Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Kvennablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Kvennablašiš

						sjerstaklega verður að gjalda varhuga við

að þau lesi skröksögur, sem gera ill á-

hrif á þau.                 (Niðurl. næst).

Handavinna.

Skðr af fata-afgangi. Spretta skal sólanum á

ónýtum morgunskóm frá yfirborðinu, og búa svo til

sterkt pappírssnið af hvorutveggja. Póðra síðan

sólann með sterkum dúk, flóka eða punnu leðri.

Sólinn er svo fóðraður að innan með hlýjum ullar-

dúks afklippum, og yfir það er sett hlýtt fóður,

sem er brotið vel inn í brúnina á sólanum, og

saumað fast í sólann með sterkum hörtvinna eða

seglgarni. Yfirborðið er svo sniðið úr hinum fyr-

nefnda fataafgangi, og látið yfir gamla yfirborðið,

sem svo er fóðrað með hlýju fóðri. Sólinn og yfir-

borðið er svo saumað sterklega saman, þannig, að

sólinn er látinn ganga upp á yfirborðið. Opið á

ekónum er svo brytt með samsvarandi bandi eða

borða. Fallegast, vænst og hlýjast væri að fóðra

skóna inrian með loðnu skinni, og leggja utan á

breiða bryddingu af sama efni, t. a. m. lamb-

skinni, kattarskinni eða hundskinni. Þegar s61inn

og yfirborðið er saumað saman, verður vel að gæta

að því, að skórinn fái fallegt lag, því það er allt

undir verkinu komiö. Sje yfirborðið úr klæðisaf-

gangi, má sauma dálitla blómsturgrein eða rós í

það. Og þyki svo tilvinnandi, að kosta upp á silki-

slaufu ofan á ristina, verða skórnir ljómandi fall-

egir. Þessir skór eru mjög sterkir og hlýir, og það

sem bezt er — ódýrir. Og af því mjög auðvelt er

að búa þá tíl, er það vel tilvinnandi.

Pennaþerra. Til þess er haft brúðuhöfuð, sem

svo er skreytt sem hjer segir: Taka skal tvenns-

konar klæði, grátt og grænt, rautt og grátt, eða

hvernig sem bezt likar. Úr þvi er svo pennaþerran

gerð, en hettan að eins af öðrum litnum.

Fyrst er dálítil ræma klippt af öðrum hvorum

litnum, svo löng, að hún nái vel upp yfir brúðu-

höfuðið og megi sauma endana saman neðan undir

því. Annað aárið er svo klippt með laufum eða

tungum með næmum skærum. Svo er ræman lögð

tvöföld saman og óklippta hliðin saumuð saman.

Síðan  er hettunni snúið við og sett upp á brúðu-

höfuðið, og um leið eru laufin brotin upp á hettuna

frá andlitinu. Brotið verður stærst upp á höfðinu

en mjórra undir hökunni.

Til að festa hettunni á hausinn er mjóu silki-

bandi eða mjórri silkisnúru bundið um hálsinn og

hnýtt í slaufu undir hökuna. Etst í hornið á hett-

unni ofan á höfðinu er Bettur lítill skufur.

Þegar hettan er tilbúin er hún saumuð saman

neðan undir höfðinu og það fest ofan i miðja penna-

þerruna.

í sjálfa pennaþerruna eru höfð 3—4 lög hvort

ofan á öðru og hvort öðru minna, af hvorutveggja

klæðinu. Þau eru höfð kringlótt og klippt að utan

með laufum. Stærsta kringlan má vera 10—11

centimetrar að þvermáli.

Lyklaháld. Mjög laglegt lyklahald má gjöra af

hvítri fjöl, 1 oentimeter þykkri, og svo breiðri og

langri sem hver vill. TJtan á það er sett plyds,

sem er fest aptan á með iitlum messingsnöglum.

Bæði efri hornin eru skreytt með gylltum skraut-

nöglum. Neðar en á miðri hliðinni eru skrúfaðar

6—10 litlar messingskrúfur, sem lyklarnir eru hengd-

ir á. Að aptanverðu er það klætt með mislitum

pappír, og á miðjuna að ofanverðu er settur lítill

hringur til að hengja það upp á.

Líka má klæða framhliðina með mislitu klæði,

sem lítil blómsturgrein er saumuð í, fóðra að aft-

an með ljerefti eða taui og sauma saman í brún-

unum. Festa svo snúru allt um kring með skúf-

um í öllum hornum. Að neðanverðu á framhlið-

ina á að festa nokkrar messingskrúfur fyrir lyklana.

Festa svo snuru i bæði efri hornin til að hengja

lyklahaldið upp með, og hafa skúf á snúrunni, þar

sem hún hengist á naglann.

Eldhúsbálkur.

„Forloren skildpadde" (skjaldbökubróðir) af kálfs-

steikar-afgangi: Sker steikina i íallega bita, og hafir

þú 2—3 kjötsnúða og fisksnúða, þá er gott að

skera þá með, það drýgir matinn og bætir bragð-

ið; brúna bvo smjör og hveiti, þynn það út með

góðu kjötseyði, set örlitið af cayenne-pipar i og lát

jafninginn sjóða vel. Lat svo kjötið og snúðana i

og lát það hitna vel í gegn. Tak svo pottinn ofan

og  lát i eitt glas af madeira eða sherry; sje það

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8