Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg

						PHONE 86 311
Seven Lines


Cöt.
Servioe
and
Satisfaction
PHONE 86311
Seven Lines
d
*#&

Cot-
etef 'f^
L*^\\s &       For Better
Dry Cleaning
and Laundry
**• AEGANGUE
I ,(¦)( ÍBERG,  ELMTIDAGINN  24.  JÚLI,  1941
NÚMER  :50
MRS. G. F. JÓNASSON
Fjallkona fslendingadagsins á Gimli ]). 4. ágúst næstkomandi
Mi,
KATHRYN ARASON
ss America á íslendingadegin-
J*1 á Gimli þann 4. ágúst næst-
k°mandi.
Frá stríðinu milli
Þjóðverja og Rússa
Þótt stríðsfréttirnar frá Ber-
lín og Moskva séu næsta mis-
munandi, þá verður þó ekki um
vilst, að Þjóðverjum ssekist inn-
rásin treglega, og hefir þegar
orðið þeim næsta kostnaðarsöm;
hafa þeir nú sótt á í meira en
mánuð, án þess að til verulegra
úrslita hafi komið, þrátt fyrh
það, þó ekki sé horft í manns-
lífin; hvort þeir hafi Smolensk
á valdi eður eigi, er enn ekki
með fullu vitað; en vegna þess
hve mikil járnbrautamiðstöð sú
borg er, hlýtur hún að teljast
mikilvæg fyrir hvorn hernaðar-
aðilanna sem er, því þaðan er
beinust braut og skemst til
Moskva; nýjustu fregnir stað-
hæfa, að viðnámsþróttur Rússa
á hinum þremur megin vígstöðv-
um, hafi mjög færst í auka síð-
ustu daga, og klofið djúp skörð
í hinar þýzku innrásarfylkingar.
Josef Stalin hefir persónulega
tekið að sér alla yfirstjórn rúss-
neska hersins.
h\
THORVALDSON
^nælir fyrir minni Canada á
e°dingaidaginn  á  Gimli  þann
^gúst næstkomandi.
Hert alvarlega á sókn
Brezki loftflotinn veittist svo
þunglega að þýzku iðnaðarborg-
unum Frankfurt og Mannheim
á þriðjudaginn, að slíkt er tálið
magnaðasta árásin, er Bretar
hafi fram að þessu gert. Slað-
hæfa fregnir frá London, að tjón
á hergagnaverksmiðjum hal'i
orðið gífurlegt; jafnframt þessu
sættu borgirnar Dunkirk, Rotter-
dam og Ostend, ítrekuðum loftá-
rásum.
DORIS BLONDAL
Miss Canada á íslendingadegin-
um á Gimli þann 4. ágúst næst-
komandi.
Róstusamt í Noregi
Þau tíðindi bárust út um heim
á mánudagskveldið var, að upp-
reisn hafi komið upp í þýzka
setuliðinu i Bergen er orsakað
hafi innbyrðis manndráp; fylg-
ir það sögu, að nokkrir þýzkir
herforingjar hafi fallið í viður-
eign þessari, og lík þeirra graf-
in verið að næturlagi með það
fyrir augum, að atburðurinn
vekti sem minsta athygli; þó er
mælt, að fregn þessi hafi læzt
sig eins og eldur í sinu um
þveran og endilangan Noreg.
Kosinn í bœjarráð
Við auka kosningu til twejar-
stjórnar i Winnipeg, sem frani
fór i 3. kjördeild á föstudaginn
þann 18. þ. m., fóru leikar þann-
ig, að M. J. Forkin, fyrrum bæj-
arráðsmaður, var kosinn með
allmiklu afli atkvæða umfram
þrjá keppinauta sína. Mr. Forkin
tatdist um eit skeið til flokks
Kommúnista, en bauð sig fram
að þessu sinni utanflokka.
Sæti þetta losnaði í bæjarstjórn,
er Mr. Penner, fulltrúi kommún-
ista, misti réttindi sin, er
kommúnistaflokkurinn var leyst-
ur upp eftir að núverandi styrj-
öld braust út.
Þingrof í British
Columbia
Forsætisráðherra British Col-
umbia fylkis, Mr. Pattullo, hefir
lýst yfir þvi, að hann hafi á-
kveðið að rjúfa þing, og að nýj-
ar kosningar fari fram i næst-
komandi októbermán. Flokka-
skifting í fylkisþinginu var á
þessa leið: Liberalar, 31; Kon-
servatívar, 8; C.C.F., 7. Til
verkamannaflokks taldist 1, og
1 þingmaður tjáðist utanflokka.
Þetta verður í þriðja skiftið sem
Mr. Pattullo gengur til kosninga
sem foringi Liberalflokksins í
Columbia, og mun honum enn
mega teljast sigur vís.
Stórmannleg gjöf — Sigurður
Jónasson lögfræðingur gefur
stjórn Islands höfuðbólið Bessa-
staði fyrir ríkisstjórabústað
Frú Gerður Steinþórsson, sem
um þessar mundir dvelur hér i
borginni ásamt manni sínum,
Eggert Steinþórssyni, lækni, lét
Lögbergi  vinsamlegast  í  té  þá
Winnipeg, og eignast hér margt
vina; hann er athafnamaður
mikilL og stórtækur vel. Mun
það meðal annars lengi í minn-
um haf, er hann endurheimti
Geysi í Haukadal fyrir ísland, án
tillits til kostnaðar; en þessi
heimsfrægi goshver hafði seni
vitað er, verið seldur erlendum
mönnum fyrir þrjátíu silfur-
peninga, eða eitthvað því um
líkt.
MRS. H. S. ERLENDSON
Fjalikona íslendingadagsins á Hnausum þ. 2. ágúst næstk.
°^ndaríkin veita Bretum
stórlán
, . ra  Washington  er  símað  á
^JUdaginn,   að   Bandaríkja-
'tjórn
hafi
ákveðið
að  veita
\A
retl»n  nú  þegar  $425,000,000
t'l vörukaupa.
Nýr upplýsingaráðherra
Mr. Duff Cooper, sem veitt
hefir forustu upplýsingaráðu-
neytinu brezka, er farinn frá ]>ví
embætti, og hefir fengið nýja
stöðn á Indlan/di. Eftirmaður
hans verður Mr. Brendan
Bracken, einkaritari Churchill
forsætisráðherra; ér hann nal'n-
kunnur blaðamaður og vinsall
mjög af alþýðu manna. Það er
vandaverk, og ekki ávalt vinsælt,
að vera upplýsingaráðherra á
stríðstímum, og fékk Mr. Cooper
oft sína vöru selda á þeim vett-
vangi.
Sigurður Jónasson
merku frétt, sem hér um ræðir;
en fregnin barst henni bréflega
frá foreldrum sínuni, þeim
Jónasi alþingismanni Jónssyni
og frú hans.
Bessastaðir eru frægt höfuð-
ból í þjóðmenningarsögu íslands,
sem vafalaust á eftir að varpa
ljóma á nafn þjóðarinnar í
framtíðinni; þennaa fagra og
sérkennilega stað hefir nú Sig-
urður Jónasson, lögfræðingur,
gefið stj.órn íslands fyrir ríkis-
stjóra eða forseta-bústað; hefir
hann látið gera miklar umbætur
á staðnum, og fser ríkisst.jórn-
inni hann til umráða í góðu ásig-
komulagi. Talið er víst, að
fyrsti ríkisstjóri fslands, hr.
Sveinn Björnsson, setjist að á
BeasastöQum áður en langt um
liður.
Sigurður  Jónasson,  lögfræð-
ingur,  hefir  tvisvar  komið  til
Frá Islandi
Tvrir mcnn drukna
i Kolkuósi.
Síðastliðinn þriðjudag vihli
það slys til við Kolkuós í Húna-
vatnssýslu, að tveir menn drukn-
uðu, er kláfferja, sem þeir voru
í, féll í ána.
Þeir, sem druknuðu hélu Hall-
d()r Bjarnason á Melstað og Jón
Jóhannesson á Kolkuósi.
Menn voru þarna nákegt og
tókst þeim að ná mönnunum
uj)i) úr ánni, en þá voru þeir
báðir meðvitundarlausir. Lifg-
nnartilraunir voru gerðar á þeim
og kom læknirinn frá Sauðár-
krók og gerði líígunartilraunir,
en þær reyndust árangurslausar.
—(Mbls. 26. april).
Ríkistjörnin  mótmælir
flugvallargerðinni
í sambandi við umræður í Nd.
Alþingis s.l. miðvikudag, um
hreytingu á loftferðalögunuin,
beindi Jóhann G. Möller fyrir-
gpurn til ríkisstjórnarinnar um
það, bvaða afstöðu hún hefði
tckið til flugvallargerðar Breta
og byggingar hermannaskála hér
i Beykjavík.
Ennfremur, hvort nokkuð væri
hæft í því, að hægt hefði verið að
koina í veg fyrir, að flugvÖllur-
inn yrði bygður á þessum stað.
Kvað þmgmaðurinn marga bæj-
arbúa fýsa að vita, hver afskifli
ríkisstjórnarinnar hefðu verið al
þessum málum.
Ólafur Thors atvinnumálaráð-
herra varð fyrir svörum af hálfn
stjórnarinnar.
Lýsti hann því yfir, að ríkis-
stjórnin hefði á sínum tínia
harðlega mótmælt flugvallargerð-
inni á þessum stað við brezka
setuliðið. Ennfremur því, að
bækistöðvar hermanna yrðu
reislar hér innan bæjar.
— (Mbls. 26. apríl).
*   *   *
Höfðingleg gjöf til Sambands
íslenzkra berklasjúklinga
Undanfarin tvö ár hefir Sam-
band íslenzkra berklasjúklinga
— S.f.B.S. — leitað til þjóðar-
innar um fjárframlög til styrkt-
ar berklasjúklingum í landinu.
Er þá einkum haft í huga að
nota það fé, er safnast, til þess
að koma upp vinnuheimili fyrir
sjúklinga, er burtskrifast al'
berklahælunum. Hefir þegar
safnast álitleg fjárupphæð i
þessu skyni, og fer stöðugt vax-
andi.
Frá Hólmavík hafa borist á 3.
þúsund krónur, er þar var safn-
að nú nýlega, og, úr Stykkis-
hólmi hafa borist 800 krónur,
svo að hæstu upphæðirnar séu
nefndar, er borist hafa nýlega.
En rausnarlegasta gjöfin, sem
vinnuheimilissjóði hefir borist
frá einum manni, er gjöf frá
Jóhannesi Reykdal á Setbergi.
Lét hann færa sambandinu 500
krónur. Er þetta svo fagnrl
fordæmi og göfugmannlogt. að
S.í.B.S. færir honum hjartanleg-
ar og hugheilar þakkir fyrir
drengskap hans og rausnarskap.
Fyrir hönd S.í.B.S.
Miðstjórnin.
—(Mbl. 2. rnaH.
STEFANÍA SlGURDSON
Miss Canada á fslendingadegin-
um á Hnausum þann 2. ágúst
næstkomandi.
Morgunblaðið frá 27. marz gct-
ur nýrrar bókar uni spiritisma i
þýðingú cl'lir scra Jón Auðuns;
77/07? THORS
aðalræðismaður islands í Banda-
rikjunum, er mælir f'yrir minni
islands á fslendingadeginum á
Gimli þann 4. ágúst næstk.
bók þessi er eftir nafnkendan,
franskan rithöl'und, Leon Davis
að nafni; bókin nefnist "í þjón-
ustu æðri máttarvalda," og hefir
þýdd vcrið á fjölda tungumála,
og nú scinast á íslcnzku.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8