Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg

						LÖGBERG, FIMTUDAGINN  15. SEPTEMBER 1938
Hijgfaerg
(JefiS út hvern fimtudag af
T U K  C O LU M B I A  P RE S S  L, I M I T S D
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanaskrift ritstjórans:
EDITOR LÖQBERG, í»5  SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Editor:  EINAIl  P.  JÓNSSON
YerS $».00 um árið — BorgUt fvrirfram
The "Lögbergr" i« printed and published by The
Colnmbla  Preaa,  Limited,  695  Sargent  Avenue,
Wlnnipeg, Manitoba
PHONE  86 327
Skemtiför til Þrœlafossa
Jónas  Jónsson  Alþingismaður
heidursgestpw Winnipeg Hydro
Síðastliðinn föstudag stofnuðu forráða-
menn Winnipeg Hydro til skemtifarar að
orkuverunum við Winnipeg-ána í heiðurs-
skyni við Jónas Jónsson alþingismann, og
buðu með honum í leiðangurinn milli tuttugu
og þrjátíu Islendingum úr Winnipegborg,
Nýja Islandi og North Dakota; var förin að
öllu hin ánægjulegasta; lagt var af stað frá
skrifstofubyggingum félagsins á Princess
stræti laust eftir klukkan fjögur og komið til
gististaðar um nfuleytið, þar sem starfrækt
er hið eldra orkuver rafkerfis borgarinnar;
skorti hvorki á ferðinni gnótt vista, gleði né
góðan fagnað. Framan af leiðangri var veð-
ur næsta tvísýnt, suddaregn og þungbúinn
haustblær um mörk og skóg; en eftir því sem
nær leið nóttu rofnuðu skýjaflókarnir unz
engu var líkara en stjörnur og máni hefði
svarist í bandalag um að fagurlýsa umhverf-
Ið og lauga lög og láð dulrænum töfraljóma;
við mánaglit og stjörnublik sýndust risatré
standa á höfði í spegilsléttu vatninu, og mintu
ósjálfrátt á ijóðlínur Gríms:
'' En um sjóinn gegnum glæja
gömul fjöll á höfði standa."
Þetta var eitt af þeim undrakvöldum,
sem Canada býr yfir þegar tjaldað er því
bezta, eins og augljóslega var gert í þetta
sinn. Haustkvöldin eru víðar fögur en á Ist
iandi; ef til vill eru þau það hvar í heimi sem
er.
"En ekkert fegra á fold eg leit
en fagurt kvöld á haustin,"
Þannig kvað Steingrímur, og þannig
hugsa vafalaust margir fleiri en hann, þótt
eigi syngi þeir tilfinningar sínar í ljóðform.
Herra Walter J. Lindal, K.C., hafði
fararstjórn með höndum og leysti þann starfa
af hendi með hinum mesta skörungsskap;
gegndi hann forstjórn í stað P. Anderson
kornkaupmanns, er ekki gat tekið þátt í för-
inni vegn'a veikinda í fjölskyldu hans.
Undir borðum á laugardaginn að Pont
du Bouis, skömmu áður en lagt var af stað
íil Þrælat'ossa, fluttu stuttar ræður þeir Mr.
Lindal, Mr. Smith, aðstoðar-forstjóri
Winnipeg Hydro og herra Jónas Jónsson, er
þakkaði þá virðingu, er sér og landi sínu
félli í skaut mcð þessari eftirminnilegu og
fræðandi skemtifor; var góður rómur gerður
að tölum allra ræðumanna.
Veðrið á laugardaginn var ósegjanlega
yndislegt og útsýni við Þrælafossa hið feg-
ursta; sólfar mikið og dýrðarblíða til kvölds;
ferðamannahópurinn í hinu bezta skapi; enda
saman komnir þarna gamlir og góðir sam-
ferðamenn; komið var heim á tíunda tíman-
um um kvöldið. Gestir eru vafalaust á einu
máli um það, að þakka Winnipeg Hydro á-
nægjulega inni- og útivist!
Winnipeg Hydro er stofnun, sem borg-
arbúar bera fyrir brjósti og hafa gilda á-
,stæðu til að vera stoltir af; það er henni að
þakka, að girt var fyrir það, að einokun ætti
iíér stað' í framleiðslu og sölu raforku hér um
slóðir; það er henni að þakka, að Winnipeg-
borg er alment kölluð rafborg Norður Ame-
ríku; það er henni að þakka, að borgarbúar
njóta ódýrari raforku en nokkur önnur borg á
þessu mikla meginlandi. Og óumræðilegt
fagnaðarefni má oss íslendingum vera það,
að einn úr vorum hópi, framtaksmaðurinn
alkunni, Arni Eggertsson, skyldi eiga sæti í
bæjarstjórn, er úr því var skorið hvort Win-
nipeg Hydro kæmist varanlega á laggirnar.
eða hvort borgarbúar yrðu knúðir til þess að
beygja sig undir hæl einokunar á sviði raf-
framleiðslunnar; þar stóð Árni eins og klett-
ur fólksins megin, hvort sem honum verður
það nokkuru sinni fullþakkað eða ekki; hann
er einn af feðrum rafkerfis Winnipegborgar.
Islenzkur menningarfrömuður
Á þjóðhátíðardag Islendinga þann 2.
ágúst síðastliðinn, lézt á heimili sínu í höfuð-
borg Islands tónskáldið og klerkahöfðinginn
géra Bjarni Þorsteinsson fyrrum prestur á
Hvanneyri við Siglufjörð, 76 ára að aldri;
hann var fæddur að Mel í Hraunhreppi í
Mýrasýsln þann 14. dag októbermánaðar árið
1861. I lærðaskóla Reykjavíkur hóf hann
nám 1877, en lauk þar prófi með ágætisein-
kunn vorið 1883. Snemma bar á ríkri söng-
þrá bjá séra Bjarna; söngnám var í æsku
hans megin hugðarefni; en þess var honum að
mestu varnað sakir efnaskorts; hann lauk
embættisprófi við prestaskólann 1888 og vígð-
ist hið sama ár til Hvanneyrar prestakalls;
gegndi hann þar prestsembætti í 47 ár, og er
mælt að enginn prestur hafi þjónað það lengi
síðan á 16 öld; hann þótti mikilhæfur kenni-
maður; þó verður hans vafalaust lang lengst
minst sakir víðtækra fórna í þágu íslenzkrar
söngmenningar. Og þó hann á því sviði væri
öldungis sjálfmentur maður, þá gerðist hann
]>ar engu að síður umsvifamikill brautryðj-
andi, sem íslenzka þjóðin stendur í djúpri
þakkarskuld við; hann söng sig snemma inn
í tilfinningalíf þjóðar sinnar; lögin hans sum
hver, eru á hvers manns vörum; má þar til
nefna Systkinin, Kirkjuhvol, Blessuð sértu
sveitin mín, Taktu sorg mína svala haf og
Sólsetursljóðin. "íslenzkir hátíðasöngvar"
hafa með heilögum hljómþunga bergmálað í
kirkjum Islands frá því um síðustu aldamót
og fært þjóðinni óumræðilegan fögnuð; þó
vann séra Bjarni sitt lang mesta kraftaverk
með 1000 blaðsíðu bókinni "íslenzk þjóðlög",
sem út kom nokkru eftir aldmaótin; er þetta
geysimikið vísindarit, sem hann starfaði að
og safnaði til í fullan aldarfjórðung; með
þrekvirki þessu vann hann þjóð sinni ævar-
andi gagn, og fyrir það út af fyrir sig, verð-
ur bjart um nafn hans og minningu í aldir
fram.
Harmafregn
1 undanfarinni viku flutti Lögberg stutta
greinargerð um það, að frú Guðrún Lárus
dóttir, alþm., hefði verið með sviplegum
hætti kvödd á braut af vettvangi þessa jarð-
neska líf s ásamt tveim dætrum sínum á blóma-
aldri, og nú birtir blaðið ítarleg ummæli
Morgunblaðsins í Reykjavík um þenna sorg-
lega atburð.
Frú Guðrún var mikilhæf kona, hrein-
lunduð og heilsteypt í skapgerð; að henni
stóðu úrvalsættir, og til þeirra sótti hún
marga höfuðkosti. Allir þeir, sem áttu því
láni að fagna, að kynnast frú Guðrúnu per-
sónulega, finna til djúps saknaðar yfir svip-
legri burtför hennar, og tjá eftirlifandi ást-
mennum viðkvæma samúð.
Sorgin drepur á dyr með mismunandi
hætti; hún kom öllum að óvörum í þetta sinn.
Frú Guðrún Lárusdóttir var fædd á Val-
þjófsstað í Fljótsdal þann 8. janúar árið
1880. Foreldrar hennar voru þau séra Lárus
Halldórsson Jónssonar prests að Hofi í
Vopnafirði og Kirstín Pétursdóttir Guðjohn-
sen; hún fluttist með foreldrum sínum til
Keykjavíkur, er faðir hennar kom þangað til
Fríkirkjusafnaðarins; tók hún snemma að
gefa sig við líknar og mannúðarmálum, jafn-
framt því sem hún lagði fyrir sig ritstörf.
Arið 1903 giftist hún Sigurbirni Ástvaldi
Gíslasyni guðfræðingi, ættuðum úr Skaga-
firði, og reistu þau bú suður á Melunum við
Beykjavík þar sem kallað er að Asi; þeim
hjónum varð tíu barna auðið, og lifa fimm
þeirra móður sína. Þrátt fyrir umsvifá-
mikla heimilisstjórn, er frú Guðrún rækti
með ágætum, vanst henni þó ótrúlega mikill
íími til þátttöku í opinberum málum; hún átti
sæti í bæjarstjórn B>eykja\'íkur frá 1912 til
1918, jafnframt því sem hún sat lengi í fá-
ta'kranefnd; laut starfsemi hennar að því, að
gera bærilegri kjör þeirra, er telja mátti til
olnbogabarna samfélagsins; þar fann hún sig
óskifta, heima.
Arið 1930 var frú Guðrún kosin á Alþing,
en eftir stjórnarskrárbreytinguna varð hún
fyrsti uppbótarþingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins.
Frú Guðrún Lárusdóttir, var eins og sagt
var um Bergþóru konu Njáls, drengur góður,
og harmdauði samferðasveit sinni.
Mikilvægasta
varúðarráðstöfunin
gegn ófriðarvoða
Nýtt, stórt, hraðshreitt skip
. . . segir Ásm. P. Jóhannsson
í vistlegri dagstofu á Hótel
SkjaldbreiÖ hitti eg Ásmund P. Jó-
hannsson fasteignasala frá Winni-
peg. — Ilann kemur hingað heim
um svipaÖ leyti og "farfuglarnir —
þau árin sem hann kemur.
—^Hvað oft hafið þér komið i
heimsókn til okkar að vestan?
—Það er nokkrum sinnum, segir
Ásmundur, og síðan telur hann upp
ferSirnar alt frá því 1907.
—SkylduS þér ekki ve'ra sá
Vestur-íslendingur, sem oftast hefir
farið á milli?
—Ekki veit eg það. Það fer
kannske að verða svo úr þessu.
Það var auðheyrt á^öddinni, að
hann hugsaði sér að koma hingað
bft enn.
—Eg þarf altaf að koma hingað
við og við, sjá gamla og nýja kunn-
ingja, heimsækja sögustaði, og
fylgjast með þeim mannvirkjum,
sem hér eru gerð, og siðast en ekki
sízt að fylgjast imeð rekstri og
gangi Eimskipafélags íslands.
En þó eg komi hér við og við, og
fylgist nokkurnveginn með því
helzta sem hér gerist, þá megið þér
vera viss um, að eg tek fult tillit
til þess, að þó við Vestur-Islending-
ar og þið ihér heima eigum mörg
sameiginleg áhugamál, þá eigum við
hver í sínu lagi okkar sérmál, sem
eru alveg fyrir okkur, eins og þið
látið okkar sénmál afskiftalaus, eins
leiðum við ykkar sérmál hjá okkur.
Hveitiverð og kreppa
—Hvað er í stuttu máli að segja
um hagi landa vestra?
—Mér er skrifað að vestan, að
uppskeruhorfur hveitis séu í góðu
meðallagi í sumar. ,En það er
hveitiræktin sem er veigamesti at-
vinnuveur vesturfylkjanna, eins og
þér vitið. í fyrra var hinn ömur-
legasti uppskerubrestuf vegna
þurka. Þurkarnir voru sumstaðar
svo miklir í Alberta og Saskatche-
wan, að allur gróður skrælnaði og
bændur urðu bókstaflega að flýja
með kvikfénað sinn langar leiðir.
En nú er verðið sem bændur fá '
fyrir hveitið að hrapa niður úr öllu !
valdi. Mér er sagt að setja eigi j
lágmarksverðið 70 cent á mælinn |
(60 pund). Verðið er máske ekki
orðið það lágt ennþá. En þetta er
líka helmingi lægra verð en var á
hveitinu í fyrra.
Annars má segja um almenning
vestra, að hann er á þessum árum,
síðan kreppan skall yfir 1929,'orð-
inn horseigari en hann áður var.
Menn eru farnir að venjast við hin
erfiðari kjör, sem þeir hafa átt við j
að búa síðan 1929, er hið óskaplega
atvinnuleysi braust út, og alt snerist
við, að kalla mátti.
Hinir opinberu styrkir hafa vita-
skuld hjálpað mörgum sem verst
hafa verið staddir. En þeir hafa
lika orðið bæjum og sveitarfélögum
svo þungir í skauti, að bæja- og
sveitasjóðir eru komnir í botnlausar
skuldir vegna styrkjanna til atvinnu-
leysingjanna. Og þá kemur til
kasta ríkisins að hlaupa undir
bagga. En ríkisstjórnin dregur nú
mjóg að sér hendina í þeim efnum.
Ekki má skilja orð mín svo, að
íslendingar hafi lent i meiri vand-
ræðum þarna vestra en aðrar þjóðir.
Síður en svo. íslendingar eiga al-
staðar að geta bjargað sér í sam-
kepninni við aðrar þjóðir.
Bjartsýnir bændur
Annars, svo eg víki að öðru, var
uggur í mér að koma heim í þetta
sinn, im. a. vegna þess, hve sveitung-
ar mínir, ef eg rnætti kalla þá svo,
húnvetnsku bændurnir, hafa orðið
fyrir þungum búsifjum af völdum
mæðiveikinnar. Það er hörmulegt
að heyra hvernig sumar sveitir eru
leiknar, þar sem sumir bæir eru
orðnir sauðlausir að kalla.
En að því dáðist eg, er eg kom
þangað  norður,  hve  kjarkgóðir
Stofnið spari-innálæðu
við banka
Peningar yðar eru öruggir og þér
getið notað þá nœr sem vill
Á tólf mánuðum lögðu viðskiftamenn inn
10,500,000 upphæðir í Royal Bank of Canada;
sönnun fyrir því trausti, sem almenningur ber
til þessarar stofnunar, sem hefir eigrlir yfir
$800,000,000.
THE
ROYAL BANK
OF  CANADA
Eignir yfir $800,000,000
menn voru, og hve lítið þeir kvein-
kuðu sér undan tjóninu. Þeir mint-
ust aldrei á það að fyrra bragði,
ekki fyrri en farið var að spyrja þá
um það.
Einna imest dáðist eg að einum
borgfirzkum bónda er eg heimsótti
Hann hefir mist mestalt fé sitt.
Hann var langt kominn að byggja
steinsteypu'fjárhús fyrir 256 fjár
þegar pestin skall yfir og strádrap
fé hans. Hann kærði sig hvergi og
hélt áfram við fjárhúsin. Hann
átti 50 f jár í þau þegar þeim var
lokið.
En þetta er fljótt að kom aaftur,
sagði hann við mig. Hann hélt, ef
alt gengi eftir vonum að hann gæti
átt um 80 f jár í haust. Og á þessu
fé sem eftir er vinnur pestin aldrei,
sagði hann. Bjartsýni hans og
kjarkur minti mig á húnvetnskan
bónda er eg heyrSi taJað um í ung-
da-mi mínu. I lann hét Tómas og átti
heima í Brekkukoti. Hann átti 30
ær og misti þær allar vorið 1887.
Þegar Lárus sýslumaður Blöndal
kom að þinga að Sveinsstöðum um
vorið kendi hann í brjósti um
Tómas vegna fjármissisins. Vildi
sýslumaður gefa honum eftir þessar
krónur, sem hann átti að greiða í
þinggjald. En Tómas vildi ekki
þeyra það. Hann sagði við sýslu
mann, að hann borgaði sitt þó þetta
kæmi fyrir, því, sagði hann: "Hvað
skyldi einn bónda muna um 30 kind-
ur?"
Úr norðwrferð
Síðan barst talið að ýmsum mönn-
um, sem Ásmundur og frú hans
hittu í ferð sinni um Norðurland, og
skal þá fyrstan nefna Hjört Líndal
að Fremra-Núpi í MiðfirSi, sem
hefir veriS hreppstjóri síSan 1879.
Hann er einstakur imaSur, segir Ás-
mundur. Hann er slíkur höfSingi í
allri framgöngu að hann sómdi sér
í hverjum félagsskap hvar sem er í
heiminum. Hann er með afbrigðum
ern.
Við urðum samferða að Munka-
þverá í Eyjafirði Guttormur J.
Guttormsson og eg. Þar hittum við
Jón Jónsson bróður Stefáns bónda,
er var 55 ár í Ameríku. Það þótti
Guttormi merkilegt að hitta hann.
Guttormur er nú sextugur. En Jón
á Munkaþverá hafði hjálpað föður
Guttorms að koma upp fyrsta
bjálkakofanum yfir sig í frumskóg-
unum þar vestra. Og þetta var áður
en Guttormur fæddist. Jón er ní-
ræður og hinn brattasti enn í dag.
Til Hjalteyrar kom eg. Verk-
smiðja Kveldúlfs þar er það mynd-
arlegasta mannvirki sem eg hef i séS
hér á landi, komið upp á svo skömm-
um tima. Við erum oft að tala um
amerískan hraða í framkvæmdum.
En hraðinn á bygging þeirrar verk-
Athugið gaumgœfilega
LjÓsaÚtbÚnað yðar!
Þegar 11 ú hin myrku
kveld eru í aðsigi, farið
þér að verja lengri tíma
inni — við lestur, skrift-
ir eða sauma. Verið
þessvegna viss um að
ljósin séu i lagi svo þér
ekki ofþreytið augun.
Vegna fegurðar og gæða skuluð þér nota liina
nýju, óviðjafnanlegu gólflampa, sem eru til svnis
í City Hydro's Lampabúðinni.
Og munið þetta!  Að hafa nóg af lampaglösum
fyrir yðar
HYDRO l AMP4
frosnir að innan til þess að útiloka ofbirtu. Þeir
spara einnig, vegna þess að þeir endast lengur.
Pakki með sex
(25, 40 og 60 watts) .......................
»1.20
Pantanir sendar C.O.D., 'eða bæta má þeim við
ljósareikninginn.
SÍMI 848 131
BOYD BUILDING
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8