Lögberg - 28.08.1941, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.08.1941, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. AGCST, 1941 LEYNIVOPNIÐ (Þýtt úr ensku) Fimtándi Kapítvbli Einn af S. S. vörðunum! — hugsaði eg og nam skyndilega staðar. “Um það er ekki að fást,” bætti hann við og leit beint framan í mig. “Fleiri en einn brezkur sendisveinn heyrir til því al- ræmda lögregluliði. “ “Eg hélt að allir S. S. varðliðar væri nákvæmlega yfirheyrðir áður þeir fengi þar inngöngu. ’’ “Það eru þeir vissulega.’’ “Hvernig lukkaðist yður þá að sleppa fram hjá rannsóknar herrunum ? ” “Brezkir sendisveinar komast inn á marga og skrítna staði.’’ Hann hugsaði'sig um eitt andartak, og bætti svo við: “Hið fyrsta, sem við verðum nú að framkva*ma, er að koma yður til Kitz- buhel eins fljótt og mögulegt er. ’ ’ “Og hvað um Hammerstein ? ” “Þér megið reiða yður á það, að við leitum eftir honum, og gerum samverka- mönnum okkar í Innsbruck aðvart um að hafa nánar gætur á öliu í þessum efnum. Eg held þó, að litlar líkur séu til þess, að við finnum hann fyr en í Kitzbuhel. Alt er undir því komið, hvað skeður jiegar j)ér náið sjálfur til j>ess staðar.” Hann yfirvegaði mig nú skyndilega frá hvirfli til ilja, og sagði svo: “Þér komist ekkert áleiðis í þessum búningi. Við verðum að fara til Mömmu Schwalbe. ’ ’ “Hvar og hver er hún?” “Farið aftur til járnbrautarstöðvarinn- ar. Takið vður ekki far með neinum vana- legum ferðavagni. Þér megið ekki hætta á að mæta nú jafnvel blindum manni að nætur- lagi.” Eg þuklaði ósjálfrátt með fingrunum um höíku mér. En litli veitingaþjónninn fói að leita í vösum sínum og dró svo j)aðan upp snyrtilega samanbrotinn hvítan vasa- klút. “Látið smáhnullung upp í yður undir kinnina og bindið svo klútnum um andlitið,” sagði hann. “Nú er að verða skuggsýnt, og ef þér haldið yður í skugganum, þá sleppið þér kannske við rannsóknina. ” Hann benti mér á bak við nærstætt tré. Þar fundum við hnullungsmola við rætur trésins og eg þrýsti honum nauðugur út í vinstri kinnina. Svo tók eg vasaklútinn og batt honum þvert um andlit mér. Meðan á þessum athöfnum stóð gaut litli maðurinn í sífellu skarplegum augum í allar áttir, upp og niður eftir götunni, sem nú virtist þó algerlega mannlaus. “Þetta fer betur,” sagði hann, þegar eg hafði hagrætt herðaklút Brunnhildar utan yfir vasaklútnum. “Frau Schwalbe ó heima að nr. 16 Andreas Hoferstrasse, nó- iægt vörugerði járnbrautarinnar. Þar hefir hún smiivarnings-ullarbandsmuna verzlun. Farið ekki inn um framdyrnar, en skjótist inn eftir mjóum götustíg meðfram húsinu, snúið fyrir fyrsta hornið til hægri handar, ýtið opinni hliðsgrindinni þar og gangið inn í húsgarðinn. Þar komið þér að mjórri dyra- hurð. Berjið léttilega á hana fjögur snögg högg — fjóra depla: stafinn “II” í Morse staifrófinu. Frændi frúarinnar mun opna hurðina. Hann er heyrnar- og mállaus. Nuddið hægri hendinni þvers um ennið, eins og þér værið að j>urka af yður svita, og hann mun þá hleypa yður inn í húsið. Eg verð kominn þangað á undan yður. Það vona eg að minsta kosti. Bíðið j>ó ekkert eftir mér, en hagið yður eftir því sem yður virðist bezt við eiga. Það er óhætt að treysta Mömmu Schwalbe. Hún lætur yður í té einhvern fatnað og vegabréf, sem komiö getur yður að gagni.” Hann sló saman hælunum að þýzkri her- mannsvenju, lineigði sig með viprubrögðum og gekk snarlega á burtu frá mér niður eftir götunni. Eg komst brátt á Andreas Hoferstrasse og að nr. 16, sem reyndist smámuna-verzlun arbúð, eins og litli brezki sendisveinninn hafði sagt mér. í sama mund og eg nálgað- ist búðina kom út úr henni svartklædd kona með svarta tösku í hendinni og tvö böra hangandi í pilsum hennar, sitt hvoru megin. Eg mjakaði mér gætilega áfram með aðra Iiönd á veggnum, því nú var þarna kolsvarta- myrkur, svo eg sá ekkert fram undan mér. Brátt fann eg að veggnum lauk og við tók eitthvað, sem virtist vera jámstengur í girðingu. Þessu fylgdi eg með hendinni unz eg snerti hliðsgrind, sem opnaðist við minsta þrýsting, og eg var samstundis kominn á ofurlítinn grasbala, þar sem andrúmsloftið angaði af blómailm. Að baki hússins sást enginn ljóssglampi, en er eg kom fast að því, tók ég eftir ofursmáum hjartamynduðum. gulleitum ljósbletti á hurðinni þar. Þangað sneri eg og barði á hana fjögur léttileg smá- högg. Eftir andartaks bið var hurðin opnuð og fram í dyrnar kom risavaxinn maður. Iiann starði við mér bláum, spyrjandi aug- um. Eg strauk handarbakinu þvers um enni mér rétt ofan við' augun. Maðurinn kinkaði kolli og færði sig til hliðar, svo eg kæmist fram hjá honum inn í húsið. Svo lokaði ris- inn hurðinni aftur og brá járnslá í keng. Eg steig áfram nokkur fet og var þegar kominn inn í loftlitla smástofu. Ilönd var nú lögð á öxl mér. Er eg þá vék mér við stóð risinn þar og vísaði mér með bananagildum fingri til sætis á einum stofustólnum. Eg sneri þangað, settist ó stólinn og losaði mig um leið við herðaskýlu Brunnhildar, vasaklúts-strút litla veitinga- þjónsins og að lokum steinhnullungs ófétið undan kinninni á mér. Nú opnuðust stofudyrnar og inn kom f jörleg og þunnleit lítil kona. Að baki henni kom litli veitingaþjónninn, mér til mikils hugarléttis. En áður eg fengi sagt nokkuð, tók frú Schwalbe til máls og orðin streymdu fram af vörum henni eins og lækjarbuna. “Svo þér eruð búinn að fá nóg af þess- um klæðaburði, ungi maður,” sagði hún. “Mig undrar það ekki. Eg verð að gera mitt bezta til að breyta yður í karlmann aftur.” Nú tók eg eftir því að dauf-dumbi risinn hélt á snjáðum stuttbuxum úr leðri líkum þeim, er austurrískir f jallgöngu-fylgdarmenn klæðast, og sömuleiðis þykkum ullarsokkum í annari hendinni. 1 hinni hafði hann blá- gráa skyrtu. “Hraðið yður nú, ungi maður,” ómálg- aði frú Schwalbe. “Þér verðið að ná lest- inni, segir þessi vinur yðar mér, og þér þurfið einnig að fá einhvers konar vegabréf, skilst mér.” Eg leit til veitingaþjónsins, sem kinkaði alvarlega kolli og deplaði til mín augunum. “Auðvitað þarf hann að fá vegabréf,” sagði hann. “Eg hetfi ljómandi vegafbréfs sam- sta*ðu,” hrópaði frúin. “Getið þér talað ítölsku ? ’ ’ Eg hristi höfuðið. Leðurbuxurnar íoru mér þolanlega og er eg klaaddist skyrtunni, fór mér að líða býsna vel aftur. Nú gat eg þá aftur horft með nokkru sjálfstrausti framan í mann- heiminn. “Það er leitt, að þér skulið ekki tala ítölsku,” sagði frú Schwalbe, “ því nú verðið þér frá þessari stundu að bera nafnið Wil- helm Eisen, með öðrum orðum: Gugliemo Ferrero, kominn beint frá Corinta, þakklót- ur fyrir að hafa náð aftur heim í föð'urland- ið til þess að þjóna því á þessari erfiðu stund. Slíkur maður eruð þér nú, og hans skjöl hefi eg líka og engin önnur. Og hann hefir verið að leiðbeina fjallgöngumönnum síðan hann var sextán ára gamall. ” “Eg hefi aldrei á æfi minni gengið í fjöll,” sagði eg í móitmælatón. “Það gerir ekkert til. Þér þurfið ekki lengi að leika Wilhelm Eisen og engir ferða- menn eru hér nú lengur. 1 þrið'ja flokks járnbrautarvagni sleppið þér við nákvæma skoðun af hálfu varðliðanna. ” “Lestin fer um miðnætti,” greip litli veitingaþjónninn fram í. “Til þess tíma getið þér hafst hér við'. Takið nú nákvæm- lega eftir því, sem eg segi.” I fáum stnttum setningum lýsti hann svo Kitzbuhel fyrir mér og sagði mér á hvern hátt eg gæti náð til Ehrenbaohhohe. Þegar hann lauk þessu leiðbeiningarmáli sínu, lét hann mig hafa aftur yfir aðal inni- hald þess. “ Jæja-þá,” sagði hann, þá eg hafði náð fullu haldi á þessu, “er það svo nokkuð annað, sem þér viljið fá?” “Bjórglas,” svaraði eg samstundis. Sá daufdumbi var sendur út af Örkinni til að sækja hressinguna, og eiftir drykk- langa stund var eg farinn að gæða mér ó freyðandi ölinu þarna. í stofunni, meðan frú Schwalbe buslaði við ýmiskonar húsverk sín og lét jafnframt orðaflóð'ið streyma við- stöðulaust fram af vörum sér. Hún talaði í hröðum straumi um eitt og annað, en það þótti mér einkennilegt, að hún talaði aðeins um það, sem skeð hefði á lið- inni tíð, en mintist ekki einu orði á það, sem nú væri að gerast eða ske kynni í náinni framtíð. Þegar hún eitt sinn þagnaði til að ná andanum, vék eg sjón að ljósmynd, sem stóð á arinhillunni, af myndarlegum, ungum leið- sögumanni með fjöður í týrólsku húfunni sinni og reipishring um herðarnar. “Þetta er fallegur ungur maður,” sagði eg. “Skyldmenni yðar, líklega.” “Sonur minn,” svaraði frú Schwalbe. Þjóðverjarnir myrtu hann, þegar þeir fyrir átján mónuðum réðust inn í Ausiturríki. ” Augu hennar skutu neistum eitt ang-na- blik. Og mér skildist nú hvers vegna hún hefði þarna þessa litlu búð, með stöðuga hættu hangandi yfir höfði sér um kvalalíf og jafnvel dauða, til þess að greiða fyrir athöfnum sendisveina brezku stjórnarinnar. Fjórðung stundar fyrir miðnætti bjóst eg til brottfarar með litla veitingaþjóninum,' sem eg hafði enn ekki komist eftir hvað hóti. Frau Schwalbe hafði aifhent mér nýja vegabréfið. Leiðarskjöl Freiburgs og gula olíulérefts-böggulinn geymdi eg á sama stað eins og Freiburg hafði gert á Heliopolis. Eg gat ef til vildi þurft á þessu að halda til að ía sannfært Hammerstein um veruleika liinn- ar ótrúlegu sögu miunar. Við lögðum á stað út í svartnættið, litli veitingaþjónninn með böggul í liendi. ' “Hérna,” sagði hann, “er handsekkur, sem hefir að geyma matarböggul, vasaljós og múrsleif.” “Múrsleif,” endurtók eg í undrunartón. “Þér mintust, minnir mig, á tíunda tréð, talið frá háu björkinni við hóteldvmar,” svaraði hann. “Sleifin g-æti ef til vill orðið þar að gagni. 1 millitíðinni mun eg ná sambandi við ;P.B. 3.” Mér kom í liug myndin af Granby, eins og liann leit út, er eg sá liann síðast, grá- eygðan, grannleitan og órakaðan, í brezka kafbátnum norðan við Spánarstrendur. “Hvernig getið þér gert það?” spurði eg undrandi, er við gengum hlið við hlið nið- ur eftir koldimimu strætinu. “Eg get á fáum klukkustundum komið til lians skeyti í gegnum Zurich. En á þessu er þó, á hinn bóginn, sá hængur, að þetta samband gildir ekki nema í aðra áttina, og eg get ekkert svar fengið frá honum. En við höfum okkar sérstöku reglur um athafn- irnar, þegar um slíkt er að gera.” Hann hikaði við í huganum eitrt andar- tak. “Ef þér svo,” sagði hann enn, “skyld uð finna skjölin eða Ilammerstein, eða hvort- tveggja í Kitzbuhel, þá kallið tafarlaust í símanum til Gullnu Arnarinnar, og spyrjið eftir Josef. Það væri eg. Segið mér að fara með fatatöskuna á járnbrautarstöðina og senda liana með 4.23-lestinni. Skiljið þér það?” “ Já.” “Það er sönnun þess,” hélt Jósef áfram, “að yður hafi lukkast vel eftirleitin. En ef þér finnið hvorki skjölin eða Hammer- stein, þá komið svo fljótt sem yður er unt aftur til Innsbruck. ” “Eins fljótt og mér er unt,” endurtók eg. “Ef yður virðist það ferðalag of mik- illi hættu háð, þá verið kyr og bíðið í Kitz- buhel eftir frekari skipunum úr loftinu.” Er hann sagði þetta, stakk hann blaði í lófa mér. “Til að eyðileggjast eftir að lesið er,” bætti hann enn við. “Þetta er eintak al' loftfara blaði, sem E.A.F.-flugliðið dreifir hvarvetna úr á ferðum sínum. 1 öðrum dálki annarar síðu eru leiðbeiningar til brezkra trúnaðarmanna birtar samkvaimt stuttri og einfaldri fyrirfram ákveðinni reglugjörð, þeirri, að maður tekur þriðja stafinn úr öðru hverju orði og sjöunda staf úr fimta hverju orði, sem til samans mynda leyni- boðin. Þessi skeytasending er þó ekki notuð nema mikið liggi við. Skiljið þér þetta?” “Bg skil það.” Eg varð að framvísa leiðarbréfi mínu óður en eg fengi að fara fram hjá verðinum við jórnbrautarstöðina, en það tafði ekkert för mína. Lestin var troðfull af tolki. Sam- ieið mín með því var stutt, og klukkan hálf- tvö um nóttina stóð eg svo að lokum á stöðv- arpallinum í Kitzbuhel. - Eg fór nú tafarlaust að framkvæma skipanir Jó&efs. Af ásettu ráði gekk eg þeg- ar burt frá stöðinni eins og eg þekti mig þarna vel og væri að hraða mér heim á leið. Þetta gerði eg til að sýnast fyrir stöðvar- þjónunum og vörðunum við hliðið, sem naumast litu nú líka við mér. Tunglið var nýkomið upp og í ljósi þess rakst eg á brú yfir vatnslitla á, gekk yfir hana, sneri svo til vinstri handar og lagði leið mína upp eftir mjóu og bröttu aðalstræti bæjarins. Brátt kom eg auga á tvær kirkjur með svo sem fimtíu faðma millibili. Létt fótatak mitt heyrðist dauflega, er eg fetaði mig áfram eftir götunni og gegnum hlið, undir liáum turni með risaþaki, sem mánaskinið glamp- aði á. Þá sneri eg inn á mjóan götuslóða, sem Josef hafði sagt mér að lægi til neðri endastöðvar stálreipis-brautarinnar, er flytti ferðamenn upp eftir Harnenkamm til efri stöðvar brautarinnar, þaðan sem aðeins væri tuttugu til þrjójtíu mínútna gönguleið eftir efstu fjallsbrúninni til Elirenbachhohe. Járnbraut þessi var ekki starfrækt klukkan hálf-tvö að morgni dags, eða jafnvel nú nokkra stund dags eða nætur. Ferðir um hana voru lagðar niður strax og stríðið brauzt út. Til þess því að komast þarna upp á fjallið varð eg nú í tvo klukkutíma að klifrast þangað eftir mjóum, bröttum og krókóttum göngustíg. 1 hér um bil hálfttíma fylgdi eg þessum götuslóða, unz eg liafði seinasta strjáling húsa bæjarins að baki sér, og Kitzbuhel hvíldi enn í svefnsins ró á lóglendinu við rætur fjallsins. Næturloftið var milt og eg lagði mig þarna niður í grassvörðinn, stakk pokanum frá Jósef undir vanga mér og féll þegar í væran blund. 1 dögun reis eg upp og hélt göngunni stöðugt áfram upp í gegnum skógargróður- inn, þangað til eg kom auga á efri brautar- stöðina svo sem hundrað fet fyrir ofan mig. Þarna sá eg engin lífsummerki, en hélt á- fram upp að stöðinni, sem eg svo fór fram hjá með hUna á vinstri hlið við mig. Nú hafði eg náð upp á fjallið og varð að ganga eftir hæðarbrúninni, eða öllu heldur í skjóli hennar. Svo kyrt var loftið þenna septemberdagsmorgun að logi eldspýtunnar er eg bveikti á til þess að brenna blaðið, sem Jósef hafði fengið mér og eg haf-ði nú náÖ að lesa, flökti ekki hið allra minsta. Nafn blaðsins var: “Fréttablað úr skýj- unum.” 1 því birtust ýmiskonar fortölu- og áminninga greinar ásamt fyrirmyndar upp- dráttum, alt þannig framsett og gert, að það vekti óhug og ráðaleysiskend Húnverjanna. I öðrum dálki annarar blaðsíðu var ádrepu- grein til Goerings. Þá duttu mér í hug leið- beiningar Jósefs: Þriðji stafur annars hvers orðs, og sjöundi stafur úr fimtahverju orði. Eg rendi auga niður eftir öðrum dálkinum og setti mark neðan við' annan og sjöunda staf tilgreindu orðanna, og komst þannig að orðsendingunni er Jósef hafði fengið um komu mína. Svo brendi eg blaðið upp til agna. Hinu megin \úð liinn breiða dal til vinstri handar teygðu sig upp í geiminn hinir sindrandi hnúkar Alpafjallanna, og með því að yfirvega nánar sviðið inn með fjallsbrúninni koin eg auga á ferðamanna- skýlið uppi á Pengelstein fjalls-öxlinni, það- an, sem eg eins og leiðsög-umaður alt frá sextán óra aldri átti að hafa fylgt skíðafólk- inu. Og eg hafði yfir í huganum nöfn hæð- anna þar um kring. Eftir tuttugu mínútna gang kom eg að hótelinu í Ehrenbachhohe. Ekkert afdrep var þarna, er skygði á komu mína, en er eg nálgaðist hótelið tók eg eftir því, að furu- trén á hæðarbrúninni hinu megin við það stóðu í röð fast upp að dyrunum. Staður- inn, sem eg leitaði að, var því mjög nærri. Gistihúsið og umliverfi þess var jafn- þögult eins og brautarstöðin, sem eg hafði gengið framhjá litlum tíma óður. Glugga- hlerunum var lokað og slagbrandar á dyr- unum. Eg gekk þegar fram hjá því. Trjáröðina athugaði eg nákvæmlega og vakti háa tréð við dyrnar sérstaklega athygli mína. Nú þurfti eg ekki annað en telja þau. Eg gekk að rótum liáa trésins og liélt svo á- fram moðfram trjáröðinni. Tíunda tréð' var iægst, gildvaxið og greinaríkt. Svo taldi eg trén aftur til þess að vera viss um, að mér hefði ekki misitalist, losaði svo af mér pok- ann og lagði hann frá mér í grasið undir trénu. Eg athugaði nú vandlega moldina alt í kring um trésræturnar til þess að grenslast eftir því hvort nokkuð liefði verið nýlega rótað við henni, en þess sáust engin merki. Eg opnaði því pokann og dró þaðan út múr- sleifina. I 'sama andartakinu heyrði eg ofurlítið skrjáfhljóð rétt ofan við mig í trénu, og leit þangað upp, en á næsta augnablikinu skelt- U'st tveir mannsfætur í þykksóiuðuðum skóm á axlir mér nið'ur úr trénu, með svo miklum þunga, að eg skjögraði og féll um. En þá var illyrmislega fingrum tveggja lmnda gripið um hálsinn á mér. Að þrýst sé með öflugu fingrataki að hálsi mamis er óþægilegt og jafnvel ekki hættulau'st. Maður hefir þá fó úrræð'i til undankomu. .Mér fanst nú einna vænlegast að viðhafa bragðið, sem Hirota litli kendi mér í ’P1risco. Svo eg þrýsti fast saman lóf- unum, stakk höndunum niður að úlnliðum ofsóknarmanns míns milli handleggja hans og ýtti ]>eim harðneskjulega sínum til hvorr- ar íiliðar. Við það snögga bragð varð hann að sleppa fingratakinu á hálsi mér, og í einu hendingskaisti vippaði eg mér upp á hnén. Þá sá eg hver maðurinn var og hönd mín, er eg hafði reitt til höggs, féll óðara niður með hlið mér.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.