Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg

						LÖGBERG,  FIMTUDAGINN,  8. MAI, 1952
Úr borg og bygð
DÁNARFREGN
Sunnudaginn 4. maí s.l., and-
aðist í Keewatin, Ont., Mr.
Magnús Sigurðsson, 67 ára að
aldri. Magnús var fæddur að
Vatnsleysuströnd á íslandi og
kom hingað til lands 1903.
Hann starfaði lengst af hjá
The Lake of the Woods Milling
Co. og bjó í Keewatin, Ont. —
Kona Magnúsar, Margrét, lézt
árið 1930 og stóð hann þá eftir
með stóran barnahóp.
Magnús lætur eftir sig 5 dæt-
ur, Mrs. Margaret Johnson,
Keewatin, Mrs. Hilda Crowdis,
Montreal, Mrs. Sylvia Bynski,
Mrs. Imba Phinney og Mrs. Rúna
Margette, allar í Kenora, Ont.
Einnig einn son P. O. Thomas
Sigurdson, og tvo bræður, Sigurð
í Keewatin og Thorgrím á ís-
landi.
Útförin fór fram í Kenora,
þriðjudaginn 6. maí að viðstöddu
fjölmenni. Rev. W. T. Brady
jarðsöng.
Þessa mæta manns verður
eflaust minnst nánar síðar.
•fr
Þjóðræknisdeildin „FRÓN"
þakkar hér með eftirtöldu
fólki fyrir bækur, sem það hefir
gefið bókasafni deildarinnar:
Mr. Guðmundur Thorsteinsson,
Mrs. Hallfríður Ólafsson, Mrs.
Vilhelmína Guðmundsson og
Mrs. Jóna Hjálmsson, sem gaf
ágætar fræðibækur úr bókasafni
manns síns, séra Péturs heitins
Hjálmssonar. Fyrir allar þessar
bækur þakkar deildin mjög inni-
lega.
Fyrir hönd deildarinnar Frón
J. Johnson. bókavörður
Á fundi Þjóðræknisdeildar-
innar „Frón", sem haldinn var
á mánudagskveldið, voru þessir
fulltrúar kosnir til að fara með
atkvæði Fróns á ársþingi Þjóð-
ræknisfélagsins 2.—4. júní:
Próf. Tryggvi Oleson
Próf. Finnbogi Guðmundsson
Mrs. Ingibjörg Jónsson
Mrs. B. E. Johnson
Mrs. S. Backman
Miss Ella Hall
Mr. Hjörtur Brandson
Mr. Ragnar Stefánsson
Mr. Jón Jónsson.
Benedikt Rafnkelsson, fyrrum
bóndi að Clarkleigh, Vogar, og
víðar lézt að heimili dóttur sinn-
ar í Winnipeg, 30. apríl. Hafði
hann lengi verið rúmfastur,
enda orðinn 89 ára að aldri.
Hann var ættaður frá Valskóg-
nesi, Austur-Skaftafellssýslu. —
Hann var jarðaður frá útfarar-
stofu Bardals á laugardaginn.
Séra Valdimar J. Eylands jarð-
söng.
Þann 27. apríl síðastliðinn
lézt á Deer Lodge sjúkrahúsinu
hér í borginni Carl Baldwfn,
404 Albany Street, 55 ára að
aldri, fæddur að Baldur, Man.,
9. ágúst 1896. Hann var sonur
Baldwins Benediktssonar, sem
ættaður var úr Þingeyjarsýslu
og Oddnýjar Antónýusdóttur;
þau bjuggu um skeið í Hjarðar-
haga í Jökuldal, en voru með
fyrstu frumbyggjum í hinni
fögru Argylebygð. Er Carl var
um það bil 14 ára að aldri flutt-
ist hann með fjölskyldu sinni
til Winnipeg og átti þar heima
jafnan síðan að undanskildum
þrem árum, er hann var í fyrri
heimsstyrjöldinni, þar sem hann
gat sér mikinn orðstír vegna
frækilegrar  framgöngu.
Carl var tvíkvæntur; fyrri
kona hans, Anne Christie, lézt
eftir langvarandi vanheilsu 18.
janúar 1945. Þau eignuðust tvö
börn, Donnu og Ben. Hann læt-
ur eftir sig seinni konu sína,
Jaenette ásamt fimm bræðrum,
Ben, Hally, Walter, Baldwin og
Jack.
Kveðjuathöfn, er séra Valdi-
mar J. Eylands stýrði, var haldin
að útfararstofu Bardals, en líkið
síðan flutt til jarðsetningar að
Glenboro.
Ingveldur Jónsson, 85 ára
ekkja Guðmundar Jónssonar frá
Skarfhóli í Miðfirði, lézt að
heimili dóttur sinnar hér í bæn-
um á miðvikudaginn 30. apríl.
Hún var ættuð úr Neshreppi
ytra í Snæfellsnessýslu, en upp-
alinn í Miðfirðinum, og þar gift-
ust þau Guðmundur, 1894. Þau
fluttust vestur um haf 1900.
Guðmundur dó 1947. Þau láta
eftir sig stóra fjölskyldu. Jarð-
arförin fór fram frá Fyrstu lút.
kirkju á mánudaginn 5. maí.
Séra Valdimar J. Eylands jarð-
söng.
Gefin saman í hjónaband í
Lútersku kirkjunni í Selkirk,
þann 1. maí, Ernest Edward
Christiansen, og. Moriel Claire
Henrikson, bæði til heimilis í
Selkirk. Við giftinguna aðstoð-
uðu Mrs. Dorothy May Baker,
systir brúðarinnar, og Franklyn
Wilbert Thorsteinson. Veizla var
setin í samkomuhúsi Lúterska
safnaðarins að giftingu afstað-
inni. Ungu hjónin setjast að i
Selkirk. Sóknarprestur gifti.
¦ír
Mr. G. J. Oleson lögreglu-
dómari frá Glenboro, Man., kom
til borgarinnar á mánudags-
kvöldið og mun dvelja hér í
nokkra daga hjá syni sínum, Dr.
Tryggva J. Oleson og frú hans.
•k
UM NETAMÁLIÐ
Eins og skýrt hefir verið frá
í blaðinu tóku eftirlitsmenn
fiskideildar fylkisins mikið af
netum af fiskimönnum á Winni-
pegvatni í vetur og sögðu þau
hafa ólöglega möskvastærð.
Hins vegar báru fiskimenn það
fram og einnig netafélögin, að
netin væru lögleg 3 þumlunga
stærð. Sendu þeir bænarskrá til
fiskimáladeildarinnar þess efnis
að fresta lögsókn gegn fiski-
mönnunum þar til hæfari að-
ferð til mælingar væri ákveðin
og netin mæld á ný. Þessari
beiðni var ekki sint og hafa nú
tveir fiskimannanna verið
dædmir í fjársekt í héraðsrétti,
en málum þeirra hefir verið á-
frýjað til hærri réttar.
Við réttarhöldin kom það í
Ijós, að forstjórí fiskimáladeild-
arinnar hefir einn rétt til þess
að dæma um, hvort fiskinet hafi
lóglega möskvastærð og er það
ærið vald einum manni til
handa. Netafélögin töldu þessi
net lögleg og hafa þess vegna
sennilega selt fjölda mörgum
öðrum fiskimönnum samskonar
net, sem hvergi eru óhult vegna
þess að forstjórinn hefir dæmt
þau ólögleg; þannig er efnaleg
afkoma fiskimanna og reyndar
útvegsins í heild sinni undir
þessum manni komin.
Fiskimenn, eins og aðrar
stéttir mannfélagsins, þarfnast
öflugra samtaka sín á meðal, til
þess að vernda réttindi sín;
þetta mál snertir alla fiskimenn
í Manitoba og ættu þeir að vera
einhuga um það að senda bæna-
skrá til fylkisstjórnarinnar, að
taka þetta mál til rækilegrar
yfirvegunar.
*
— ÞAKKARORÐ —
Innilegt hjartans þakklæti
vil ég með línum þessum flytja
þeim mikla mannfjölda, er
heiðraði útför míns elskulega
eiginmanns, J. J. Swanson, með
nærveru sinni, sem og þeim
öllum, er sendu hinar miklu og
fögru blómagjafir; einnig vil ég
þakka prestunum báðum fyrir
þeirra yndislegu og hughreyst-
andi kveðjumál. Ennfremur
þakka ég hjartanlega, organista,
soloista og sóngflokkí.
Með endurteknum þökkum
Mrs. J. J.  Swanson  og
fjölskylda.
Mr. og Mrs. Douglas Warren
Hilland frá Edmonton hafa
dvalið undanfarna daga hjá W.
J. Lindal dómara og Mrs. Lindal,
en lögðu af stað í gær áleiðis til
Trinidad, West Indies. Mr. Hil-
land, sem er lögfræðingur að
mentun, hefir verið starfsmaður
ógilt og upp leysast."
hjá California Standard um
nokkurt skeið; félagið hefir nú
veitt honum enn betri stöðu þar
syðra. Heimili þeirra hjóna verð-
ur í Port of Spain, höfuðstað
eyjarinnar; er hún um hundrað
mílur frá norðurströnd Suður-
Ameríku. Mrs. Hilland er dóttir
W. J. Lindal dómara.
I gær lögðu af stað til Evrópu
Mr. og Mrs. P. J. Sivertson á-
samt dóttur sinni Gloríu. Þau
hjónin fara fyrst til Danmerkur,
en þaðan er Mr. Siverson ætt-
aður, en dóttir þeirra mun
ferðast með kennarahóp víðs-
vegar um álfuna. Mrs. Sivertson
(María Ólafsson) er systir Jóns
málmfræðings og séra Ólafs á
Kvennabrekku; hún mun dvelja
stuttan tíma í Danmörku og
fara síðan til íslands í heimsókn
til ættingja og vina og/ þangað
koma svo maður hennar og
dóttir seinna; þau verða tvo
mánuði í ferðalaginu.
Tör
Á laugardaginn þann 19.
apríl s.l., voru gefin saman í
hjónaband að heimili Mr. og
Mrs. John Ewart, 2548 Sperling
Ave., South Barnaby, B.C., þau
Inga Gíslason, dóttir Mr. og Mrs.
Þórarinn Gíslason, Árborg, Man.,
og William Skaftfeld, sonur Mr.
og Mrs. Hreiðar Skaftfeld í
Winnipeg. Rev. McMillan fram-
kvæmdi hjónavígsluathöfnina;
að henni lokinni var setin veg-
leg brúðkaupsveizla að 2321
Kingsway Ave., þar í bænum.
Brúðhjónin eyða hveitibrauðs-
dögunum í Seattle, en framtíð-
arheimili þeirra verður að 2791
William Street, Vancouver.
Faðir brúðgumans, Mr. Hreið-
ar Skaftfeld, var viðstaddur
hjónavígsluna.
Arthur Swainson, University
of Manitoba Law Student and
an officer in the University
Training Squadron has been
posted to the R.C.A.F. Fighter
base in England from May to
September.
Arthur, along w i t h seven
other members of University
Training Squadrons from across
Canada, is the only Manitoban
in the group. He is in second
year law and during the previ-
ous two summers has trained as
an officer in the R.C.A.F. at
London and Ottawa, Ont. He is
connected with a well known
law firm of this city, Lamont
and Bureak.
The trip is being made by air
from Dorval Airport, via Ice-
land. He is the son of Mr. and
Mrs. I. Swainson, 471 Home St.
Kvenfélag Sambandssafnaðar
hefir ákveðið að efna til kveðju-
samsætis í tilefni af burtför Mr.
og Mrs. P. S. Pálsson frá Winni-
peg í mánaðarlokin.
Félagið vill bjóða öllum vin-
um þeirra hjóna að taka þátt í
samsætinu og biður þá sem ætla
að nota sér þetta tækifæri til
að heiðra og kveðja þau, að
síma til einhverrar af stjórnar-
nefndarkonunum ekki seinna
en sunnudaginn 25. þ. m.
Þær eru:
Miss Guðbjörg Sigurðsson
933 668
Mrs. J. F. Kristjánsson 38 247
Mrs. S. Sigurðsson 725 217
Mrs. B. E. Johnson 87 987
Mrs. S. B. Stefánsson 30 023
Miss M. Pétursson 721 724
Samkvæmið verður haldið í
Samkomusal safnaðarins mið-
vikudagskvöldið 28. þ. m. kl. 8.30.
W. J. Lindal dómari fór til
Ottawa á sunnudaginn til þess
að sitja þar fund þegnréttinda-
nefndar Canada; hann er vænt-
anlegur heim í dag.
i*
Mr. Kristján Indriðason fyrr-
um bóndi og kaupmaður á
Mountain, N. Dak., lézt þar
síðastliðinn laugardag hniginn
nokkuð að aldri, vinsæll maður
og prúður í framgöngu; hann
var jarðsunginn á þriðjudaginn
af séra Philip M. Péturssyni.
Templarar yilja kaupa Héðinshófða
Eignin mun föl fyrir hálfa
milljón króna.
Húsráð góðtemplara vinnur
nú að því að fá keypta eign-
ina Héðinshöfða í því skyni,
að þar verði komið upp
hjálparstöð fyrir drykkju-
sjúklinga, en hennar er
löngu orðin brýn þörf, svo
sem oftlega hefir verið bent
á hér í blaðinu og annars
staðar.
Vísir hefir það eftir góðum
heimildum, að eignin sé föl fyrir
um 500 þúsund krónur, og stend-
ur húsráðið nú í samningum um
kaup á henni. Er hér um að
ræða 4000 fermetra lóð og stórt
og veglegt hús, þar sem var
heimili sendiherra Breta hér. Að
sjálfsögðu þarf að gera á því
miklar breytingar og endurbæt-
ur, áður en unnt verður að taka
það í notkun fyrir þessa starf-
semi.
Áfengisvarnanefnd Reykjavík
ur, Stórstúkan og framkvæmda-
nefnd Stórstúkunnar hafa unnið
að þessum málum, og vegna á-
skorana þessara aðila, hefir hús-
Æyisögur
Framhald af bls. 5
hjá alræmdu okurfélagi, og seldi
þær svo þegar þær voru hvergi
fáanlegar annars staðar. Verðinu
gat hann svo ráðið af eigin vild,
að því urðu menn að ganga eða
verða af kaupunum. Ekki er þó
að vita, að Þorleifur hafi selt
vörur sínar með óhæfilegu verði,
en víst vildi hann þó afla sér
nokkuð mikils ábata.
Þorleifur kleif þrítugan ham-
arinn til auðæfa og mannvirð-
inga. Nú vaknar sú spurning
hvort ekki gætu fleiri farið að
dæmi hans.
Sjálfsagt mætti svara þeirri
spurningu játandi. Ekki er þar
með sagt, að menn yfirleitt geti
orðið ríkir. Það er ekki heldur
eftirsóknarvert. Því verður þó
ekki neitað, að margt var það í
fari Þorleifs, sem er giftusam-
legt að breyta eftir.
Hinir fjórir hyrningasteinar
fyrir velmegun Þorleifs voru:
skynsamleg meðferð á því, sem
haft var milli handa; sé centanna
gætt, fjölgar dollurunum með
tímanum; iðni, reglusemi og
sjálfsafneitun einkenndi líf Þor-
leifs. Dyggðir þessar munu ávalt
reynast hollvættir. Leiðin er því
býsna glögg öllum, sem vilja
ganga hana.
Það er ekki unnt að beralí
bætifláka fyrir ýmislegt, sem
átti sér stað í lífi Þorleifs. Þess
ber þó að minnast, að ef heim-
urinn hefði búið betur að hon-
um í upphafi vega, og að hann
hefði notið unmgengni meðal
góðra og mentaðra manna, má
vissulega ætla að lykkjuföllin í
lífi hans hefðu orðið færri, og
lifnaðarhættir hans orðið tals-
vert aðrir. Ef til vill hefði Þor-
leifur ekki orðið eins ríkur eins
og hann varð, en þó mundi hann
að öllum líkindum hafa orðið
við efni, þó með nokkuð öðrum
hætti.
Það sannast á Þorleifi eins og
flestum efnamönnum: „Arkar-
smiðirnir unnu gagn, en aðrir
nutu". Hann lagði fram allmikið
fé til þarflegra fyrirtækja og
umbóta. Han'n naut ánægjunnar
af því að safna en aðrir að eyða.
Vafalaust halda þessar framlög-
ur uppi minningu Þorleifs meir
en nokkuð annað þegar frá líður.
s. s. c.
ráðið hafið samningaumleitanir
um kaup á eigninni, og standa
vonir til, að af þessu geti orðið.
Framkvæmdanefnd Stórstúk-
unnar ritaði Áfengisvarnanefnd
bréf um málið og óskaði álits
hennar. Hefir nefndin tilkynnt,
að hún muni leita álits sérfræð-
ings síns á áfengisvarnamálum,
Alfreðs Gíslason^r læknis, en
hún vill af alhug stuðla að því,
að slík hjálparstöð komist upp,
en hér virðist um hagkvæma
ráðstöfun að ræða, ef af getur
orðið.
—VISIR, 1. apríi
Mrs. Óli Johnson frá Vogar,
Man., kom til borgarinnar um
helgina á leið til Minneapolis til
að sitja þar fund Eastern Star
félagsskaparins.
í stormviðrinu mikla á sunnu-
daginn var, leysti Winnipegvatn
svo að segja með öllu og er það
harla sjaldgæft, að ísinn hverfi
svona snemma sumars.
Viðskiptasamn-
ingur milíi íslands
og Danmerkur
Hinn 12. þessa mánaðar var
undirritað í Reykjavík sam-
komulag um viðskipti milli Is-
lands og Danmerkur á tímabil-
inu frá 15. marz 1952 til 14. marz
1953. Samkomulagið var undir-
ritað fyrir hönd íslands af
Bjarna Benediktssyni utanríkis-
málaráðherra, og fyrir hönd
Danmerkur af danska sendi-
herranum í Reykjavík, frú
Bodil Bergtrup.
Samkvæmt samkomulagi þessu
munu dönsk stjórnarvöld veita
innflutningsleyfi fyrir íslenzk-
um vörum á svipaðan hátt og
áður, þar á meðal 20.000 tunnum
af saltsíld (þar með talin krydd-
síld og sykursöltuð síld). íslenzk
stjórnarvöld munu heimila inn-
flutning frá Danmörku á sama
hátt og áður hefir tíðkazt, að svo
miklu leyti sem gjaldeyris-
ástand landsins leyfir. Auk þess
munu íslenzk stjórnarvöld leyfa
útflutning til Danmerkur á
ákveðnum hundraðshlutum af
síldarlýsis- og síldarmjölsfram-
leiðslu Islands á samningatíma-
bilinu.       —Alþbl., 14. marz
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 11 maí,
Minningardagur mæðra
Enginn Sunnudagsskóli
Ensk messa kl. 11 árd.
Foreldrar og börn sérstak-
lega boðin velkomin
Islenzk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið
S. Ólafsson
Gimli Lutheran Parish
H. S. Sigmar, Pastor
9:00 a.m. Betel
11.00 a.m. Sunday School
Mothers Day Program
2.00 p.m. Riverton
Confirmation—Communion
7.00 p.m. Gimli
Icelandic Hymns
9.00 p.m. Geysir
Icelandic Service.
ÞRÍTUGASTA  OG  ÞRIÐJA  ARSÞING
Þjóðræknisfélags Íslendinga
í Vesturheimi
verður haldið í Good Templara húsinu við Sargent Ave.
í Winnipeg, 2., 3. og 4. júní 1952
ÁÆTLUÐ DAGSKRÁ:
1.	Þingsetning
2.	Ávarp forseta
3.	Kosning kjörbréfanefndar
4.	Skýrslur embættismanna
5.	Skýrslur deilda
6.	Skýrslur milliþinganefnda
7. 8.	Útbreiðslumál Fjármál
9.	Fræðslumál
10.	Samvinnumál
11.	Útgáfumál
12.	Kosning embættismanna
13.	Ný mál
14.	Ólokin störf og þingslit
Þingið verður sett kl. 9.30 á mánudagsmorguninn
2. júní, og verða fundir til kvölds.
Á þriðjudaginn verða þingfundir bæði fyrir og
eftir hádegi.
Á miðvikudaginn halda þingfundir áfram og eftir
hádegið þann dag fara fram kosningar embættis-
manna. Að kvöldinu verður almenn samkoma undir
umsjón aðal félagsins.
Winnipeg, Man., 2. maí, 1952
1 umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins,
PHILIP M. PÉTURSSON, forseti
INGIBJÖRG JÓNSSON, ritari
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8