Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg

						Els. 6
LÖGBEEG,  FIMTUDAGINN 12. JúNl 1930.

Mary Turner
Eftir
M ARV IN  D AN A.
"Hvað segir hann?" spurði Gilder. Hon-
um var mjög brugðið. Vanalega var hann ör
uggur, kamiske dátftið þóttafullur. Nú var
hann reikandi og málrómurinn hálf veiklulegur
og augnaráðið ekki nærri eins hvast og djarf
mannlegt eins og vanalega.
"Hann segir ekkert," svaraði Burke. "Þess
vegna bað ea; yður að koma. E^ býst við, að
Mr. Demarest hafi útskýrt þetta fyrir yður."
"Já, hann hefir sagt mér frá þessu," sagði
Gilder dauflega. "Þetta er ekki álitlegt fyrir
son minn. Kn eg vona þér sleppið honum
strax." Hann reyndi að sýnast sannfærður
um þetta, en auðfundið var þó, að hann var
það ekki.
" Það er mér ómögulegt," svaraði Burke.
"Þér skiljið það, Mr. Gilder, að þér megið ekki
vonast eftir því."
'' En þér vitið fullvel, að hann hef ir ekki
uimið þetta verk," sagði Gilder með nokkuð
meiri áherzlu.
"Eg veit ekkert, ekki enn þá," svaraði
Burke og hristi höfuðið.
Oilder náfölnaði.  "Þér meinið ekki—"
" p]g á við það," svaraði Burke blátt áfram,
"að þér verðið að fá hann til að segja það, sem
hann veit, það er lang-hollast fyrir okkur alla.
Viljið þér gera það?"
"Eg skal gera hvað eg get," svaraði Gilder
heldur mæðulega.
Rétt í þessu kom Dick inn í skrifstofuna og
lögregluþjónn með honum. Hann var dálítið
fölur og ekki laust við, að hann væri þreytu-
legur. Á anidliti hans mátti sjá þess all-ljós
merki, að hann hafði orðið fyrir einhverju
töluverðu mótlæti, en aldrei hafði hann verið
kjarklegri eða einbeittlegri, en einmitt nú. Nú
var sá kjarkur, sem með honum bjó, að koma í
ljós undir fargi örðugleikanna.
Gilder stóð þegar upp og gekk til sonar
síns og tók í hönd hans fast og innilega.
"Sonur minn!" sagði hann og varð að taka
á öllu afli til að halda tilfinningum sínum í
skefjum. "iMr. Búrke segir mér, að þú neitir
að svara spurningum hans."
Dick komst mjög við, þegar hann sá hvern-
ig föður hans leið, en hann svaraði ekki öðru
en því, að kannast við, að hann hefði neitað að
segja Burke nokkuð.
'' Það var ekki hyggilegt, eins og á stóð,''
sagði faðir hans. "En hvað sem því líður, þá
erum við nú hér, Mr. Demarest og eg, svo þér
er nú óhætt að tala hiklaust. Segðu okkur þetta
nú, Dick. Hver varð þessum manni að bana ?
Við verðum að vita það.  Segðu mér þetta."
Burke fanst hann nú líka þurfa að láta til
sín taka, því í raun og veru var það hann, sem
hér átti fyrir að ráða, þó hann hefði fengið
Gilder til að hjálpa sér dátftið.
"Hvar fenguð þér— ?" byrjaði hann, en
komst ekki lengra, því Demarest tók fram í
fyrir honum.
"Hægan, hægan," sagði hann. "Bíðið þér
ofurlítið við. Gefið þér þessum unga manni
tækifæri til þess að hugsa sig um," og rödd
hans var mjög vingjarnleg. "Eg vil alls ekki
reyna að hræða yður, Dick, en eg get ekki kom-
ist hjá að segja yður eins og er, að þér eruð í
mikilli hættu staddur. Yðar eina hjálp er, að
segja hiklaust og afdráttarlaust eins og er. Eg
legg við drengskap minn, að eg er að segja yð-
ur eins og eg álít að rétt sé." Hann gekk enn
nær Dick og varð enn vingjarnlegri. "Ungi
maður, eg vil að þér gleymið því, hvert er em-
bætti mitt, en hugsið um það, að eg er einlægur
vinur yðar, og föður yðar, og eg vil gera alt,
sem í mmu valdi stendur, til að hjálpa yður alt
sem eg get. Eg er alveg viss um, að þér
treystið mér. En segið mér nú eins og er,
Dick, hver var það, sem skaut Griggs?"
Það varð æði löng þögn. Burke var óþreyju-
fullur. Svipur hans var líkastur svip veiði-
mannsins, sem finst hann vera rétt að því kom-
inn að hremma bráðina. Demarest var líka
mjög óþreyjufullur, því honum var það mikið
ámugamál, að einhvern veginn mætti greiða svo
úr þessu máli, að það yrði ekki vinum hans til
tjóns, enda trúði hann því með sjálfum sér, að
Dick hefði ekki skotið manninn. Það leyndi
sér ekki, að Edward Gilder leið afar illa, en
hann sagði ekkert. Dick var alveg stiltur og
rólegur, og eftir nokkra þögn, sagði hann mjög
stillilega:
"Eg skaut Griggs".
Demarest skildi þegar, að tilraun hans
hefði algerlega mishepnast, en hann var jafn-
stiltur eftir sem áður, enda lagði hann lítinn
trúnað á þessa játningu.
"Hvers vegna?" spurði hann.
"Vegna þess eg hélt hann væri innbrots-
þjófur," svaraði Dick, en þó dálítið hikandi.
Demarest féll þetta svar engan veginn vel.
Hann hafði vonast eftir öðru svari frá Diok og
hann hafði gert sér vonir um að komast  hér
greiðlega fyrir sannleikann í þeasu morðmáli.
Xú sá hann, að það ætlaði ekki að hepnast.
Hann varð að ganga dálítið nœr þessum viui
sínum.
"Já, einmitt það," sagði hann. "Við skul-
um fara ofurlítið lengra aftur í sögu þessa
máls. Burke segir, að þér liafið fengið konuna
yðar til að finna yður þarna í skrifstofunni í
gærkveldi.  Er það réttf"
"Já," svaraði Dick.
"Viljið þér nú, Dick, segja mér rétt eins og
var, hvað kom i'yrir meðan þið voruð þarna?"
Eftir að Demarest hafði beðið ofurlitla
stund eftir svari, sem ekki kom, hélt hann á-
f ram:
ið?'
"Kom þessi innbrotsþjófur inn í herberg-
Dick játaði því.
"Og réðist á yður?"
"Já," svaraði Dick.
"Og þér skutuð hann?" spurði Demarest
stillilega.
"Já," sagði Dick aftur.
"Já, einmitt það," sagði Demarest. "En
hvar fenguð þér skammbyssuna ?"
Dick byrjaði að svara þessari spurningu,
án þess að hugsa sig um:
"Eg greip hana—" Svo gætti hann að sér
og þagriaði, Hann hafði horft niður fyrir sig.
Nú leit hann upp og horfði beint framan í De-
marest. "Nú skil eg hvað þér eruð að fara.
Þér eruð að veiða mig.'' Hann ypti öxlum, eins
og hann hafði lært utanlands. "Þér! og þér
eruð að tala um vináttu. Svona vináttu met
eg Iítils."
Þó Demarest yrði hér fyrir miklum von-
brigðum, bá lét hann ekki á því bera, því hann
kunni vel að hylja tilfinningar sínar, þegar
hann þurfti á því að halda. Það var enginn á-
kærukeimur í röddinni, þegar hann svaraði:
"Eg er vinur yðar, Dick."
Burke var orðinn mjög óþolinmóður. Hon-
um fanst hann hafa hlustað nógu lengi á þetta
tal, sem hann gat ekki betur fundið, en að væri
hégóminn einber, er ekki kæmi að neinu haldi.
Hann stóð upp og var nú hreint og beint ógn-
andi.
"Það er þýðingarlaust fyrir yður, ungi
maður, að ímynda yður að við séum hreinir og
beinir heimskingjar," sagði hann með þrumu-
rödd. "Ef þér s'kutuð Griggs, af því þér héld
uð að hann væri innbrotsþjófur, hvers vegna
voruð }>ér þá að hylja þetta? Því vilduð þér
láta mér skiljast, að þér og konan yðar væruð
þarna tvö ein í herberginu, þegar þér höfðuð
dauðan mann hjá yður? Því kölluðuð þér ekki
á hjálp? Því ekki að kalla á lögregluna, eins
og hver heiðvirður maður mundi hafa gert?"
Dick fann að þessar spurningar, eða öllu
heldur ákaMur, Iiöfðu við æði mikið að styrðj-
ast, og hann sýndi það með því að fölna tölu-
vert.  Hann reyndi heldur ekki að svara neinu.
Faðir hans skildi vel hættuna, sem sonur
hans var staddur í.  Honum lá við að tárfella.
"Við erum að reyna að hjálpa þér," sagði
mann með mikilli viðkvæmni.
Dick lét iþetta ekki á sig íá.
"Eg hefi ekkert meira að segja," sagði
hann blátt áfram. "Eg verð að fá að sjá kon-
una mína, áður en eg segi nokkuð meira. Eg
vil fá að vita, hvað þið hafið gert við hana."
Burke hirti ekki að gefa honum neinar upp-
lýsingar því viðvíkjandi.
"Skaut hún Griggs?" spurði hann kulda-
lega.
"Nei, nei," sagði Dick með miklum ákafa.
"Hver gerði það þá?" spurði Burke. "Hver
gerði það?"
Dick hafði nú náð sér nokkurn veginn, og
gat talað stillilega.
"Eg ætla ekki að segja neitt frekara, fyr
en eg hefi talað við lögmann, sem eg get
treyst." Hann leit til Demarest um leið og
hann sagði þetta.
"Ef þú veizt hver gerði þetta, Dick, þá
verður þú að segja frá því, til að vernda sjálf-
an þig," sagði faðir hans og var auðheyrt, að
honum var mikið áhugamál að heyra Dick
segja, að einhver annar en hann sjáífur, hefði
framið þetta morð.
"Skammbyssan fanst í vasa yðar. Munið
þér eftir því?" sagði Burke.
"Þú sýnist ekki skil.ia, í hvaða hættu þú
ert staddur, Dick," sagði Gilder. "Hugsaðu
um mig, góði drengurinn minn. Þó þú viljir
ekki segja frá þessu sjálfs þín vegna, þá gerðu
það mín vegna."
Dick leit framan í föður sinn, mjög blíð-
lega, og það leit næstum út fyrir, að hann
mundi nú láta að óskum föður síns.
"Mér þykir þetta dæmalaust slæmt, faðir
minn," sagði hann mjög góðlátlega. "En eg
get — eg get það ekM."
Burke lét enn til sín taka. Hann vildi ekki
láta neins ófreistað að fá Dick til að segja það,
sem hann vissi um þetta mál.
"Eg ætla að gefa honum dálítið meiri
tíma til að iiugsa sig um," sagði hann, um leið
o<í- hann settisl aí'tur í stólinn. "Það líður
kannske ekki langur tími þangað til hann skil-
ur, hve þýðingarmikiíJ ]>að er fvrir sjálfan
hann, 'þetta sem við höfum verið að segja hon-
um." Hann sneri sér að Dick, horfði á hann
dálitia stund og bætti svo við: "Yður ríður á
að hugsa nú fljótt og rétt og ráðvandlega, og
þegar þér hafið ráðið við yður að segja mér
sannleikann, þá látið þér mig vita."
Burke hringdi, og þegar dyravörðurinn kom
inn, gaf hann honum sínar fyrirskipanir.
" Dan, íátið J)ér einn af piltunum taka hann
burtu.  Þér bíðið fyrir utan dyrnar."
Dick hreyfði sig ekki, en var all-'þungbúinn.
'' Eg vil fá að vita, hvar konan mín er. Hvar
er hún?" sagði hann.
I>að var eins og Burke heyrði alls ekki, hvað
Dick var að segja, en hélt áfram áð gefa dyra-
verðinum sínar fyrirskipanir, en það var svo
sem auðheyrt, að hann ætlaðist til að út af þeim
vseri ekki brugðið.
"Hann á ekki að tala við  nokkurn mann.
Þér skiljið ]»að."  Svo sneri hann sér að fang
anum.  "Þér tfáið að vita alt um konuna yðar,
þegar þér hafið ráðið við yður að segja okkur
-sannleikann."
Dick skeytti engu, því sem Burke sagði.
Hann horfði á föður sinn, og það var óendan-
lega mikið af blíðu á augnaráðinu.
"Mér þykir þetta ósköp slæmt, pabbi minn,"
sagði hann.                     /
Þeir liorfðust í augu ofurlitla stund. Hvor-
u<,nir sagði orð. Dick fór út úr skrifstofunni
með lögreglumanninum, sem kom að sækja
hann. Jafnvel eftir að þeir voru farnir út,
var æði löng þögn.
Það var Burke, sem rauf þögnina.
"Þér sjáið það, Mr. Gilder, að hér er ekki
gott við að eiga. Mér er ómögulegt að sleppa
honum — ekki strax.
Gilder gekk aftur og fram um gólfið og var
nú kominn í töluvert æst skap.
"Hann er að hugsa um þennan kvenmann,"
sagði hann hátt og kuldalega. " Hann er að
reyna að vernda hana."
"Já, hann gerir það svikalaust, það má
hann eiga," sagði Burke. "Það verður ekki
af honum tekið."
"Nú skal eg sýna ykkur nokkuð, sem er
öðruvísi en það, sem þið hafið séð og heyrt rétt
núna," sagði Burke um leið og hann hringdi,
og iþegar dyravörðurinn kom inn, gaf hann hon-
um sínar skipanir.
"Don, sendið þér þessa Turner stúlku
hingað inn." Svo leit hann á hina mennina og
hleypti brúnum. "Eg verð að hafa aðra að-
ferð við hana. Það skyldi enginn ætla sér, að
fara mikið í kringum hana. En ef hún vann
ekki verkið sjálf, þá veit hún að minSta kosti
hver gerði það. Og það er ekki um að tala, að
einhver verður að borga fyrir Griggs. Mr. De-
marest skilur það, en þér kannske síður, Mr.
Gilder. Okkar verk byggist aðallega á því, að
nota suma af þessum óþjóðalýð til að koma
upp um félaga sína. Margir gera það fyrir
peninga, Eg sagði yður dálítið um það í gær-
kveldi. Þér skiljið það því, að ef engum verð-
ur hegnt fyrir að myrða Griggs, þá verða allir
þessir náungar svo hræddir, að við höfum ekk-
ert gagn af þeim framar. Og hvar værum við
þá staddir?"
Næst kallaði Burke á skrifara sinn og sagði
honum fyrir verkum. Rétt aftan við skrif-
borðið voru þrír gluggar, sem allir vissu út í
ganginn fyrir utan. Þar voru líka nokkrir
klefar, þar sem fangar voru geymdir stund og
stund, þegar ]>að þótti við eiga. Skrifarinn átti
að setjast utan við þessa glugga. Fyrir glugg-
unum voru gluggablæjur, svo hann sást ekki úr
herberginu, en gat hæglega heyrt það som þar
var sagt. Þegar Burke var búinn að gefa
skrifaranum sínar fyrirskipanir, sneri hann
sér að þeim Demarest og Gilder.
"I þetta sinn segið þið ekki neitt. Eg tala
einn. Og það vil eg, að þið skiljið fyllilega, að
þið eigið að vera stiltir og láta ykkur ekki
bregða, hvað sem þið heyrið mig segja. Þið
verðið að skilja það, að þegar maður á við ó-
heiðarlegt fólk og svikahrappa, þá er ekki til
neins að vera sjálfur ráðvendnin sjálf, eða
strang-heiðarlegur. Maður verður að nota
krókaleiðir við svoleiðis fólk."
"Eftir þetta sátu þeir allir þegjandi ofur-
litla stund. Svo opnuðust dyrnar og Mary
Turner kom inn í skrifstofuna. Hún gekk hægt
og prúðmannlega, en hún var engu síður höfð-
ingleg og tilkomumikil heldur en vanalega, og
henni svipaði ekkert til algengra fanga. Það,
sem fyrir hafði komið kveldinu áður, hafði ekíii
haft mikil áhrif á hana, að því er séð varð.
Hún var engu síður falleg, frjálsmannleg og
tíguleg, heldur en hún átti að sér. Hún leit
ekki við þeim tveimur mönnum, sem þarna sátu
inni, en gekk beint inn að skrifborðinu og staðj
næmdist þar. Hún leit djarflega framan í
Burke, en þó góðlátlega.
Sú hugsun greip Burke, að hún væri enn að
bjóða sér byrginn, eins >og hún hafði áður gert.
Hann þekti hana of vel til þess, að gera lítið úr
vitsmunum hennar. En hann var sjálfum sér
þess líka meðvitandi, að hann var vel að sér í
sinni ment, og hann var ekki neitt lamb að
leika við. Hann var ráðinn í því að taka á allri
þeirri slægð, sem Iiann átti til. Og þegar hann
tók til mals, var hann óvanalega blíður í máli.
"Eg sendi eftir yður, bara til að láta yður
vita, að þér eruð frjálsar," sagði hann.
Þð varð ekki séð eða heyrt, hvort Mary
líkaði betnr eða ver. Hún lét, sem þetta væri
ekki annað en ]>að, sem væri nokkuð algerlega
sjálfsagt.
"Eg get þá farið," sagði hún blátt áfram.
"Já, sjálfsagt, þér getið farið," sagði
Burke.
Mary sneri >sér i]>egar frá skrifborðinu og
iíekk fram gólfið án þess að nokkur asi væri á
henni. Hún leit til þeirra Demarest og Gilder,
sem sátu kyrrir, en gáfu því sem fram fór, nán-
ar ií'a'tur. Það leit út fyrir, að henni þætti dá-
lítið skrítið að s.já ])á þarna, án þess þó að það
kæmi henni nokkuð við.
Burke beið, þó hann vaui hálf óþolinmóður,
þangað til Maiy var komin fram undir dyrnar.
Þá spilaði hann út því trompi, sem hann hafði
í hendinni:  "Garson hefir meðgengið."
Mary hafði þegar sterklega grunað, að hér
va>i"u einhver brögð í tafli, svo þetta kom henni
ekki svo mjög á óvart. Hún sneri sér að Burke,
og sýndi engin óttamerki, en talaði eins og hún
vissi fyrir víst, að hún hefði á réttu að standa.
"Nei, hann hefir ekki gert ]»að," sagðí hún
og það var ekkert hik eða óvissa í málrómnum.
"Hvaða ástæðu hafið þér fyrir því, að hann
hafi ekki gert það?" spurði Burke.
"Eg bara veit, að hann hefir ekki gert
það," svaraði hún hiklaust.
"Hann segist hafa gert það," sagði Burke
í dálítið hærri róm.
Mary datt þegar náð í hug til að komast
eftir því, hvort nokkuð væri hæft í því, sem
Burke var að segja, eða hvort Garson hefði í
raun og veru verið tekinn fastur.
"Hvernig gat hann gert þetta, þar sem hann
fór— "
Burke féll þegar í snöruna. Hann var of
ákafur að komast eftir því hver hefði unnið á
Griggs.  Hann spurði með miklum ákafa:
"Hvert fór hann?"
Mary brosti nú í fyrsta sinni eftir að hún
kom inn í herbergið. Burke sá, að hann hafði
tapað í fyrstu atrennunni.
"Þér ættuð að vita það," sagði hún dálítið
háðslega, '' þar sem þér hafið tekið hann fastan
og hann hefir meðgengið."
Demarest brá höndinni fyrir andlitið til að
hylja háðbrosið, sem lék um varir hans. Gild-
er hafði ekki augun af Mary. Hann gat ekki
annað en dáðst að fegurð þessarar stúlku, sem
hataði hann svo mikið, að hún hafði ásett sér,
og var komin vel á veg með að eyðileggja alt
líf sonar hans.
Burke var bæði hryggur og reiður, þó hann
reyndi sem bézt hann gat að láta ekki á því
bera. Það var þessi sama spurning, sem síð-
asta klukkutímann hafði verið svo föst í huga
hans, sem emi brauzt út með miklu afli.
"Hver skaut Griggs?" hrópaði hann.
Mary lét sér hvergi bregða, en svarið sem
hún gaf gerði Burke enn reiðari.
"Maðurinn minn skaut innbrotsþjófinn,"
sagði hún dauflega. "Hét hann Griggs?"
spurði hiín og hepnaðist uppgerðin svo vel, að
það var næstum aðdáunarvert. Henni var þó
áreiðanlega í fersku minni, þegar hún sá hann
hníga dauðan á gólfið, og þau áhrif, sem það
hafði haft á hana.
Burke reyndi aðra leið, til að komast að
sannleikanum.
"Vorið þér ekki að þessu. Þér vitið betur,"
sagði hann. "Við höfum komist að því, að
(íarson kom með þessa hljóðlausu skammbyssu
frá Hartford."
1 fyrsta sinni fipaðist Mary dálítið.
"En hann sagði mér—•" Hún fann, að hún
var að leggja út á hálan ís, og þagnaði.
"Hvað sagði hann yður?" spurði Burke og
ætlaði þegar að ganga á lagið.
Mary hafði nú áttað sig og talaði mjög
stillilega.
"Hann sagði mér," sagði hún mjög stilli-
lega, "að hann hefði aldrei séð þessar hljóð-
lausu byssur. Hefði bara heyrt getið um þær.
Eg er alveg viss um, að ef hann hefði haft slíka
byssu, þá hefði hann sýnt mér hana."
"Það er nú ekkert ómögulegt, að hann hafi
líka gert það," sagði Burke, án þess þó að hafa
nokkra hugmynd um, að hann væri að segja
það sem satt var. "En hlustið þér nú á mig,"
hélt hann áfram og reyndi að gera sig blíðari í
máli, sem hann átti þó erfitt með, eftir að hon-
um hafði mistekist hvað eftir annað. "Eg get
gert þetta alt miklu þægilegra fyrir y*ður, ef
þér segið mér eins og er. Verið þér nú ekki að
þessu lengur. Hver skaut Griggs?"
Borgið Lögberg
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8