Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg

						LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. ÁGÚST, 1947
-----Hogberg-----
G«fl6 út hvern flmtud&s af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 í*.argent Ave., Winnipeg, Maniitoba
Utanáakrlft  ritat jórana:
EDITOR  LOGBERG
•»6 Sargent Ave., Wlnnipeg, Man
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögrberg-" ia printed and publíshed by
The Columbia Preae, Limited,  695  Sargent
Avwue,  Winnipear,  Manitoba,  Canada.
Authorized as-S«ond Class Mail,
Poet Office Dept., Ottawa.
PHONE  21 804
Alvarleg vandamál
Þær eru margar vanrækslusyndirn-
ar, sem mannkynið sýpur seyðið af nú
á dögum, eins og vitaskuld svo oft áð-
ur; til einnar slíkra synda verður sú
talin, er lýtur að vanrækslu fullnægj-
andi varna gegn útbreiðslu kynsjúk-
dóma, er árlega ágerast meðal svo að
segja allra stétta þjóðfélaganna, þótt
æskan sé jafnaðarlegast harðast leik-
in í þessum efnum; af nýlegum heil-
brigðisskýrslum má það ráða, að fullur
helmingur sjúkdómstilfella af áminstri
tegund, hefir grafið um sig hjá fólki á
aldrinum frá fimtán til tuttugu og fimm
ára; langútbreiddastur er þessi vágest
ur meðal fólks, sem aldur sinn elur í
óvistlegum og óheilnæmum húsakynn-
um, og hefir lítinn sem engan aðgang
að útiskemtunum eða hollum íþrótta-
iðkunum; engin þjóðfélagsstétt er trygg
gegn þessum ófagnaði, og eigi er
það ótítt, að hvítvoðungar beri skarð-
an hlut frá borði vegna þess að mæð-
urnar höfðu orðið kynsjúkdómum að
bráð.
Dr. Edward Clarke, prófessor í Al-
mennri heilsufræði við Harvard háskól-
ann, hefir fyrir skömmu birt ritgerð
um kynsjúkdóma í Bandaríkjunum, þar
sem meðal annars er svo komist að
orði:
"Að frátöldu algengu kvefi og misl-
ingum, eru kynsjúkdómar með þjóðinni
öllum öðrum sjúkdómum útbreiddari,
og tala slíkra sjúkdómtilfella fer enn
árlega í vöxt; er það því sýnt, að í þessu
efni sé um eitt hið alvarlegasta vanda-
mál að ræða, er þjóðin horfist í augu
við, og vafalaust aðrar þjóðir í hliðstæð-
um hlutföllum líka."
Flestar siðmenningarþjóðir hafa
gert mar^háttaðar ráðstafanir gegn út-
breiðslu kynsjúkdóma með læknavísind
in í fararbroddi, og þangað verður vita-
skuld megin úrbötina að sækja gegn
þessu háskalegu átumeini, er grafið
getur ræturnar undan vexti og viðgangi
þjóðanna, sé elgi öllum tiltækilegum
meðölum beitt til varnar; en þetta mál
varðar öll mannfélagssamtök jafnt; þar
má enginn skerast úr leik; fólk, sem
hendir það slys, að smitast af kynsjúk-
dómum má ekki undir neinum kring-
umstæðum fara með slíkt í felur, held-
ur leita umsvifalaust læknisaðgerða;
það er siðferðileg skylda gagnvart þjóð
félaginu, að slíkt sé ekki dregið á lang-
inn.
Að kynsjúkdómum og útbreiðslu
þeirra liggja margar rætur; má þar til
•telja meingallaða menntun æskunnar,
örbirgð, óheilnæman húsakost og skort
á samkomustöðum, er veiti æskulýðn-
um frjálsmannlegan aðgang að hollum
og uppbyggjandi skemtunum.
Læknavísindin og samfélagsmenn-
ingin hafa við blessunarríkum árangri
náð yfirhönd yfir "hvíta dauða" eða
brjósttæringunni; að þessu hafa stuðl-
að bætt húsakynni, aukið hreinlæti, og
bættur og heilnæmur viðurgerningur;
stöðug atvinna og bætt lífsskilyrði í
sveitum og bæjum, myndi draga til
muna úr kynsjúkdómafaraldrinum, og
tryggja framtíð æskunnar betur, en
fram að þessu hefir lánast.
Margir frömuðir á vettvangi heil-
brigðismálanna eru þeirrar^ skoðunar,
að stofnun til hjónabands snemma á
lífsleið, sé næsta mikilvægt atriði í bar-
áttunni fyrir útilokun kynsjúkdóma, og
sýnist margt mæla með því að svo sé,
þótt ríkisvaldið geti ekki átt þar neinn
íhlutunarrétt vegna hins persónulega
vals einstaklingsins, er enginn getur frá
honum tekið.
í niðurlagi ritgerðar sinna falla Dr.
Clarke þannig orð:
"Baráttan fyrir algerðri útrýmingu
kynsjúkdðma er margþætt og krefst
samstilltra þjóðfélagslegra átaka af
hálfu  læknavísindanna,  uppeldis-  og
mentamálastofnanna  og alls almenn-
ings í heild."
Dýrmætasta innstæða sérhvers þjóð
félags, er heilbrigð og frjálsmannleg
æska, því það er hún, sem á að erfa
landið og auka á veg þess með göfugu
og dáðríku ævistarfi.
Bragi Sigurjónsson:
Stígandi 1. hefti, V. árg., Akureyri 1947
Meðal hinna vönduðustu tímarita,
sem um þessar mundir eru gefin út á
íslandi, ber að telja tímaritið Stígandi,
sem Bragi Sigurjónsson Friðjónssonar
frá Litlu-Laugum í Reykjadal, er rit-
stjóri að; þetta áminsta nefti Stíganda
er fjölskrúðugt að efni í bundnu máli
og óbundnu; það tekur til gaumgæfi-
legrar íhugunar viðhorf þjóðfélagsmál-
anna og ræðir þau með aivöru og virðu-
leik, en á slíku sýnist vilja verða mis-
brestur engu síður á Fróni en svo víða
annarsstaðar; menn greinir á um mál,
og er það í sjálfu sér ofur eðlilegt, því
sínum augum lítur hver á silfnð; en
það stendur engan veginn á sama
hvernig málflutningi er háttað, hvort
hann er siðrænn og bygður á rökum,
eða ósiðrænn foksandur öfga og stór-
yrða.
Að Stíganda standa málvöndunar-
menn, er tíðum hafa sýnt í verki ást
sína á íslenzkri málsmenningu; þeir
Sandsbræður hafa fyrir löngu gert
garðinn frægan varðandi fagurt og
þróttmikið málfar; nú eru það afkom-
endur þeirra, sem halda uppi merkinu.
Meðal þess bezta er umrætt hefti
Stíganda hefir til brunns að bera, má
nefna forustugrein ritstjórans, "Inn-
lendur vettvangur", "Frá Heklugosi
1947", eftir Steindór Steindórsson frá
Hlöðum, Kvæði Heiðreks Guðmundsson
ar frá Sandi, "Helga í öskustónni", er
lýsir upprisu íslenzku þjóðarinnar unz
hún varð "drottning sjálf", og minning-
argrein um Margréti á Lækjamóti, eftir
Þorstein Konráðsson fræðaþul; er þar
að makleikum lýst merkilegu brautryðj
endastarfi aðsópsmikillar konu, er
skipaði sér í fylkingarbrjóst um menn-
ingarmál héraðs síns, og þá ekki síst
söngmenninguna.
Minningarorðunum lýkur á þessa
leið:
"Þarna inni undir heiðinni hvíla bein
hennar í skjóli öræfanna.
En inni í litlu kirkjunni hljóma enn
raddir gamla orgelsins, út yfir leiðið
hennar og út í ómælið. í þeim tónum
vakir andi hennar yfir sveit og héraði,
túlkandi þau kjörorð, er mótuðust af
persónuleik hennar:
Trúin á guð, trúin á listina, trúin á
lífið".
Þetta eru fögur eftirmæli þótt eigi
láti þau mikið yfir sér.
Snorrahátíðin
Þótt nú séu liðnar meir en sjö aldir
frá þeim tíma, er stórbóndinn og rit-
snillingurinn í Reykholti, Snorri Sturlu-
son var uppi, er þó bjartara um nafn
hans, en jafnvel nokkru sinni fyr; hann
var á landsvísu auðugur valdamaður,
en það út af fyrir sig, skapar fáum, ef
nokkrum, varanlegan virðingarsess í
sögunni; hann lifir með íslenzku þjóð-
inni enn þann dag í dag og meðan ís-
lenzk tunga er töluð og lesin vegna
óviðjafnanlegra ritverka sinna, sann-
leiksástar í frásögn og hins glæsilega
stílþrótts; hann er eign allra íslendinga
jafnt, hvar sem þeir eru í sveit settir,
er kannast vilja við uppruna sinn, og
enn kunna að meta menningargildi ís-
lenzkrar tungu og íslenzka snilligáfu
í formi hins skráða máls.
Snorri var veginn í Reykholti, og til-
verknaðinn framdi tengdasonur hanB,
Gissur Þorvaldsson, eitt hið mesta
mannhrak, sem sagan getur um.
Þann 20. júlí s. 1., var afhjúpuð með
virðulegri athöfn í Reykholti, sú hin
veglega Snorrastytta, er Norðmenn
sæmdu ísland með í tilefni af sjö alda
afmæli hins mikla ritsnillings, er orpið
hefir fegurstum bjarma á Norðurlönd,
og þá vitaskuld ekki síst á sína eigin
þjóð, er svipmerkist af ritsnild hans um
ókomnar aldir.
Lögbergi er það ósegjanl. ánægjuefni
að geta flutt lesendum sínum nákvæm-
ar fregnir af Snorrahátíðinni. ásamt
hinni frábærilegu snjöllu og íturhugs-
uðu ræðu Jónasar Jónssonar, alþingis-
manns.
Þættir úr byggingarsögu Melstaðarkirkju
Árið 1942, 15. janúar fauk
kirkjan á Melstað í suðaustan-
hvassviðri. Á fundi sem sóknar
nefnd Melstaðarsóknar hélt
tveim dögum síðar, ákvað hún,
að boða til almenns safnaðar-
fundar 22. sama mánaðar. — Á
fundi þeim átti að ræða og taka
ákvörðun um, hvað gera skyldi,
þar sem sóknin var orðin kirkju-
laus.
I sóknarnefnd áttu þá sæti
Björn G. Bergmann bóndi Svarð
bæli, form., Jónas Jónasson
bóndi, Múla og Björn Jónsson
bóndi Litla-Ósi.
Var svo hinn almenni safn-
aðarfundur haldinn að Ásbyrgi
22. janúar.
1 umræðum manna á þeim
fundi kom ótvírætt í ljós vilji
þeirra á byggingu nýrrar kirkju
og hafist yrði handa í því efni
svo fljótt sem hægt væri.
Fundurinn ákvað að kjósa 5
manna nefnd sem vinna skyldi
að undirbúningi þessa máls og
átti nefndin meðal annars, að
leita til byggingafróðra manna
um kostnaðaráætlun og fyrir-
komulag væntanlegrar kirkju á
Melstað. Ennfremur skyldi hún
athuga möguleika um efniskaup
og fjáröflun.
Niðurstöður athugasemdanna
skyldi nefndin síðan leggja fyr-
ir almennan safnaðarfund. —
Kosnir voru í nefndina Friðrik
Arnbjarnarson hreppstjóri Stóra
Ósi, Jóh. Kr. Briem sóknarprest
ur, Jónas Jónasson bóndi, Múla,
Björn G. Bergmann bóndi Svarð
bæli, Jón Eiríksson bóndi Neðri-
Svertingsstöðum.
Nefnd þessi lagði fram álit
sitt, á almennum safnaðarfundi
sem haldinn var að Ásbyrgi 5.
marz 1942 ásamt teikningu af
kirkju, sem húsameistari ríkis-
ins hafði gjört. Taldi húsameist-
ari örðugt að gjöra nákvæma
kostnaðaráætlun.
Funduxinn gjörði ýmsar álykt
anir, meðal annars þá, að hefja
kirkjubyggingu á næsta sumri
ef efni og vinna yrði fáanleg.
Kosin var 3 manna byggingar-
og fjáröflunarnefnd. Kosningu
h 1 u t u, Jóh. Briem, Melstað,
Friðrik Arnbjarnarson, Stóra-
Ósi og Steinbjörn Jónsson, Syðri-
Völlum.
Sóknarprestur gat þess í fund
arlok að þá þegar hefði sér bor-
ist eitt þúsund króna gjöf til end
urbyggingar Melstaðarkirkju.
Sumarið 1942, var ekki hægt
að byrja byggingu, því bæði
vantaði vinnu og efni. Það var
ekki fyrr en um haustið að hægt
var að hefja gröft fyrir grunni
kirkjunnar. Verkstjórn hafði á
hendi Björn G. Björnsson,
Hvammstanga.
I maí 1943 var byrjað á bygg-
ingu og á því vori var allri stein
steypu lokið. Yfirsmiður var
Hjörtur Eiríksson Hvammst.,
hafði hann með sér vinnuflokk
sem áður hafði unnið með hon-
um að samskonar vinnu. Um
haustið setti Hjörtur þak á kirkj
una og smíðaði nokkuð innan
,um hana.
Árið 1944 var lítið unnið að
byggingu kirkjunnar, vantaði
bæði verkamenn og fé til fram-
kvæmda, en 1945 var vikur sett
ur innan á veggi kirkjunnar og
frá þeim gengið að innan. Vann
Ragnar Einarsson múrarameist-
ari ásamt fleirum það verk.
Síðari hluta vetrar og fram á
vorið 1946 var smíðað innan um
kirkjuna, til þess verks höfðu
verið ráðnir Snorri Jóhannes-
son Egilsstöðum, yfirsmiður,
Jóhannes Árnason Egilsstöðum
og Björn G. Björnsson Hvamms
tanga. Verki sínu höfðu þeir
lokið í júnímánuði.
Um sama leyti var kirkjan
múrhúðuð að utan og sett skel
á hana. Ragnar Einarsson múr-
arameistari Hvammstanga, hafði
yfirstjórn verksins.
Þar með var byggingu allri
lokið; aðeins eftir að mála kirkj-
una. —
Sóknarnefnd Melstaðarsóknar
boðaði til safnaðarfundar 20.
júní, á þeim fundi tók söfnuð-
urinn þá ákvörðun að láta full-
gera kirkjuna og fól byggingar-
nefnd að ráða málara.
Nefndin réð Ingþór Sigur-
björnsson málara á Selfossi til
verksins. Tók hann það að sér
í ákvæðisvinnu og lauk verkinu
í september og stóð kirkjan að
því loknu fullgerð, og hafði
kostað alls um 110 þús. kr.
Byggingarnefnd og sóknar-
nefnd höfðu haft nána samvinnu
í byggingarmálum kirkjunnar,
sóknarnefnd var skipuð eftir-
töldum frá 1944: Birni G. Berg-
mann Svarðbæli, Gunnari Jón-
assyni Syðri-Reykjum og Stein-
birni Jónssyni Syðri-Völlum.
Peningagjafir til kirkjubygg-
ingarinnar nema samt. 17.637,00
krónum. Auk þess gaf Lúðvík
Storr stórkaupmaður í Reykja-
vík, allt gler til kirkjunnar.
Ennfremur veitti alþingi kr.
15.000,00 til kirkjubyggingarinn
ar, fyrst og fremst fyrir atbeina
alþingismanns Skúla Guðmunds
sonar og fleiri góðra manna.
Tekna til að standast kostnað
við bygginguna hefir verið afl-
að, sumpart með niðurjöfnuðu
gjaldi á sóknarfólk og sumpart
með ágóða af happdrætti og
skemmtisamkomum sem haldn-
ar hafa verið.
Á kirkjunni hvílir nú 24. þús.
króna skuld. Kr. 15 þús. við hinn
Almenna kirkjusjóð og kr. 9 þús.
sem er víxilskuld við sparisjóð
Vestur-Húnvetninga á Hvamms-
tanga.
Kirkjublaðið, 21. júlí.
Minningarathöfn
á Betel
Virðuleg og mkaleg minningar
athöfn fór fram á gamalmenna-
heimilinu á Gimli, á laugardag-
inn var, 23. þ. m. Þar var þá af-
hjúpuð brjóstmynd úr eir af Dr.
B. J. Brandsyni, hinum ágæta
og ástsæla lækni og forustu-
manni sæluheimilis íslenzku
gamalmennanna á Gimli í 29 ár.
Athöfnin hófst kl. 3 e.h., með
þv,í að formaður hennar, séra
Sigurður Ólafsson, lét syngja
sálminn: "Sú trú sem fjöllin
flytur"; flutti bæn og skýrði til-
gang atháfnarinnar.
Aðalræðuna við þetta tæki-
færi flutti Dr. Baldur H. Olson,
vinur og samverkamaður Dr. B.
J. Brandsonar, og er hún birt í
þessu blaði.
Að lokinni ræðu Dr. Olson,
afhjúpaði Dean Hillsman, dótt-
ursonur Dr. B. J. Brandsonar,
brjóstmyndina. En á henni
stendur: Dr. B. J. Brandson. f.
1. júní 1874. D. 20 júní 1944. —
Forseti Betel nefndar 1915—
1944. Hann bar hag hinna öldr-
uðu fyrir brjósti. — "Harðfylg-
inn var hann hverju réttu máli.
Hjartað hans mótað gulli, í
kærleiksbáli".
Eftir afhjúpunina var sung-
inn sálmurinn: "Gegnum hætt-
ur, gegnum neyð".
Þá fluttu stutt ávörp þeir, yf-
irréttardómari H. A. Bergmann
og forseti kirkjufélagsins séra.
Egill H. Fáfnis. Sá fyrrnefndi á
ensku, en forsetinn á íslenzku.
Að lokinni minningarathöfn-
inni þágu gestirnir beina, en
þeir voru, auk^ heimilisfólksins
á Betel, ekkja Dr. B. J. Brand-
sonar, frú Aðalbjörg. Nákomn-
asta skyldulið þeirra, börn og
tengdasynir og barnabörn, ásamt
nokkrum nákonustu vinum og
stjórnnarnefndarmönnum Betel.
Póst og símamálnstjórn
kaupir 8 tékkneska
strœtisvagna til ferða
miili Reykjavíkur
og Hafnaríjarðar
í viðtali er blaðið átti við
fulltrúa Alþýðusambandsins í
skipulagsnefnd fólksflutninga,
Einar Ögmundsson og fulltrúa
póst- og símamálastjóra í um-
ferðarmálum, Vilhjálm Heiðdal,
um kaup á bifreiðum til notk-
unnar á leiðinni Reykjavík —
Hafnarfjörður, gáfu þeir eftir-
farandi upplýsingar:
Eftir að hið opinbera hafði
tekið að sér rekstur leiðarinnar
Reykjavík — Hafnarfjörður og
falið póst- og símamálastjórn
framkvæmd þess reksturs, var
þegar hafinn undirbúningur að
öflun nýrra vagna til notkunar
á leiðinni, þar sem þeir .vagnar,
sem keyptir voru til bráðabirgða
notkunar á henni, voru að öllu
leyti ófullnægjandi. 1 þeim til-
gangi að leita fyrir um hentug-
an vagnakost á leiðina voru fyrr
nefndir menn sendir til Tékkó-
slóvakíu, Frakklands og Eng-
lands í apríl s. 1.
Það hefir nú verið ákveðið að
kaupa til notkunar á leiðina
Reykjavík — Hafnarfjörður,
mjög fullkomnar bifreiðir frá
Tékkóslóvakíu. Eru það Skoda
bifreiðar, sem rúma 61 farþega
og eru byggðar fyrir að draga
35 farþega tengivagna.
Af þessum bifreiðum er ákveð
ið að kaupa 8 aðalvagna og 3
tengivagna og mun sá vagnakost
ur nægja á Hafnarfjarðarleið-
inni.
Ýmiskonar þægindi eru í þess
um vögnum, sem hér hafa ekki
sést áður, svo sem hillur fyrir
smátöskur, sérstaklega góð loft-
ræsting o. m. fl.
Nokkrir örðugleikar komu í
ljós við kaup þessara vagna, svo
sem færsla dyra fyrir vinstri
handar akstur. Örðugleikar við
fyrirkomulag á afgreiðslu vegna
þess að bílarnir eru byggðir fyr
ir sérstakan afgreiðslumann, en
víst er að þá erfiðleika má yfir-
stíga.
Það er von þeirra, sem að þess
um málum vinna, að fyrstu nýju
vagnarnir komi til landsins eigi
síðar en í október n. k., og að
með þeim skapist nýtt viðhorf
til mikilla bóta í samgöngum
milli bæjanna.
Þjóðviljinn, 27. júlí.
Ólafur konungsefni
sendir skeyti
Forseta íslands barst í dag
eftirfarandi símskeyti frá Olav
konungsefni Norðmanna:
"Um leið og ég kem heim aft
ur til Noregs, leyfi ég mér að
senda yður, herra forseti, alúð-
ar þakkir mínar fyrir vinsemd
yðar og gestrisni. Eg bið yður
að færa öllum íslendingum, sem
ég kynntist, þakkir^mínar fyrir
þeirra miklu alúð og einstöku
gestrisni. Guð blessi Island og
íslendinga."
Forseta bárust'einnig kveðjur
frá norsku ráðherrunum, sem
komu fram fyrir hönd Noregs á
Snorrahátíðinni, þeim Kaare
Fostervoll og Jens Chr. Hauge.
Forsetinn hefir svarað og
þakkað kveðjurnar.
Reykjavík, 25. júlí 1947.
Utanríkisráðuneytið.
Þjóðviljinn, 27. júlí.
Frúin við farandsalann:
— Nei, takk fyrir, við kaup-
um aldrei neitt af farandsölum.
Hann: — Þá hefi ég einmitt
það, sem þér þurfið á að halda.
Hér er skilti, sem á stendur: Við
viljum enga farandsala.
—  Um hvað talar kvenfólk,
þegar það er eitt saman?
— Það sama og karlmenn.
— Að þið skuluð ekki skamm-
ast ykkar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8