Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sunnanfari

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sunnanfari

						flEÆft Pfi al RteÆ iA
Veril 2 kr.
f  Urgist  íjrir
Lö    l'i'nni.
V- .V .v' ,V-.V ,V .V A' .
SUNNANFAR
jg   Aiiglysmgar   |j
ij  20 a. inegin-  &
jj  málsliiia; 25  jjj
9  aura smáietiir.  I

V, 3
SEPTBMBEB
1895
Dr. Hallgrímur Seheving.
Sunnanfara þykir rétt, um leið og hann
flytur lesendum sínum mynd af nýja rektornum
við latínuskólann, að minnast nú skólans nokkru
framar, og ætlum vér það verði vel þegið ein-
mitt nú, þegar mikil umskipti eru að verða við
skólann. Skólameistarinn gatnli, hálærður og
góður maður, búinn að leggja niður störf sín.
Slíkt hið sama yfirkennarinn, mikill maður og
stjórnsamur, og búinn að vera svo leingi við
skólann, að nú er hann
lærifaðir allra íslenzkra em-
bættismanna og nær allra
þeirra lærðra manna, þar
sem íslenzk tunga geingur,
svo að hann má með fylsta
rétti kallast præceptor pa-
triæ. þessir menn hverfa nú,
en nýir menn eiga að koma
i þeirra stað. Myndir af
þessum merkismönnum báð-
um hefir Sunnanfari flutt
áður(l.ár), enda förum vér
nú leingra fram í tímann
að þessu sinni.
þ>að mæla allir eitt um
það, að aldrei hafi verið
öllu betur skipaður latínu-
skóli á Islandi en meðan
hann var á Bessastöðum,
ekki sízt á árabilinu frá hér
um bil 1820—1840, meðan
þeir voru allir í fullu fjöri
Jón leJctor Jónsson, Svein-
björn Egilsson, Hallgrimur Scheving og Bjöm
Gunnlaugsson. J?að er að minnum haft hver
eining andans í bandi friðarins hafi verið á
Bessastöðum bæði milli kennaranna innbyrðis og
milli kennaranna annars vegar og skólapilta hins
vegar. Af þessum mönnum verður Jón lektor
líklega einna fyrirferðarminstur í sögunni, og
verður hans þó leingi minzt til góðs í sambandi
við skólann, því kennari hafði hann verið fram
úrskarandi, samvizkusamur og einhver mesti
gæð.imaður1).   Sveinbjörn  og  Björn  gleymast
') Við Jón lektor  var  víst  öllum  vel,  en skólapiltar
hentu opt gaman að honum.    Hann  var  og  allra manna
fljótfærastur  og  fljótmæltastur, mismælti sig opt og kom þá
Hallgrímur Scheving
aldrei, og Iangt verður þangað til Schevings
verður ekki getið. Til er latínuvísa ein ort í
Bessastaðaskóla um kennarana, sem lýsir vel
skoðun pilta á þeim.  Er hún svo:
Schevingum metuo, Egilsson laudibus orno,
Gunnlaugsson adamo, de Lectore dicere nolo.1)
Svo merkilegir  sem  menn þessir eru hver
um sig, mun þó óhætt að herma það,. að Bessa-
staðaskóli hefir dregið  mestan dám eða  feingið
mestan svip af Scheving.   Hann  var  fastlynd-
astur þeirra og styrkgeðjaðastur, og varð öllum
þeim   minnistæðastur,  er
numið  höfðu í Bessastaða-
skóla.  Menn  luku  lofi  á
Sveinbjörn  og  dáðust  að
Birni, en  þeir  gátu  aldrei
gleymt Scheving; minningin
um hann fylgdi þeim altaf.
Hallgrímur Scheving er
fæddur  13.  Júní  1781  á
Grenjaðarstað;   var  faðir
hans Hannes prestur Lauritz-
son Scheving.  Jpað er Jóta-
kyn,  og  fluttist ætt sú til
Íslandslitlufyrirl700. Móðir
hans  var  Snjálaug  dóttir
séra  Hallgríms  Eldjárns-
sonar;  voru  þeir  Irændur
komnir af Hallgrími Péturs-
syni, og er Hallgrímsnafnið
þaðan komið. Scheving kom
í  Hólaskóla  1796  og var
hann  þar í  6  ár,  og  var
hann og félagar hans hinir
síðustu,  er  útskrifuðust  úr
Hólaskóla, en það var 1802.  Var hann 15 vetra
stundum fum á hann, og mismælti hann sig svo áfram. Eitt
sinn í skýringu á Nýjatestamentinu kom fyrir orðið geit-
kiðaskinn, en hann mismælti sig og sagði • skeitgiðakinnt.
Fóru menn þá að brosa. Ætlaði lektor þá að flýta sér
að leiðrétta sig, en mismælti sig þá aptur eins æ on'í æ,
og höfðu menn mikið gaman af. Séra Jón Sveinsson á
Mælifelli(d.l890) gerði einu sinni þessa gamanbögu um lektor:
ÁGrandanumheyrðistgráturograus; vestan undir steini,
getið þið hver þar veini:          nokkrir segja náttúrulaus
Lektor situr sálarlaus             norðan undir steini,
sunnan undir steini,               aðrir segja . . .  tnalaus
virðar segja vizkulaus             austan undir steini.
') !>. e. Mér stendur ótti af Scheving, Sveinbjöm
Egilsson gæði eg lofi, að Birni Gunnlaugssyni dáist eg, um
Lektor vil eg ekki tala.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24