Lögberg - 08.12.1949, Blaðsíða 7
L.OGBERG, FIMTUDAGINN, 8. DESEMBER, 1949
7
Kærkomin rödd frá Islandi--
Borgafirði—að sumarlokum 1 949
Á fimtíu ára afmæli sínu
Niðurlag.
Réttirnar hafa lengi verið
fagnaðarhátíð okkar sveitabúa,
en mjög hafa þær skipt um svip
frá því sem áður var, leiðir það
af mæðiveikinni sem má teljast
landplága. Sveita og réttadagar
eru þó enn þeir sömu og verið
hafa frá ómunatíð. Lengstu og
að ýmsu leyti merkilegustu leit-
ir okkar Borgfirðinga voru um
Arnarvatnsheiði og Fljótadrög
til Fljótstunguréttar. í þeim
réttum höfðu Húnvetningar og
Borgfirðingar mikið saman að
sælda. Leiddu þau kynni til
góðrar vináttu. Nú var þeim
samfundum lokið í haust. Svo
kölluð mæðiveikisgirðing hefir
verið lögð á landamerkjum Hún
vetninga og Borgfirðinga. Sú
girðing á að útiloka það, að hið
sýkta fé að sunnan smiti fé á
Norðurlandi. Húnvetningar
hafa nú lógað öllu sínu fé, sem
var gegnumsýrt af mæðiveiki og
og keypt fé af Vestfjörðum, en
þangað hefir mæðiveikin ekki
komist ennþá. Glæðast alls stað-
ar nýjar vonir, þar sem slílj fjár
skipti hafa komist á vestra, að
með því verði þessari plágu lok-
ið. Það hefir lengi verið gleði-
efni borgfirzkra leitarmanna á
Arnarvatnsheiði að hafa nátt-
ból með Vatnsdælingum í Fljóta
drögum. Þeim gleðimótum er
nú lokið með þessari girðingu.
En til þess að þessari fjallakynn
ingu lyki ekki þegjandi og orða-
laust, buðu Hálsdælingar og
Reykdælir Vatnsdælingum til
veislufagnaðar í hinu stóra Ung
mennafélagshúsi Reykdæla, sem
nefnist Logaland. Komu fjöru-
tíu og fimm Húnvetningar að
þessu boði. Voru það alþekktir
bændur og leitarforingjar með
konur sínar og gjafvaxta dæt-
ur. Til þess að gera þessum gest
um lík skil og þeir höfðu okkur
áður gert fóru nokkrir úr þess-
um sveitum á bílum sínum til
móts við þá að veitingaskála við
Hólarbrú hjá Hvítárvöllum, þar
sem allir sátu að veitingum, en
að þeim loknum var ekið um
Hvanneyri og þaðan að Anda-
kílsárfossum, þar sem hinar
miklu rafstöðvar hafa nú verið
reistar þaðan var ekið til Reyk-
holtsdala þar sem flokkurinn
dreifðist á ýmsa bæi til nætur-
gistingar. Kom þá í ljós, að gest
irnir reyndust ekki nógu marg-
ir til að fullnægja öllum þeim
framboðum sem voru á gisti-
stöðum. Þannig lifir ennþá
góðu lífi hin íslenzka gestrisni í
sveitum Borgarfjarðar.
Þegar Vatnsdælir áttu í hlut
þótti ekki hlýða að hafa vín-
laust gestaboð, en þeir kunnu
þá góðu list að verða góðglaðir,
án ölæðis. Fór það líka svo í
þetta sinn, að allir skyldu sem
bræður og systur eftir að hafa
etið og drukkið, haldið ræður,
flutt kvæði og dansað og sung-
ið. Söngflokkurinn Bræðurnir
prýddu þessa samkomu, að
vanda.
Hér skrifa ég af handahófi
nöfn nokkurra þeirra Vatnsdæl
inga, sem voru í þessari för.
Konráð Eggertsson á Hauks-
gili, Runólfur Björnsson Kornsá,
Björn Sigurðsson Flögu, systur-
sonur Runólfs á Kornsá, Lárus
Björnsson Grímstungu, Ey-
steinn Björnsson Guðrúnarstöð
um Guðjón Hallgrímsson Marð-
armýri, Ágúst Jónsson Hofi,
Bjarni Jónasson Eyjólfsstöðum,
Guðmundur Jónasson Ási, Ás-
grírnur Kristinsson, Ásbrekku,
Indriði Gilá, Skúli Jónsson Þór-
ormsstungu, Kristján Vigfússon
V atnsdælskotum.
Þeir sem hér eru taldir eru
allir nafnkenndir bændur og
svo hefir það verið um fleiri í
þessari för þótt ég kunni ekki
góð skil á að nafngreina þá. Svo
er og um konur þær og æsku-
lýð sem í för þessari var, að því
miður kann ég ekki að nafn-
greina það, þótt ég vissi nokkur
skil á flestu þessu mennilega
bændafólki. Ég get þessa hér því
til sönnunar að íslenzkir bænd-
ur gera sér enn glaða daga þrátt
fyrir mæðiveiki, vorharðindi og
fólkseklu. Fleiri dæmi mætti
nefna þessu til sönnunar. Eitt
meðal annars að Þorsteinn Þor-
steinsson bóndi á Húsafelli var
heimsóttur í sumar 6. júlí af sveit
ungum sínum og mörgum öðr-
um vinum og vandamönnum.
Þann dag átti hann sextugsaf-
mæli. Tók hann að vanda með
hógværð og hlýleik móti gest-
um sínum, sem færðu honum
vingjafir og tjáðu honum þakkir
fyrir störf hans í þágu sýslu og
sveitar. Þorsteinn er hreppstjóri
og sýslunefndarmaður Háls-
sveitinga. Á Húsafelli er eitt
fegursta umhverfi sem er að
finna hér á landi. Listmálarinn
þjóðkunni, Ásgrímur Jónsson
dvelur það öll sumur og teiknar
þar sín listaverk og færði hann
Þorsteini á Húsafelli eitt slíkt í
afmælisgjöf. Þorsteinn á fjögur
mannvænleg börn, þrjá syni og
eina dóttur. Styðja þau hann
með dugnaði bæði við rekstur
búsins og til framkvæmda við
ýmsar nýungar. í sumar var
reist þar rafstöð við á, sem al-
drei frýs og aldrei þrýtur. Með
þeirri virkjun er fengin sá kraft
ur, sem fullnægir bæði til ljóss
og eldamensku. Með langri
leiðslu frá heitri laug eru bæjar
húsin þar líka hituð.
Mörg sveitaheimili hér um
slóðir bíða nú með eftirvænt-
ingu, að leiðslur frá hinni miklu
rafstöð við fossa Andakílsár,
komi áður langt um líður. En
að svo komnu eru það aðeins
Akranes, Hvanneyri og Borgar-
nes, sem þessi mikla rafstöð
sendir bæði ljós og hita. Er því
mikið enn ónotað af því mikla
afli, sem rafstöðin framleiðir. Á
ýmsum jörðum eru nú unnin
stórvirki, með ýtum og skurð-
gröfum. Bendir það allt í
þá átt að sveitir héraðsins haldi
áfram að vera í byggð, þótt nú
sem stendur, sé helzt til mikið
los á yngri kynslóðinni. Þess eru
líka ekki fá dæmi, að aldraðir
stórbændur standi upp af góð-
jörðum og láti af búskap með
öllu. Má til þess nefnda þá bræð
ur Kristján á Steinum og Jósep
á Svarthóli, ennfremur Davíð á
Arnbjargarlæk, Sigurð á Hamra
endum, og þá bræður Þorstein
á Hurðarbaki og Bjarna á
Skáney. Þannig mætti fleiri
telja. Sýnist því mér, í bili, held
ur þynnast fylking hinna borg-
firzku bænda. Þó skipa allir þess
ir sessinn enn á sínum gömlu
heimilum. Oftast er það svo, að
synir eða tengdasynir taka við
þegar foreldrar þreytast á bú-
skap. Líka á það sér stað, að
kaupstaðarbú|ar bjóði hér svo
hátt verð í jarðir, að sveita-
bændur verði þar frá að hverfa,
einkum ef þar er um veiðivötn
að ræða. Sem dæmi þess, að svo
sé má geta þess, að smábýlið
Gröf í Lundareykjadal, húsa-
laust að mestu, var selt í vor fyr
ir_eitt hundrað þúsund krónur.
Þar brunnu útihúsin í fyrrasum
ar hjá Stefáni bónda Jónssyni
frá Kollslæk kaus hann heldur
að selja jörðina en að byggja
þau upp að nýju. Þetta býli er
því komið í tölu eyðijarða hér.
Þótt heilsufar yngri kynslóð-
arinnar hér um sveitir hafi verið
gott á síðastliðnu ári hnígur
aldraða fólkið í valinn, einn eftir
annann. Vil ég skrifa hér nöfn
þeirra, sem látist hafa hér í nær-
sveitum á þessu ári:
Sigurður Helgason á Hömr-
um í Reykholtsdal lézt síðast-
liðinn vetur á 93. aldursári Kona
Sigurðar var Guðrún Pálsdóttir
systir Þorbjargar á Bjarnar-
stöðum, sem frá er sagt í þessu
bréfi. Þau reistu bú af litlum
efnum á smábýlinu Refsstöðum
í Hálsasveit 1884. Þar bjó Sig-
urður fyrstu árin við harðjndi og
þröngan kost. Síðar varð hann
efnaður fyrir sparnað og hag-
sýni. Synir þeirra hjóna eru
Georg bóndi á Skjálg og Helgi
bóndi á Heggstöðum í Andakíl.
Guðrúnu konu sína missti Sig-
urður 1895. Eftir það bjó hann
með Guðrúnu Guðmundsdóttur
Lýðssonar af Akranesi. Þeirra
son er Jakob bóndi á Hömrum
í Reykholtsdal. Sigurður var
ættaður úr Eyararsveit á Snæ-
fellsnesi. Þaðan flutti hann tví-
tugur að aldri til Sigurbjargar
systur sinnar og fyrri manns
hennar Páls Jónassonar, sem
bjuggu á Norðurreykjum í Hálsa
sveit. Ég skal taka það fram, að
fjórir synir Sigurbjargar Helga-
dóttur urðu allir nafnkunnir
menn í Ameríku, Hjálmar, Jón-
as, Kristján og Páll S. Pálsson
skáld. Sigurður var hraustmenni
og entist heilsa hans og vinnu-
þol til nútíma aldurs.
Jósep Elíasson, lengi bóndi á
Signýjarstöðum í Hálsasveit,
lézt í Reykjavík síðastliðið vor,
86 ára að aldri. Kona hans var
Ástríður Þorsteinsdóttir frá
Húsafelli, systir Þorsteins bónda
þar. Gullbrúðkaup þeirra hjóna
var haldið á Húsafelli í fyrra
vor. Jósep var Húnvetningur að
ætt og uppruna. Jósep var frár
á fæti og var ratvísi hans og
gönguþol með fádæmum. Hann
var greindur maður og betur að
sér en allur þorri þeirra bænda,
sem aldrei hafa á neinn skóla
komið. Um langt skeið rak Jó-
sep verzlun samhliða búskap,
gat hann oft með vörum sínum
bætt úr þörfum manna og sýnd-
ist kaupmennska hans byggjast
fremur á greiðahneigð heldur en
á gróðanum. Sonur Jóseps er
Þorsteinn blaðamaður í Reykja-
vík og rithöfundur og dóttir Ást
ríður kona Hauks Stefánssonar
málara á Akureyri.
Þórmundur Vigfússon frá Bæ
í Bæjarsveit lézt í Reykjavík í
sumar 74. ára að aldri. Þórmund
ur var Árnesingur, en fluttist
þaðan á búnaðarskólann á
Hvanneyri og lauk þar prófi.
Eftir það tók hann um tveggja
ára skeið við bústjórn hjá
Böðvari á Hvítárvöllum. Eftir
það reisti hann bú í Langholti í
Bæjarsveit og þaðan flutti hann
á stórbýlið Bæ í sömu sveit.
Kona Þórmundar var Ólöf Guð-
brandsdóttir frá Miðdalskoti í
Laugardal, dáin fyrir fáum ár-
um. Tíu börn þeirra hjóna eru
á lífi, sex synir og fjórar dætur.
Þórmundur var í fremstu röð
bænda, víkingur til verka og
mikill búhöldur. Eignarjörð
sinni Bæ í Bæjarsveit skipti Þór
mundur milli fjögra sona sinna
og hafa þeir þar allir góð bú.
Finnur Halldórsson frá Síðu-
múlaveggjum lézt í Reykjavík í
sumar. Hann var sonur Halldórs
Ólafssonar og konu hans Guð-
rúnar Danielsdóttur frá Fróða-
stöðum. Finnur var um sjötugt.
Þau Veggjasystkini, Magnús,
Ingibjörg og Finnur bjuggu
lengi myndarbúi á Veggjum en
sakir vanheilsu urðu þau að
bregða búi fyrir fáum árum og
fluttu þá til Akraness. Móður-
bróðir þeirra var Halldór Daní-
elsson bóndi í Langhæli og al-
þingismaður Mýramanna, en
síðan í Ameríku. Gott minni og
fræðimennska er þar ríkjandi
ættareinkenni.
Jón Björnsson frá Bæ í Bæjar
sveit lézt í Reykjavík í vor. Jón
var um fjörutíu ára bil kaup-
maður í Borgarnesi. Hann var
maður velgefinn og vinsæll í
bezta lagi. Kona hans var Helga
Björnsdóttir frá Svarfhæli, Ás-
mundssonar. Var mannúð og
gestrisni þeirra hjóna rómuð
mjög.
Nú fyrir skömmu féll Krist-
ján bóndi Gestsson á Hreðavatni
af hestbaki og var örendur sam
stundis. Hann var á heimleið úr
Svignaskarðsrétt. Kristján var
smiður góður og snyrtimenni.
Kona hans var Sigurlaug Daní-
elsdóttir, systir Guðmundar heit
ins á Svignaskarði. Þau áttu sex
m^nnvænlega syni, alla upp-
komna.
Valgerður Guðmundsdóttir frá
Auðsstöðum í Hálsasveit varð
bráðkvödd haustið 1948, viku
eftir að hún átti áttatíu ára af-
mæli. Valgerður bjó lengi á Búr-
felli í Hálsasveit, maður hennar
var Jón Þórðarson, bróðursonur
Jóns bónda Þórðarsonar Norð-
laugum, sem kunnur var um sína
daga fyrir mannúð og gestrisni.
Börn þeirra Jóns og Valgerðar
eru nú sjö á lífi, öll eru þau flutt
úr sveitum Borgarfjarðar að
undanskyldum Sigurði bónda á
Rifsekrum í Hálsasveit.
Ástríður Sigurðardóttir á Vil-
mundarstöðum í Reykholtsdal
lézt síðastliðinn vetur, rúmlega
sextug að aldri. Maður Ástríðar
var Geir Pétursson frá Geirshlíð
í Flókadal. Þau áttu fjögur börn
fullorðin, tvo syni og tvær dæt-
ur, sem báðar eru giftar. Ástríð-
ur var greind kona og vel á sig
komin eins og hún átti kyn til.
Á Lundum í Stafholtstungum
lézt í sumar hin aldraða merkis-
kona Guðlaug Jónsdóttir frá
Melum í Hrútafirði ekkja eftir
Guðmund Ólafsson bónda á
Lundum, 88 ára að aldri. Sex
börn þeirra hjóna eru á lífi, Geir
bóndi á Lundum og fimm dæt-
ur allar giftar. Heimilinu á
Lundum þarf ég ekki að lýsa
hér„ það hefir áður verið gjört
svo er og um systkini Guðlaug-
ar að þau eru öll fyrir löngu
þjóðkunn svo óþarft er að rita
hér nöfn þeirra.
Ennfremur lézt í sumar Þór-
unn Hannesdóttir ekkja eftir
Jón Erlingsson á Kollubaki
Hálsasveit komin nokkuð yfir
áttrætt. Þórunn var ættuð af
Akranesi, föðursystir Ólafs
Björnssonar ritstjóra blaðsins
Akranes. Hún var alin upp í Kal
mannstungu hjá föðurbróður
sínum Stefáni Ólafssyni. Þór-
unn var ein í hópi þeirra kvenna,
sem fátt varð lagt til lýta.
Kristín Árnadóttir á Steinum
í Stafholtstungum lézt líka á
þessu ári, öldruð merkiskona.
Þess er líka vert að geta, að
séra Einar Thorlacíus lengi prest
ur á Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd og séra Þorsteinn Briem
prestur á Akranesi létust báðir
í Reykjavík á þessu ári. Báðir
þessir prestar höfðu gegnt pró-
fastsembætti í þessu héraði. Frá
því um síðustu áramót og til
loka sept. hafa átta prestar lát-
ist og mun það nokkuð fátítt þeg
ar ekki hafa gengið bannvænar
farsóttir yfir landið. Auk þeirra
tveggja, sem hér eru taldir má
telja séra Friðrik Hallgrímsson
í Reykjavík, séra Árna Sigurðs-
son í Reykjavík, séra Magnús
Björnsson áður á Prestsbakka á
Síðu, séra Pál Sigurðsson í Bol-
ungarvík, séra Teodór Jónsson
á Bæisá, og séra Vigfús í Hey-
dölum. Nokkuð sýnist eyðan
stór í fylkingu prestanna við
burtför þeirra sem hér eru
taldir, því margir þeirra voru
ekki í tölu smærri postulanna.
Tveir af þessum nýlátnu prest-
um, Árni Sigurðsson og Friðrik
Hallgrímsson, eru öllum útvarps
hlustendum að góðu kunnir fyr-
ir ágætar messur og falleg út-
varpserindi. Þetta undratæki,
útvarpið, ásamt flugvélum hefir
yfirstigið allar fjarlægðir svo
þær mega heita að engu orðnar.
Fréttir berast hingað úr fjarlæg-
ustu löndum jafnskjótt og þær
eru að ske. Það sýnist því nokk-
uð á eftir tímanum að sitja við
að skrifa það, sem skeð hefir fyr
ir einu og tveimur missirum. Og
nú fljúga menn á sama tíma
milli íslands og Ameriku og ver-
ið var að teima klifjahesta frá
Borgarnesi og upp á Reykholts-
dal. Það éru líka margir íslend-
ingar búnir að færa sér þessi
þægindi í nyt á síðustu árum.
Og svo er líka um ykkur Vestur-
íslendinga að nokkrir ykkar hafa
litið ættjörðina á þessu sumri.
Allir þykja góðir gestir, jafnt
boðnir og óboðnir, sem vilja
heilsa upp á land og þjóð. Þegar
það eru jafn víðfrægir menn og
Vilhjálmur Stefánsson og Guð-
mundur S. Grímsson þykir heim
sókn slíkra manna í fréttir fær-
andi. Prófessor Ásmundur Guð-
mundsson og Steingrímur Jóns-
son rafurmagnsstjóri í Reykja-
(Framhald, aj bls. 3)
bjó og lengi Alexíus Árnason
lögregluþjónn. Nú er þar Ingólfs
stræti 5.)
16. Þar rétt fyrir ofan Miðbýl-
iskot, sem nú er rifið. (Hét
seinna Rannveigarbær).
17. Ofanleiti. Næst fyrir
sunnan Jóns prentara bæ er
Ofanleiti, sem var bygt af Pálma
sál. snikkara. (Þar bjugu Jón
Árnason (d. 1859) og Guðbjörg
jónsdóttir. Dóttir þeirra, Gróa
„skreðari“ átti Friðrik Gíslason
verslunarmann og þeirra dóttir
var Júlíana kona Hjartar Þórð-
arsonar hugvitsmanns í Chicago.
Seinna bjuggu þar Magnús
vík voru í fylgd með þeim hér
í Reykholtsdal, ásamt konum
sínum. Fæðingarstaðir þeirra
Ásmundar og Guðmundar, Reyk
holt og Kópareykir brostu við
þeim í þetta sinn í sínum feg-
ursta sumarskrúða. Varð því
engin erindisleysa fyrir þá að
heilsa þar aftur þeim sömu blóm
um er brostu þar við barnsaug-
um þeirra og stíga þar aftur í
sín fyrstu.ævispor.
Þá litu hér líka yfir þetta hér
að séra Sveinbjörn J. Ólafsson
og systir hans. Færðu þau mér
kærkomnar kveðjur vestari yfir
hafið og um eitt og annað fræddi
hann mig sem ég hafði ekki áð-
ur vitað. Guðmundur Þorsteins-
son, ættaður frá Litlu-Skógum
í Stafholtstungum var hér líka
meðal hinna góðu gesta. Átti
hann sínar beztu æskuminning-
ar frá Grund í Skorradal, bæði
af kynningu við gott heimili og
fagurt umhverfi. En í þetta sinn
gafst fáum kostur á því að sjá
hér bjarta daga, en í þeirra stað
úðaþokan sem útilokaði fegurð
og fjarsýni. Má því ætla að ýms-
ir hafi orðið vonsviknir, sem
hingað komu á liðnu sumri. Og
stórar eru eyðurnar í vinahóp-
inn fyrir augum þeirra, sem
heim koma eftir langa útivist.
Þetta vorlausa vætusumar er nú
liðið. En áður en því var með
öllu lokið breyttist veður til batn
aðar, á nokkrum bæjum voru
tún ekki alhirt fyrr en eftir rétt-
ir. Varð því heyfengur rír hjá
fáliðuðum bændum, bæði að
vöxtum og gæðum. Nú er orð-
in sú breyting á tíðarfari, að
sól skín frá morgni til kvölds og
viku eftir viku. Nú er í fyrstu
viku vetrar og á ýmsum stöðum
unnið enn að vegagerðum og
brúarsmíði. Nú er svo fagurt yf-
ir landið að líta, að á hreinni
fegurð er ekki hægt að kjósa.
Skógur stendur enn með hinu
fjölbreyttasta litarskrúði, sumir
runnar skrúðgrænir en aðrir
bleikir og rauðir. Fjöllin fagur-
blá, en þau hæstu búin að setja
upp hvíta húfu. Himininn heið-
ur og bjartur um nætur af
stjörnubliki og iðandi norður-
ljósum. Nú er hin gráa og kalda
þoka með öllu horfin, sem úti-
lokaði alla þessa dýrð í sumar.
Þannig er nú um að litast á þessu
fagra en kalda landi. Fæst af
sumarfuglunum okkar beið bat-
ans og birtunnar. Þeir raska ekki
sinni ferðaáætlun hvorki vor
eða haust.
Til þess að minna ykkur á
hvernig föðurlandið ykkar get-
ur litið út í allri sinni fegurð set
ég hér eitt af fallegustu erind-
unum, sem um það hafa verið
ort:
Þið þekkið fold með blíðri brá
og bláum tindi ffalla
og svanahljómi, silungsá,'
og sælu blómi valla,
og bröttum fossi, björtum sjá
oq breiðum jökulskalla.
Drjúpi hana blessun drottins á
um daga heimsins alla. J. H.
Að svo mæltu kveð ég ykkur,
bæði konur og karla, með þeirri
ósk að ást ykkar á íslandi og ís-
lenzkri tungu lifi lengi. Ég þakka
sem bezt allar ykkar vinarkveðj
ur og óska ykkur alls hins bezta.
Verið þið öll blessuð og sæl.
Ykkar með vinsemd
Kristleifur Þorsteinsson
Magnússon (faðir Þórðar bók-
bindara og Magnúsar prentara)
og Guðmundur Siguðsson faðir
Sigurðar, er lengi var skrif-
stofustjóri Eimskipafélagsins.
Bærinn var rifinn 1896 og nú er
þar Ingólfsstræti 7).
18. Grímsbœr. Þar fyrir sunn-
an Melbysbær eða Grímsbær, sá
var álitinn elsti bær í þeirri röð;
hann er nú rifinn og þar bygt
Amtmanns húsið. (Þessi bær
var kendur við Grím Bjarnason,
sem bygði hann. Grímur tók sér
nafnið Melby og þess vegna var
bærinn á seinni árum kallaður
Melbysbær. Grímur var tengda-
faðir Árna Gíslasonar leturgraf-
ara. Grimsbær var rifinn 1879
og bygðu þeir Theodór Jónassen
og Magnús Stephensen þar stórt
tvílyft timburhús. Þar er nú
Ingólfsstræti 9).
19. Pálsbær. Þar fyrir sunnan
Pálsbær. (Þessi bær var kendur
við Pál Magnússon afa Magnús-
ar Magnússonar skipstjóra.
Þarna bygði Halldór Þórðarson
seinna vandað steinhús, sem nú
á Óskar Halldórsson útgerðar-
maður, Ingólfsstræti 21).
20. Brenna. Upp undan hans
(Pálsbæar) bletti var Brenna,
sem nú er rifin og bygt þar
steinhús. (Þarna bjuggu Ingi-
bundur Þorbjörnsson frá Ártún-
um og Þuríður Eiríksdóttir.
Dóttir þeirra var Gróa, sem
Gróubær var við kendur. Sonur
þeirra var Jón sjóklæðasaumari,
faðir Guðríðar, er giftist Jónasi
Guðbrandssyni, steinsmið og
bjuggu þau langa ævi í Brennu.
Þeir bræður Magnús og Jónas
Guðbrandssynir rifu bæinn og
bygðu þar steinhús, sem enn er
kallað Brenna—á horni Spítala-
stígs og Bergstaðastrætis).
21. Siguðarbær. Fyrir sunnan
Pálsbæ var Sigurðarbær og var
bygður nokkru seinna. (Hann
var kenndur við Sigurð Jónsson
snikkara bróður Jóns prentara.
Sonur Sigurðar var Rafn skó-
smiður. Þessi bær hét annars
Norður-Berg. Þar er nú Ingólfs-
stræti 23).
22. Zakaríasarbær. Þar fyrir
sunnan Zakaríasarbær, er nú
rifinn og þar komið steinhús.
(Þessi bær var fyrst bygður af
Erlendi syni Runólfs Klemens-
sonar verslunarstjóra og var
hann þá kallaður Berg. Sigríður
dóttir Erlends giftist Zakaríasi
Árnasyni rokkasmið og bjuggu
þau þarna. Synir þeirra voru
þeir vegavinnuverkstjórarriir
Árni og Erlendur í Kópavogi og
Magnús bókhaldari í Keflavík
og Ingibjörg, sem nú er nýlátin.
Þar sem Berg stóð er nú Grund-
arstígur2).
23. Hinriksbær. Þar rétt fyrir
ofan, bygður um 1838, en nú rif-
inn. (Þessi bær er kendur við
Hinrik Árnason frá Laugarnesi
en hét að réttu lagi Efstibær.
Þar er nú Spítalastígur 4).
24. Lofstbær . 1 neðri Þing-
holtsröðinni var norðastur bær,
sem átti gamli Loftur, en er nú
rifinn og þar komið tvíloftað
hús; 1830 átti þann bæ Einar
nokkur kallaður spámaður; sá
bær var álitinn elstur í þeirri
röð. (Þetta mun vera sama býlið
og fyrst var kallað Þingholt. Þar
risu seinna upp fjögur kot önn-
ur. Bærinn var kendur við Loft
gamla Þorkelsson frá Kleppi er
þar bjó lengi, en þar áður hafði
hann verið kallaður Valgerðar-
bær. Þar er nú Þingholtsstræti
3. Hinir fjórir bæirnir voru:
25. Magnúsarbær kendur við
Magnús Arason, en oftast þó
kallaður Eirnýarbær í höfuðið á
konu hans, Eirnýju Erlendsdótt-
ur. Erlendur Magnússon gull-
smiður, tengdasonur Eirnýjar,
reif bæinn og bygði þar timbur-
hús.
26. Sigvaldabær, kendur við
Sigvalda Nikulásson, afa séra
Ingvars á Skeggjastöðum. Þenn-
an bæ keypti Erlendur gullsmið-
ur líka er hann bygði. Þar. sem
bessir tveir bæir stóðu er nú ísa-
f oldarprensmiðj a.
Framhald