Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Kvennablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Kvennablašiš

						
Kvennablaðiðkost-
ar 1 kr. 50 au. inn-
anlands, erlendis 2
kr. [60 cent vestan-
hafs) */j vorðsins
borgist fyrfram, en
/» fyrir 15. jiili.
irmttftHEbtb,
Uppsogn skrifleg
bundin við ára-
möt, 6gild nema
komin sé til út-
gef. fyrir 1, okt
og kaupandi hafl
borgað að fullu.
16. ár.
Reykjavik.  10. júní   1910.
M 5.
Ásta Krístín Arnadöttír
heitir hún, unga íslenzka slúlkan,
sem er orðin fyrsti iðnaðarmeistarinn
hér á landi. Karlmennirnir hafa þar
í fyrsta sinni orðið á eftir konunum.
En þeir mega líka við því, því í
öllum iðnaðargreinum og námsgrein-
um hafa þeir orðið fyrri til.
Hún er aðeins 26 ára, og búin
að vera við málaranámið í 7 ár. Ó-
kunn öllum fór hún fyrst til Dan-
merkur eftir, að hafa verið við mál-
aranám í 3 ár í Reykjavík. í Dan-
mörku dvaldi hún um skeið og tók
þar sveinspróf og kom hingað heim
eftir tveggja ára tíma. Vann fyrir
fari sínu á einu af Thore-skipunum
með því að mála eitthvað af því að
innan á leiðinni hingað heim. Um
haustið fór hún aftur utan og fór
síðan til Hamborgar til að fullkomna
sig í iðn sinni. Gekk hún þar á
málaraskóla og tók meistarapróf í
marsmánuði í vetur, eftir tvegg'ja ára
tíma.
Nú ætlar hún að setjast að í
Kaupmannahöfn í íélagi við aðra
stúlku, sem að vísu ekki hefir leyst
meistaraprófið af hendi, heldur tekið
aðeins sveinspróf.
Ásta Árnadóttir er dóttir Árna Pálssonar frá Narfakoti, sem marga gamla Fjall-
konu lesendur mun reka minni til að oft ritaði í Fjallk. mjög skjrar og vel ritaðar
ritgerðir. Á Ásta því að telja til skynsamra og dugandi foraldra, enda heíir móðir
hennar barist áfram með börn sín síðan föður þeirra misti við. Þau eru alls 9 á lífi.
Prófmyndir frk. Ástu og margt fleira hefirverið hér til sýnis, og er að dómi þeirra;
sem bezt hafa hér vit á slíku, mjög vel gerðar og bera langt af samskonar málverkum hér.
Ymsar konur hjer í bænum tóku sig saman og héldu henni kvöldboð þ. 5. þ. m.
i Iðnó,   ásamt móður hennar.    Voru þar saman   komnar   milli 50—60 konur.    Veislan
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40