Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sunnanfari

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sunnanfari

						i Verð 2 kr,
L  ,  I
! aO a. arg., |
i borjist fyrii m
I                       1
I   fram.     nj
I
11  . ,.¦   1
Q  Augiýsingar |
0  20 a. megin-|
D  raálslína; 251
D au. sniáleliir.
VI, 11.
MAÍ
1897
Oddur Hjaltalíu.
Oddur Jónsson Hjaltalín fæddist 12. júli 1782
á Kálfafelli.  Foreldrar hans voru Jón prestur
Oddsson Hjaltalin og fyrri kona hans, Guðrún
Jónsdóttur.   Sjera Jón var 9. maður í beinan
karllegg frá Jóni biskupi
Arasyni (sjá Andvara 11.
ár, æfisögu dr. Jóns Hjalta-
líns).  Móðir Jóns, en kona
Odds lögrjetturnanns Jóns-
sonar, var Oddný Erlends-
dóttir  Brandssonar  lög-
sagnara og hjeraðsdómara
í Reykjavík, Bjarnhjeðins-
sonar.  Guðrún, kona síra
Jóns, var dóttir síra Jóns
Bergssonar í Bjarnarnesi,
sonar  Bergs  próf.  Guð-
mundssonar s. st.  Bergur
próf. átti tvo Jóna fyrir
syni og voru báðir prest-
ar, Jón eldri var prestur
á Asum  í  Skaptártungu
og síðar  á Kálfafelli  og
prófastur  í Skaptárþingi
hinu vestra (d. 1773), en
Jón yngri var prestur í
Bjarnanesi eftir föður sinn
(d.  1784).   Síra Bergur
lifði báða sonu sína og dó 1789,  89 ára gam-
all.  Kona síra Jóns  í Bjarnanesi  var Herdís
Hjörleifsdóttir prófasts á  Valþjófsstað í Múla-
sýslu Þórðarsonar*  Guðrún kona Jóns prests
Hjaltalíns dó 1789 og varð þeim 14barnaauð-
ið;  síðar kvongaðist  hann  Gróu  Oddsdóttur
*) Hjörleifur próf. var mesti merkisklerkur; hann dð 178! ni-
ræður að aldri og hafði þá gjört grafskrift yflr sig bæði á latinu
og íslensku.
Oddur Hjaltalín.
prests Þorvarðssonar á Reynivöllum í Kjós og
áttu þau 8 börn og var Jón landlæknir eitt
þeirra; Gróa dó 1834, en maður hennar ári
síðar.
Oddur fluttist ársgamall (1783) með foreldr-
um sínum frá Kálfafelli að Hvammi í Norður-
árdal og þrem árum síðar
(1786) að Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd. Hann út-
skrifaðist úr Reykjavikur-
skóla hinum fyrri 1802
og sigldi árið eftir til há-
skólans í Kaupmannahófn
og lagði þar stund á lækn-
isfræði, en tók aldrei próf
í þeirri grein. Árið 1807
(4. des.) var hanrj skipað-
ur fjórðungslæknir í syðri
hluta Vesturamtsins og
tók við því embætti árið
1808; settist hann þá að
í Stykkishólmi. Þegar
Tómas Klog landlæknir
hafði feingið lausn frá em-
bætti, var Oddur settur
3. ágúst 1816 til að gegna
þeim starfa, en danskur
maður, er Clausen nefnd-
ist, var settur til að gegna
cmbættiOdds. MeðanOdd-
ur var landlæknir, bjó hann á Nesi við Sel-
tjórn, og gaf þá út marga ritlinga læknisfræð-
islegs efnis, er hann sjálfur hafði samið Land-
læknisembættinu gegndi hann til 1. iúní 1820,
er Jón Thorstensen tók við því, og þótti hon-
um hafa vel tekist í mörgu. Fluttist Oddur
þá vestur aftur og tók við embætti sinu og
settist að í Grundarfirði  og síðar  á Hrauni í
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92