Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sunnanfari

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sunnanfari

						5~W=*\^S.S\S\S\S
\
í\  VerS 2 kr.  i
í  50 anni árg.,  m
jj  Horgist fyrir  |
%    fiiim.     0
§         |
SUNNANFAR
«s\S\svm^
Aiigljsingar
20 a. megin-
iiiálslínn; 25
anru smáletnr.
wsse^sss^
V, 9
MARTS
1896
Árni Thorlacius
er fæddur 12. Maí 1802 á Bíldudal.  Var Ólafur
faðir hans fórðarson frá Hlíðarhúsum. Sighvats-
sonar, kaupmaður þar, en móðir hans var Guð-
rún Oddsdóttir, systir séra Jóns Hjaltalíns. Olafur
var  einhver  auðugasti  kaupmaður  á íslandi á
sinni  tíð.  Hann  lézt  13.  Janúar  1815 og rak
Guðrún  þá  verzlunina  um  hríð  á  eptir.  Var
Arni snemma settur til menta,
ogvar honum 13 vetra göml-
um  komið  í  Westens  og
Brendstrups  skóla í Kaup-
mannahöfn, og var hann þar
árin 1815—1817; nam hann
þar  meðal  annars danska,
þýzka, frakkneska og enska
tungu  og  verzlunarfræði
eptir  því,  sem  þá gerðist.
Gerðist hann og síðan kaup-
maður  í  Stykkishólmi,  en
það stóð þó ekki leingi, og
hætti  Arni  við verzlun, og
bjó þar eptir að eignum sln-
um jafnframt því, sem hann
var langaleingi umboðsmað-
ur Stapa- og Skógarstrand-
arjarða;  mátti  hann fjáðan
kalla  að  fasteignum;  átti
meðal atinars Grunnasunds-
nes (Stykkishólm), en eignir
hans   geingu   allmjög  til
þurðar hin síðari ár.  Hann
lézt í Stykkishólmi 29. Apríl
1891  vetri  miður  en  ní-
ræður.  Arni var merkilegur
maður um marga hluti;  að
líkamsatgervi var hann um
fram flesta menn, bæði að karlmensku og fimleik,
sundmaður ágætur,siglingamaður einhver bezti og
allra manna beztur skotmaður og skutlari, hæfði
nær alt, sem hann vildi með handkasti. Hann var
bókavinur  mikill  og  fróður  um  marga  hluti,
einkum  í  sögu  íslands  og  ættfræði,  þótt fátt
liggi prentað eptir hann í þeirri grein annað en
Örnefnalýsing að fornu í 5>órnesþingi (í II. b. af
Safni).  Hann studdi og aðra menn til bókmenta,
svo sem Sigurð Breiðfjörð, og kostaði útgáfu á
sumu af ritum hans, og honum tileinkaði Sig-
urður Númarímur. Veðurfræðingur var hann
mestur um sína daga á íslandi, og eru veður-
athuganir hans orðnar víða frægar fyrir laungu;
hafði hann fyrstur manna athugað veðuráttu
Islands að staðaldri nokkuð á vísindalegan hátt;
hélt hann nákvæmar veðurbækur nær í hálfa
öld; er handrit hans af þeim alls 16 bindi í
arkarbroti, og eru þær nú, fyrir milligaungu
ábyrgðarmanns Sunnanfara,
komnar á Landsbókasafnið í
Reykjavík, ásamt dagbókum
hans, sem ná yfir meir en
60 ár; höfðu mörg ár verið
prentaðar veðurathuganir
frá honum í ýmsum útlend-
um veðurskýrslum bæði í
Danmörku1) ,Austurríki2)og
á Skotlandi3). Arni var
kvæntur Önnu dóttur Da-
nlels Stenbacks kaupmanns
hins norska4). Börn þeirra,
sem nú eru á lífi, eru Daníel
kaupmaður í Stykkishólmi,
Olafur áGrund íGrundarfirði
og Jósephína ekkja Boga
sýslumanns Thorarensens.
Árni Tborlacius.
Vorkvæði
fyrir minni íslands, sungið í íslend-
ingafélagi 26. Marts 1896.
f>eir ljósklæddu dagar, sem
liða nú hjá
og leihgja í sífellu sporið,
þeir  halda  í  norður  um
hafdjúpin blá
með hitann og sólina' og vorið
að leysa þar snjó
úr leiti og mó,
sem lækirnir flytja svo út í sjó.
Og vorið þar heima er ákaft og úngt,
það á líka mikið að gera,
') Meteorologisk Aarbog; 2) Zeitschr. der Österr. (iesell.
f. Meteorolog.; 3) Scottish meteorological Journal; •) Hann
fór til íslands 1788.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72