Kvennablaðið - 20.01.1910, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 20.01.1910, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ 5 styrkja kvennalistann. Nöfn þeirra stóðu ekki á kjörskránni, en kosningaundirbún- ingsnefnd kvenna kærði fyrir þær allar, | svo vonandi eru þær nu með. Ú r b æ n u m. Hljómleikar þeir, sem hr. Oscar Johansen og frk. Kristrún Hallgrímsson héldu þ. 17. og 21. þ. m., voru ágætlega sóttir. Bæjarbúum var nýtt um að heyra slíkt íiðluspil. Hr. Oscar Johansen er listamaður, sem vert er að hlýða á, og fiðl- j an er það hljóðfæri, sem þykir taka flest- j um hljóðfærum fram að margbreytni. Tónar j hennar geta i höndum listamannsins náð j betri tökum á tilfinningum manna en flest önnur hljóðfæri. Fröken Hallgrímsson lék undir og gerði það ágætlega. Einkum lék hún annað lagið, sem hún lék ein, af- i bragðsvel. GYisti Berling. Eftir Selmu Lagerlöf. (Frh.) --- En »Herrarnir« eru eins og tamdir folar, eöa södd villudýr. Einnar klukkustundar svefn hölðu þeir um nóttina. Pá fóru þeir til jóla- óttu söngsins við kyndlaljós og stjörnuljós. Þeir sáu jólaljósin og hlustuðu á jólasálmana, og andlitin þeirra urðu eins og hlæjandi barna- andlit. Peir gleymdu jólanóttunni í smiðjunni eins og menn gleyma ljótum draumi. Mikil og voldug er majórsfrúin á Eikabæ. Hver dirfist að lyfta upp hendinni, til að slá hana? Hver dirfist að bera vitni gegn henni? Vissulega ekki snauðu »Herrarnir« á Eikabæ. sem i mörg ár hafa etið hennar brauð, og sofið undir heunar þaki. Hún setur þá hvar sem hún vill. Hún getur lokað húsdyrum sín- urn fyrir þeim, hvenær sem hún vill, og þeír geta ekki einu sinni flúið frá yfirráðum hennar. Gnð veri sálum þeirra náðugur! Fjarri Eika- bæ geta þeir ekki lifað. Gestirnir við stóra borðið eru i glöðu skapi. Par geisla fögru augun hennar Mariönnu Sinclair, þur hljóma lágu hlátrarnir hennar greifatrú Dohna. En hjá »Herrunum« er núna dauflegt. Væri i það þó ekki sanngjarnt, að þeir, sem eiga að kastast i glötunina fyrir majórsfrúna, fengju að sitja við sama borðið og hinir gestirnir hennar? Hvaða níðingslegt uppátæki er þetta borð í ofn- skotinu? Eins og »Herrarnir« væru ekki verðir þess, að sitja til borðs með heldrafólkinu. — Majórsfrúin kann vel við, að sitja á milli greifans á Borg og prófastsins á Brú. »Herr- arnir« eru niðurlútir eins og börn. sem höfð eru út undan. Og nú vakna líka hugsanirnar frá jólanóttunni. Eíns og feimnir gestir gægj ast hinar kát- broslegu lygasögur fram, þarna frammi við borðið í ofn-skotinu. Par tekur reiði nætur- inuar og loforðin, sem þá voru gefin, sér fast sæti. Reyndar telur Júlíus gamli Kristjáni Berg trú um, að steyktu rjúpurnar, sem boðnar eru í kringum stóra borðið muni ekki nægja handa öllum gestunum, en þetta vekur enga gleði. »Pær geta ekki nægt«, sagði hann, »eg veit hvað margar þær voru, En þeir hafa ekki orðið ráðalausir fyrir það, kafteinn Berg, þeir hafa steikt krákur handa okkur hérna við litla borðiða. Berencreutz herforingi bítur á vörina undir skegginu og brosir dauflega. Gústi lítur allan daginn út eins og hann væri að hugsa um, að slá einhvern i hel. »Pví skyldi ekki allur matur vera ærinn góður handa Herrunum?« spyr hann. Svo kemur, loksins fult steikarfat með Ijómandi góðar rjúpur fram að litla borðinu. En Kristján kafteinn er nú reiður. Hefir hann þá ekki svarið krákunum æfilangt hatur, þessum andstygðar flaxandi fuglum? Svo biturlega hataði hann þær, að um haustið klæddi hann sig í dragsiðan kvenbún- iug, og setti kvenskuplu á höfuðið, öllum til athlægis, einungis til þess, að komast í skotfæri j við krákurnar, þegar þær sátu á ökrunum. Hann leitaði þær uppi undir varptiðinni I um vorið og drap þær hvar sem hann náði j þeim. Hann leitaði uppi hreiðrin þeirra á sumrin, hratt út liinum gargandi ófleygu ung- um eða hann braut hálf unguðu eggin. Nú rifur liann til sin fatið með rjúpunum. »Haldið þið eg þekki þær ekki aftur?« segir hann gremjulega við skutulsveininn. »Skyldi eg þurfa að sjá þær flaxandi og gargandi til þess? Svei, svei! Að bjóða Kristjáni Berg krákur! Svei, svei!« Með þessum orðum tekur hann allar rjúp- urnar og kastar hverri einustu af þeim lengst | yfir í vegginn. »Svei, svei!« segir hann um leið, svo undir tekur í salnum. »Að bjóða Kristjáni Berg krákur. Svei!« Og á sama hátt, sem hann var vanur að kasta veslings kráku-ungunum upp í klettana,

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.