Austri - 05.05.1917, Blaðsíða 1

Austri - 05.05.1917, Blaðsíða 1
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ Ritstjóri og ábyrgðarinaður Siu. B1.LDV1NSSON frá Stakkahiíð. il XXVII. ár 14. tbl. Talsími ritstjóra 18 a. Seyðisfirði, 5. maí 1917. Prentsmiðja Austra. Sími 18 b. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦‘♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ HjaTtanlegt þakklætí vottum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall okkar hjartkœra eiginmanns, feður, tengdaföður og mágs, Lár- usar S. Tómassonar bóksala, og heiðruðu útför hans með nœrveru sinni og nafn hans með minning- z argjöfum o. fl. IMölskyldan. Ejmskipafólpgið og bannla in. Hún ætlar að fara að grípa um sig, þessi »bannvinahreyfing«. Allir kannast við »Þórs«málið og ósköpin, sem gengu á þegar það kvisaðist að eina skipið, sem til landsins hafði komið margar vikur, hefði haft með sér áfengi — eins og það væri nokkuð nýtt — þetta símað út um alt land, fögnuðurinn yfir því að koma nokkrum saklausum áfengisflösk- um í »Steininn«, og þar með frelsá nokkrar drykkjumannasálir frá eilífri gletun, þessa heirns ogann- ars. — Eimskipafélaginu — óska- barni þjóðarinnar — og starfs- mónnum þess flækt inn í deiluna á ótilhlýðilegan og lubbalegan hátt. — Eilifðarmálin tvinnuð saman við bannlögin, og nú síðast stofn- að bannvinafélag í Rvik.---Alt þetta skeður á skömmum tíma. Það er auðséð að nu á til skar- ar að skriða, og sýna mönnum í tvo heimana, þeim »vonarpeningi« þjóðfélagsins, sem lætur það eftir sér að að gera sér glaðan dag og bragðar áfengi. Og ekki er nú lint af stað farið. Heimspekingurinn (Halldór Jónasson) prédikar pað í »ísafold«, að nu eigi bannand- stseðingar engan rétt á þvi, að skifta sér af þessu máli framar, með öðrum orðum, eigi ekki leng- ur atkvæðisrétt um það. Þeir séu réttlausir af því bannlogin séu komin á, og bannmenn einir megi og eigi að beita framkvæmd bann- laganna, og ráða því — þó þeir séu kanske ekki nema svo sem 2 eða 3 á landinu — að bannlögin standi um aldur og *fi, bara af þvi að þau eru einu sinni komin á. — Þetta er hugsun hans, skýrð út í æsar. Og guðfræðisdocentinn (Tryggvi Þórhallsson) leggur til, að »tekin séu hús á mönnum«, ef ekki dugi önnur "áð, til að vernda lögin. Ekki ernúhógværð- in litil hjá þessum herruns, sið- ferðispostulum. Að rökræða málið við menn, sem fara með slíkar fjarstseður og beita jafnmikilli ósanngirni, virðist óþarft, enda ætla ég ekki að gera það — minsta kosti ekki í þetta sinn. En benda vildi ég á þetta, svo að sem flestir sjái, hvern- ig þessir menn »drepa sjálfa sig« og sýna að peir, sem svona skrifa, eiga engan rétt á að leggja orð í belg um þette mál, sem þó al- þjóð varðar. Einar H Kvaran skrifar hóg- vœrlega um eilífðarmálin og bann- lögin — eins og hann á vanda til. En ekki skil ég í því, að hann geri málefni sínu — eilífðarmál- unum — greiða með þvi að vekja upp þann gamla draug úr templ- arafélaginu, að það valdi mönn- um »mikilli ófarsæld annars heims«, að neyta áfengis hér í lifi; því síður sem hann gefur þá í skyn, að eitthvað muni þó vera til »hinu- megin«, sem »líkist« Whisky. — En »draugurinn« úr templarafé- laginu er sá, að þegar það var upp á sitt bezta, liéldu sumir æst- ir »gúttar« því fram, að áfengis- neytendur færu beint »norður og niður«. Eins og þið sjáið, orðar Einar það miklu mildara — enda er nú ofstæki farin að minka í ti úarbrögðum. Ég verð að biðja lesendurna velvirðingar á því, hve dregst fyr- ir mér að komast að efninu, sem ég ætlaði að minnast á; efninu, sem fyrirsögn greinarinnar bend- ir til. Maður er nefndur Jónas frá Hriflu. —Hann temursér nú mjög um þessar mundir að skrifa um alla hluti, og vekja heldur skrils- kendar tilfmningar manna en hitt, og auðvitað er hann æstur bann- maður, og ræðst nú síðast á Eim- skípafélagsstjórnina og átelur hana fyrir að hafa ráðið herra Ingvar Þorsteinsson fyrir skipstjóra á »Lagarfossi«, af því hann sé ekki »reglumaður«. Þetta orð »reglu- maður« á víst að tákna það, að Ingvar sé ekki í vínbindindi; en nú mun enginn »reglumaður« á máli bannmanna, nema hann sé helzt æstur bannmaður. Þessar á- rásir aru auðsjáanlega gerðar í S P A K 1 ÐI Ef þér noti 1 L F A L A V A L skilvinduna, sparið þér árlega Ef skildir eru 100 pottar af mjólk daglega, þá vinnur sem sé Alfa Laval 38,2 kg. meira smjör úr mjólkinni en aðrar skilvindur. — All- ir sparsamir bœndur kaupa Alfa Laval. — Yfir 150,000 bændur víðs- vegar um heim nota nú Alfa Laval. H. Beoediktssoii. Reykjavík. þeim tilgangi, að sverta Ingvar og vekja óhug og vantraust á honum og stjórn Eimskipaíélagsins og framkvæmdastjóra þess, hr. Niel- sen, sem heflr ráðið Ingvar. Ég þekki herra Ingvar skipstjóra ekki mikið persónulega, en það sem ég hefi kynst honum og heyrst hefir um hann sem skipstjóra ber þess vitni, að hann sé duglegur, lipur og áræðinn sjómaður, og hafi stýrt skipum sínum með góðri reglu. Og hv«r mun trúa því, að Nielsen framkvæmdastjórijhafi ráð- ið manninn, nema af því að hann þekkir hann að þeirri reglusemi, sem til starfans útheimtist. — Eng- nema æstir bannmenn — ír munu trúa Jónasi betur en Niel- sen i þessu efni — Jónasi, sem mér þykir liklegt að beri ekkert skynbragð á sjómensku eða skip- stjórnarstörf. Og svo kryddar Jónas ritgvð sína með því að minnast á »Goða- foss«strandtð, og gefur fullkomlega í skyn, að slysið hafi orðið vegna áfengisneyzlu yfirmannanna. Þessa aðdróttun — mér liggur við að segja álygar — eru svo svívirði- legar, vegna þess, fyrst og frémst, að sannað er að áfengi var hreint ekki um að kenna, og í öðru lagi vegna þess, að Júlíus skipstjóri, sem tók sér þetta óhapp mjög nærri, er nú farinn af landi burt og hefir e/ til vill e ki tæki á að bera hönd fyrir hefuð sér, og í þriðja lagi gagnvart Ólafi stýri- manni, sem enginn veit vamm um í þessu efni Og þessum rvívirðingam og ó- sannindum fleytir svo ritstjóri »Austra« út yfir landið hér eystra og dregur ekki úr dglgjunum, alt að ástæðulausu, bara af þvi hann er einn af þessum makalausu bannvinum og siðferðispostulum, sem nú hafa það fyiir mark og mið, að brennimerkja alla þá^ sem ekki eru bindindis og bann- menn, hversu nýtir sem þeir kunna annars að vera. — Nei, þeirþurfa svo sem ekki ástœður eða sann- anir, þessir herrar, þegar þeir þykjast vera að vinna banni eða kúgun gagn, en traðka á frjálsræði og mannréttindum. — Og það hafa harðstjórarnir, rússnesku heldur ekki þurft að hafa hingað til. Og svo eru þessi skrif látin líta svo út, sem þau séu viðvörun til Eimskipafélagsstjórnarinnar.en ekki aucna d TiuKomenaur; en a milli línanna og af andanum sér mað- ur hver meiningin er, bara »úlfur 1 sauðargæru«. Þessu athæfi þeirra Jónasar og ritstjóra »Áustra« vildi ég hafa vís- að á bug 'með þessum línum. Það kunni ekki góðri lukku að stýra, þegar þrengt var að áfeng- isveitingum á íslenzkum skipum* þar á meðal Eimskipafélágskipun- um. Þau þurfa að standast sam- kepni í öllu við skip annara þjóða, sem að landi sigla. Farþegar heimta þar sömu réttindi og frjálsræði I neyzlu drykkja eins og á öðrum skipum, þeir sem á annað borð ntyta áfengis. Og það hefir sýnt sig og það er raunverulegt, að undan þessu hefir orðið að láta, nióti vija og jafnvel banni yfir-

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.