Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Reykvķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Reykvķkingur

						3i
málum skuli vera þar sem skuldin er stofn-
uð, án tillits til hvar hans reglulega varnar-
þing er, m. m.
Laugarnesspitalaióðin,
í ýmsum útlendum blöðum var í hitteð-
fyrra talað mikið um þann rausnarhöfðings-
skap, sem bæjarstjórn Reykjavíkur hefði sýnt
í því, að gefa Lauganesspítalanum grunnstæði
og lóð þar utan um tii eignar og halds, nátt-
úrlega afgjaldslaust. Og þrátt fyrir það, þó
íbúar Reykjavíkur hafi aldrei kynnzt neinu
slíku hjá bæjarstjórn sinni — þvert á móti,
— þá urðu þeir þó töluvert hreyknir yfir því
lofi og hrósi, sem yfir hana rígndi úr nser-
liggjandi löndum.
En viti menn. Nú er það komið upp úr
dúrnum, að allt það mikla lof og hrós er
náttúrlega óverðskuldað. Bæjarstjórn Reykja-
víkur, — ef svo mætti blátt áfram að orði
komast, — okrar á þessum lóðarskika, sem
hún ljet spítalann fá. — Það er að hún heimt-
ar hærra gjald af honum, en tiltölulega af
hinum hluta Laugarneslandsins hjá búand-
anum þar.
Það var annars skaði, að bæjarstjórn vor
var ekki nærstödd við umræðurnar í fjárlaga-
nefnd alþingis nú í sumar, þegar meðal ann-
ars komu þar til umræðu útgjöld landsjóðs til
Laugarnesspítalans — og þar á meðal lóðar-
gjald hans til bæjarins. Því þá hefði hún
fengið að sjá sig í þeirri skuggsjá, sem flest-
ir bæjarbúar hjer þekkja hana bezt í.
Vjer getum ekki annað en vorkennt bæj-
arfulltrúa herra Jóni Jenssyni, sem varð að
vera viðstaddur, þegar einn nefndarmaðurinn
[náttúrlega utan af af landinu stakk upp]
á því í mestu einlægnisvelvild, að veita bæj-
arstjórn Reykjavíkur fje úr landssjóði í ferða-
kostnað kringum landið, svo hún gæti lært
af bæjarstjórnum hinna kaupstaðanna. Mjög
nytsöm fjárveiting, sem nær víst fram að
ganga á næsta þingi.
Hálfverk   hjá hafnarnefndínni hjer
má kalla það, að banna að hafa upp-
skipunarbáta á höfninni fram undan svæðinu
á milli bæjarbryggjunnar og Fischersbryggju,
en láta óátalið, þó fiskiskútur þyrpist saman
1 bendu ofur-lítið utar á þessu sama svæði"
Þetta áminnzta svæði á höfninni ætti að
vera alla tíma autt út úr. Annars væri brýn
nauðsyn til eins og Reykvíkingur hefur áð-
ur um   talað, að   skip, sem leggjast   hjer á
höfnina, hvort heldur þau komu frá fiskiveið-
um hjer eða frá útlöndum, legðust í ein-
hverri reglu á höfninni, en ekki álíkast því
sem berjum væri kastað á skyr hjer og
hvar, eins og nú tíðkast, og ætti hafnarnefnd-
in að hlutast um, að bætt yrði úr slíkri ó
reglu á höfninni í höfuðstaðnum.
Aðsent 29. júli 1899.
ij Nú kyrjum hátt vort káta Ijóð
og klakalandið gleðjum,
því Valtýskunni blæddi blóð
af beztu kappa sveðjum,
og henni var það meira. en mál,
því mergurinn var rotinn,
og hana skorti sífellt sál,
en sjálfur pabbinn brotinn.
3) En Valtýs belja brytjuð er;
ei beljan gengur aptur,
því enn þá lifir eptir hjer
vor aldni frónski kraptur,
og Valtýr gjörðist þunnur þá,
og því er synd að kvelj'  hann,
því gaulið treysti iiann allt af á,
að yxna væri beljan.
2) I  Valtýs belju blóðið var
tóm baunversk úldin vella;
og skrítinn heili þekktist þar,
því þar var að eins »della%
og kokkhús skorungs kappa sinn
fór kongsins stjórn að dubba,
en er með kúna kom hann inn,
þau kynntu sig sem lubba
4} Um veslings Láfa veit nú þjóð,
að vill hann neita tíðum,
en þökk sé Tryggva talin góð
og tíu köppum fríðum,
og heiðrist Ben'dikt hetjan sterk,
nú hressist aptur karlinn;
hann gott lengi nam vínna verk.
En Valtýskan er fallin.
Hinn ungi skríll bæ]aríns,
Eins og bæjarbúum er kunnugt, þá er
nú orðið töluvert hjer í bænum af óartar-
götustrákum (skríl), sem leggja það í vana
sinn að skemma og eyðileggja allt, sem þeir
óska, án þess að lögreglunni hafi tekizt að
fá hönd í hári þessa illa uppalda óald-
ar æskulýðs, þangað til nú fyrir stuttu að
náðist í nokkra af þessum óþokkapiltum,
sem höfðuþað sjer til næturstyttingar, að brjót-
ast inn í Skólavörðuna —¦ svo kallaða, — og
gjöra þar sín stykki inni og svína hana út
á allar lundir sem þeim var unnt, utan og
innan, eyðileggja skrána, svo enginn kæmist
inn um dyrnar. En sjálfir skriðu þeir inn
um glugga, sem þeir höfðu mölvað. Þessir
óþokkapiltar hefðu átt að fá refsingu, sem
þá munaði um fyrir lengri tíma, til viðvör-
unar fytir aðra, sem enn eru máske ekki
orðnir uppvísir að slíkum óartar-strákapör-
um.
12. bæiarstjórnarfundur 6, júlí.
1. Breytingin á bæjarstjórnarlöggjöfinni. Nið-
urstaðan varð sú, að reyna að koma frumvarpinu
fram á yfirstandandi alþingi; sem þingmannsfrum-
varpi. 2. Brjef frá landlækm um kjötsölu i bæn.
um. — Hann sagði, að kaupmenn hjer sendu út
lista, sem stæði á, að kjöt væri tii boðs af spikfeitu
geldneyti.   En svo er það kæmi, þá væri það af
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32