Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg

						LÖGBERG,  FIMTUDAGINN  27.  NÓVEMBER,  1941
Ríkaáti maður
íslands?
Nokkrar sagnir wtn vest'
firzka auðmann'uui og hqfÖ-
ingjann Eggeri Hamnesson.
Skráð hefir Gils Guðmundsson.
Nokkru eftir aldamótin 1500
gerðist sá alburður, að norskur
maður, Hannes Eggertsson að
nafni, flutti búferlum til fslands.
Hannes var maður mikils háflar
Og mun hafa farið hingað til
lands á vegum Danakonungs.
Svo mikið er víst, að árið 1513
er hans getið í skjölum, og sézt
þar að hann er umboðsmaður
konungs sunnan og vestan á ís-
landi. Tveim árum síðar er vald
hans enn aukið að mun, en árið
1521 er hann skipaður hirðstjóri.
Hannes kvæntist islenzkri
konu, ágætrar ættar, Guðrúnu,
dóttur Björns Guðnasonar í
ögri, hins nafnkunna skörungs
og bænahöfðingja. Reistu þau
hjón bú að Núpi í Dýrafirði og
gerðust brátt auðug að löndum
og lausafé. Var Hannes dug-
mikill maður, og virðist hafo
verið allvel liðinn af lands-
mönnum. Ekki kembdi hann
hærurnar, andaðist á bezta aldri
um 1530. Hélt Guðrún ekk.jo
hans áfram búskapnum á Núpi
og fór mikið orð af rausn henn-
ar.—
Meðal barna þeirra Núps-
hjóna  var  Eggert,  sem  gerðist
með aldrinum einna aðsópsmest-
ur og mikilhæfastur allra is-
lenzkra höfðingja á 16. öld.
Verður hér sagt lítið eitt frá
æfi hans og getið nokkurra
sagna,  sem af honum  ganga.
Eggert Hannesson mun vera
fæddur um 1520. Hann var
snemma víðförull, fór fyrst er-
lendis með foreldrum sínum,
dvaldi þá í Þýzkalandi, nam
þýzka tungu, og batt þar þau
bönd, sem aldrei áttu eftir að
slitna síðan. Svo er að sjá, sem
Ögmundur biskup Pálsson hafi
tekið Eggert ungan í þjónustu
sína. Má það ótrúlegt þykja,
því vitað er a£ skjölum, að deil-
ur miklar voru með þeim
Hannesi Eggertss. og ögmundi.
Hitt er þó ekki að síður óvé-
fengjanlegt, að í Skálholti var
Eggert komíð til menta, og fékk
biskup á honum hinar mestu
mætur. Sézt það á þvi, að ög-
mundur sendir hann vart tvi-
tugan i hinum vandasömustu
erindagerðum, bæði til Þýzka-
lands og Noregs. Dvaldi hann
heilan vetur í Hamborg, og hef-
ir sennilega stundað nám. Þar
hitti hann Gissur Einarsson,
góðvi'n sinn úr Skálholti, er ]>a
hafði farið utan til að taka
biskupsvígslu,- þótt frestun yrði
á því að sinni. Voru þeir Egg-
ert mjög samrýmdir um vetur-
inn og bundust traustum vin-
áttuböndum. Mun fátt hafa
verið efnilegri aðkomumanna
þar i borg, en þeir félagar, enda
Business and Professional Cards
Dr. P. H.T. Thorlakson
105  Medlcal  Arta  Bldg.
Cor. Qraham  og Kennedy Sts.
Phone 22 866
Res. 114 ORENFELL BLVD.
Phone  62 200
ST. REGIS HOTEL
285  SMITH  ST.,  WINNIPEO
•
Pœgttepur  og  rólecrur  bústaður
l mÁObiki borgarinnor
Herbergi  $2.00  og þar yílr;  meO
baGklefa 62.00 og þar yfir.
Agætar  maltlCir  40c—60o      ]
Free Farking  for  Chteitt
DR. B. H. OLSON
Phones:  35 076 . 906 047
Consultatlon by Appointment
Only
Heimill:  5  ST.  JAMES  PLACE
Winnlpeg,  Manitoba
Arthur R. Birt, M.D.
605  MEDICAL  ARTS  BLDG.
Winnipeg
Læknlngastofu-sími 23 703
Heimilissími 46 341
ScrfrœOinnur  í  öllu,  er  aO
UúOsjúkdómum,  lytur
Viðtalstfmi:  12-1 og 2.30 til 6 e. li.
Office Phone
87 293
Res. Phone
72 409'
Dr. L. A. Sigurdson
109  MEDICAL,  ARTS  BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arta Bldg.
Cor. Oraham og Kennedy SU.
Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30
Heimili:  214 WAVERLEY  ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manltoba
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœfenmr
•
40« TORONTO QEN.   TRUSTS
BUILDING
Cor.  Portage Ave.  og Smith  St.
PHONE 16 645       WINNIPEG
DR. ROBERT BLACK
SérfræCingur I eyrna, augna, nef
og hálssjukdomum
216-220  Medical  Arts  Bldg.
Cor.  Graham  &  Kennedy
ViCtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 6
Skrifstofusími  22 261
HelmlUssími 401 991
H. A. BERGMAN, K.C.
ialensckur  lögfræOingur
Skrifstofa:  Room  811  McArthur
Bulldlng, Portage Ave.
P.O.  Box  1656
Phones  96 062  og  39 043
Dr. S. J. Johannesson
215  RUBY  STREET
(Beint suOur af Banning)
Talslmi  30 877
ViStalstlmi  3—5 e. h.
Dr. A. Blondal
Physician & Surgeon

602  MEDICAL  ARTS  BLDG.
Slmi  22 296
Heimili: 806 Victor Street
Sími 28 180
Thorvaldson & Eggertson
LögfræOingar
300 NANTON BLDG.
Talsími  97 024
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
808  AVENUE  BLDG.,  WPEG.
•
Faateignasalar.  Lelgja hús.  Dt-
vega  penlngalán  og  eldsábyrgO,
bifreiCaabyrgC  o.  s.  frv.
PHONE  26 821
DR. A. V. JOHNSON
DentUt
606  SOMERSET  BLDG.
Telephone  88 124
Home Telephone 27 702
V
A.  S.  BARDAL
848  SHERBROOOKE  8T.
Selur Ilkklstur og annast um flt-
farlr.  Allur  QtbunaOur sa becti.
Ennfremur selur hann allskonmr
mlnnlsvarCa og legsteina.
. Skrlfstofu talslml 86 607
HeimlllH  talsfml  501 6*2
vöktu þeir almenna athygli fyr-
ir glæsimensku og gáfur. Svo
vel voru þeir að sér í þýzkri
tungu, að orð var á gert. Töl-
uðu þeir málið sem innlendir
væru, og fengust menn vart til
að trúa því, að um útlendinga
væri að ræða. Til marks um
það er saga sú, er gengur af
Gissuri, og á að hafa gerst í
l>essari ferð. Sagan er svona:
Þegar Gissui- kom til Hafnar, í
því skyni að fá staðfestingu á
biskupskjöri sínu, leitaði hann
á fund konungs, eins og lög gera
ráð fyrir. Fékk hann að velja
um það, hvort hann vildi heldur
tala latínu eða þýzku við kpn-
unginn. Var þýzka mjög töluð
við hirðina, enda var drotnin.íí'm
þýzk, og hélt fram móðurmáli
sinu. Gissur valdi þýzkuna og
talaði svo fagurt mál, að drotn-
ing féll í stafi, og vildi með engu
móti trúa því, að um islenzkan
mann væri að ræða. Tók hún
öllum sönnunargögnum hans
með hinni mestu tortryggni, en
lét að lokum sækja islenzkan
nánismann, til að prófa Gissur
i íslenzkunni. Að því prófi
loknu hafði drotning hinar
mestu mætur á Gissuri, fyrir
þýzkukunnáttu hans.
Eftir að Eggert kom heim úr
utanför sinni, settist hann brátt
að á Vestfjörðum, þar sem hann
átti ætt og óðal. Bjó hann að
Niipi með móður sinni, fékk
ærin mannaforráð vestur þar og
lét til sín taka í mörgu. Þótti
hann líkjast Birni afa sinum
um dugnað og skörungsskap, og
gerðist kappsmaður um fram-
kvæmdir, málafylgjumaður mik-
ill og héraðsríkur með afbrigð-
um. Var svo komið árið 1552,
er Otti Stígsson höfuðsmaður
hvarf af landi brott, að hann
sá engan færari til að taka við
stöðu sinni, og hlaut Eggert þá
höfuðsmannsembættið.     Hafði
hann þá stöðu í 2 ár og bjó á
Bessastöðum. Síðan varð Egg-
ert lögmaður, fyrst sunnanlands,
en árið 1558 var hann kjörinn
lögmaður nyrðra og fékk allar
tekjur Barðastrandasýslu i lög-
mannslaun.
Kona Eggerts hét Sigríður.
Hún var dóttir Þorleifs Gríms-
sonar hins rika á Möðruvöllum,
og óx auður Eggerts drjúgum
við það kvonfang. Ekki var
sambúð þeirra hjóna löng, því
Sigríður varð skammlíf. Bjó
Eggert um skeið ekkjumaður að
Núpi, og var Guðrún 'móðir
hans fyrir húinu með honum.
Svo er sagt, að um þessar
mundir hafi maður sá búið á
Kirkjubóli i önundarfirði, sem
Jón hét. Hann átti þrjár dætur.
Voru tvær þeirra augasteinar og
eftirlæti foreldra sinna, báru
góð klæði og unnu það eitt, sem
þær \ildu. Sú þrið.ja var oln-
bogabarn. Klæddist hún hinum
mestu tötrum og var höfð fyrir
smalastelpu. Þá var það ein-
hverju sinni, að Eggert átti leið
u m önundarfjörð. Sló hann
tjaldi sínu i úthögum skamt frá
Kirkjubóli og lét þar fyrirberast
um nótt. Að morgni voru hest-
ar hans á brott, og sendi hann
þá sveina sína að leita þeirra.
Ló hann vakandi i tjaldi sinu
um hríð. Þá verður hann þess
var, að skuggi fellur á t.jaldið,
og tekur nú að gefa þessu gætur.
Eftir litla stund gengur hann
fram og sprettir upp tjaldskör-
inni. Sér hann þá að úti stend-
ur stúlka ein, heldur tötralega
klædd, en væn að yfirlitum.
Yrðir hann á stúlkuna og spyr
um hagi hennar. Stúlkan er
feimin mjög, en segir þó sem
var, að hún sé dóttir bónda og
hafi það hlutverk að gæta fjár.
Eggert bauð henni inn i tjaldið,
og þáði hún það. Ræddust þau
við um ýmsa hluti og fékk Egg-
ert alt að vita um hagi hennar.
Leizt honum vel á stúlkuna og
þótti hún skýr og myndarleg.
Féll svo vel á með þeim að lok-
um, að þau sænguðu saman i
tjaldinu. Að skilnaði tók Eggerl
fram gullhring og dró á fingur
henni.   Bað hann  stúlkuna  að
skilja hringinn aldrei við si^
framar. Síðan fór hún að smala
kindum föður síns, en Eggert
beiðí tjaklinu, þar til sveinarnir
komu með hestana. Strax og
þeir komu, var tjaldið tekið upp,
og hélt Eggert því næst beina
leið heim að Kirkjubóli. Jón
bóndi tekur við honum ágæta
vel, og er hinn kátasti yfir því,
að hljóta heimsókn slíks höfð-
ingja. Talast þeir við um hríð,
unz Eggert spyr að dætrum
bónda, eða hvort hann eigj þær
engar. Kvað hann erindi sitt
vera það, að biðja um eina þeirra
fyrir þjónustustúlku. Bóndi
komst nú allur á lofjt og tók
þessu hið bezta. Kvaðst hann
eiga tvær. dætur, er væru báðar
vel til þess fallnar, að þjóna
höfðingjum. Lætur hann síðan
leiða inn eftirki'lisdætur sínar,
hvora af anhari og voru þær
báðar prúðbúnar. Eggert horf-
ir á þær um stund, en vill
hvoruga kjósa. Síðan spyr hann
hvort bóndi eigi ekki þriðju
dótturina. Nokkrar vöflur komu
á bónda og færist hann undan.
en Eggert krefur hann sagna
sem ákafast. Að lokum gugnar
karl, og segist raunar eiga þriðju
dótturina, en hún sé hálfgerðuv
aumingi og ekki mönnum sjá-
andi. Eggert krafðist þess, að
hún væri leidd fram, og var það
gert. Hafði stúlkan verið klædd
i hversdagsföt systra sinna og
var með sjóvetlinga á höndum.
Var hún nú hálfu feimnari og
uppburðarminni en um morgun-
inn. Þó fór nokkuð af henni
feimnin, þegar hún þekti Eggert.
Eggert gekk til stúlkunnar og
spyr hana að heiti. Hún kvaðst
heita Sesselja Jónsdóttir. Því
na'st spyr Eggert, hvers vegna
hún sé með vetlinga á höndum
í hlýju veðri og skipar henni
að taka þá ofan. Stúlkan verð-
ur sein til og hreyfir ekki við
vetlingunum. Eggert grípur um
hendur hennar og dregur þá af
henni. Glanvpar nú á gullhring-
inn góða og verða allir hissa, en
þ(') mest foreldrar stúlkunnar.
Eggert spyr, hver hafi gefið
henni hringinn, en hún þorði
ekki með nokkru móti að
stynja því upp. Segir hann þá
alt eins og var, og kvaðst vilja
hafa Sesselju sem þjónustu-
stiilku og enga aðra. Varð svo
að vera sem hann vildi, og hlaut
bóndi að játa því.
Síðan reið Eggert með Sesselju
norður til Skutulsfjarðar og
kevpti þar nóg af góðum kla'ðn-
aði fyrir hana. Að því búnu
héldu þau heim að Núpi, og
bjuggu siðan saman eins og h.jón
meðan Sesselja lifði. Var jafnan
ástríki mikið á milli þeirra, og
rénaði það ekki þótt árin liðu.
Mjög var þessi sambúð á móti
skapi Guðrúnar, móður Eggerts,
og þótti henni sem sonur sinn
hefði "tekið niður fyrir sig." Er
sagt, að hún hafi oft komið til
Sesselju, þegar Eggert var ekki
heima, og boðið henni mikið fé,
ef hún vildi flýja burtu. En
jafnan hafði Sesselja svarað:
"Betri er hann Eggert en alt
þetta." Fór svo, að Guðrún
fékk engu um þok-að. Kvæntust
þau að lokum, Eggert og Sess-
elja, en hún andaðist skömmu
siðar. ' Hafði þeim þá orðið 5
barna auðið.
Eins og fyr er að vikið, var
Eggert fésýslumaður mikill og
safnaðist honum slíkur auður,
að hann varð ríkasti maður á
íslandi um sína daga. Getur
hann þess í fardögum 1576, að
þá eigi hann yfir ellefu hundruð
hundraða i jörðum. Þar við
bætist svo allur kvikfénaður
hans, silfur og slegnir peningar.
Mun hann þó hafa auðgast
drjúgum eftir það, og má ó-
hætt slá fram þeirri spurningu,
hvort Eggert hafi ekki verið
auðugastur allra íslendinga fyr
og síðar.
Af börnum Eggerts eru það
einkum tvö, sem koma við sögu.
Ragnheiður og Jón. Segir sag-
an, að Ragnheiður hafi verið
talin  beztur  kvenkostur  lands-
Mikilvœg Tilkynning
Til Bænda
Allir bændur í Manitoha eru hér með mintir á að sækja
um hina sérstöku verðuppbót (bonus), sem Sambands-
stjórn hefir heitið þeim, ekki síðar en 30. nóvember.
Finnið sveitarskrifara yðar tafarlaust. Ef yðar hluti
er þegar skráður, skýrir hann yður frá því. Ef ekki,
þá hefir hann undir hendi eyðublöð, sem hann veitir
yður aðstoð til að fylla út.
1 héruðum, þar sem ekki er sveitarstjórn, snúi menn
sér til skattheimtumannsins.
ÞETTA ER  ÁRÍÐANDI
30. NóVEMBER ER SfÐASTI DAGURINN
D. L. CAMPBELL,
Landbúnaðarráðherra Manitobafylkis.
ins á sinni tíð, hvort heldur sem
litið var á ætterni, auðlegð, feg-
urð, gáfur eða gott hjartalag.
Hún var gefin 16 vetra gömul
einhver.ju glæsilegasta höfðingja-
efni landsins, Magnúsi Jónssyni
prúða. t'm Ragnheiði var þetta
kveðið, er hún giftist:
Hún var ung og vaxin vel,
væn og siðlát bæði.
Brúðurin kunni um blíðuþel,
að bæta sorg og mæði..
Ragnheiður hét reflabrik
rik af nöðrusandi.
Hygg eg varla, að hittist slik
hér á fsalandi.
Þá var brúðguminn ekki síðri:
Magnús ekki minsta hlaul    v
mekt og vingan seggja.
Auðnán stóð hjá örvagaut
æ til handa beggja.
Virti hann meira vini en auð,
va'iista hélt því dænii.
Frá  honum  fór  engin  höndin
snauð,
til hans þó fátæk kæmi.
Jón, sonur Eggerts, hlaut á
unga aldri viðurnefnið "murti.''
Fékk hann hið bezta orð í æsku
og þótti efni í höfðing.ja, en þá
kom fyrir sá atburður, að hon-
um varð ekki vært hér á landi.
Lágu til þess þau drög, sem nú
skal greina.
Eftir að Eggert var orðinn
lögmaður nyrðra, hafði hann
aðsetur að Bæ á Rauðasandi, og
rak þar stórbú. Taldist hann
eiga jörðina, en þeir voru til,
sem véfengdu eignarrétt hans.
Kom þar, að Eggert lenti í deilu
við Jón Grímsson í Síðunnila.
sýslumann Mýrasýslu, sem gerði
tilkall til staðarins og taldi hann
eign sína. Varði Eggert mál sitt
með oddi og egg, svo að Jón
fékk litið að gert. Sei;ir sagaii,
að eitt sinn hafi Éggert látið
svo um mælt í viðurvist Jóns
sonar síns, "að betra væri að
kasta út einum manng.jöldum, en
láta Bæ."
Svo bar við einhverju sinni,
meðan enn stóð í málastappi
þessu, að Eggert átti leið suður á
land. Gisti hann að Síðumúla,
kvaðst vilja eiga tal við Jón og
semja um deilur þeirra. Svo
hittist á, að Jón var ekki heima.
A'lt uin það var Eggert tekið
með kostum og kynjum, og
slegið upp veizlu á móti honum.
Létu menn senda eftir Jóni, er
verið hafði við heyskap á búi
sínu í Norðurtungu. Kom Jón
beint frá heyskapnum og sett-
ist að veizlunni, þótt ekki væri
hann prúðbúinn. Drukku menn
fast  um  kvöldið,  því  vel  var
veitt og ósleitilega. Tóku þeir
Jón og Eggert nú tal saman og
ræddu um væringar þær, sem
verið höfðu á milli þeirra. Kom
þar brátt, að sitt sýndist hvor-
um. Gerðust þeir hreyfir mjög
og háva>rir. Harðnaði deilan
eftir því sem lengra leið, og
lenti loks í harðvitugri orða-
sennu á milli þeirra. Alt í einu
spratt upp Jón murti, með opinn
hníf, stóran og biturlegan, og
Iagði honum til nafna síns. Kom
lagið á viðbeinið og rann ofan
með því, svo að ekki sakaði stór-
um. Vildi Jón Grímsson nú
spretta upp og verja sig, en þeir
sem næstir stóðu, tóku hann og
hóldu honum. f sömu svifum
lagði Jón murti til hans öðru
sinni, og varð það banasár.
Fyrir hermdarverk þetta var
Jón dæmdur útlægur. — Kom
Eggert honum utan til Hamborg-
ar, þar sem hann átti miklar
eignir. Þar settist Jón að, stað-
festi ráð sitt og þótti hinn nýt-
asti maður.
Oft kom það fyrir að Eggert
tók vetursetumenn, eins og aðrir
stórbændur. Er ekki annars get-
ið, en að hann hafi haldið ])á
vel i mat og drykk, en hins
krafðist hann fastlega, að þeir
ynnu sleitulaust að öllum þeim
verkum, sem fyrir komu. Eitt-
hvert haust kom til Eggerts út-
lendur maður, Jón Nesten að
nafni. Hafði hann verið "fálka-
fangari" undanfarin sumur, og
bað nú Eggert að taka við sér
sem vetursetumanni. Varð það
úr, að Jón fór til Eggerts. Latur
þótti hann til vinnu, en heimt-
aði þó óspart að vel væri við sig
gert, og var matvandur mjög.
Eggert krafðist þess, að hann
tæki sér eitthvað fyrir hendur,
og skipaði honum að róa með
vinnumönnum sinum um haust-
ið. Jón fór i róður, en nauðug-
ur þó. Er þess ekki getið, að
vinnumönnum hafi orðið mikill
stuðningur að liðsemd hans.
Þegar úr róðri kom, tók hann
upp á því, að steikja fiskinn og
krydda á ýmsan veg, en það
þótti hin mesta nýlunda, og
gerðu menn óspart gabb að, ekki
sízt Eggert. öðru sinni var það,
að Eggert mætíi Jóni með tvo
fiska. Sagði hann þá i háði:
"Sjóddu annan og steiktu hinn."
—¦ Margt fleira bar þeim Eggert
á milli um veturinn. Fékst Jón
eitthvað við verzlunar-prang og
seldi flest dýrara en leyfilegt
var. Kiom Eggert í veg fyrir
þetta, og varð af fullur fjand-
skapur með þeim Jóni. Kom
þar, að Jón strauk á brott, og
hugði fastlega á hefndir.  Leið
Námsskeið!    Námsskeið!
Nú er sá tími árs, sem ungt fólk fer að svipast um
eftir aðgangi að verzlunarskólum borgarinnar; enda
sannast þar hið fornkvcðna, að ekki er ráð nema i
tíma sé tekið. Það borgar sig fyrir yður að finna oss
að máli eða skrifa oss viðvíkjandi verzlunarskóla
námsskeiðum; vér getum veitt yður þau hlunnindi,
sem í hag koma. Simið eða skrifið við fyrstu hentug-
leika.  Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs!
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8