Lögberg - 19.10.1944, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.10.1944, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÓBER, 1944 -----------Hugberg--------------------- GefiC út hvern fiintudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipegf Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and publishea by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue VV’lnnipeg, Manítooa PHONE 86 327 4——------------------------------------4 Einhuga og samálilt þjóð Þrátt fyrir skiptar skoðanir um eitt og annað, sem sízt ber að lasta, verður ekki annað rétti- lega sagt en canadiska þjóðin sé í megin málum einhuga og samstilt þjóð; forusta hennar á vett- vangi stríðssóknarinnar er slík, að aðdáun hefir hvarvetna vakið; afköst hennar á sviði fram- leiðslunnar hafa verið svo risafengin, að undr- un hefir sætt, er tekið er tillit til þess, að íbúa- tala þjóðarinnar nemur enn eigi fullum tólf miljónum. Þegar núverandi styrjöld hófst, átti canadiska þjóðin ekki nema tiltölulega örlitlum mann- afla á að skipa til herþjónustu; hún átti svo að segja engin herskip og sárafáa æfða flugmenn; nú á hún öflugan sjóflota, sem getið hefir sér frægðarorð, jafnframt því sem loftfloti hennar skipar öndvegi meðal sameinuðu þjóðanna; canadiskir hermenn í öllum deildum herþjón- ustunnar, hafa sýnt af sér slíka hugprýði og slíkan kjark, að þeir hafa jafnan staðið í broddi fylkingar þar sem mest reyndi á þrek og manndáð; þeirra einkunnarorð hafa verið: “Aldrei að víkja”. Þeir hafa staðist með heiðri þá þýngstu prófraun, er nokkur kynslóð hefir nokkru sinni staðið augliti til auglitis við, eld- skírnina mestu, sem sögur fara af; þeir hafa fórnað, og fórna öllu vor vegna, og það eru þeir, sem nú eru í þann veginn að leiða hinar undir- okuðu þjóðir út úr helmyrkri hins ægilegasta rammagaldurs og inn í heiðríkju frelsandi frið- ar. Hvað eru fjárfórnir, er sumir svo nefna; borið saman við fórnir hermannsins á vígvelli? Þó afrek canadisku þjóðarinnar í þágu stríðs- sóknarinnar séu risafengin, þá eru þau engan veginn einu afrekin; margþætt afskipti hennar á vettvangi mannúðarmála, svo sem rífleg fjár- framlög til Rauðakross félagsins, matargjafir hennar til grísku þjóðarinnar og annara að- þrengdra þjóða, hafa hlotið aðdáun alls hins siðmannaða heims. Canadiska þjóðin hefir þeg- ar lyft mörgum Grettistökum, og hún á eftir að lyfta þeim fleiri enn. Það er ekki einasta að canadiska þjóðin hafi verið einhuga og sarpstilt á vettvangi sjálfrar stríðssóknarinnar, heldur hefir hún einnig verið svo samtaka um fjárframlög vegna stríðsins, að á betra verður ekki undir neinum kringum- stæðum kosið; almenningur hefir lánað stjórn- inni fé, sem biljónum skiftir með kaupum Sigurláns veðbréfa; slík lánsútboð eru nú orðin frá stríðsbyrjun sex að tölu, en hið sjöunda er í uppsiglingu; þau hafa öll farið fram úr áætlun, og mun svo einnig verða í þetta sinn; næsta lánsútboð hefet þann 23. yfirstandandi mánaðar, og hljóðar upp á eina biljón dollara og þrjú hundruð miljónir; þetta er vitaskuld geisileg fjárhæð, og má vera að einhverjum kunni að hrjósa hugur' við henni; en að því er fjármála- ráðherra sambandsstjórnar vorrar segist frá, er hér einungis um lágmarks fjárhæð að ræða til þess að stapda straum af allra óumflýjanleg- ustu útgjöldum vegna stríðssóknarinnar. Þó dís sorgarinnar drepi á dyr að þúsundum heimila í þessu fagra landi, þá ber hún jafn- framt í hendi lyfstein, sem fægja skal og græða sárin; meðvitundin um sigur réttlætisins yfir myrkravöldum ranglætisins, dregur úr sársauk- anum og gerir byrðina léttbærari. Það er mannfrelsið á þessari fögru jörð, sem gefur einstaklingslífinu og lífi þjóðanna megin gildi sitt; fyrir það verður aldrei of miklu fórnað. — Nú er farið að líða á nóttu, og dagurinn mikli í nánd; dagurinn, sem þjakað mannkyn heitast af öllu þráir! Þjóðræknislegt metnaðarmál Þegar menn af íslenzkum stofni, sem varpað hafa ljóma á þjóðarbrot vort, sækja um virðu- legar stöður eða embætti, ber oss, þjóðbræðr- um þeirra og systrum, að fylkja um þá liði, og veita þeim alt hugsanlegt fulltingi; ætti oss slíkt jafnan að vera þjóðernislegt metnaðarmál, því þá mælist þjóðbrot vort bezt, er það vegna frábærra hæfileikamanna innan vébanda sinna, vekur á sér athygli meðal þeirra þjóða, sem það á sambýli við. Um þessar mundir stendur yfir heitur kosn- ingabardagi í Bandaríkjunum, því forsetakosn- ingar fara þar fr.am 6. nóvember næstkomandi; er þá jafnan tjaldað því, sem til er, og vægð sjaldnast beitt; við kosningar þessar er oss kunnugt um tvo gagnmerka Islendinga, sem bjóða sig fram til hárra embætta, en það eru þeir Dr. Sveinbjörn Johnson, prófessor í lög- um við Illinoisháskólann, og Nels Johnson, ríkislögsóknari í North Dakota; báðir leita þessir mætu menn kosningar í dómsmálaráðherra embætti, hvor í sínu ríki, eða þar, sem þeir eru búsettir. Illinois ríkið er afarfjölmennt, því þar er rrieðal annars stórborgin Chicago. Það er því sýnt, að Dr. Sveinbjörn ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, með því að ganga til pólitískrar hólmgöngu á öðrum eins vettvangi; en þótt Dr. Sveinbjörn sé hverjum manni hátt- prúðari og elskulegri í viðmóti, þá sver hann sig þó ábærilega hvað karlmensku og þreklund snertir, mjög í ætt til hinna fornu víkinga, sem eigi kunnu að hræðast. Nels Johnson, sem er allmiklu yngri að árum, en Dr. Sveinbjörn, er gáíumaður mikill og mælskur vel; hann hefir hvað ofan í annað verið kosinn ríkislögsóknari og nýtur hvar- vetna vinsælda og trausts. Stuðningur af hálfu íslendinga í Illinois og North Dakota við þá tvo ættbræður þeirra, sem nú hafa nefndir verið, ætti ekki að verða flokksmál, heidur hvorki meira né minna en brennandi þjóðræknislegt metnaðarmál. Virðingarverð frœðsluátarfsemi Eins og frá var skýrt í síðasta blaði, hefir Icelandic Canadian Club tekið sér fyrir hendur, í samstarfi við Þjóðræknisfélagið, að stofna á komanda vetri til fræðslu í íslenzku, sögu ís- lands og bókmenntum; er með þessu stigið spor í rétta átt, sem vel hefði mátt stígast fyr, þótt betra sé seint en aldrei. Nefndin, sem um mál þetta fjallar, undir for- ustu frú Hólmfríðar Danielson, sem er forseti áminsts félags, skýrir frá væntanlegri tilhögun þessarar fræðslustarfsemi á eftirgreindan hátt: “Nefndin bygði á þeim grund velli, að ekki væri nægilegt, að kenna aðeins íslenzkt mál, þar sem mikil nauðsyn er á því, að kynna ís- land yngra fólkinu og vekja áhuga þess fyrir menningarerfðum síns eigin stofns. Var því af- ráðið, að samhliða íslenzkukennslunni, skyldi verða fluttir fyrirlestrar á ensku, sem fjalla um íslenzk efni, sögu og bókmenntir þjóðarinnar.” Þetta er rétt athugað og líklegt til heillavænlegs árangurs. Svo hefir skipast til, að fræðslustarfsemi þessi fari fyrst um sinn fram í fundarsal Fyrstu lút. kirkju, og byrji á mánudagskvöldið þann 23.. þ. m. Svo er til ætlast, að frú Ingibjörg Jónsson flytji fyrsta fyrirlesturinn, og mun hún jafn- framt, erindi sínu til skýringar, sýna nokkrar myndir frá íslandi. Vonandi er að sem allra flestir færi sér þessa þörfu fræðslustarfsemi í nýt, og veiti henni samúðarríkan stuðning. Íslenzkukennsla Þj óðrœknisf élagsins íslenzk tunga er sígilt menningarmál; alveg vafalaust ein fegursta tunga í heimi; þetta hafa fornbókmenntir vorar sannað alþjóð manna, og hinar fjölskrúðugu nýbókmenntir engu síð- ur; þetta viðurkennir vitaskuld meginþorri ís- lenzkra manna, bæði heima og hér, nema þá einhverjar utanveltuhjárænur, ed taka jórtur- værðina fram yfir áreynsluna, og telja kunn- áttu í íslenzku ekki ómaksins verða; það er ekki einasta að meginþorri íslendinga unni ís- lenzkri tungu hugástum, heldur fer nú sífjölg- andi þeim mönnum af öðrum þjóðflokkum, sem mikið vilja á sig leggja til þess að nema íslenzka tungu og fá með því námi lykilinn að bókmennt- um vorum, fornum og nýjum. En hvað viljum við sjálf á oss leggja vorri tignu tungu til varð- veizlu? Þjóðræknisfélagið hefir um langt áraskeið haft með höndum fræðslustarfsemi fyrir börn í íslenzkri tungu, og notið jafnan hinna ágætustu kennslukrafta; stundum hefir aðsókn að kennsl- unni, sem fram hefir farið á laugardagsmorgna, og gengið undir nafninu Laugardagsskólinn, mátt teljast ágæt, í öðrum tilfellum viðunandi, en innan um og samanvið svo lök, að til lítillar sæmdar hefir verið. Á þessu hausti hefir áminst kennsla þegar farið fram á tveimur laugardögum, við svo laka aðsókn, að engan veginn er vansalaust; kennslu- kraftar eru hinir ágætustu, og hið sama er um kennslubækur að segja. Hvað valdur því þá, að foreldrar skuli ekki fyrir hönd barna sinna færa sér þessa ómissandi fræðslu í undirstöðuatriðum íslenzkrar tungu, betur í nyt, en raun er á? Afskiptaleysi af viðhaldi tungu vorrar í vest- urvegi, er þjóðernisleg synd, sem enginn er öfundsverður af, og hún verður hvorki afsökuð með ímynduðu annríki, eða hreinni og beinni leti. Afstaða þess fólks af íslenzk- um stofni, sem ekki kann að meta ókeypis fræðslu í sígildri tungu, minnir ónotalega á þann hugarfarslega krabbagang, sem víða kemur fram, en sízt ætti að gera vart við sig meðal ís- lendinga, sem teljast vilja menn með mönnum. Í andlegri nálœgð við ísland Við ferðafélagar' stigum út úr neðanjarðarlestinni í nánd við Waldorf Astoria hótelið, en þangað var förinni heitið, því Sveinn forseti hafði hlutast til um gestaboð jafnskjótt og því yrði komið við eftir að móttöku- hátíðinni í ráðhúsinu sleit; eg var orðinn það hagvanur á Waldorf Astoria, að mér þótti alveg sjálfsagt, að þangað lægi sem oftast sporin; litlu réði þó matur eða veizluást þar um því hitt var mér langtum ríkara í huga, að hitta sem oftast vini mína, og þá ekki sízt Svein for- seta, sem nú var í þann veginn að kveðja; þetta var s.kilnaðar- boð hans áður en hann hyrfi heim. Veizla þessi var allfjölmenn og um alt hin virðulegasta; yfir henni hvíldi vingjarnlegur blær; maður var alveg eins og heima hjá sér; enda varð ekki um það vilst, að gestir væru í góðvina höndum. Forseti bað gesti sína velkomna og bað þá að drekka skál íslands, og vakti slíkt vitaskuld almenn- an fögnuð; lét hann þess getið, að áður en máltíðinni jafnvel yrði að fullu lokjð, þyríti hann að leggja af stað því Alþingi kæmi saman á laugardaginn, en þetta var seinni hluta þriðjudags; þakkaði forseti gestum sínum samveruna og árnaði þeim allra heilla; en þeir báðu hann í stað- inn að.skila ástarkveðjum til ís- lands, og ættsystkinanna, sem landið byggja; þessu jafnframt ávarpaði utanríkisráðherra veizlugesti nokkrum kveðjuorð- um, og kvaðst vænta þess að hitta þá sem allra fljótast aftur. Og nú reis hinn ljúfmannlegi forseti íslenzka lýðveldisins úr sæti; skilnaðastundin var runn- in upp; hann gekk á röðina og kvaddi hvern gest sinn með handabandi; í handtakinu kendi maður viðkvæmni; að minsta kosti gerði eg það; hann hvíslaði í eyra mér nokkrum orðum, sem rifjuðu upp gamlar endurminn- ingar, og sköpuðu efni í nýjar; svo hvarf hann út úr veizlusaln- um og lagði af stað til flugvall- arins; eg fann til þess hvert skarð kom í hópinn við brottför hans úr veizlusalnum. “Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga.” Nú fór mestur tíminn í að kveðjast; eg kvaddi þarna hinn þróttmannlega utanríkisráðherra Vilhjálm Þór, Bjarna Guðmunds son blaðafulltrúa, Jakob Jónsson fylgdarmann forseta, og eg held alla, sem eg náði til, með klökk- um huga, jafnvel söknuði, en á hinn bóginn jafnframt með ó- gleymanlegu þakklæti. Er eg kom heim á Savoy Plaza, fanst mér eg standa nær ættþjóð minni en nokkru sinni fyr; draum urinn um alfrelsi hennar var nú orðin að virkri staðreynd; ó- mótmælanlegri staðreynd, sem allir urðu nú að viðurkenna, og þeim var ljúft að gera; eg hafði kynst við þessa samfundi vitur- legum ákvörðunum hinna eldri og reyndari ættbræðra minna, og eldmóði íslenzkrar æsku, sem minti mig á ljóðlínur Jóhannesar úr Kötlum í Alþingishátíðar kantötunni: “Vor æska á öndinni stendur við ókunnra hásala dyr.” Nú eru dyr hinna ókunnu há- sala eigi lengur ókunnar ís- ^enzkri æsku; hún hefir sjálf á djarfmannlegan hátt, ýtt lokunni frá. — Klukkan var orðin 7 um kvöld- ið, og enn fyrirfann eg sjálfan mig, ásamt ferðafélögum mínum frá Winnipeg og nokkrum öðrum vinum, í dýrlegum mannfagnaði á Waldorf Astoria; nú vorum við í unaðslegu og ríkmannlegu boði hjá þeim virðulegu höfð- ingshjónum Thor Thors, sendi- herra Islands í Washington, og hinni ástúðlegu konu hans, frú Ágústu Thors; þessi óviðjafnan- lega veizla var haldin í því yndis- legasta umhverfi, sem eg nokkru sinni hefi augum litið, eða stjörnu ljósasalnum á Waldorf Astoria hótelinu; hvelfing þessa skraut- lega töfrasalar minnti að nokkru á festingu himins, þegar nóttin er sem allra stjörnubjörtust; veggir voru gullnir'á að líta, en salinn fylti dulrænt ljósgeislahaf; ágæt hljómsveit lék meistara- verk hinna óviðj^fnanlegu snill- inga, svo sem þeirra Gounouds, Wagners, Verdies og Beethovens; þar var sama sem ekkert um jazz. Þótt þetta alt, er fyrir augu bar væri nýstárlegt og fagurt, hafði það lítil áhrif á mig, borið saman við það, að njóta með félögum mínum hinnar ástúðlegu risnu sendiherrahjónanna og spjalla saman um ísland og láta hugann dvelja við framtíð þess. “Oss dreymir ekki um ísland, sem stórveldi á mælikvarða stór- þjóðanna,” sagði Thor sendiherra í veizluræðunni. “En á íslandi viljum vér stofna fyrirmyndar þjóðfélag, sem í menningarlegum efnum þolir samanburð við hvaða annað þjóðfélag sem er,” bætti sendiherrann við. Það spáir góðu um framtíð ís- lands, að eiga í virðulegum trún- aðarstöðum erlendis, annan eins vökumann og Thor sendiherra er, með hina tígulegu frú sína við hlið. Island stækkar við það, og öryggi þess treystist að sama skapi. Viðtökur sendiherrahjónanna í stjörnuljósasalnum í stórborg- inni austur við hafið, gleymast mér aldrei; mig dreymdi um þær nóttina á eftir, og mig dreym ir um þær enn. Niðurl. næst. Guðmundur G. Hagalín: Við útför skáldsins á Sandi i. G HEFI stundum heyrt stöku menn blóta því og formæla, að “þessir Þingeyingar” væru alls staðar, þar sem ráðum væri ráð- ið og líklegt væri til fjár og áhrifa og auðfengin væri athygli al- mennings. Og víst er um það, að Þingeyingar hafa vakið á sér geipilega athygli á síðustu 50— 60 árum, skipa fjölda margar trúnaðarstöður og hafa mikil á- hrif í þjóðfélaginu — og trúlega meiri, en menn úr nokkru öðru héraði. Og víst datt inér í hug, að ennþá hefðu þeir nokkra sér- stöðu, þegar eg sá það nýlega, að samtímis voru Þingeyingar skip- aðir í tvær af mikilvægustu og a- byrgðarmestu stöðum hins ís- lenzka þjóðfélags, þar sem eru embætti landsbókavarðar og prófessorsembætti í sögu við Ha- skóla Islands. Ennfremur hefur Þingeyinga gætt meira en ann- arra í bókmenntum okkar á síðari hluta 19. aldar og það, sem af er þessari öld. Lengi vel þótti mér vera nokkur yfirlætisbragur a ýmsum Þingeyingum og efaðist eg um það, að andleg menning væri þar svo almenn, sem af vaeri látið — og þó ennþá frekar um hitt, að hin verklega menning sæti ekki á hakanum. Svo var það, að út komu Þingeysk ljóð, ljóð eftir 50 þingeysk alþýðu- skáld, karla og konur — og var þó margt af mönnum látið þar liggja á milli hluta — og þar á meðal allir þeir, sem fluttir voru úr heimahögum. Og þessi ljóð sýndu svo mikinn bókmenntaleg- an þroska, hagmælsku, smekkvísi þekkingu á íslenzkri tungu og leikni um notkun hennar, að mér féll allur ketill í eld. Ekki þar fyrir, að allir þeir og allar þær, sem þarna komu fam i ljóði, væru afburðaskáld, held- ur var það bókmenntaleg menn- ing, þroski þessara fimmtíu karla og kvenna úr einni einustu sýslu landsins, sem eg undrað- ist. En það verklega? Árið 1929 sá eg nokkuð, hvar Þingeyingar voru á vegi staddir í þeim efn- um, og í fyrrasumar ennþá bet- ur, þá er eg fór um sýsluna. Víð- ast nýleg húsakynrti, ekki skjöld- átt og skellótt, heldur snotur og smekkleg — miklar umbætur a túnum. i Upp úr miðri 19. öld var það, að merkileg hreyfing varð í Þing- eyjarsýslu. Milli hins gamla og nýja í bókmenntum okkar og menningarmálum ríkti nokkurt misræmi, sem víða háði hinni menningarlegu þróun. Víðast hvar las og lærði almenningur kvæði hinna ágætu skálda, er fram komu með þjóðinni, en hall- aði sér þó aðallega að rímunum. Þá var og í “góðu gildi” setning- in, “allt er gott guðsorðið”. Og í félagslegum málefnum ríkti víð- ast deyfð og drungi. Mátti segja, að ennþá gæti að miklu sannast á íslendingum upp úr miðri öldinni það, sem —ónas Hallgrímsson kvað: “ . . . leirburðarstagl og holta- þokuvæl fyllir nú breiða byggð með aum- legt þvaður, bragðdaufa rímu kveður vesæll maður.” Þá gerist þetta, að Þingeyingar höggva á hnútinn. Þeir taka að lesa erlendar bækur um þjóðfé- lagsmál, trúmál og heimspeki, og þó kannske flestir öðru fremur fagrar erlendar bókmenntir, sem mm Samkeppni nútímans krefst sérmentunar Æskulýður þessa lands, engu síður en annara þjóða. krefst sérmenntunar, eigi hann að geta staðist próf hinnar ströngu samkeppni á vettvangi viðskiptalífsins, og af þessari ástæðu, er verzlunarskólamenntun í raun- inni óumflýjanleg. Vér höfum nú til sölu nokkur námskeið við fullkomn- ustu verzlunarskóla Vesturlandsins, sem væntanlegir nemendur ættu að færa sér sem allra fyrst í nyt; þeir, sem slíkt hafa í hyggju, ættu að snúa sér tafarlaust til skrifstofu LÖGBERGS 695 Sargent Avenue, Winnipeg og leita þar nauðsynlegra upplýsinga; það borgar sig! I i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.