðru- vísi heldur en eftir venjulegan eld.. Þetta svæði, þar sem trén eru þannig leikin, er 20 kílómetra vítt. —• Á mörgum stöðum hefir svörður og mosi sópast'í burtu og farið í stórar dyngjur. Það er ætlun manna, að þessi stóri loftsteinn sé úr hala_ hala- stjörnunnar, sem kend er við Pons- Winneske. Þessa halastjörnu sáu menn fyrst 1819, og hefir hún síðan sést öðru hvoru. Árið 1921 fór jörðin í gegn um hala hennar og sáust þá mörg stjörnuhröp. Aftur kom hún árið 1927 og 26. júní var hún svo nærri jörðu, að vel mátti greina hana með berum augum. Braut þessarar stjörnu er mjög nærri braut jarðarinnar og verður stundum skamt á milli. Þannig var það árið 1908, enda féllu þá loftsteinar víða til jarð- ar. —> Lesb. Mbl. Frá Islandi. Reykjavík, 28. okt. Jóh. Velden próf. ætlar að halda hljómleika næstk. sunudag í Nýja Bíó, í tilefni af 10 ára afmæli Tjekkoslovakiska lýðveldisins. Á undan hljóml. flytur hann stutt erindi á íslenzku og sýnir skugga- myndir. Síldareinkasalan hefir selt alla síld sína á Siglufirði. Húsbruni varð 16. f.m. í Borg- arfirði eystra, brann “Sj'ávarborg” í Bakkagerðisbygð. Tókst fyrst að slökkva eldinn, en hann tók sig upp aftur tveimur tímum seinna og brann þá húsið til kaldra kola. Einar H. Kvaran flutti nýlega í Sálarrannsóknarfélaginu erindi, sem vakið hefir ákaflega athygli hér í bænum. Sagði hann m. a. frá fregnum, sem borist hefðu frá prófessor Har. Níelssyni og mynd, sem komið hefði fram af honum hjá ljósmyndamiðli í Lon- don, svo góð, að ekki yrði um vilzt. Erindið var svo fjölsótt sem húsrúm leyfði og hafa ýms- ir óskað þess, að það yrði endur- tekið. Ljóðmæli Sigurjóns Friðjóns- sonar eru nú komin út, eins og auglýst er, og er |það allstór bók og vönduð. Hefir Sigurjón ort margt vel, en því aldrei verið safnað í bók fyr en nú. k Sláturfélag Suðurlands hefir nú í haust slátrað um 34 þús. fjár hér í bænum og um 3 þús. á Akra- nesi; er það með mesta móti nú í langan tima. Voru aðeins 3,000 skrokkar sendir út; hitt ætlað til neyzlu hér í bænum. Síðan fjár- slátrunin hætti, hefir mikið borist að af kúm til slátrunar hjá Slát- urfélaginu. Mun fóðurskortur og verðlækkun mjólkur þes valdandi, að framboð á kúm til slátrunar er nú meira en vant er. Pálmi Einarsson, jarðabóta- ráðunautur Búnaðarfél. íslands, hefir nýlega verið nokkurn tima á Akranesi, til þess' að mæla upp garðalandið, sem hreppsfélagið hefir keypt. Á að skifta því i erfðafestulönd. MACDONALD’S FineCut Bezta Tóbakið Fyrir Þá, Sem Búa til Sína Eigin Vindlinga.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.