Lögberg - 22.01.1959, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.01.1959, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. JANÚAR 1959 5 wvwwwwvwwvwwvwww ÁHLGAMÁL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Listin að Talið er að spil muni fyrst hafa flutzt til landsins á 17. öld, og líklegt er að þeim hafi þá þegar fylgt sú trú, að með aðstoð þeirra mætti skyggnast inn í framtíðina. En til þess voru hafðar ýmsar aðferðir, og flestar af erlendum toga spunnar. Það var kallað að „spá í spil,“ og mun sú list ekki vera aldrauða enn hér á landi. Stundum voru hrökin tekin úr spilunum, þau síðan stokk- uð 9 sinnum, og því næst lögð á borð. Fór þá spáin eftir því í hvaða röð spilin komu. — Svörtu spilin boðuðu yfirleitt leiðindi, eða eitthvað illt, en rauðu spilin boðuðu gott fyrir þann, sem verið var að spá fyrir. Hvert spil hafði sína merkingu í sambandi við næstu spil að framan og aftan í röðinni. Kóngarnir táknuðu t. d. karlmenn, drottningarn- ar konur, gosarnir unga pilta, en sjöur hugi kvenna. Auk þess táknuðu vissir litir menn, sem líta út á sérstakan hátt. „Þeir sem eru rauðlitaðir á hár, þykkleitir og rjóðir, eru hjarta. Þeir sem eru lítilleitir og ljósleitir á hár, eru tígull. Þeir sem eru þykkleitir og dökkir á hár, eru spaði. En laufið táknar lítilleita menn og hvítleita, hvernig sem hárliturinn er.“ Einfaldasta aðferðin til að spá í spil, er sú, að hvert spil hafi sína merkingu, eins og þessi skrá sýnir: Ás: H. hús, T. bréf, L. stórgjöf, S. dánarfregn. Tvistur: H. gifting, T. á- nægjuefni, L. leyndarmál, S. eitthvað mistekst. Þristur: H. friðsemi, T. nýr vinur, L. ósk manns rætist, S. öruðleikar, en þó ekki miklir. Fjarki: H. geðfelldur atburð- ur, T. ábatasöm verzlun, L. fréttir, S. að maður verði fyrir þjófnaði. Fimm: H. óvænt fregn, T. peningar eru í vændum, L. ferð, en ekki löng, S. vesöld eða lasleiki. Sex: H. Mikil gæfa er í vænd- um, T. hamingjuvon, L. gott embætti eða góður hagur, S. slæm tíðindi. Sjö: H. veizla, T. von er á einhverju þægilegu, L. illa er talað um mann, S. fals og flærð er í vændum. Álta: H. innileg vinátta. T. fyrirætlanir eða fyrirtæki gefst vel. L. maður verður fyrir álygum, S. hryggð. Nía: H. heit ást, T. gjöf, en ekki stór, L. langferð, S. öfund. spó í spil Tía: H. trúr unnusti eða unn- usta, T. miklir peningar, L. sorglegur atburður, S. sótt eða mikil veikindi. Gosi: H. ungur og laglegur maður leitar ráðahags, T. gleðileg tíðindi, L. tjón af undirferli annara, S. vífinn maður. Drotining: H. falleg og væn stúlka hefir lagt hug á þig, T. heldri kona gerir þér eitthvað til gagns eða gleði, L. ekkja eða gömul kona, S. óvönduð kona. Kóngur: H. einlægur vinur, T. heldri maður er þér innan handar, L. heimsókn sem ekki var búizt við, S. ágjarn maður. Eftir þessu getur svo hvert mannsbarn „spáð í spil,“ og getur orðið að því mikil skemmtun. Spámaðurinn, eða spákonan, tekur heil spil (52) og stokkar þau vel og vand- lega. Síðan á sá sem spáð er fyrir, að draga 5 spil úr stokkn um. Má svo segja eftir þeim stuttan eða langan spádóm eftir vild, og er þá farið eftir merkingu hvers spils og eins eftir því í hvaða röð þau voru dregin. Til þess að skýra það betur hvernig á að spá, eru hér tekin tvö dæmi. Fyrra dæmi: Sá, sem spáð skal fyrir, dregur þessi spil og í þessari röð: H9 — heit ást, — S3 — erfiðleikar, — TK — heldri maður er þér innan handar, — L6 — gott embætti eða góður hagur, — H2 — gifting. Úr þessu má svo lesa þennan spádóm: Þú ert ástfanginn, en horfur eru ekki góðar um að þú fáir stúlkuna, vegna þess að þú þykir óráðinn. En þá kemur einhver heldri maður þér til hjálpar, útvegar þér gott em- bætti eða góða atvinnu. Þá er ekkert til fyrirstöðu lengur og þið giftið ykkur. Seinna dæmið: Þar hafa þessi spil verið dregin: T3 — nýr vinur, — SD — óvönduð kona, — H7 — veizla, — S7 — fals og flærð í vændum, — LIO — sorglegur atburður. — Eftir þessu mætti svo spá eitthvað á þennan hátt: Þú hefur eignast nýjan vin, að þú heldur, en það er óvönduð kona. Þú varar þig ekki á því, en giftist henni og mikil brúð- kaupsveizla er haldin. Það er ekki fyrr en eftir brúðkaupið að þú reynir hana að falsi og flærð, og þá skeður sá sorg- legi atburður, að þið verðið að skilja. Það er sýnilegt, að spila- röðin getur breytzt óendan- lega. Nýjan spádóm verður Bréf fró California CORONA DEL MAR, 3. janúar, 1959 Kæru hjón: Ég vona að heilladís heil- brigði og friðar hafi aftur breiðst yfir þig, Einar; ég frétti það á skotspónum að hún hefði fjarlægst þig um tíma. Nóg er til að skrifa um, því margt gjörist á þessari strand- lengju, en flest af því er mér þó ofvaxið. Einn morgun, er ég leit út, sýndist mér snjór vera að falla. Þetta varð ég að sjá betur, svo ég flýtti mér út, því að snjór fellur hér sjald- an, og jaínvel vafasamt hvort það hefur skeð hér. Þegar út kom varð ég fyrir vonbrigð- um, því að þetta reyndist þá vera öskufall, og þegar ég leit til suðausturs sá ég móleita öskuþrungna bólstra rísa upp af eldi, sem var í giljum og drögum fjalla, og áður en hann var stöðvaður, hafði hann runnið yfir 6000 ekrur. Þessir brunar eru alltíðir hér nú, því landið er skraufþurrt, því enn ríkir hér sól og sum- ar, þó vetur eigi að heita. — Eignatjón hefur orðið tals- vert, og á eftir að verða meira, ef regnfall verður að mun, því þá myndast flóð- hætta mikil. Jólin reyndust hér björt og gleðirík, en erfitt á ég með að venjast snjólausum jólum. — A nýársdag var hér mikið blómaskrúð sýnt í ýmsum myndum, en fáum af fjöldan- um tekst að sjá það, nema helzt fuglinum fljúgandi. — Skugga sló þó á þessa hátíða- gleði, þar sem slys á brautum hér urðu talsvert fleiri en undanfarin ár, en mest er hér Bakkusi kennt um. Ekki alls fyrir löngu lenti ég í leik með börnum ásamt fleirum, og leiksalurinn er að líkindum sá stærsti og ein- kennilegasti sem fyrir finnst. Nafn hans er “Disneyland,” en við vorum óheppin þann dag, því að þar voru saman komnir um 7 þúsund manns og því erfitt að komast að því, sem mann langaði helzt til að leika sér við. Mér fannst þessi leikvöllur því að semja í hvert skipti, og er þá mikið undir því komið að spámaðurinn eða spákonan sé slyng að geta í eyðurnar og draga saman merkingu spilanna þannig, að úr þeim fáist samfelldur spá- dómur. Reynir hér bæði á hugmyndaflug og gáfur, og geta spádómarnir orðið bæði mikið lengri og ýtarlegri en hér hefir verið sýnt. Sá sem spáir verður fyrst og fremst að gæta þess að tapa ekki virðingu sinni og áliti með lé- legum eða heimskulegum spá- dómum. Og nú getur hver sem er reynt, hvort hann hefir spá- dómsgáfuna. —Lesb. Mbl. sérstaklega vel gjörður fyrir börn og unglinga og mjög lærdómsríkur fyrir þau, því að þar' er undraverð fjöl- breytni. Einnig var þar margt sem eldri menn gátu skemmt sér við. Það hefur þegar kost- að milljónir að byggja þennan völl, og ekki búið enn. Til að lýsa honum nákvæmlega tekur betri mann en mig, því þar er efni í stóra bók. En þó fannst mér að auglýsinga- blæja sú, sem yfir honum hvíldi, mikið fegurri en völl- urinn virtist í fljótu bragði séð. En þó er hann undraverð- ur á margan hátt. — Ég steig þar upp í kassa sem rann á teinum, en ekki var langt far- ið, áður en ég lenti í þeim mestu draugagöngum og rang hölum, sem ég hef farið um, og þar komu á móti manni úr hverju skúmakoti nornir og allskonar ófreskjur með þeim afleiðingum að hjartað fór að síga of langt niður á við. — Myrkfælinn maður er ég ekki, en þegar beinagrindur fóru að dansa íkringum mig, þá þótti mér vera farið að grána gam- anið, en á endanum slapp ég þó heill úr þessari prísund. — En síðar steig ég á bát og stórt spjaldaskip fyrri tíma og sigldi með þeim eftir ám og álum um hið vilta land jarð- arinnar, og þar bar margt ein- kennilegt fyrir augu: Indiánar og þeirra bústaðir og dýr frá ýmsum löndum, og sum af þeim nógu grimmdarleg til að skjóta manni skelk í bringu. En það undarlega við flestar þær skepnur sem mað- Framhald á bls. 8 Halldór Árnason frá Höfnum Fæddur 28. júní 1865 — Dáinn 5. janúar 1959. Fyrir skömmu lézt hér í j héraði hafa skrifað svo fagra borginni Halldór Arnason (Anderson) frá Höfnum á Skaga í Húnavatnssýslu kom- inn á tíræðisaldur (93 ára), faðir Sigfúsar Halldórs, sem hér var um tíma ritstjóri Heimskringlu. Árni Sigurðs- son, bóndi í Höfnum, atorku- maður mikill og ef til vill efnaðasti bóndi sýslunnar a að öðru um dagana Árið 190? því tímabili, sendi Halldór á latínuskólann, sem þá var aðalmenntastofnun landsins. Ekki er mér kunnugt hvort Halldór lauk þar námi, hann lét þar staðar numið, og vann eftir það að ýmsum störfum í sýslu sinni, um tíma hjá Andrési Árnasyni verzlunarstjóra á Skagaströnd hinum ágætasta manni, sem því miður varð skammlífur, en lengst af sem sýsluskrifari tveggja sýslumanna Lárusar Blöndals og Gísla ísleifssonar, mun þá enginn hafa verið kunnari ættum og högum Húnvetninga en Halldór frá Höfnum. Rithönd Halldórs var sýslufræg og líklega víðar og mun enginn annar í því hönd. Rétt eftir aldamótin flutti Halldór til þessa lands, og settist að í Winnipeg og bjó hér æ síðan, og þótt hann hefði nær eingöngu unnið við setustörf á íslandi, gekk hann hér að algengri vinnu eins og hann hefði aldrei lagt hönd giftist hann seinni konu sinni Pálínu Sigurðardóttur frá Öxl í Húnaþingi, hinni mestu ágætiskonu, og var hún hon- en um hin mesta stoð og stytta til æfiloka. Hún lifir mann sinn háöldruð. Halldór Árnason var prúð- ur maður, heldur meira en meðalmaður á hæð, beinn og riðvaxinn og hinn bezti dreng- ur, hæglátur og fáskiptinn um annara hagi, vinfastur og langminnugur; hann bar jafn- an að hverju sem hann gekk hið þóttalausa yfirbragð virðuleikans, sem löngum fylgir þeim er fengið hafa gott uppeldi og menntun. Páll Guðmundsson Rring FLUGGJÖLD TIL LÆGSTU ÍSLANDS • Fyrsta flokks fyrlr- grciðsla meS tveim ð k e y p i s máltíSum, koníaki og náttverSi. IL A flýgur stytztu áfanga yfir úthafi — aldrei nema 400 mílur frá flugvelli. IAL (ICELANDIC AIRLINES LOFT- LEIÐIR) bjóSa lægri fargjöld til Evrópu en nokkurt annaS áætlunar- flugfélag í sumar, og á öSrum árs- tímum. LÆGRI en “tourist” eSa “economy” farrýmin — aS ógleymdum kostakjörum „fjölskyldufargjaldanna." Fastar áætlunarferSir frá New York til Reykjavikur, Stóra-Bretlands. Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Þýzkalands. Vpplýsingar í ölluin ferðaskrlfstofum ICEiA fffCS 15 West 47th Street, New York 36 PL 7-858J New York • Chicago • San Francisco

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.