Reykvíkingur - 08.09.1894, Blaðsíða 1

Reykvíkingur - 08.09.1894, Blaðsíða 1
Afgreji ðslustofa Reykylkings er nú hj& útgefanda, Aðal- stræti nr. 8, opin hvern virkan dag alian. Nýir kaup- endur gefi sig fram. Reykvíkingur. Blaðiö kemur út einu sinnii hverjum mánuði og kostar í Rvík 1 kr. um árið, út um land og er- lendis burðargj. að auki 25—50 a. Borg- ist fyrir lok júlí. IV, 9. 8. septbr. 1894. Humerið kostar 10 a. Nýir kaupendur. Þeir sem gjörast kaupendur að næsta árgangi Reykvíkings fá undanfarandi ár- ganga í kaupbæti, meðan þeir endast. Til almennings hjer. Þeir bæjarbúar, sem óska að einhverju bæjarmálefni sje hreyft hjer í blaðinu, frem- ur en öðru, umbiðjast að gjöra útgefanda þar um aðvart fyrir hver mánaðamót. Bárótta þakjárnið. Þetta byggingarefni er nú farið að ryðja sjer svo til rúms hjer í Reykjavík, helzt á seinni árum, að á hvert hús sem nú er byggt hjer úr timbri er það brúkað bæði á þak og jafnvel veggi. Það er mjög stutt síðan farið var að brúka þetta þakjárn, og því vart unnt, að bera um af reynslunni, hvað endingargott það er. Eitt er þó víst, að það járn, sem farið er að flytjast hingað í seinni tíð, er sjáanlega verra og endingarminna, en járn það, sem fluttist hingað fyrst, og svo er lagningin og allur frágangur orðinn allt öðruvísi en á fyrstu þökunum sem hjer voru lögð; sem sönnun fyrir þessu er það, að á húsi, sem var endurbætt hjer í sum- ar, var þriggja ára gamalt járn orðið ónýtt, þar sem þakjárn, sem lagt var á nokkr- um parti af sama húsinu árið 1876, var jafngott. Rjett fyrir 1870 fluttist híngað hið fyrsta bárótta þakjárn, og var lagt á húsið í Krísuvíkurnámunum, sem síðar var rifið, og flutt þaðan 1872. Var Geir Zoega sá fyrsti hjer í Reykjavík, sem fékk galvani- serað bárótt þakjárn, og lagði það á útúr- byggingu hjá sjer, og stendur enn þann dag í dag, eins og þá er það var lagt. 1876 fjekk W. Ó. Breiðfjörð svo þetta þakjárn, og lagði það á húsþak sitt og hliðar, en þetta þakjárn fór þó ekki að verða almennt hjer fyrr en um og eptir 1880, og almennt var það ekki lagt á húsveggi fyr en eptir 1890. Með því að bygging þakjárns var með fyrstu lítt kunn hjer, fjekk Breiðfjörð frá Englandi, um leið og hann fjekk járnið, skriflega leiðbeining um, hvernig væri bezt að leggja þakjárn og fara með það, svo það entist eins vel og það gæti, og hljóðaði sú leiðbeining þannig: Þakjárn þarf ekki að leggjast á mis- víxl nema um eina báru. En undir hverja báru sem neglt er í — og eins undir iengd- arsamskeytin — verður að láta „ávalan“ lista úr borði, svo naglarnir, hausarnir á þeim, ekki gjöri laut í báruna á járninu, þó þeir sjeu reknir fast. Varast verður að negla þakjárn of mikið, svo eðlilegar verk- anir hita og kulda með útvíkkun og sam- drættir þess ekki hindrist, annars smá- víkka naglarnir götin á járninu, svo auð- veldlega getur Iekið þar um. — Fullkomið er, að negla svo sem svarar 6 nöglum í hverja 7 feta plötu. En varast verður að brúka ógalvaniseraða nagla, og ekki má heldur negla trjekjöl á hús, með ógalvani- seruðum nöglum, því nái ryð að festa sig á einhverjum hluta af galvaniseringunni á járninu, þá jetur það sig út um járnið, og í gegnum það á fáum árum. Nauðsynlegt er af farfa járnið með sama farfa og lit og merkin á járninu eru. — Það var einkennilegt, að allt bárótt þak- járn sem fyrst fluttist hingað, var merkt með rauðum stöfum. — En ekki má farfa járnið, hvorki á þökum nje veggjum, noeð menjufarfa, en ýmsa aðra liti en menjufarfa má þó brúka á járnið, ef það er lagt á veggi. Til að gjöra járn þjett með þakbrúninni, verður að skera lista annaðhvort úr eik eða úr hjarnafuru (þvi Norðmenn flytja svo sem nóg af henni hingað!) þjett upp í allar bárurnar. En til að gjöra þjett upp með kjölnum, sem ætti að vera úr galvani- seruðu járni, má brúka cement og smá- steinflísar, en gagnslaust er að cementera undir kjölinn nema í sólskinslausu veðri. Vilji maður farfa járnið undir eins og búið er að leggja það, þá verður að bursta það fyrst utan úr saltvatni, og láta það svo standa í c. 14 daga, svo glanshúðin fari af því. Síðan verður að þvo saltvatn- ið vel af áður en farfað er. Annars verður að bíða að farfa það, þangað til glanshúðin

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.