Kirkjublaðið - 01.10.1891, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.10.1891, Blaðsíða 2
6Ó og vetrar-myrkri’ í birtu snú með þinum elsku-eldi. St. Th. Trúrækni og* kirkjulíf fyr meir eptir Þorkel Bjarnason. það heyrist nú títt, að trúarlíf vort íslendinga sje mjög í hnignun, kirkjurækni að leggjast niður, og jafnvel húslestrar með á sumum stöðum. Finnst sumum að hjer sje sýnilegur voði á ferðum fyrir kristilegt trúarlíf og siðferði, þar sem aðrir aptur virðast í þessu sjá roða fyrir nýjum degi andlegs frelsis, þegar öll hjátrú hverfur fyrir ljósi menntunarinnar, eins og þeir kveða að orði, og kirkjan fjötrar eigi framar hugi manna með óskiljandi trúarsetningum. Á þessar skoðanir skal eigi dómur lagð- ur að svo komnu máli, heldur skýrt frá því, hvernig kristilegt trúarlíf birtist á ytra hátt nú fyrir 40 árum, að svo miklu leyti, sem jeg man og þekkti til, og getnr þá hver, sem vill, gjört ályktanir og samanburð við ástandið nú eptir sínu höfði. Hið fyrsta að börn fengu vit og mál, var þeim kennt, Faðir vor, signingin og blessunarorðin, og svo bænir og vers, svo mörg sem taka þótti að láta þau læra. Voru þau látin lesa þetta að meira eða minna leiti á hverju kveldi, áður en þau fóru að sofa, en opt var erfitt, að minnsta kosti meðan börnin voru ung, að fá þau til svo langs bænalesturs sem þá tíðkaðist, enda varð sveíninn einatt sigursælli en áminningar, eða laðanir þeirra til bænalestursins, er bænirnar ljetu lesa. Seinast var venju- lega lesið Faðir vor, signingin og blessunarorðin eða þá versið: »Jeg legg nú saman angun mín« o. s. frv. stundum þessi orð: »Heimsins þegar hjaðnar rós, en lijartað klökknar, Jesús geii mjer eilíft ljós, sem aldrei slökknar*;

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.