Lögberg - 31.01.1957, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR 1957
Miklu marki náð í heilsuverndar-
málum Reykvíkinga
Allt heilsuverndarstarf nú í vandaðri byggingu
með íullkomnasta útbúnaði
Úr borg og bygð
Kvenfélag Fyrsta lúterska
safnaðar heldur matarsölu
miðvikudaginn 6. febrúar í
fundarsal kirkjunnar, Victor
Street.
Til sölu verður rúllupylsa,
blóðmör og lifrapylsa; einnig
kaffibrauð. Salan verður frá
kl. 2 til 5 eftir hádegi. Kaffi
verður á boðstólum.
☆
— DÁNARFREGNIR —
Hinn 17. þ. m. lézt í Los
Angeles, California, Thórodd-
ur S. Oddson eftir langvarandi
heilsubilun; hann var sonur
hins kunna athafnamanns
Thorsteins heitins Oddsonar,
fyrrum fasteignasala í Winni-
peg. Mr. Oddson lætur eftir
sig einn son, Clifford, í Los
Angeles, og þrjár systur, Mrs.
Ólöfu Austman í Wirinipeg,
Mrs. Clöru Clark í Los
Angeles og Mrs. Rakel Jones
í Winnipeg. ☆
Nýlátinn er í áelkirk Mr.
Walter Walterson 58 ára að
aldri, hinn mætasti maður um
allt; útför hans var gerð frá
kirkju Selkirksafnaðar undir
forustu séra Sigurðar Ólafs-
sonar.
☆
Síðastliðinn föstudag lézt í
Detroit, Mich., Mrs. Emma
Strang Bergman, en þar hafði
hún átt heima í síðastliðin 25
ár; hún var fædd að Baldur,
Man. Tveir bræður lifa hana,
Hamilton og Harold, og tvær
systur, Inga Strang og Mrs. A.
Dawson; útförin var gerð frá
Bardals hér í borg á þriðju-
daginn.
☆
i
Nýverið lézt á Almenna
sjúkrahúsinu hér í borg Mrs.
Anna Thorsteinson frá Stony
Hill, Man. 64 ára að aldri;
kveðjuathöfn var haldin í
lútersku kirkjunni að Lundar
síðastliðinn þriðjudag, en jarð
setning fór fram í Ottograf-
reit; auk eiginmanns síns,
Barney’s, lætur Mrs. Thor-
steinsson eftir sig tvo sonu,
Gordon og Albert, og fjórar
dætur, Marjorie, Mrs. Lillian
Johnson, Mrs. Frances Vig-
fússon og Mrs. Rose Burdyne.
Barnabörnin eru nítján.
☆
Mr. John Guttormsson kaup
maður og frú frá Lundar
komu til borgarinnar á þriðju-
daginn og voru við setningu
INCOME TAX SERVICE
15 years experience
with
Federal Tax Department
Tax Return3 Prepared
for
Farmers, Businessmen and
individuals with special
problems.
Reasonable Rales
Contact:
G. Finnbogason
907 Goulding St.
Winnipeg 10
Phone SP 2-5657
fylkisþingsins, en þar flutti
svarræðu við stjórnarboð-
skapinn Elman sonur þeirra,
hinn nýkjörni þingmaður St.
George kjördæmis.
☆
Ste. 8, The E1 Brook,
575 Ellice Ave.,
Winnipeg, Man.
January 28th, 1957
Would you kindley have the
following donations published
in Lögberg:
To Childrens Trust Fund,
Sunrise Lutheran Camp:
Herðubreið Lutheran Con-
gregation, ...........$10.00
General Fund:
Herðubreið Lutheran Con-
gregation, ...........$10.00
Ladies Aid Björk,
Lundar, .............10.00
Thanking you,
Anna Magnússon, Treas.
Fréttir frá Gimli
Framhald af bls. 1
hafði verið út í desember
1956.
Endurkosnir í “Town Plan-
ning” nefnd voru: Dr. A. B.
Ingimundson, forseti, Hjálmur
Thorsteinsson, Arthur Seaby,
F. M. Arnason og J. T.
Howardson. Að því er snertir
fjárveitingu til vatnsverks og
lokræsa fyrir bæinn var sam-
þykt að taka upp tillögu Mani-
toba Chamber of Commerce,
borin fram á fundi sem hald-
inn vár í Winnipeg 1. og 2.
nóvember 1956, og bera hana
upp á móti Manitoba borga,
bæja og þorpa 14., 15. og 16.
janúar í Brandon.
----0----
Merkileg uppástunga borin
upp af erindrekum
Gimli-bæjar
Á móti því, er setið var í
Brandon 14., 15. og 16. jaúnar
síðastliðinn, af erindrekum
frá þorpum, bæjum og borg-
um Manitoba-fylkis, báru
erindrekar Gimli-bæjar, Mr.
Eric Stefanson og Mr. B. V.
Arnason upp langa og ítarlega
uppástungu, sem að stjórn
Gimli-bæjar og Gimli “Cham-
ber of Commerce” eru frum-
kvöðlar að. Er uppástungan
þess efnis að hvetja Manitoba-
stjórn til að stofna lögskipað
félag, sem starfi að því að
gera mögulegt að kosta vatns-
leiðslu og lokræsi fyrir þorp
og bæi um fylkið. A félagið
að starfa 'án ágóða, en geta
veitt lán og keypt og selt
hlutabréf bæja og þorpa, og
skipuleggja alt fjárhagsfyrir-
komulag þessa fyrirtækis víðs
vegar um Manitoba.
Var þetta frumvarp sam-
þykt af fundinum, og er að
sjá af ritstjórnargrein í Win-
nipeg Tribune, 25. janúar, að
það sé að bera árangur. Er
það mikið framfaraspor, og
má segja, að komist þessi hug-
mynd í framkvæmd, þá hafi
Gimli-bær lagt stóran skerf
til umbóta víðsvegar um
Manitoba.
----0----
Embættismenn í Gimli
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Næsta sunnudagskveld kl. 7
verður sameiginleg guðsþjón-
usta á ensku í Fyrstu lútersku
kirkju fyrir allan söfnuðinn.
Veitingar fara fram í neðri
sal kirkjunhar að afstaðinni
messugjörð. — Allir meðlimir
og vinir safnaðarins eru vel-
komnir.
Árdegisguðsþjónustan þann
dag fer fram eins og venju-
lega.
☆
ST. STEPHEN'S
LUTHERAN CHURCH
— Silver Heights —
Eric H. Sigmar, Pastor
Sunday, February Srd:
Sunday School 9.30 A.M.
Family Service 11 A.M.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud.-3. febrúar.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12.
Islenzk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
“Chamber of Commerce” fé-
laginu 1957 eru: Eric Stefan-
son, forseti; Dave Oakley,
vara-forseti; C. Walker, skrif-
ari og féhirðir. Frá farandi
forseti war Dr. George John-
son. — Framkvæmdarnefnd,
Allan Baily, B. V. Arnason,
Mike Pawlinski, Norman
Greenborg, Joe T. Arnason og
Frank Arnason. Dr. Johnson
er héraðsfulltrúi fyrir Gimli-
kjördæmið fyrir Manitoba
Chamber of Commerce; hann
var á fundi þegar tillögur frá
ársfundi voru afhentar Camp-
bell forsætisráðherra Mani-
toba og ráðuneyti hans 27.
desember 1956.
----0----
Hannes Kristjánsson, lengi
kaupmaður á Gimli, lézt á
sjúkrahúsi í Winnipeg 23.
þ. m. Jarðarför hans fór fram
síðastliðinn föstudag frá Úni-
tara-kirkjunni á Gimli; var
hún afar fjölmenn. Séra
Philip M. Pétursson flutti
minningarræðu á íslenzku
máli, og sagði síðast nokkur
orð á ensku. Stór söngflokkur
frá Gimli söng íslenzka sálma,
Gunnar Erlendsson var við
hljóðfærið. Hinir mörgu vinir
Kristjánssons fjölskyldunnar
kvöddu þar vin, sem lengi
mun lifa í þakklátri minningu
þeirra.
Mrs. Kristín Thorsteinsson
FRÉTTAMÖNNUM var í gær
sýnd Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur. Gerði dr. med.
Sigurður Sigurðsson yfir-
læknir grein fyrir stofnuninni.
Fyrsta deildin flutti í hana
þegar fyrir 3*4rum, en síðan
hver af annarri. Stærð hennar
er 1516 ferm., rúmmál 16,500
rúmmetrar. Fyrirkomulag var
ákveðið með sérstöku tilliti til
þess, að hér koma saman
margar óskyldar greinar
heilsuverndarstarfseminnar,
er verða að vera vel aðgreind-
ar, þótt þær starfi sem ein
heild. Sérinngangur er í
hverja.
Stjórn stöðvarinnar skipa:
Dr. med. Sig. Sigurðsson yfir-
læknir, dr. med. Jón Sigurðs-
son borgarlæknir og Gunnar
Möller frkvstj. Framkvæmd-
arstjóri er Hjálmar Blöndal,
en forstöðukona Heilsuvernd-
arstöðvarinnar er Sigrún
Magnúsdóttir frá Gilsbakka.
Ríkissjóður, Reykjavíkurbær
og sjúkrasamlag Reykjavíkur
greiða hvert 1/3 reksturs-
kostnaðar.
Deildirnar eru þessar: —
Berklavarnardeild, yfirlæknir
dr. med. Óli P. Hjaltested, að-
stoðarlæknir Jón Eiríksson,
barnadeild, yfirlæknir Katrín
Thoroddsen, en einnig starfar
þar Hulda Sveinsson, læknir,
mæðradeild, yfirlæknir Pétur
H. Jakobsson, en þar starfar
einnig Jónas Bjarnason lækn-
ir, áfengisvarnadeild. læknar
Alfreð Gíslason og Kristján
Þorvarðsson, húð- og kyn-
sjúkdómadeild. yfirlæknir —
Hannes Guðmundsson. Við
deildina starfar einnig Hannes
Þórarinsson læknir. — Aðrar
stofnanir í húsinu eru: skrif-
siofur borgarlæknis, bæjar-
spíialinn og slysavarðsiofan.
Yfirlæknir Bæjarspítalans
er dr. med. Óskar Þ. Þórðar-
son, en aðstoðarlæknar Guð-
mundur Benediktsson og
Tómas Helgason, en yfir-
hjúkrunarkona Sigurlaug
Helgadóttir. Bæjarspítalinn
hefir tvær efstu hæðir aðal-
hússins og rishæð og er rek-
inn sem farsótta og lyflækn-
ingadeild. Sjúkrarúm eru 60.
Slysavarðstofan á neðstu
hæð aðalhússins er opin allan
sólarhringinn ársins hring.
Yfirlæknir er Haukur Krist-
jánsson, aðstoðarlæknir Páll
Sigurðsson, yfirhjúkrunar-
kona Guðrún Brandsdóttir.
Byggingarkostnaður n a m
18,6 millj. kr., en ýmis útbún-
aður 3,4 millj.: Vararafstöð,
lækningatæki, eldhúsáhöld,
innanstokksmunir og hvers
konar húsbúnaður.
Það var Hjúkrunarfélagið
Líkn, sem hófst handa um
fyrstu skipulagða heilsu-
verndarstarfsemi hér á landi,
með stofnun hjálparstöðvar
fyrir berklaveika 1919.
—VÍSIR, 21. des.
News from Riyerton
Mr. S. V. Sigurdson and Mr.
Oddur Olafson left on Satur-
day January 26th to attend
the Chicago Road Show.
Mrs. Sigurdson accompan-
ied her husband on the trip,
she will go on to Wilmington,
Delaware to visit her
daughter and son-in-law, Dr.
and Mrs. S. S. Bjornson. There
she will be joined by Mr.
Sigurdson and they will g°
on to Sarnia, Ont. to visit
another daughter and son-in-
law, Mr. and Mrs. Irvin Olaf-
son.
Mr. and Mrs. vSigurdson
expect to be away for a
month.
— Get ég fengið að tala við
þjófinn, sem brauzt inn til
mín í nótt og var gripinn
þegar hann var að laumat ut
með þýfið?
Fangavörðurinn: — Hvað
viljið þér honum?
—Mig langar bara að spyrj3
hann að því, hverni'g hann
hafi farið að því að komast
inn í húsið, án þess að konan
mín vaknaði.