Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sunnanfari

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sunnanfari

						68
Reykjanesvitinn.
Það er helzta mannvirkið, sem enn er til hér
á landi af því tægi, lítils háttar að vísu í saman-
burði við hin fjöldamörgu meiri háttar mannvirki
sams konar annarstaðar.
Reykjanesvitinn stendur yzt á útsuðurtá Reykja-
nesskaga, á dálitl-
um hnjúk rétt við
sjóinn, er nefnist
Valahnjúkur og er
beint upp undan
Reykjanesröst. Þar
er Eldey beint
undan landi, i ^/2
viku sjávar. Frnm-
an í hnjúknum er
þverhnípt berg i
sjó niður og b.úlar
töluvert upp frá
brúninni; nokkra
faðma frá henni
stendur vitinn, þar
í hallanum. Það
er turn, hlaðinn
í átthyrning, úr ís-
lenzkum grásteini
höggnum, og stein-
lími, rúml. 22 feta
hár, og 6—7 fet
á vídd (að þver-
mdli) að innan;
veggirnir rúm 4 fet
á þykt, nema helm-
ingi þynnri ofan
til, þar sem Ijós-
kerið stendur, enda
víddin þar meiri.
Ljóskerið er átt-
strent, eins og
turninn, rúm 8 feta á vídd, og 9—10 á
hæð upp í koparþakhvelfinguna yfir því.
Það er ekki annað en járngrind, húsgrind, með
stórum, tvöföldum glerrúðum í, sem eru nál. alin
í ferhyrning, afarsterkum og þykkum (3/s þuml.
á þykt), 6 á hverri af 7 hliðum átthyrningsins —
ejns og  6-rúðu-gluggar, — en engri á hinni átt-
undu, þeirri er upp á land veit. Þar utan yfir
er svo riðið net af málmþræði, til varnar gegn
fuglum, og er manngengt í milli þess og ljós-
kersins. En innan í glerhúsinu (Ijóskerinu) eru
vitnljósin, 17 steinoliulampar, innan i holspeglum
(sporbaugsspeglum) úr látúni,  fagurskygðum, 21
þuml. að þvermáli;
Reykjanesvittnn
er þeim raðað 2
og þrem hverjum
upp  af  öðrum  á
járnsúlnagrind
hringinn  í  kring,
nema  á  sjöttung
umferðarinnar,
þann er upp að
landi veit. Verð-
ur svo mikið ljós-
magn af þessum
umbúnaði, að sér
nær 5 vikur sjávar
undan landi, enda
ber 175 fet yfir
sjávarmal.
Turninn er tví-
loftaður fyrir neð-
an ljóskerið, og
eru þar vistarver-
ur fyrir vitagæzlu-
mennina, með ofni,
rúmi, sem er neglt
neðan í loftið, m.m.
Tvöfaldir gluggar
litlir eru á þeim
herbergjum, 2 á
hvoru. Alt er
mjög ramgert,hurð-
ir og gluggaumbún-
aður o. fl., og veit
ir ekki af; því
fast knýr kári þar á dyr stundum, — þeytir
jafnvel allstórum steinum upp um vitann og bæði
inn um turngluggana tvöfalda og eins í ljóskera-
rúðurnar gegnum málþráðarnetið, og mölvar þær,
þó þykkar séu.
Tveir menn eru í vitanum á hverri nóttu all-
an þann tima árs, er á honum logar, en það er
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72