Lögberg - 21.03.1929, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.03.1929, Blaðsíða 2
Bls. 2. LÖGBERG FIMTUDAGINN 21. MARZ 1928. EFTIR ALTSAMAN er ekkert sem jafnast á við Á Kjalvegi Ferðasaga eftir A. B. og K. B. (Niðurlag.) Suður Kjol. Við riðum nú suður hinn gamla Kjalveg, fyrir austan 'Strýtur. Lá vegurinn fyrst beint í gegn um Kjalhraun og var fremur ógreið- ur. En útsýni er hvergi fegurra á öræfunum. Við höfðum aldrei séð Hofsjökul njóta sín betur. Það sást meira af bláum hlíðum fyrir neðan snjóinn, og virtist hann því hærri og tignarlegri en nokkru sinni fyr. Ef Langjökull er “rómantiskur”, er Hofsjökull “klassiskur”. Hann er eins og fornt hetjukvæði. Við urðum svo gagntdkin. a|f náttúrufegurðinni, að við gleymdum alveg að sakna samferðamannanna. Á Há-Kili standa sex vörður saman, og eru þar fjórðungaskil milli norðlendinga- og sunnlend- ingafjórðungs. Við fórum af baki til að sjá Grettishelli, sem er þar beint .undir. Hellir þessi er nokk- uð stór, og hátt undir loft í hon- um, en kaldur og óvistlegur er hann, eins og allir hellar. SIó á okkur óhug, því okkur fanst, sem staðurinn væri þrunginn af ó- gæfu Grettis. Við vorum fegnar að komast aftur út í ylinn og sól- arbirtuna. Nokkru sunnar sáum við glita í eitthvað hvítt á hól, og var það beinahóll, þar • sem Reynistaða- bræður urðu úti. Við stúlkurnar riðum að hólnum, til að skoða hann, en Gunnlaugur hélt áfram með lestina. Þegar við komum að hólnum, sáum við, að hið hvíta var alt saman bein — úr hestum og kindum. Voru þau dreifð um allan hólinn, og há varða hlaðin úr beinum uppi á hólnum. Þegar við litum í kringum okkur og sá- um land og jökla ljóma í sólskini og tíbrá, var erfitt fyrir okkur að ímynda okkur, hvernig um- horfs hefir verið á þessum slóð- um, þegar bræðurnir urðu úti. Það fór hálfgerður hrollur um okkur. Við höfðum gleymt, að íslenzk fjallanáttúra hefir tvær hliðar. Hestarnir voru mjög órólegir þarna, og urðum við að láta und- an og halda áfram ferðinni. — Riðum við nú beint yfir hraun og mela í áttina til Kjalfells og náð- um brátt lestinni. Hljóp nú Reykur jafnan fyrir lestinni, því hann hafði farið Kjalveg áður og rataði. Við beygðum til hægri fyrir Kjalfell. Vegurinn lá nú um mel- öldur og móa. Þræddi Gunnlaug- ur torfurnar af mestu snild. Hest- unum mun hafa þótt nokkuð heitt, því alt í einu Iagðist stóri-Brúnn niður með K. B. og ætlaði að fara að velta sér, með hana á bakinu. í Svartárbugum var áð og haft hestabýtti. Okkur var nú oft lit- ið við í áttina til jöklanna og ör- æfafellanna, sem voru að hverfa. Kvöddum við þau með söknuði, eins og gamla vini. Um stund fengum við aftur að sjá Hvítár- vatn og skriðjöklana, og um 5- leytið komum við að ferjustaðn- um við Hvítá. Yfir Hvítá. Við höfðum 10 hesta og allmik- ínn farangur, svo að við urðum allar að hjálpa fylgdarmanninum eftir megni að koma því yfir ána. Við sprettum af öllum hestunum, settum fram bátinn, og reri Guð- laugur yfir með nokkuð af far- angrinum og J. M. og A. B. í fyrstu ferð, en K. B. og Bridget urðu eftir og héldu við hestana. Réri hann svo aftur yfir með tvo báta, en J. M. og A. B. áttu að taka á móti hestunum. Þótti þeim það allmikill vandi, að eiga að handsama 10 hesta, nýkomna af sundi upp úr jökulvatni, og höfðu því alla varúð við. Tóku þær af sér hattana, sem voru hvítir, svo að minna bæri á sér, og settust j síðan á bakkann milli steina og biðu. Hestarnir voru reknir út í og voru eftir skamma stund komn- ir yfir ána. Stukku þá J. M. og A. B. á fætur og náðu í tauminn á fyrsta hestinum um leið og hann steig á bakkann, og svo koll af kolli, unz þær höfðu náð þeim öll- um. Svo stóðu þær og biðu eftir samferðafólkinu, en þorðu engum hesti að sleppa. Því næst setti Guðlaugur annan bátinn á eystri bakkann, og flutti svo það, sem eftir var af farangrinum og K. B. og Bridget yfir um í hinum. Var hann svo settur á vestri bakkann, lagt á hestana og lagt af stað Hafði allur flutningurinn yfir ána tekið einn klukkutíma. Það var ólíkt umhorfs hér núna og síðast, þegar við vorum við Hvítá. Nú var ekkert ský á himninum og alt svo tært og hreint. Við riðum nú suður með Bláfelli, og er það langur og leið- inlegur vegur. Opnaðist nú út- sýni til suðurs, og sáum við jafn- vel Ingólfsfjall Ijósblátt í fjarska, eins og Norðurlandsfjöllin höfðu verið um morguninn. Loks kom- um við í mjög stóra og grösuga torfu; var það Fremstaver, hinn fyrirhugaði náttstaður.— f Fremstaveri. Við riðum lengi um graslendi og mýrar. Komum við þá fram á brattan bakka og Guðlaugur benti hreykinn niður í djúpan og grös- ugan hvamm á bökkum Hvítár, einhvern hinn ákjósanlegasta tjaldstað. Við riðum niður í hvamminn og stigum af baki, guðsfegnar eftir 12 tíma hvíldar- litla reið í steikjandi hita. — En okkur brá illa í brún. Loftið var svo kvikt af fiðrildum og mýi, að varla sá handaskil. Við flýttum okkur að koma upp tjaldinu, sem nú var orðið aðeins eitt, og skrið- um inn í það, til að forða okkur undan flugunni, en enginn nenti að eiga við matinn. ■ Stakk þá Bridget upp á því, að borða að- eins kaldan mat, og var það sam- þykt í einu hljóði. Við borðuðum kaldan, niðursoðinn lax og rikl- ing með smjöri. Brauðið urðum við að spara til næsta morguns. Sváfum við flestar vært þessa síðustu nótt í óbygðunum við hinn þunga og dimma nið Hvítár. Voru viðbrigði að heyra þennan drynjandi bassa eftir hinn létta klið lækjanna og vellið í hverun- um. Er við vöknuðum næsta morg- un, var steikandi hiti og óþolandi mýbit. Var þetta sunnudagur- inn 22. júlí, heitasti dagur árs- ins. Inni í tjaldinu var krökt af mýi, og voru sumar okkar illa bitnar. A. B. baðaði sig í lækn- um með cigarettu í munninum, til þess að verða ekki bitin. Við eld- uðum morgunmatinn og bárum hann upp á grýtta hæð fyrir ofan tjaldstaðinn, ef nokkur andvari skyldi vera þar, og þar borðuðum við morgunmat okkar sitjandi á steinum. Nú var orðið þröngt í búi hjá okkur. Við fengum hafra- graut og kaffi, hálfa aðra brauð- sneið hvert, og af öðrum mat átt- um við aðeins eftir rikling, smjör og ýmislegt til að hafa ofan á brauð, en ekkert brauð. Var því heppilegt, að við áttum stutt eft- ir til bygða. Til bygða. Nú riðum við aftur um fornar slóðir, en yfir öllu var bjartara en það hafði verið á útleið. Við komum við í Selhögum, fyrsta tjaldstaðnum okkar. Nú lá litli hvammurinn við litla lækinn bað- aður í sól, svo undur hlýlegur og vistlegur. Við hefðum fegnar viljað tefja þar um stund og rifja upp gamlar endurminningar, en til þess var ekki tími. — Eftir hálftíma komum við að girðing- unni, sem okkur hafði fundist svo mikið til um að komast út fyrir. Þar skildum við við Guðlaug, því hann hélt áfram með lestina um Hóla til Austurhlíðar, en við tókum á okkur krók til þess að sjá Gullfoss í sólskini. Ríðum við nú til vinstri upp með girð- ingunni og förum brátt að sjá úð- ann af fossinum. — Alt í einu hrópar ein okkar: “Nei I sko, þarna er maður!” Sat sá á steini og horfði undrandi á þessi fyrir- brigði, sem þótti skrítið að sjá mann. Við fossinn fengum við að sjá nóg af fólki, því það var sunnudagur, og margir að ríða út. Það var fagurt að sjá Gullfoss. undir tvöföldum regnboga, en samt fanst okkur hann ekki eins hrífandi eins og okkur hafði þótt- um kveldið í dimmviðrinu. Á leiðinni til Geysis, riðum við fram úr hóp, sem hafði folald með sér, og þegar við vorum komnar spölkorn frá honum, tók- um við eftir því, að folaldið hafði elt okkur. Þótti okkur óviðeig- andi að koma með folald í eftir- dragi úr svona langri ferð og vildum fyrir hvern mun losna við það, en okkur tókst ekki að koma því af okkur, fyr en við vorum komnar fram hjá Kjóastöðum. — Þegar við komum að Austurhlíð, var Guðlaugur um það bil að leggja af stað að Fellskoti, því hann ætlaði að nota tækifærið til þess að sofa heima hjá sér um nóttina. í Austurhlíð var okkur tekið með mikilli gestrisni, og var okkur leyft að tjalda á túninu við bæjarlækinn. Þurftum við þar lítið að hafa fyrir lífinu, því allir voru fúsir að hjálpa okkur. Þar fengum við mjólk og nýbakað brauð og var okkur heldur ný- næmi á því. Þessa nótt var sof- ið vært í tjaldinu, og vaknaði engin okkar fyr en Guðlaugur “barði að dyrum” klukkan sjö og hálf. Um sama leyti var okkur fært kaffi og kökuj frá bænum, og þótti okkur það þægileg ný- breytni og hinn mesti munaður, að borða kökur og drekka úr fín- um postulínsbollum. Guðlaugur hafði með sér yngsta sin sinn, sem einnig hét Eiríkur, eins og fyrri fylgdarmaður okkar. Urðum við nú brátt ferðbúnar, kvöddum í Austurhlíð, þökkuðum góðar viðtökur og riðum af stað. Laugardalur og Þingvellir. Leið okkar lá nú um gróðursæl- ar sveitir. Við áðum við Brúará og riðum svo meðfram “Laugar- dals angandi hlíðum”. Var nú erfitt að halda saman lestinni, því hestarnir vildu heim að hverjum bæ. Þegar við komum á móts við Hjálmstaði, skall alt í einu okk- ur hellirigning. Hleyptum við þá hestunum á sprett og lint’um ekki fyr en við komum heim að Laug- arvatni. Þar biðum við um stund í þeirri von, að rigningunni mundi slota, þurkuðum föt okkar og fengum ágætis kaffi. Þegar við lögðum af stað aft- ur, þótti okkur ráðlegast að fara í olíuföt, enda fengum við mikla rigningu á Laugardalsvöllum og Lyngdalsheiði. Á Þingvallavatni var svo hvast, að hvítir vatns- strókar feyktust hátt í loft upp. Þegar við komum niður undir Vatnskot, varð fyrir okkur bíll á veginum. úr honum spruttu þrír menn með myndavélar og veittu okkur fyrirsát. Áttum við einksis annars úrkosta en að ríða beint á móti vélum þeirra. Voru þetta Englendingar, er munu hafa hugsað sér gott til glóðarinnar, að ná þarna í ósvikna íslenzka jferðamannalest, með trúisshelsta, olíuföt og hvað eina. En okkur þótti þetta hin mesta ósvífni. — Þegar við komum til Þingvalla, riðum við til Valhallar, sprettum þar af hestunum og létum þá í hestarétt og fórum síðan inn í Valhöll, til þess að drekka skiln- aðarkaffi með Guðlaugi og Eiríki og þakka þeim góða fylgd. Okkur þótti skrítið að borða aftur við borð og undarlegt hvað alt fólkið var hreint og hvítt í framan. Þarna sátu ungar stúlk- ur í fínum kjólum með nýbylgjað hár og fágaðar neglur og nörtuðu í matinn, en við vorum í þvældum reiðfötum, úfnar og útiteknar, eins og villimenn. Var ekki laust við, að við kynnum hálfilla við okkur.— Á eftir fórum við út með Guðlaugi, til þess að kveðja hest- ana. Við áttum nú hver sinn uppáhaldshest, sem okkur tók sárt að skilja við, og var rauna- legt að horfa á eftir lestinni, þeg- ar Guðlaugur og Eiríkur riðu af stað og hurfu fyrir austan Nikul- ásargjá. Ferðalok. Við biðum í nokkra klukkutíma eftir bílnum, sem átti að sækja okkur og farangur okkar. Það var stór flutningsbifreið, með nokkr- um yifirbygðum sætum að fram- an. Var þar svo lágt undir loft, að við urðum að sitaj kengbogn- ar, til þess að rekast ekki upp undir, en vorum samt hálfrotaðar þegar við komum til Reykjavík- ur. — Klukkan um 11 stanzaði bíllinn fyrir utan Þingholtsstræti 14. Þar var dótið borið út og þjár af okk- ur stigu út. Þar beið okkar for- vitið fólk og heitur kveldmaur. Þótti heimilisifólkinu við ekki hafa fríkkað í ferðinni, og höfum | við oft seinna heyrt skáldlegar lýsingar á því, hve dráslaralegar og útiteknar við hefðum verið. En okkur var sama, því við kom- um úr ferðalaginu endurhrestar á líkama og sál og með auð af fögrum endurminningum. Loftið og sólskinið á öræfunum j er svo styrkjandi og lífið undir berum himni svo hressandi, að þeir einir geta trúað, sem reynt hafa. “Fagurt er á fjðllunum núna,” sagði Halla. Þeir, sem hafa farið um öræfin, skilja seið- magnið, sem felst í þessum orð- um. Hin háleita, ósnortna fegurc öræfanna hlýtur að yerða ógleym- anleg hverjum, sem sér hana. Brot úr ferðasögu í byrjun nóvembermánaðar fór- um við mæðgur, Mrs. H. Hockett og eg, skemtiferð vestur á Kyrra- hafsströnd. Til Blaine var ferð- inni aðallega heitið, því þar á eg marga góðkunningja. Dvöldum við þar um tíma og heimsóktum þar marga gornvini mína frá No- Dakotá og víðar að, sem gerðu okkur stundirnar skemtilegar. Við vorum á einni fjölmennri íslenzkri lestarfélagssamkomu í Blaine, og var prógramið tombóla og dans og svo blessað kaffið á eftir. Aðal ræðumaðurinn var herra Andrew Danielson, 'þingmaður, Blaine. Hann er röggsamlegur ræðumaður og sagðist vel. Eitt, er hann talaði um, var prentlist- in, hvað áríðandi væri að aðgæta vel, hvað sett væri á prent; það læsu margir og geymdist stund- um lengi; einnig að velja góðar bækur til aflestrar Eins var á- gætis söngur undir stjórn organ- ista safnaðarins, Jóns Magnús- sonar Jónssonar frá Fjalli. Eg skemti mér vel þetta kveld á með- al íslendinganna í Blaine, og að vera á íslenzkri samkomu, sem mér er nýtt um að njóta. Var þessi kveldstund hin ánægjuleg- asta. Eftir styttri viðstöðu í Blaine en eg hafði ætlað mér, þá eg fór að heiman, fórum við mæðgur til Seattle. Þar er margt gott ís- lenzkt fólk og lúterskur söfnuð- ur, sem hefir ágætan prest, séra Kolbein Sæmundsson, sem ekki hefir brugðist söfnuði sínum eða kalli, og prédikar séra Kolbeinn Sæmundsson af sannfærandi trú, um “þá náð að eiga Jesúm.” Eg fór oft til íslenzkrar messu í Se- attle; ein af þeim messum var sú, er séra K. K. Olafson, forseti kirkjufélagsins, flutti þar á þakk- lætisdagskvöldið. Það var eitt af mínum aðal erindum vestur á ströndina, að fara til góðrar ís- lenzkrar messu. Einnig fórum við á margar góðar og skemtileg- ar íslenzkar samkomur. Við vorum svo hepnar, að fá verustað hjá þeirri mætu konu, ekkjufrú Sumarliða Sumarliða- sonar, gullsmiðs, frá Milton, N. D. Hún hefir verið ein af mátt- arstólpum lútersku kirkjunnar, og er hún það enn, þó farin að eld- ast. Mrs. Sumarliðason fór með okkur milli frænda sinna og vina, er hún á marga í borginni, og fyr- ir þá sök kyntist eg betur mörgu góðu fólki í Seattle, og er eg öllu því góða fólki innilega þakklát fyrir góðar viðtökur og allar skemtistundirnar, sem eg hafði á meðan að eg dvaldi í Seattle. Eg varð eftir í Seattle, á með- an dóttir mín og dótturcíóttir, er kom með okkur að austn, fóru til Portland, Oregon, og fleiri bæja suður með ströndinni. Tíminn var takmarkaður, vegna heimilisástæðna; varð því að hraða ferðinni heim, og höfðum við ekki tíma til að sjá alla, er okkur langaði til, og eins kveðja fólkið jneð þakklæti fyrir viðtök- umar. Bið eg því Lögberg að flytja þeim öllum, er á einn eða annan hátt gjörðu ferð okkar mæðgna ánægjulega þar vestra, mitt alúðarfylsta þakklæti, en sér á parti þeirri góðu, ekkjufrú Sum- arliðason í Seattle og heiðurs- hjónunum, Mr. og Mrs. Magnús Josephson, í Blaine, er buðu okk- ur heimili hjá sér á meðan við dvöldum í Blaine, og reyndust okkur sem góð systkini. Sú dygðaríka og trygglynda æskuvina' mín, Miss Soffía Thor- steinsson í Blaine, tók á móti mér sem elskuleg systir og er eg henni hjartanlega þakklát. Á heimili hennar í Blaine, hafði eg hugsað mér að hafa aðallega verustað, meðan eg dveldi í Blaine; en því miður var heimilishagur hennar breyttur, þá er eg kom vestur. Einnig þökkum við kærlega frænku okkar í Seattle, Miss Berthu Thorsteinson, er mætti okkur á járnbiautarstöðinni, og þeim K. Skagfordssonar dætrum, er tóku okkur mæta vel. Eg get ekki gengið fram hjá að minnast á þau aldurhnignu, góðu hjón, Mr. og Mrs. Magnús Jóns- son frá Fjalli. Eg hafði komið til þeirra á íslandi á þeirra ný- uppbygða, fallega heimili á Fjalli, og notið þar eins og fleiri þeirrar höfðinglegu gestrisni, er þau voru þekt að. Þá voru þau í broddi lífsins, “með líf og líf og fjör og fjör, er fæðir bros á hverri vör”. Eg man enn þó svo vel, hvað mér þótti ánægjulegt að koma til þeirra, svo nú fanst mér eg mega til að heimsækja þau líka í Blaine, í þeirra aldurdómi, og dáist eg nú enn meir að því hvað þau bera vel ellina, með þeim stór-ann- mörkum, er henni fylgja, og hafa þau orðið að reyna það eitt með því allra sárasta af annmörkum ellinnar, þar sem hann er np bú- inn að vera blindur í tólf ár. — Blíðubros lék á hinu föla andliti öldungsins, og hún Margrét Grímsdóttir, “heimasætan” á Fjalli, er heimilisprýðin í elli sem æsku. — Þá er eg var inni hjá þeim hjónum, Magnúsi og Margrétu, duttu mér í hug þessar vísur: Una sér við skorinn skamt, skiljast ekki að dáðum, eins er bölið öðru tamt, eitt er hjarta í báðum. “Elli, þú ert ekki þung anda guði kærum. Fögur sál er ávalt undir silfurhærum.” öldungurinn sendi mér kveðju- orð, sem hann hafði skrifað sjálf- ur, er eg geymi sem annan menja- grip. Á leiðinni heim stönsuðum við hálfan dag í New Westminster, B. C., því mig langaði til að sjá vinkonu mína, Miss Fríðu Svein- son, sem er sjúklingur þar á Gen- eral Hospital, og hefir verið um langan tíma. Eg þekti hana, þeg- ar við vorum báðar í Hallson- bygð. Og er hún mörgum kunn fyrir sinn dugnað, höfðingsskap og fórnfýsi öðrum til góðs, sérí- lagi þeim, sem bágt áttu. Og er það eitt til dæmis, þá verið var að byggja kirkjuna í Hallson; þá hafði margur lítil efni; gaf hún ljósahjálminn í kirkjuna, sem eg man ekki hvort kostaði fjörutíu eða fimtíu dali. Hún vildi gefa hann ein; hennar höfðingslund nægði ekki minna. Hún er ótrú- lega kjarkmikil enn, og getur dulið tilfinningar sínar undir brosblæju andlitsins. Sama kveld heimsóttum við þau hjónin, Mr. og Mrs. E. Gillies. Mr. E. Gillies (Erlendur Gíslason) og eg, vorum nágranna krakkar heima á íslandi og foreldrar okk- ar, er mér óhætt að segja, voru góðir vinir. Hjá þessum hjónum nutum við góðrar íslenzkrar gest- risni og höfðum þar mjög skemti- lega kveldstund. Mr. Gillies veitti okkur þá ánægju, að fylgja okkur niður á járnbrautarstöðina, sem var langur vegur með stræt- isvagni. Kona Mr. Gillies, er syst- ir Mrs. J. B. Skaptason í Selkirk, Man. Voru, þessi hjón þeir sein- ustu íslendingar, er við sáum vestur á strönd. Eg bý lengi að þessari skemti- legu ferð minni vestur og ber hlýjar þakklætis endurminningar til þeirra vestur á ströndinni, er gerðu mér tímann þar ánægju- legan. Tíðin var líka hin ákjós- anlegasta á meðan við vorum þar. Mrs. Th. Jónasson. Erindi flutt á Sam. kvenf. þinginu af Miss Aðalbjörgu Johnson. “BINDINDI.” Enn .er bindismálið á dagskrá. Ef til vill hafa bindindisfrömuSir, og hvað helzt vínbannsmenn, álitið fyrir nokkrum árum síðan, þegar þeim tókst víða um heim að fá vín- bann lögleitt, að nú væri sigurinn unninn, eða að minsta kosti væri þeir komnir yfir erfiðasta hjallann, og leiðin þaðan í frá að takmark- inu tiltölulega greið. En reyndin hefir orðið önnur. Engum dylst að drykkjuskapur er rétt eins algengur, í það minsta, og hann var áður en vínbann var lög- leitt. Meðal unglinga er hann al- gengari; og hann er að færast í vöxt meðal kvenfólksins. Þó væri ekki sanngjarnt að kenna þetta vínbannslögunum; né heldur að halda því fram að ástandið sanni að ekki sé hægt að útrýma drykkju- skap. Ólíkt er það hvernig litið er á drykkjuskap nú, og t. d. fyrir 50 til 100 árum síðan, þegar það var álitið næstum þvi eins sjálfsagt að drekka og nú er álitið að skemta sér á hreyfimynda sýningum. Og þegar drykkjukrárnar voru jafn al- gengfar og hreyfimyndasýninga hús- in eru nú á dögum. Óneitanlega hefir okkur þokað í framfara-átt- ina, þó við hefðum umráð með því að krefjast löggjafar áður en bindindishugsjónin var búin að ná fastari tökum á almenningsálitinu En úr því sem komið er, hvað getum við gert til að reisa rönd við því ásigkomulagi, sem á sér stað i okkar eigin bygðarlögum. 'Starfssvið okkar er tvent—útávið í félagslífinu, og innávið á heimilun- um. Hér i Manitoba, að berjast fyrir lífinu, er félagsskapur, sem kallar sig “The League Against Alcohol- ism. Skrifstofu sína hefir það í 310 Avenue building, hér í borg- inni. Það var fyr meir kallað The Manitoba Prohibiltion Alliance, en breytti um nafn og endurbætti stjórnarskrá sína síðastiðið haust. Eg hefi í tvö ár samfleytt setið á þingi þessa félagsskapar sem frétta- ritari fyrir Manitoba Free Press, og það sem helzt hefir vakið at- hygli mína í sambandi við þau þing, er vonleysis andinn, sem þar hefir ríkt. Það mun óhætt að segja, að tveir þriðju þeirra, sem þar hafa setið hafa verið prestar, sem hafa, sumir eflaust aðallega vegna stöðu sinnar, margir eflaust vegna sann- færingar sinnar, fundið sig knúða til að láta sig málið skifta. “Hvað getum við gert?” hafa þeir spurt. það kostar svo mikið að senda menn út um fylkið til þess að tala um bindindismál. Það er ekki til neins að biðja um peninga. Við fáum þá ekki. En þeir eru afl þess sem gera skal. Þess vegna getum við ekkert. Allir kvarta um það *hvað lítill sé áhuginn hjá þeim, sem Uokkuð láta sig málið skifta: og hvað það séu enn fleiri, sem ekk- ert láta sig málið skifta. Þeir séu verstu óvinir málsins, miklu verri en þeir, sem vinni beinlínis á móti því. Er ekki þetta hvöt til þeirra, sem láta sig málið skifta að hefjast handa. Hér er félagsskapur, sem biður um styrk; biður um að þeir, sem bindindismálinu unna komi fram í dagsljósið, gerist meðlimir, leggi til sín gjöld, safnj enn meiru liði, þangað til fylkingin verður svo stór að húfn hættir jað þurfa að barma sér um vanmátt. Hvert kvenfélag, sem er heilt i þessu máli, getur skrifað til 310 Avenue building og beðið um upplýsingar viðvíkjandi starfinu; getur gerst meðlimur í heilu líki, ef því sýnist; getur greitt götu starfsmanna þess í sinu bygðarlagi. Enn fremur hefir fylkisstjórnin skipað, t sambandi við mentamála- deild fylkisins, mann, sem hefir bindindismálafræðslu sérstaklega með höndum, W. D. Bayley. Eg veit ekki betur en að Mr. Bayley sé fáanlegur til þess að ferðast um bygðir hér og þar og halda fyrir- lestra. Sannarlega veit eg það, að ef hann kynni að vera í ykkar bygð- arlagi, hvert svo sem það er, þá þætti honum vænt um að hvert það tækifæri, sem honum gæfust til að auka þekkingu fólks á skaðsemi vín- nautnar; honum er þetta brennandi áhugamál. Þið getið fengið upp- lýsingar viðvikjandi starfi Mr. Baley’s frá mentamáladeildinni. Þið getið tilkynt honum að ykkur langi til að greiða götu málefnis þess sem hann sérstaklega hefir með höndum. Á þetta tvent hefi eg bent vegna þess að mér datt í hug að þið vær- uð því sumar ókunnugar. Á Wo- men’s Christian Temperance Union, og Good Templara starfsemina þarf eg ekki að benda. En þegar alt kemur til alls, þá verður starfsemin í félagslífinu til litilla varanlegra umbóta, ef grund- völlinn vantar. Alt ber að sama brunni—-uppeldi og heimilis-áhrif- um. Aðalástæðuna fyrir því ástandi sem nú á sér stað er að finna í tíð- arandanum. Hann dæmir öll höft og alt hóf sem gamaldags kreddur, og stærir sig af frjálsræði í hugs- tinum og gjörðum. Stríðið á sinn þátt í því. Foreldrar slóu slöku við á þeim árunum fjórum, börn voru svift föðuraga. Þvi er líka óneitandi, að það vantaði þá um- vöndun i uppeldi þeirra, sem nú eru að nálgast fullorðinsskeiðið, sem þið áttuð að venjast, sem ól- ust upp á íslandi, eða á frum- byggj a-árunum hér. Kristileg umvöndun er nauðsyn leg—en hún er ekki einhlýt. Of oft verður stjórnarbilting í einstak- Iings lifinu þegar af æskuskeiðinu kemur. Það frjálsræði, sem börn- um hefir verið gefið kann að verða til þess að þau njóti sín betur á ein- hvert hátt, en það leiðir lika til stjórnleysis. Sú hreyfing, sem mest ber á i uppeldismálum í dag á að heita bygð á visindalegum grundvelli— sálarvisindum — “psychology.” Mæðrum er kent að rannsaka sál- arlif barnanna, og haga* meðferð sinni á þeim eftir því. Þetta er það, sem skynsamar mæður á öllum timum hafa gert, þó þær hafi ekki kunnað öll þau vísindalegu )nöfn yfir hinar ýmsu tilhneigingar, sem nú tíðkast. Ekki tel eg neinn vafa á þvi, að án kristilegra áhrifa á heimilinu, og án kærleiksríkrar umönnunar, bregð- ist sá uppeldismáti ekki siður en hinir. En ýmislegt hefir þessi stefna til sins gildis. Okkur er gjarnt að skipa til- hneigingum okkar og lyndisein- Hafði þráláta nýrnaveiki Kona í Saskalchewan notar Dodd’s Kidney Pills. Mrs. A. Gullacher Staðhæfir, að Dodd’s Kidney Pills, Séu Ágæt- is Meðal. Le Roy, Sask., 18. marz (Einka- skeyti)— Meðal hinna mörgu vina, sem Dodd’s Kidney Pills hafa eignast í Saskatchewan, er Mrs. Amos Gullacher, sem er vel metin kona í Le Roy. Hún, segir: “Eg held að Dodd’s Kidney Pills séu ágætt meðal, því þær hafa gert mér svo mikið gott. Nokkrum árum áður en eg giftist, hafði eg fengið þrá- láta nýrnaveiki. Mér var ilt í bak- inu og gekk með blöðrusjúkdóm. Vinur minn réði mér til að reyna Dodd’s Kidney Pills. Eg fékk tvær öskjur og áður en eg var bú- in úr þeim, var eg albata. Eg hefi alt af haft þær við hendina síð- an. Að veikindi Mrs. Gullacher stöf- uðu frá nýrunum, er áreiðanlegt, fyrst Dodd’s Kidney Pills lækn- uðu hana. Dodd’s Kidney Pills hafa lækn- að þúsundir af veiku fólki, körl- um og konum. Reynið þær sem fyrst. kunnum í tvo f lokka: kosti og galla. En galla má gera að kosti, og kosti að galla, eins og állir vita, sem nokkuð hafa fengist við uppeldis- mál. Það mun teljast galli að vera hársár—að vera tilfinninganæmur um of fyrir þvi, sem sagt er um mann. En með þvi að innræta þeim, sem þannig er gerður að eðl- isfari, að það sé litið niður á drykkjumanninn, á þann, sem ekki kann að stjórna sér, er hann styrkt- ur gegn freistingunni þegar hún kemur. ístöðuleysi er kannske algeng- asta lyndiseinkunnin, sem leiðir til drykkjuskapar. En svo vill til, að vstöðuleysi er vanalega samfara í fari eins manns það, að vilja vera rríaður með mönnum. Þar er td- tölulega auðvelt að vekja metnað, þann metnað, að vera einn í þeirra hópi, sem aðrir líta upp til; hópi hinna sterku, En öllu öðru fremur eru haar hugsjónir—sá skilningur á lifinu, sem sér það í sambandi við sjálfan guð í alheiminum; sú trú, sem út- rýmir, fyrir samfélag við höfund og lind heilagleikans, öllu því, sem er lágt og syndsamlegt: og sem veit- ir, þegar freistingarnar koma, styrk að stríða, og fullvissar manni sig- urinn jafnvel áður en stríðið hefst. Niðurlag af rœðu Mrs. S. Olafson —cr hún hélt til þess að innletða umrœður um "Hcimih'ð a Sam. kvenfél. þinai 14- fehr- vTBt-. Aldraðan föður, sem atti einn son, dreymdi einu sinni að hann vær’i kallaður fyrir dómstól Guðs almáttugs og honum þótti Drottinn sjálfur biðja sig að standa reik- ingsskap á hinni ódauðlegu barns- sál, sem honum hefði verið trúað fyrir. Faðirinn benti á konuna sina og sagði: “Spurðu hana eftir því, eg vann fyrir heimilinu, en hun Ó1 upp drenginn.” Þá sneri Drottinn sér að móður- inni og spurði hinnar sömu spurn- ingar, og móðirin svaraði: “Eg hafði vald yfir drengnum aðeins sex fyrstu árin af æfi hans, þá tóku skólarnir við honum þar eyddi hann næstu 16 árum, hafi eitthvað orðið að er það kennurum hans að kenna.” Og Drottinn sneri sér þangað sem stór hópur kennara stoð. Þeir af- sökuðu sig líka og sögðu: “Við kendum þessum manni þær náms- greinar, sem skólunum var falið að kenna, við bárum enga ábyrgð á sál hans. Spurðu þjóna kirkjunn- ar eftir henni.” Drottinn sneri þá til þjóna kirkj- unnar, þeir svöruðu: “Þessi piltur kom sjaldan til okkar, óreglulega sótti hann sunnudagaskóla, sjaldan var hann við guðsþjónustur, heim- ilið stóð ekki með okkur i starfí okkar og við gátum aldrei snert sál hans.” Þá hrökk faðirinn upp og hon- um fanst að DrotUnn horfa með tárvotum augum á alt þetta fólk, sem liafði mistekist svo grátlega vcrk sitt. Tökum nú höndum saman, mis- skiljum ekki stöðu okkar. Vinnum saman, svo að við ekki hrökkvum upp við það að Drotlinn horfi á mislukkað verk okkar með tárvot- um augum. Þakkarorð. Innilegt þakklæti til allra, er heiðruðu með návist sinni við út- förina, minningu mannsins míns, Jóhanns Jóhannssonar, og hlúðu að bonum í banalegunni. Sér- stakar þakkir færi eg hjúkrunar- konunum, Mrs P. Bjarnason, og Miss Stephenson, er önnuðust hann í sjúkdómsstríðinu. Mrs. J. Jóhannsson, og fjölskylda. Langruth, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.