Reykvíkingur - 21.01.1892, Blaðsíða 1

Reykvíkingur - 21.01.1892, Blaðsíða 1
Reykvíkingur. Nr.13. Föstudaginn 21. janúar 1892. Númerið kostar 10 a. Kyennaskúlinn í Vinaminni Það hefur hér fyrr í blaði þessu verið xninnst á skóla þennan, en stórblöð vor hafa ekki eytt dálkum sínum til þess. Skóli þessi er þó engu síður skóli, enn hinir aðr- ir skólar hér í bænum. en hefur það fram yfir þá alla, að hann dregur ekki einn eyr- ir af almaiuiafé, þvi hinn framkvæmdar- sami og hugprúéi stofnandi hans, frú Sig- ríður Magnússen í Cambridge, ber ein all- an kostnaðinn 0g á sjálf skólabygginguna. Ef að forríkur maurapúki gefur kirkju ljósahjálm með dinglandi glertölum, þá eru öll blöð full af hrósi og smjuðri um það, en slíks stórræðis, sem hér er um að tala, kvennaskólans í Vinaminni, þess má ekki geta. Skólinn í Vinaminni, besti kvennaskóli, er nú þrátt fyrir allar hrakspár margra, kominn á fót í besta lagi. Par er kennt hérumbil það sama, sem kennt er í kvenna- skólanum við Austurvöll, kunningja opin- beru sjóðanna, og sumt hvað annað, sem þar er ekki kennt. E>ar er að sönnu ekki jjeniit að hekla og bródera og fieira fítl, sem enginn hefur gagn af, og sem flestir eru búnir að gleyma og leggja niður, þeg- ar ávöxturinn á að sýna sig af kennslunni, en í þess stað, er fatasaumur betur og meira kenndur þar, og það sem meira er, einnig að sníða föt. Þá leggur skólinn einnig nem- endunum til allt efni, sem til fatasaumsins keyrir, en í hinum skólanum verður nem- andinn að verða af kennslunni í þeirri grein hafi hann ekki efni á, að afla sér slíks, og munu þess meir enn eitt dæmi. Þá er skólaiðnaður kenndur þar enn ekki í hinum. Kennslustundir eru þar 7 á degi hverjum. Kennararnir við þennan skóla, munu engu síður góðir enn á hinum kvennaskólanum, ef ekki betri og yðjusemi og ánægja hald- ast þar i hendur. Skólabyggingin er fögur, stór og einkar Ioptgóð, herbergja skipun á- gæt og öll áhöld í skólans þarfir í besta á- sigkomulagí. Þó að skóli þessi ætti ekki því að fagna og geti ekki stært sig af að biskup lands- ins hafi vígt hann, fyrir hvað biskup hefur svo rækilega afsakað sig í stórblöðonum, svo að sá óþokka áburður ekki skyldi loða við hann, þá er ekki annað sýnilegt, enn að skóli þessi verði bæði vinsæll og afiara- sæll, því nú þegar eru þar 14 námsmeyjar sem una vel hag sínum, og sannast mun, að skóli þessi mun framvegis verða engu síður sóktur enn hinn eldri kveunaskóli hér, á hvern alltaf er að koma meiri og meiri klausturbragur. Landlæknir á förum. Hvar sem maður kemur, hvort heldur nær eða fjær, heyrist alstaðar talað um þá fregn, að landlæknir vor hr. Scherbeck muni ætla héðan af landi alfarinn næsta sumar. Því miður mun fregn þessi vera sönn, og er það hörmung fyrir oss, því betri læknir hefur sjálfsagt aldrei hér verið, það sýna svo óteijandi og ógleymandi dæmi, hvar hann að öllum öðrum frágeingnum, hefur reist aðframkomna á fætur; enda ber þessi almenni fyrirfram söknuður bestan vott um hversu mikið traust og huggun þykir að hérveru hans. Auk þess hefur hann, með sinni frábæru atorku og elju, verið almenn- ingi til fyrirmyndar í jarðrækt og bæði kent og skrifað um hana, og hefur það borið margfaldan ávöxt, sem af sjálfu sér mun hér eptir þróast, til ómétanlegs gagns fyr- land og lýð. Tmislegt. 8. þ. m. var cand. theol. Hall- dór Jónsson kosinn í bæarstjórn Reykjavík- ur, og daginn eptir voru þeir hr. Sighvat- ur Bjarnason og hr. Ó. Rósenkranz kosnir endurskoðunarmenn bæarreikninganna tíl næstu 6 ára. Cand. theol. Hannes Þorsteinsson er orð- inn eigandi og ritstjóri „Þjóðólfs“ og skrif- stofa þess blaðs flutt í Veltusund 3. Herra kaupmaður W. Ó. Breiðfjörð er sagt að sé orðinn ritstjóri, útgefandi og á- byrgðarmaður mánaðarblaðsins „Reykvík- ingur". Það er nú sögð áreiðanleg fregn, að séra 0. V. Gíslason hafi verið heima um jólin og þá líka það, að kaupmaður Georg Thor- dahl sé lifandi; en apturámóti er borið til

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.