Kvennablaðið - 28.01.1902, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 28.01.1902, Blaðsíða 2
2 KVENNABLAÐIÐ. höfðu þær þá dálitla kveniðnaðarsýningu. Eftir sýninguna tókust nokkurar umræður um, hvort fundir þessir hefðu svarað tilgangi sínum, að verða fundarkonum til gagns og framfara, og kom þeim öllum saman um, að svo hefði verið. Því var samþykt að halda þeim áfram næstu io ár. Að lokum voru þessar tillögur samþyktar: 1. Að láta kenna öllum börnum að skrifa og reikna, sem til þess væru fær. 2. Að reyna að viðhalda þjóðerni voru eftir megni, sér í lagi í tilliti til klæðasniðs, og láta ekki börn heita óþjóðlegum nöfnutn, sfzt 2—3, 3. Að koma upp matjurtagörðum á þeim bæjum, sem þá vanta. 4. Að koma til næsta fundar með reikninga og arð af ýmsum matföngum og innanbæjarvinnu. 5. Að stofna sjóð til að kaupa fyrir einhverja þarflega vinnuvél, þegar hann væri orðinn þess megnugur, og var strax skotið saman 15 rd.« A þessu má sjá, að Sigurlaug hefir verið langt á undan flestum sínurn samtfðarkonum f áhuga á að efla og auka verklega þekkingu og framfarir á heimilunum, og auka og efla ment- un barna og unglinga, enda hefir hún að sjálf- sögðu notið góðs af ttmgengni við mann sinn, því þau hafa bæði jafnan verið hvetjandi til að bæta áhöld og efla heimilisiðnað í héraðinu. Frú Sigurlaug var að allra dómi hin mesta ' búsýslukona og fyrirmyndarhúsmóðir, glaðlynd, gestrisin og rausnarleg, hjálpfús við bágstadda og nærfærin við sjúka. Heimilisiðnaður var jafnan mikill hjá henni, og óf hún sjálf áklæði, sjöl, klúta, og allskonar dúka. Það er því líklegt, að það hafi verið að hennar ráðum.að Gunnar sál. sonur þeirra sigldi 1880, og lærði þá ýmsar ný- jar vefnaðaraðferðir, og sömuleiðis fékk sér hand- hægri vefstól. Þessar nýju vefnaðaraðferðir breidd- ust svo víðsvegar út norðanlands. Þegar kvennaskólinn var stofnaður f Ási í Skagafirði, haustið 1877, þá kendi Sigurbjörgvið hann ásamt frú Jónu Sigurðardóttur frá Nesi í Höfðahverfi, og mun hún einnig hafa átt góðan þátt í að honnm væri komið á fót. Þegar Sigurður Guðmttndsson málari ferðað- ist um Norðurlandið 1856, þá kom hann að Ási og kyntist frú Sigurlaugu. Hann dvaldi þar í 2 daga og talaði margt við hana um íslenzka kvenbunin^inn, sem hann var pá farinn að hu^sa um að endurbæta. Árið eftir kom ritgjörð eftir hann »um kvenbúninga« f »Nýjum félagsritum«, og nokkuru seinna sendi hann Sigurlaugu margar teikningar, bæði til að baldyra og skattéra eftir á skautföt. Þá fór hún að sauma sér búning eftir hans tilsögn, kennaralaust og í hjáverkum sfnum, að heita mátti. Búningi þeim var lokið 1860, og var það sá fyrsti með þeirri gerð norð- anlands. I honttm var hún þá í bntðkaupsveizlu, og litu þá margir upp stórum augum, og þótti hann mun glæsilegri en gamli búningurinn að frádregnum faldinum, sem þótti lítill og tilkomu- laus eftir »rekuna« gömlu. Ungu stúlkunum leizt þó vel á þessa nýung og hjálpaði Sigurlaug þá mörgum að sauma sér lfka búninga, svo hann breiddist þaðan út. Enda er henni jafnan sárt um hann, og óskar að hann leggist ekki niður, meðan landið byggist. Nú fyrir fáum árum (1897) hélt hún fyrir- leslur á Sauðárkróki um uppeldi og mentun kvenna. Það er mesta furða, hvað svo göniul kona er ung í anda og fylgir vel tímanum. Fyrir- lestur þessi birtist í 6. árg. Kvbl. Hann er mjög skýr og skynsamlega saminn, og leggur höfund- urinn eins og áður áherzlu á mentun kvenna, og að þær læri sem bezt allt það, sem lýtur að því að bæta og göfga heimilin og ala vel upp börriin. Hún ætlazt þar til, að mæðurnar séu svo mentaðar, að þær geti orðið fyrsti og holl- asti fræðari og kennari bama sinna. —Betur að kvenfólkið viltist ekki oflangt frá þeirri stefnu. Óskandi væri, að sem flestar vorar yngri konur vildu læra af reynslu og kunnáttu þeirra eldri það sem bezt væri, og bæta svo við því, sem tfmamir hefðu síðan sýnt hagfeldara. Þá mundum vér með ári hverju fjölga góðum hús- mæðrum og farsælum heimilum. Vinnuheimili. 1. itt af mestu atumeinuni aiþýðunnar í borgunum er vinnuleysi ungling- anna og götulif þeirra. Það er undirrót allrar þeirrar eymdar og spillingar, sem stórborgirnar eiga f svo full- um maeli. Þetta er líka orðið Ijóst öllum þeim, sem

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.