Lögberg - 21.03.1935, Side 3
LÖGBBRGr, FIMTUDAGINN 21. MARZ, 1935
3
Mrs. Ingibjörg Steinunn Jóhannesson
Laugardaginn 15. des. s. 1. andaÖist aÖ heimili Mr. og Mrs.
SigurÖur Sigvaldason í VíÖir, Man., öldruð móðir hans Ingibjörg
Steinunn Magnúsdóttir Jóhannesson. Hún var dóttir Magnúsar
Ísleifssonar Jónssonar; var ætt hans úr Reykhólasveit í BarSa-
strandasýslu. Kona ísleifs hqt Guðrún; bjuggu þau lengi á
Stórahvolsá í Strandasýslu. Móðir Ingibjargar hét Oddbjörg
Oddsdóttir Daníelssonar, Tómassonar af Þórustaða-ætt i Staðar-
hreppi í Húnavatnssýslu. Ingibjörg var fædd á Prestbakka í
Hrútafirði, 9. apríl 1854. Foreldrar hennar voru þá vinnuhjú
hjá séra Þórarni Kristjánssyni og frú Ingibjörgu Helgadóttur konu
hans, en fluttust þaðan nokkru síðar, og bjuggu á Bálkastöðum i
Miðfirði. Viku gömul var Ingibjörg tekin til fósturs af föðursyst-
ur sinni Önnu ísleifsdóttur og Birni Daníelssyni fyrri manni henn-
ar, er bjuggu á Tannastaðabakka við Hrútafjörð. Fjmm ára
gömul misti hún fóstra sinn, er druknaði ásamt fleirum í Bjarn-
arfirði i Strandasýslu. Var hann mikill harmdauði konu sinni og
fósturbörnum. Ólst Ingibjörg upp eftir það með fóstru sinni og
síðari manni hennar, Guðmundi Magnússyni.
Sextán ára að aldri fór hún að vinna í vistum í grend við
^eskustöðvar sínar. Árið 1877 giftist hún Sigvalda Jóhannessvni;
voru foreldrar hans Jóhannes Einarsson, en móðir Guðrún Ólafs-
dóttir. Sigvaldi var fæddur á Sölvanesi i Skagafirði, í október
1848, en fluttist ásamt foreldrum sínum að Gröf á Vatnsnesi, 4
ára að aldri, og ólst þar upp. Ingibjörg og Sigvaldi byrjuðu bú-
skap á Auðnastöðum i Víðidal og bjuggu þar um 5 ára bil, en
frá Víðidalstungu fluttu þau til Vesturheims árið 1883. — Fyrsta
árið dvöldu þau á Gardar, N. Dak., en fluttu þá til Wjnnipeg, en
árið 1885 fluttu þau til Víðinesbygðar í Nýja íslandi og voru til
heimilis hjá Sigurði Jónssyni, er síðar flutti til Þingvallabygðar.
Ingibjörg og Sigvaldi fluttu þá að Grund og settust að á heimilis-
réttarlandi sinu þar í nóvember 1887. Bjuggu þau þar alls talið í
nærfelt 24 ár; en árin 1892—1894 voru þau í Winnipeg, en árið
1911 seldu þau Grund, Þorkeli Johnson, er þar hefir búið síðan,
en þau fluttu til Viðirbygðar og bjuggu þar um hríð, i grend við
sonu sína, er verið höfðu með fyrstu landnemum þar. Sigvaldi
andaðist þar 14. október, 1924, þá 76 ára að aldri.
Eftir lát hans, fór Ingibjörg til barna sinna og dvaldi hjá
þeim lengst af hjá Önnu dóttur sinni og Halldóri Austmann, manni
hennar í Sylvan, Man.
Á sumrum dvaldi hún oft meðal hinna barnanna, og hjá Sig-
urði svni sínum var hún er dauða hennar bar að; naut hún þar
ágætrar aðhjúkrunar barna sinna, tengdadætra og ástvina, er til
hennar náðu. Varaði sjúkdómsstrí^ hennar í tvo mánuði. Börn
Ingibjargar og Sigvalda eru hér talin eftir aldursröð:
B jörn, bóndi í Árborg. kvæntur Guðiónu Láru, dóttur Guðna
Jónssonar og Þóru konu hans Jónsdóttur ættuð úr upphluta Ár-
. nessýslu.
Ólafur, kaupmaður í North-Battleford. Sask.. kvæntur konu
af canadiskum ættum, frá Prince Edward Island.
Guðrún, dáin uppkomin á Gimli.
Takob, bóndi í Víðir, kvæntur Unni Snorradóttur Jónssonar,
og konu hans Kristjönu Sigurðardóttur; ættuð úr Norður-Þing-
eyjarsýslu.
Anna, gift Halldóri syni Ásmundar Austmann og konu hans
Helgu Sigurðardóttur: búa þau í Sylvan. sem þegar er um getið.
Sigrún. dó á barnsaldri i Winnipeg.
Sigurður, dó sömuleiðis á unga aldri
Sigurður, bóndi í Víðir, giftur Eggertínu dóttur Þorleifs
heitins Sveinssonar og eftirlifandi ekkju hans Guðrúnar Eggerts-
dóttur, ættuð úr Húnavatnsssýslu.
Tngibjörg heitin á eina dóttur á íslandi, Ingibjörgu að nafni,
búsett á Barði i Miðfirði í Húnavatnssýslu. Stjúpsonur Ingi-
bjargar er Jóhannes bóndi i Víðir, reyndist hann henni jafnan
sem góður sonur væri.
Kynning mín af Ingibjörgu heitinni er eingöngu frá efstu
árum hennar, var hún þá orðin háöldruð og líkamsþróttur hennar
mjög tekinn að þrotna. En auðséð var að hún var tápmikil og
þróttlunduð kona, er átti yfir miklu líkams- og sálarþreki að ráða.
Tlygg eg að trú og þrek og sjálfstæði hugsana samfara fágætri
trygð og festu við luigsjónir hennar og vini, liafi mjög einkent
hana, og gert hana ógleymanlega samferðafólki hennar og öllum
þeim, er lærðu að þekkja hana og eignast vináttu hennar.
Festa hennar í trúarefnum, samfara glöggum skilningi og
djúpri lotningu fyrir Guðs orði og sakramentum kristinnar kirkju,
var bæði fögur og fágæt; mótuð jafnt af auðmýkt tilbeiðslunnar
og sjálfstæðri skoðun, er beygði sig af fúsleika og hrifningu fyrir
leyndardómum Guðs. Næsta fágætt virtist mér það vera, hve
auðug hún var af íslenzkum fróðleik, sem erfitt er við að auka
og láta i minni lifa, við takmarkaðan bókakost 5 langdvölum á er-
lendum slóðum. Söguþekking hennar og þá sérílagi þekking á
ættfræði var glögg og all-víðtæk. Fyrir henni rann trygðin til
ættlandsins við kjör þess og hag að fornu og nýju og fróðleik
snertandi það, saman við ástina, er hún bar til landsins sjálfs,
og varð henni ímynd þess — máttug tengitaug. Gat hún með sanni
sagt: “Svo ertu ísland í eðli mér fest, að einungis dauðinn oss
skilur.”
Börnum sínurn var hún sönn og góð móðir, fórnfús með af-
brigðum gagnvart þeim, heimilinu og öllum, er hún unni Hún
tók jafnan mikinn þátt í kjörum barna sinna með móðurlegri um-
hyggju og innsýni kærleikans, einnig eftir að þau voru fullorðin
og sjálf komin út í þungan róður lifsins. Hún var og sönn móðir
tengdabörnum sínum og barnabörnum, sem eru 32 á lífi, við burt-
för hennar, ásamt 6 börnum hennar og stjúpsyni, sem þegar hefir
verið á minst.
Ingibjörg hafði verið fríð kona á yngri árum, og til elli fram
bar hún tignar- og gáfulegan svip, er lýsti skapfestu og innri ró-
semi hennar. — Jarðarför hennar fór fram frá heimili sonar
hennar og tengdadóttur, sem þegar er um getið. , Fjölmenti fólk
þar mjög. Flest börn hennar voru viðstödd ásamt tengdafólki og
morgum barnabörnum hennar og sveitungum, kunningjum og vin-
um- Á. Ó.
Kveðja að heiman
4. febrúar, 1935.
Sökurrt þess að svo margir af vin-
um og vandamönnum báðu mig að
senda sér nokkrar línur héðan að
heiman, og svo finn eg líka hvöt
hjá mér til þess að láta þá vita að
eg er enn bráðlifandi og líður vel.
Manni getur ekki liðið öðruvísi, því
allir, sem eg hefi hitt gera alt, sem
hægt er til að láta mér líða sem bezt.
Eg er búinn að ferðast dálítið hér
um; fór fyrst suður í Njarðvíkur,
því þar býr fólk, sem lengi var í
Dakota. Svo fór eg með skipi til
Akureyrar; á þeirri leið kom eg við
á ísafirði og Siglufirði. Þaðan fór
eg vestur í Skagafjörð, og er nú
staddur hjá Páli Erlendssyni á
Þrastastöðum í Hofshreppi á
Höfðaströnd í Skagafirði. Veður-
fréttir er þýðingarlaust að skrifa,
því eg veit að þið fáið þær viku-
lega í blöðunum. Aðrar fréttir ætla
eg að geyrna þar til að eg kem vest-
ur. Svo óska eg af heilum huga
öllum vinum og vandafólki Guðs
blessunar á þessu nýbyrjaða ári.
Ykkar einlægur,
H. T. Hjaltalín.
Þjóðræknir söngleikar
“Ennfremur er þess að minnast,
að þarna var sungið lag á fimm
hljóðfæri eftir Jón tónskáld Frið-
finnsson, sem góður rómur var gerð-
ur að. Er þessa ekki sízt vert að
geta vegna þess að Ragnar H.
Ragnar lét svo ummælt á einni sam-
komu þingsins, að hann yrði að
leika útlent lag á píanóið af því að
fyrir það hljóðfæri væri ekki um
neitt að ræða skrifað á íslenzku.”
Og fleiri eru þessi orð í Heimskr.,
dags. 6. marz.
Ekki er eg nógu fróður um söng-
list til þess að geta gert mér grein
fyrir hvernig sungið verður á fimrn
hljóðfæri, né “lag á píanóið skrifað
á islenzku.” En hitt skilst mér, að
Jón Friðfinnsson sé að dómi rit-
stjóra Heimskringlu mesta, ef ekki
hið eina tónskáld, sem íslendingar
geta stært sig af. Eg efast stór-
kostlega um að Jón sé samdóma
þessu; og eg trúi því ekki hversu
rnikil þjóðrækni sem kann að felast
í ritstjórnargreininni.
í einfeldni minni hélt eg að sumt
af tónskáldskap Sveinbjamar Svein-
björnssonar mætti notast við á sam-
komum Þjóðræknisfélagsins; og
varla fer hjá því að Páll ísólfsson,
Emil Thoroddsen eða Jón Leifs hafi
skrifað músík, sem sæmilegt væri
að bera fram fyrir íslenzkan al-
menning.
Eitt þjóðræknisþing hefi eg set-
ið og minnir sterklega að tónverk,
sem þar var sungið (ort af V'estur-
íslendingi), vekti meira umtal en
nokktið það, sem fór fram á þing-
inu.
I einlægni sagt, skil eg ekki i
vandræðum Mr. Ragnars. Mér er
kunnugt um að hann var oft gestur
Björgvins Guðmundssonar, og læt-
ur að líkindum að honum hafi gef-
ist færi á að kynnast tónverkum
Björgvins, en Björgvin skrifaði tón-
verk fyrir pianó fyrir, að minsta
kosti, fjórtán árurn síðan. Siðan
hefir hann stundað nám við The
Royal Academy of Music í Lund-
únum og útskrifast þaðan; en alt
af jafnt og þétt samið tónverk. Því
held eg að Björgvin hljóti að hafa
samið eitthvað það, sem sæmilegt
væri snild Mr. Ragnars og viðleitni
Þjóðræknisfélagsitis til að halda á
lofti því, sem íslendingar starfa í
nafni listarinnar.
Sökum þess að eg er lítt upplýst-
ur í þessum sökum, verð eg að gera
hér dáitinn útúrdúr. Hér um árið
ferðaðist Tryggvi Björnsson, píanó-
leikari urn Vatnabygðir og hélt con.
certs. Legg eg það undir dóm landa
minna í Vatnabygðum hvort
Tryggvi átti lykil að musteri tón-
listarinnar. Eg var svo heppinn að
gista Tryggva, og lék hann fyrir
mig, á pianó, tónverk eftir Björg-
vin. Ef eg man rétt, heitir það
“Variation.” ’ Og þá athugasemd
gerði hann, að þetta væri eitt það
PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS
PHYSICIANS cmd SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Ofíice tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talslmi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aS hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE Talsími 42 691 J Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medlc&l Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200
DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON
216-220 Medical Arts Bldg. Nuddlœknir
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Viðtalstimi 3—5 e. h. 41 FURBY STREET
Phone 21 834--Office tímar 4.30-6 Phone 36 137
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE 218 Sherburn St,—Sími 30877
Winnipeg, Manitoba Simið og semjið um samtalstfma 1
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœOingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON íslenzkir lögfrœöingar 3 25 MAIN ST. (ð öðru gólfi) PHONB 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miövikud. í hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag
G. S. THORVALDSON E. G. Baldwinson,1_L.B.
B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœOingur Islenzkur lögfrœOingur
Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Phone 98 013
Main St., gegnt Gity Hall Phone 97 024 504 McINTYRE BLK.
DRUGGISTS DENTISTS
Medical Arts Drug Store R. A. McMillan DR. A. V. JOHNSON Isienzkur Tannlœknir Drs. H. R. & H. W. TWEED
PRESCRIPTIONS Tannlœknar
Surgical and Sick Room 212 CURRY BLDG., WINNIPEG 4 06 TORONTO GENERAL
Supplies Gegnt pðsthúsinu TRUSTS BUILDING
Phone 23 325 Medical Arts Bldg. Sími 96 210 Heimilis 33 328 Cor. Portage Ave. og Smith St.
Winnipeg, Man. PHONE 26 545 WINNIPEG
Phone Your Orders DR. T. GREENBERG
Roberts DrugStores Dentist
Limited Hours 10 a. m. to 9 p.m.
PHONES:
Dependable Drugglsts * Office 36 196 Res. 51 455
Prompt Delivery. Nine Stores Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Winnipeg
BUSINESS CARDS
A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sð. bezU. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We specialize in Permanent Wavina, Finger Waving, Brush Curllng and Beauty Culture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94221
A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif. reiða ábyrgðír Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 0oRE S Ujf, * LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 9 5 411 806 McArthur Bldg.
UÓTEL I WINNIPEG
THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Down Town Hotel" 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, Dinners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALL, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaOur i miöbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yflr; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Quests SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411
CorntoaU ^totel Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG
It Pays to Advertise in the “Lögberg”
fegursta og fullkomnasta tónverk,
sem hann hefði kynni af. Ekki
gat hann þess að það væri “skrifað
á íslenzku,” og mér láðist að spyrja
hann að því.
Nokkru eftir að eg fyrst kyntist
Bijörgvin, langaði mig til að fá ó-
vilhallan dóm einhvers manns, sem
“vissi hvað hann söng.” Svo eg
skrifaði Percy Granger og sendi
honum—bara eitthvað eftir Björg-
vin. í bréfi Mr. Grangers, dags.
10 marz, 1922, segir hann meðal
annars: “His (Björgvin’s) Fugue
is a real fugue, better than most
modern composers (of fame) can
write.” Eg held Mr. Ragnar hljóti
að skilja þessi orð Grangers, því
hann er píanisti, engu síður en Mr.
Ragnar. '
Einhverjum íslending þótti það
skrítið þegar sá gamli fór í svínin.
—En þjóðræknin! . . .
J. P. Pálsson.