Lögberg - 07.11.1929, Blaðsíða 3

Lögberg - 07.11.1929, Blaðsíða 3
LÖGRERG, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1929. BIs. 3. SOLSKIN BRÚNSKJÓNI. Sumarið 1859 var eg hjá afa mínum, séra Jóni SigurSssyni í Kálfholti í Holtum, Var eg 'þá bam að aldri, en þó er mér mjög í fersku minni atburður, er gerðist þar þetta sumar, og nú skal sagt frá. Halldór Þórðarson, gullsmiður, bjó á hluta af jörðinni, á móti afa mínum. Með honum var Dalhoff sonur hans. Nú var það, að Dalhoff fór til Reykjavíkur lestaferð, snemma sumars. Kom hann aftur með liest brúnskjóttan. Sagt var, að hann væri uppgjafa reiðhestur, en mjög var hann illa útleikinn og þvældur að sjá. Auð- séð var, að góða daga hafði hann ekki átt upp á síðkastið. Þótti og í honum lítill fengur. — Hann var ekki notaður túnslátt allan og fram á engjaslátt. Frá Kálfholti er heyjað í Safamýri, og er það margra klukkutíma ferð. Varð því að hafa alla hesta, sem til voru, til heimreiðslunnar. Var Brúnsjóna riðið eina ferð á milli, og svo slept um kvöldið, með öðrum hrossum, í haga. Nú var það næstu nótt um kl. 4, að heimafólk vaknaði við að barin voru mörg högg á bæjar- dyr. Þótti það undrum sæta, og ræddust menn við hvað valda mundi. Eftir drykklanga stund var aftur barið, og þá sýnu meira en mið fyrra skiftið. Klæddust karlmenn þá, og er þeir voru á leið út, var barið í þriðja sinn, og þá mest. Er út var komið, stóð Brúnskjóni við bæjardyr, og horfði bænaraugum á þá, er út komu. Leið honum auðsjáanlega illa, og var sem hann bæði mennina ásjár. Fékk hann þá kvalakast ákaflegt, hnipraði sig saman og velti sér niður hlaðbrekkuna, eins og kefli væri. Svo stóð hann upp og kom til fólksins, er stóð á stéttinni. Mændi hann á það döprum augum og bar sig aumlega. Gekk þetta mörgum sinnum, og var margra ráða leitað, til að lina þjáningar hans, en á- rangurslaust. Vildu sumir þá að byssa gerði enda á æfi huns, en aðrir löttu, og varð það ekki úr. Gekk á þessu fram yfir venjulegan fótaferðartíma. Lötraði hann þá austur með bæjarrönðinni >og upp á nyrðri vegg hestarétt- bæjarröðinni og upp á nyrðri vegg hestaréttar- innar. Var hún austast og veggir axlarháir. og var dauður, er að var komið. Þá er hann var krufinn, kom það í ljós, að þindin var sundur rifin, utan lítið haft öðru- megin. — Þannig endaði æfi Brúnskjóna, og er Ijóst, að einhvern tíma hefir hann verið búinn að finna til fyr en þetta. Héldu margir, að hann hefði atytt sér aldur, er hann komst að raun um, að mennirnir gátu ekki l>ætt mein hans. En, hvernig sem það hefir nú verið, þá bar alt atferli lians meira vott um vit en svo, að hægt væri að kalla hann Vskynlausa skepnu.” —Dýrav. Jóhmina Magnúsdóttir. KVÖLD / SELI. 1 litlu, ein'manalegu, en friðsælu og fallegu • dalveipi standa tvö hús, hvort við hliðina á öðru, en þó er dálítið bil á milli. Hús þessi eru hlaðin úr torfi, með einföldu, ógrónu þaki. Annað þeirra stendur opið. Það gefur til kynnna, að þar sé einhver að verki. Engin hreyfing er sjáanleg, og einhver að- laðandi dularblær hvílir yfir selin-u. þegar sól- in sveipar það í aftanbjarma. — Drvkklöng stund líður. Þá heyrist hóað, ekki all-langt í burtu, og hundgáin bergmálar, ásamt hóinu, í fjallinu hinu megin við dalinn. Smalinn er að koma með féð. Hægt og rólega renna ærnar í hala- rófu yfir ásinn neðan við dalverpið, og síðan upp að kvíunum, sem eru skamt frá selinu. A eftir seinasta hópnum kemur þreldegur ung- lingspiltur, léttklæddur, með birkiprik í hendi. Hundur eltir hann. Þegar smalinn er kominn heim að kvíunum eru ærnar farnar að dreifa sér um flatirnar í kring. Hann lióar, hundurinn geltir og æmar skilja ávarpið. Eftir stundarkorn hefir smal- inn lokið við að kvía ærnar og telja þær. Hann hefir þá komist að raun um, að nokkrar þeirra vantar. Nú koma tvær stúlkur heiman frá selinu, með fötur. Þær fara að mjalta. Mjólkin frevð- ir í fötunum. Æmar jórtra. Smalinn liggur á kvíaveggnum og lætur kvöldsvalann leika að hárinu. Sólin er sezt fyrir stundu. Þegar mjöltunum var lokið, er ánum lileypt út úr kvíunum; þær hafa nú fult frelsi til morg- uns. Stúlkumar taka mjólkurfötumar og bera þær heim í selið, en smalinn leggur af stað út í vomóttina til að leita. — Þolkuband teygir sig inn eftir heiðinni. Laugaskóla, í des. 1927. Sigurður Kr. Sigtryggsson. frá Tungu. SMALI. Haustið 1925 fæddist hvolpur, svartstrút- óttur að lit, belgvíður og liinn mesti silakepp- ur. Sýndist hann ekki vera efni í smalahund, en var þó látinn lifa, þar sem bræður hans tveir vom enn þá óálitlegri. Fljótt kom þó í Ijós, að fleiri gáfur bjuggu í hvolpinum, en matgræðgi ein. Hann tók skjótum og miklum vexti, breyttist allur í útliti og varð hinn fjör- ugasti. Mjög sóttist seppi eftir að baða sig í mjöllinni um veturinn, o8 varð það stundum meira en meðalmanns verk, að koma honum inn í bæinn aftur, þegar hann komst út. Ekki þurfti þetta ærslafulla hundsbarn, að óttast slæma þjónustu. Mamma þrifaði það miklu betur, en tíðkast sumstaðar hjá æðstu skepnu jarðarinn- ar. Svo lærði seppi að tanna sig sjáfur, en mér er enn í minni hve aumingjalegur liann var við það verk í fyrstu. — Nú var farið að hugsa um nafn handa þessum tilvonandi fjárhundi, og eftir nokkrar bollaleggingar hlaut hann nafnið Smali. Það liðu ekki margir dagar, þangað til hann þekti nafnið sitt. Um vorið var Smali nær því fullvaxinn hundur, stór vexti, en rennilegur og gljáandi. Undir eins oK reynt var að nota hann við kind- ur, kom það í ljós, að hann var ekki svo auð- sveipur sem skyldi. Aðeins eina kind tók liann út úr fjárhópnum, elti hana langar leiðir og lilýddi ekki ávítum og argi. Einnig sat Smali sig aldrei úr færi með að beita vígtönnunum. Heima fyrir tók liann upp þann sið, að sitja á baðstofumænirinn, en þaðan sér vel yfir tún- ið, — og rak þá oft óbeðinn úr því stundum óþarflega vel. — Löngum var þó Smali ekki heima; var hann þá ýmist uppi í f jalli að káka í fé eða út um alla móa að elta fugla. Af þessu hafði hann takmarkalausa skemtun. Loks varð þó Smala þetta óstöðvandi æsku- fjör að fjörlesti. Síðastliðið sumar lagði hann það í vana sinn að skreppa til næsta bæjar. í seinasta sinn fór hann þangað á sunnudag, lenti með ferðamönnum út í dal, og tapaðist frá þeim. Smala sáum við svo aldrei framar. Fréttum aðeins um afdrif lians. Hann hafði heimsótt einn bóndabæinn og myrt nokkra ali- fugla. En eigendur fuglanna tóku sér það bessaleyfi að senda liann inn í eilífðina. — Eg stóð orðvana, þegar eg heyrðþjietta. Eg rifj- aði upp fyrir mér í huganum hinn stutta æfi- feril vesalings Smala, og gat þá ekki áttað mig á, hvort hér væri að ræða um hversdagslega sögu, eða æfintýri. Laugaskóla í des. 1927. Sigurður Kr. Sigtryggsson, frá Tungu í Fnjóskadal. KÚTUR. Nú eru liðin tvö ár síðan sá sorglegi atburð- ur feom fyrir mig, sem eg ætla að segja frá í þessu sögukorni. Aður en eg segi frá því, verð eg að skýra frá tildröfrunum. Eg átti kött, sem eg kallaði Kút, og þótti af- skaplega vænt um liann, eins og öðrum, sem kyntust honum. Eg gæti margar sögur um kyntust honum. Eg gæti margar sögur um hann sagt, því liann var afskaplega vitur. En eg ætla að láta nægja, að setja hér ofurlítið sýnishorn, sem dæmi upp á vit lians. Eg lofaði honum ætíð að sofa í sama her- bergi og við hjónin sváfum í; bjó um liann í logustól og breiddi ofan á hann, áður en eg fór að hátta. En þegar liann þurfti fram á nótt- inni til sinna erinda, þá kom hann að rúm- stokknum til okkar, lagði framlappimar upp á rúmið og mjálmaði, þar til við vöknuðum og hleyptum honum fram. Annað var það, að ef hann sá menn, sem höfðu komið til okkar og strítt honum, ganga götuna hjá húsi okkar, þá stökk hann glugga úr glugga og urraði og hvæsti. Eins var hann nokkuð viss að sjá það á gestum, livort þeir voru kattavinir eða ekki. Til sumra stökk hann strax og þeir voru seztir, fn ^já öðrum sneiddi hann það mesta, sem hann gat. Eg^átti þá engin hænsni, og varði eg því bæði túnblett, er við eigrum, og bæjarþakið. En er hann hafði séÖ mig gera þetta nokkrum sinn- nm> Kútur elti mig eins og tryggur hund ur’ máttu aldrei koma hænsni eða aðrar skepnur heim á þlettinn, svo að hann ræki þær ekla, ef hann réð við þær, — en þ^ð voru ekki nema hænsni, sem hann réð við, — eða þá að hann kom inn og klag’aði það fyrir mér. Það > ar kvöld eitt um vorið, áður en hinn sorglegi atburður vildi til, að við erurn að borða kvöldmat, að Kútur kemur inn og mjálmar alt- af í sífellu og strýkur sér upp við mig, og hleyp- ur svo til dyra. Eg held nú, að hann sé að kæra einliverja skepnuna, sem sé komin í túnið, fer því út með honum, en sé ekki neitt; lileypur þá Kútur austur að skurði, sem er fyrir austan lóð okkar, lítur til baka og mjálmar. Af því eg skildi liann ekki þá, þó eg skildi hann síðar, fer eg inn í bæ og læt hann eiga sig. Svo líða marg- ir dagar, að ekki kemur Kútur minn heim, — sem var þó óvanalegt, því hann var varla næt- urlangt í burtu. — Fór eg því að halda spumum fvrir um hann, en enginn hafði séð Kút. Eftir marg-ítrekaða leit og fyrirspurnir, er mér sagt, að lík hans hafi sézt. Kútur var einkennilegur að lit, að að mestu hvítur, með svarta bletti á bakinu; sá eini með þeim lit hér í kaupstaðnum. — Eg þyk- ist nú vita, að einhver velviljaður mér, — eða hitt þó heldur, — hafi tekið af honum lífið. Mér er vísað þangað, sem hann átti að liggja, en þar er þá ekkert kattarlík. Líður nú alt sum- arið, haustið og fram á vetur, að enginn verð- ur var við Kút. Styrkist eg þá í trúnni um það, að hann sé dauður. Þegar kemur fram á jólaföstu, fer eg að taka eftir kattarslóðum eftir hverja nótt, alt í kring um bæinn, en mest fyrir utan þá glugga, sem Kútur var vanur að ganga um, því liann gekk ekki síður um glugga en dyr. Fór mér þá ýmislegt að detta í hug, og gaf eg dýri þessu úti á kvöldin áður en eg fór að liátta, og ætlaði að hæna það að, hver sem það ætti. Það, sem eg gaf út, var horfið á hverjum morgni, en aldrei sá eg neitt dýr. Svo var það einn dag, rétt fyrir jól, að eg kem út í rökkrinu; skýzt þá köttur úr rjúpum, sem eg átti úti á bæjarþili, og sýnist mér þetta vera afar líkt mínum gamla vini. Kalla eg því á hann með nafni, því Kútur gegndi mér æfinlega, ef hann lieyrði til mín. Staðnæmdist þá dýrið, og lítur til baka, og hleypur svo áfram, í eyðihlöðu, sem þar er skamt frá. En sökum þess, að hlaðan var full af heyi, var ómögulegt að komast að, til þess að athuga kisu. Hlöðueigandinn var að spurð- ur, og kvað hann flækingskött vera þar, grá- skjóttan að lit, og sé hann svo grimmur, að ann- að hvort verði hann að láta drepa hann eða hætta að ganga um hlöðuna. Held eg því, að mér hafi missýnst í rökkrinu, og hætti að hugsa um þetta. Svo var það á aðfangadag jóla, kl. 5 e. m., að ein skyttan hér á staðnum kemur inn til mín og spyr mig, hvort það sé kötturinn minn, sem sé hér á hlaðinu. Eg fer út, og það fyrsta, sem eg sé, þegar út kemur, er Kútur í blóðbaðinu. Eg ætla ekki að lýsa geðshræringunni, sem eg komst í við þessa sjón, því það er ekki hægt með orðum. Það hafði þá verið minn gamli vinur, sem eg sá í rökkrinu um kvöldið, en hlöðu-eigand- inn fyrst og fremst þessi hetja, að þora ekki að ganga um lilöðuna, ef kötturinn væri þar; í öðru lagi þessi framúrskarandi vísindamaður í litarfræði, að þekkja ekki grátt frá svörtu, og í þriðja og síðasta lagi, þessi dýra- og guðs- vinur, að láta ráðast á mállaust dýrið, um það leyti, sem helgin er að byrja, og stytta því ald- ur. Annars er þetta líklega eins dæmi hjá kristnu fólki, að aflífa skepnu í fullu fjöri á að- fangadagskvöld jóla. Þessi urðu þá æfilok Kúts míns, þó öðru vísi væri til ætlast. — En það er eg viss um, að hefnd fyrir þetta níðingsverk á eftir að koma fram, við þann, er til ódæðisverksins hvatti. Blönduósi, 7. des. 1927. —Dýrav. Á. G. J. KVÖLDBLIK. Roðna hnúkar hárra fjalla, á hauður geislar bjartir falla, ljóma ský og liljur fríðar, ljóma engi, grund og hlíðar. Sólin kveðju sendir drótt, segir: friður, góða nótt. Blund í væran blóm hvert hnígur, á beðinn gullna er eygló stígur. Þúsund radda þagna ómar, er þessi dýrðarkveðja liljómar; í lotning hneigi ég höfuð mitt, ó. herra! — og mikla veldið þitt. —Hmbl. M. K. Einar Sisurfinnsson. LITUR BLÖMANNA. Hver einasti maður, sem hefir auga fyrir náttúrufegurð, liefiy beinlínis eða óbeiníinis undrast yfir lit blómanna og spurt sjálfan sig: Hvaða litur skvli vera algengastur í ríki blómannaf Hvaða litur er elztur. Hvers vegna er annað blómið hvítt, en hitt gult? Hvers vegna eru þau dökkbláu, sem nálgast svo mjög svarta litinn, mjög fá og sjaldgæf í samanburði við aðra liti? Auðvitað liafa spumingar þessar og það, sem stendur í sambandi við þær í marga manns- aldra verið viðfangsefni vísindamanna í grasa- fræði. Margs hafa þeir orðið vísari, en stórar gloppur em stöðugt á þekkingu mannanna,— hér eins og annars staðar, þar sem um móðir náttúra er að ræða. Hin graisafræðilega hagfræði virðist liafa slegið því föstu, að flest blóm í heimi þessum séu gul. Þar næst koma litirnir rauður og hvít- ur. Blátt er sjaldgæfastur blómalitur. Og spvrði einhver í barnslegri teinfeldni, hvaða blómalitur sé elztur, þá er sú spuming alls ekki svo barnsleg. Vísindin virðast fvrir langa löngu vera komin að þeirri niðurstöðu, að hvít blóm séu elzt. Þau vom þegar til á steinöldinni og þá þektust aðeins óásjáleg græn og hvít blóm. Hin gulu, rauðgulu, rauðu og fjólubláu voru á krítartíknabilinu, en hin bláu komu fyrst til sögunnar á þriðju jarðöld. Blóm þau, sem við nú ræktum, svo sem liinn blái æm- prís, bláklukkur, síkoríur, gleym-mér-ei os ilm- jurtir, em svo að segja alveg nýlega komin. En þá er það hreint ekki undarlegt, þó að blái liturinn sé svo sjaldgæfur, getur maður máske sagt. En maður kemst ekki svo hæglega hjá spurningunni. Að minsta kosti eru til ýmsar ábyggilegar fræðikenningar um, hvers vesna hinn djúpblái litur er og verður sjaldgæfastur. 1 þessari grein er að eins talað um viltar plönt- ur, um plöntur eins og þær vaxa í sjálfri nátt- úrunni, án þess að maður komi þar að. Hin grasafræðilegu vísindi munu á vorum dögum fyrst og fremst vísa spumingu þessari til spúmingarinnar um skordýrin. Aukning, eða tímgun, ef maður má svo segja, að flestra viltra blómtegunda verður, eins og kunnugt er, með hjálp skordýranna. Þau flytja á hunangsveiðum sínum ofurlítið frjó frá einu blómi, sem er karlkyns, til annars, sem er kvenkyns, og verður æxlunin á þann hátt. Áreiðanlega er það skröksaga, um hin stórkostlegu augu skordýranna. Það er með þau eins og mennina: gul, hvít, og rauð blóm vekja sjón og huga meiri eftirtekt, heldur en blá og dimmblá blóm. (Framli.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.