Lögberg - 20.07.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.07.1939, Blaðsíða 1
52. ÁRGANGUR LÖGRERG, FIMTUDAGINN 20. JúLf, 1939 NÚMER 2.3 Guðmundur Kristjánsson söngvari og íslandsdagarinn á Heimssýningunni Athygli mín hefir verið dregin að því, að í grein minni um íslandsdaginn á Heims- sýningunni í New York, sem birtist í íslenzku blöðunum hér vestra fyrir stuttu síðan, hafi eigi verið minst á söng Guðmundar Kristjánssonar söngvar^ við það tækifæri. Þykir mér miður að svo var eigi, en það var þvi áð kenna, að í frásögninni um íslend- ingadaginn í stórblaðinu New York Times, sem grein mín var bygð á, var eigi sérstak- lega getið um söng Guðmund- ar. En rétt er það, sem tals- hátturinn segir, að “þess skal getið, sem gert er,” og sér- staklega þegar það er vel gert, og eg hefi nú fyrir þvi nægar sannanir, að Guðmundur söngvari hafi að þessu sinni, eins og svo oft endranær, orð- ið íslandi og íslendingum til sóma með framkomu sinni á söngpallinuin. Mér er tjáð, að LaGuardia, borgarstjóri i New York, hafi farið sérstaklega lofsamlegum orðum um söng Guðmundar, og að einnig hafi verið sér- staklega á söng hans minst í stórblöðunum New York Her- ald Tribune og New York Sun. Kemur þeim, sem til Guðmund- ar þekkja, þetta ekki á óvart, því að hann hefir jafnan unn- ið sér frægðarorð með fram- komu sinni bæði sem ein- söngvari og eins í óperum. Söngur hans yfir útvarp í New York hefir einnig undan- farið vakið mikla athygli og hlotið óspart lof hlustenda. Vinir og velunnarar Guðmund- ar fagna þeim fregnum og óska honum framhaldandi brautargengis á hinni erfiðu listamannsbraut; en sigrarnir eru þá einnig í hlutfalli við erfiðleikana, sem sigrast er á. Ricbard Beck. SAMVINNA / PÓLLANDI Tæpar 3 miljónir manna eru i kaupfélögunum í Pól- landi. Heildaríbúatala Pól- lands er 34 miljónir. Sam- vinnufélagsskapur er þar því allmikið útbreiddur, ef mað- ur telur 4 neytendur á hvern félagsmann, eins og venja er til, eru það um 12 miljónir manna, sem kaupa lífsnauð- synjar sínar í samvinnufélög- unum. Mest eru samvinnufé- lögin útbreidd í sveitunum, þar sem 2.1 miljón eru í fé- lögunum. Flest af félögun- um í sveitunum eru lánsfélög, sem lána bændunum til bú- reksturs og bygginga. Allmörg byggingarsamvinnufélög eru þar einnig. Dr. Olafur Stephensen látinn Síðastliðinn mánudag lézt að heimili sínu 162 Sherburn Street hér í borginni, Dr. ól- afur Stephensen, freklega 74 ára að aldri, fæddur að Holti í önundarfirði; er með hoti- um í val hniginn íslenzkur brautryðjandi vestan hafs, er Dr. ólafur Stephensen markað hafði spor i sögunnar sand, og sakir glæsimensku og háttprýði auðgað hið íslenzka mannfélag að margbreyttum litbrigðum. Hinn látni landnemi í riki vestur-íslenzkrar lælcnislistar, lauk prófi við læknaskólann í Reykjavík með ágætri eink- unn, og stundaði að því lokmi iframhaldsnám við Kaupm.- hafnar háskóla; hingað til lands fluttist Dr. ólafur 1893, og tók próf við læknaskóla Manitobafylkis 1895 með því að sliks var krafist samkvæmt landslögum áður en læknis- leyfi yrði veitt. Dr. ólafur var fyrsti íslendingurinn, sem fékk læknisréttindr í Canada, og hinn fyrsti íslenzkur lækn- ir með fullnaðarpróf, er gekk í herþjónustu meðan heims- styrjöldin frá 1914 stóð yfir; gegndi kafteinsstöðu sem her- læknir frá 1916 til 1918, og gat sér hinn bezta orstír; hann var dyggur meðlimur Fyrsta lúterska safnaðar, og einkalæknir stúkunnar ísa- fold yfir 40 ár. Dr. ólafur lætur eftir sig ekkju, Margréti, gáfaða ágæt- iskonu, og sjö börn; en þau eru þessi: Mrs. Robert Blaek, Mrs. V. J. Percy, Mrs. G. P. Kennedy og Emilie, allar í Winnipeg; Magnús, Long Beach, Cal.; Stefán í Van- couver og Frank í heimahús- um; tvær systur lifa Dr. ólaf, búsettar í Reykjavik. Útför Dr. ólafs fór fram kl. 2.30 frá Fyrstu lút. kirkju fimtudaginn þann 20. þ. m. undir umsjón Bardals. Kveðju- mál fluttu þeir séra Valdimar J. Eylands og séra Rúnólfur Marteinsson. Líkmenn voru Dr. B. J. Brandson, Dr. W. G. Beaton, S. W. Melsted, G. L. Stephen- son, S. Stephenson og S. Sig- urjónsson. Frá Islandi í gær var mjög heitt í veðri því nær um alt land. Klukkan 6 í gær var 28 stiga hiti í skugganum að Kirkjubæjar- klaustri á Síðu og 20—25 stig austan lands og norðan, til dæmis 25 stig að Mælifelli í Skagafirði. Mun þetta heit- asti dagur ársins. í gær var langhlýjast á fslandi af þeim löndum, sem veðurstofunni hér bárust skeyti frá. í Bret- landi var hvergi yfir 19 stiga hiti og mest 20 stig austan fjalls í Noregi. f morgun kl. 9 var 23 stiga hiti að Kirkju- bæjarklaustri, 22 stig á Akur- eyri og 20 stig að Mælifelli í Skagafirði og á Vattarnesi við Reyðarfjörð. Er leið að há- degi í dag var hitinn orðinn mun meiri, um 25—27 stig á Akureyri. Hitar þessir hafa valdið vatnavöxtum og skriðu- föllum norðan lands. Er bíl- vegurinn á Öxnadalsheiði og í öxnadal ófær á 30 km. kafla. Hjá Miðlandi í öxnadal hefir fallið 100 inetra breið skriða yfir veginn og fvrir framan Hóla hafa lækir valdið skemd- um. Grjótá á Öxnadalsheiði hefir brótið sér nýjan farveg vestan við brúna og komust hraðferðabilar ekki yfir ána í gáír. Steindórs bifreiðar fluttu farþega sína út á Sauð- árkrkók í nótt, en farþegar með bifreiðum Bifreiðastöðvar Akureyrar voru fluttir á hest- um yfir Grjótá og komust til Akureyrar um hádegi í dag. • Á þessu sumri er fyrirhugað að leggja jarðsíma yfir Holta- vörðuheiði í stað línanna, sem þar eru. Er vegalengdin 20.4 km. frá Fornahvammi að Grænumýrartungu. Verk þetta var hafið í byrjun þessarar viku. Var byrjað rétt ofan við Fornahvamm og verður grafið norður heiðina. Um fimtíu manns vinna að þessu í sumar, alt fram í ^eptember- mánuð. Þess er vænst, að hægt verði að taka jarðsím- ann yfir heiðiná' til notkunar í októbermánuði í haust. Þeg- ar fram líða stundir er fyrir- hugað, að slíku simasambandi verði komið á alla leiðina milli Akureyrar og Akraness eða Akureyrar og Borgarness. Með þeim hætti fengist miklu greiðara og betra símasam- band en ella væri kostur á. • Kvennaskólinn á Blönduósi mintist fimtíu ára starfsemi sinnar með miklum hátíða- höldum um síðastliðna helgi. Stóðu þau hátíðahöld tvo daga, laugardag og sunnudag. Fyrri daginn heimsóttu náms- meyjar frá Blönduósi skóla sinn, alls á þriðja hundrað, en siðari daginn voru ahnenn há- tíðahöld. Samkoman var fjöl- menn og mikið um ræðuhöhl og söng, en veður var óhag- sttt, norðlæg átt og kulda- gjóstur. Skólanum barst mik- ið af heillaóskaskeytum og gjöfum. Meðal annars gáfu gamlir nemendur skólans brjóstlíkneski af Elínu Briem og Guðrúnu Björnsdóttur og Þormóðui; Eyjólfsson á Siglu- firði gáfu málverk af Birni Sigfússyni á Kornsá, er Gunn- laugur Blöndal hefir gert. • Yfirleitt má gera ráð fyrir að túnasláttur hefjist í flest- um héruðum landsins upp úr Jónsmessuhelginni. Víða er þó þegar byrjað að slá, t. d. í Eyjafirði, suðvestan lands og sumstaðar á Vesturlandi. Er það miklum mun fyr en venja er til. Að Vífilsstöðum var sláttur byrjaður fyrir viku siðan og er nú búið að slá um 15 dagsláttur. Á Hólum í Hjaltadal var byrjað að slá um miðjan mánuðinn. Þykir grasspretta bezt norðan lands í Skagafirði og Eyjafirði. Vestan lands er mjög góð grasspretta í Snæfellsness- og Dalasýslum, að sögn manna, er ferðast hafa um þessi bygð- arlög nú nýlega. Aðal vorsmaíanir og rúning sauðfjár stendur nú yfir þessa dagana víða um land. Verða smalamenskur yfirleitt af- staðnar um helgina. Ær eru kappfyldgaðar eins og vænta mátti eftir svo snemmkomið og áfallalaust vor, en sum- staðar þykja brögð að því, að fé sé gengið úr ullu venju fremur. Víða, þar sem girð- ingar eða annað aðhald er ekki til fyrirstöðu, er fé runn* ið meira úr heimahögum, heldur en á sér stað um þetta leyti annars, þegar tíð er stirðari. _ Þátttakendur í bændaför- inni héldu heimleiðis i gær. Var orðið svo áliðið dags er komið var austan yfir Hellis- heiði á þriðjudag, að ráðleg- ast þótti að gista í Reykjavik, þótt fyrriuhgað hefði verið að fara vestur þá um kvöldið. Tíminn átti i gær tál við Guð- jón, Magnússon frá Hrútsholti i Eyjahreppi, er var einn af þátttakendunum í förinni. Lætur hann mjög vel af ferða- laginu og hrósar þeim viðtök- um, er allsstaðar voru veittar í þeim sveítum, er þeir fóru um. Beið á hverjum áfanga- stað mannsöfnuður eftir ferðamönnunum og víða komu bændur til móts við þá og fylgöu þeim i^m bygð sína. —Tíminn 22. júni. f síðasta blaði, þar sem birt voru nöfn þeirra íslendinga, er sæmdir voru heiðursmerki Fálkaorðunnar, féll af vangá úr nafn Dr. Rögnvaldar Pét- urssonar, er sæmdur var stór- riddarakrossi með stjörnu. Ríkisstjórinn í Norður Dakota um Islendinga Á fyrirlestrarsamkomu Thor Thors Alþingismanns að Mountain sunnudaginn 9. júlí bauð dr. Richard Beck hann og frú Ágústu velkomin fyrir hönd Norkur Dakota ríkis og las upp bréf frá John Moses ríkisstjóra. Komst hann, sem er Norðmaður, þannig að orði i bréfi sínu:— North Dakota is indeed fortu- nate to have so distinguished a visitor as Mr. Thor Thors, Chair- man of the Committee in charge of the Icelandic Exhibition at the World’s Fair- May I ask you to kindly extend tó Mr. Thors a hearty welcome to North Dakota, both in behalf of the state and on my own personal behalf. I would like also to have you assure Mr. Thors of the high re- gard in which we of North Dakota hold our citizens of Icelandic birth and descent. I think it can be truthfully said that, in proportion to the population, the men and women who hail from the Saga Isle have distinguished themselves more than any oth^r racial group (including the Norwegians).” John Moses, Governor of North Dakota. KA UPFJELÖG í SVIÞJÓÐ Kaupfélagið í Stokkhólmi jók söluna á síðastl. ári um rúmar 8 miljón kr. og var salan hjá því 1938 kr. 75.1 milj. Salan hjá hinum kaup- félögunum jókst einnig mikið. Salan hjá kaupfélaginu í Westeras, bæ á stærð við Reykjavík, jókst á síðastl. ári um 1.5 milj. kr. og var heild- arsalan yfir árið 6.44 milj. Félagið í örebro seldi fyrir 14.19 milj., í Eskilstuna fyrir 10 milj. o. s. frv. Alls staðar hefir aukningin verið mikil, alt upp í ca. 20%. Eins og áður hefir verið sagt frá í Samvinnunni, keypti sænska sambandið árið 1935 annað stærsta vöruhúsið í Stokkhólmi, Paul U. Berg- ström. Heldur var illa spáð fyrir þessum kaupum og margir töldu að salan myndi minka við það að sambandið keypti þetta gamla, þekta vöruhús. En reynslan hefir orðið alt önnur. Umsetning- in hefir aukist mjög mikið, eða um 90% frá því K.F. keypti vöruhúsið og var sölu- upphæðin á síðastl. ári um 18, milj. kr. og hafði þá auk- ist um 31% á síðastl. ári. .

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.