Lögberg-Heimskringla - 15.12.1960, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 15.12.1960, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 15. DESEMBER 1960 Þekktir Minnesota íslendingar dónir Tveir vel þekktir öldungar meðal íslendinga í Minnesota- ríki eru nýdánir — Hjörtur Lárusson tónlistarmaður, 5701 14th Avenue South í Minne- apolis, er lézt 25. nóvember, og Jón B. Gíslason, fyrrum þingmaður í Minneota, og dó hann 4. desember, tveimur dögum fyrir 89. afmælisdag- inn. Hjört u r Lárusson lætur eftir sig hálfsystur í Winni- peg, Dóru, konu Steindórs Jakobssonar, frú Láru Good- man Salverson rithöfund, sem á heima á 56Petman, Toronto 7, Ont., frú önnu Kristjáns- son, Elfros, Sask., og hálf- bróður, Albert Goodman, starfsmann í ameríska sendi- ráðinu í Reykjavík. Hjörtur var fæddur á Ferjukoti við Hvítá í Borgarfirði, sonur Iiárusar Guðmundssonar, 14. nóv., þjóðhátíðarárið 1874. Varð hann þannig rúmlega 86 ára. Hann var nokkuð fyrir innan tvítugt, þegar hann fluttist vestur og settist fyrst að í Winnipeg. Þaðan fluttist hann til Minneapolis fyrir aldamótin, og kvað mikið að honum í tónilstarlífinu þar um áratugi. Hjörtur var þrí- kvæntur, kvæntist fyrst í Winnipeg alíslenzkri konu, Margréti að nafni og átti með henni fimm börn. Hún dó fyrir mörgum árum, og eru þrjár dætur þeirra hjóna líka látnar, Lára, Grace og Aurora. Ein dóttir, Fjóla Marín Code, þekkt söngkona í mörg ár, lifir föður sinn, og á hún heima í San Francisco, og einn sonur, Theodore,'í Los Angeles, á s a m t tveimur barnabörnum. Hjörtur kvæntist í annað sinn, fyrir mörgum árum, ekkju af amerískum ættum, en varð það hjónaband skammt, er hún dó í bílslysi. Þriðja kona Hjartar, Alice, af norskum ættum, lifir mann sinn, og stundaði hún hann með stakri umönnun, er heils- an fór hnignandi síðasta árið. íjölmenn kveðjuathöfn fór fram 28. nóvember í húsa- kynnum Scottish Rite frí- múrarastúkunnar í Minne- apolis; var Hjörtur mikið starfandi í þeirri reglu í mörg ár. Var hann jarðaður í graf- reit norðaustarlega í Minne- apolis, þar sem fleiri landar eru jarðsettir. Hjörtur Lárusson helgaði tónlistinni lífskrafta sína og vann hann sér góðan orðstír á því sviði. Lúðurinn var hans hljóðfæri og var hann „trum- pet soloist" í fjölda mörg ár í hinni frægu Minneapolis Symphony Orchestra. Hann var lúðraflokksstjóri í mörg ár, snemma eftir komu sína til Minneapolis; stjórnaði hann flokki hjá frímúrurum, ásamt öðrum flokkum. Hann kenndi í þeirri grein í mörg ár við MacPhail School of Music, og á efri árum, þegar hann tók að stemma hljóð- færi, kenndi hann þá aðferð við sama skóla. Hjörtur hélt vel heilsu og starfskröftum fram á hálf-níræðis aldur, og var hann ávallt glæsimenni í sjón og raun. Hann stofnaði og stjórnaði í nokkur ár ís- lenzkum kvennakór innan vé- banda Heklu-klúbbsins í Min- neapolis, og á því tímabili samdi hann nokkur lög og raddsetti fleiri. Fáir íslend- ingar hafa átt jafn langan starfsferil í tónlistinni og Hjörtur. Hann miðlaði sam- ferðamönnum óspart af þeim gáfum, sem honum hlotnaðist í vöggugjöf, var félagslyndur, hjálpfús og í fyllstu merkingu drengur góður. Jón (John) B. Gíslason var síðastur frægra systkina, son- ur Björns Gíslasonar Danne- brogsmanns á Hauksstöðum í Vopnafirði. Á þeim bæ fædd- ist Jón 6. desember 1871, og var hann þannig á áttunda ár- inu, er hann fluttist, vestur með fjölskyldunni, með „stóra hópnum“, sem kom frá Islandi til Minneota - byggðarinnar 1879. Björn Gíslason, fæddur á Breiðavaði í Eiðaþinghá, lengi bóndi á Grímsstöðum á Fjöllum og síðar í Vopnafirði, settist að ásamt konu sinni, Aðalbjörgu Jónsdóttur af Grímsstaða-ættinni, á bónda- bæ sjö mílur fyrir norðaustan Minneota, sem hann lét heita „Stórhól“. Keypti hann jörð- ina af Eiríki Bergmann, er faðir Hjálmars heitins dóm- ara var að flytja til Norður Dakota. Hér ólust börn Björns og Aðalbjargar upp, og urðu synir hans meðal áhrifamestu manna af íslenzkum stofni. Nú er sú kynslóð horfin með Jóni. Björn átti börn af fyrra hjónabandi, öll dáin — Eyjólf bónda, Kristínu, gift Jóni Snædal, og Ingibjörgu, gift Sveini Hólm. Dáin á undan Jóni voru fimm alsystkini hans, ólöf, er giftist aldrei; Björn lögfræðingur og fast- eignasali; Halldór, prófessor í mælsku í mörg ár og stofn- andi útvarpsstöðvar Minne- sota - háskólans; Þorvaldur (kallaður Walter) verzlunar- maður og lengi póstmeistari í Minneota, og Árni dómari, er átti heima síðari árin í New Ulm, Minnesota. Sextíu og fimm ára brúð- kaupsafmæli Jóns var nýaf- staðið, þegar hann dó, þar sem hann gekk, 13. nóvember 1895, að eiga Lukku Edwards, sem fædd er í Papey. Lukka lifir mann sinn, og var hún honum frábær stoð og stytta, er heils- an fór að bila, sérstaklega síð- asta árið. Þau áttu ellefu börn og eru átta á lífi ásamt 39 barnabörnum og 18 barna- barnabörnum. Byron er póst- meistari í Elbow Lake, Minne- sota; George á heima í Minne- apolis; John verkfræðingur í St. Paul; og hin börnin öll í grennd við Minneota — Julian á bóndabænum, þar sem afi hans settist að og þar sem faðir hans átti heima í 75 ár, áður en flutt var inn í bæinn Minneota; William og Joseph; Cecilia, gift manni af norsk- um ættum, Elmer Furgeson; og Aðalbjörg Lucile, gift Frið- rik Guðmundssyni bónda. „Jón á Stórhól", eins og hann var svo oft kallaður, var ekki „langskólagenginn". Fyrsti opinberi skólinn, sem hann sótti, var uppi á lofti í húsi föður hans, og gekk hann á skóla seinna í Minneota um ~tíma. Bústörfin voru aðkall- andi; Jón var tekinn við á gamla bænum 1903, nokkru fyrir lát föður síns og varð hann virkilega bændaleiðtogi. Hugurinn hneigðist snemma að stjórnmálum; sinnti hann ýmsum opinberum störfum í heimasveitinni, og árið 1918 var hann kjörinn þingmaður Lyon county héraðsins á rík- isþinginu í St. Paul. Hann var endurkjörinn með vaxandi orðstír og sat á fjórum þing- um, 1919, 1921, 1923 og 1925, unz hann dró sig til baka. Á þingmannsferli sínum tók hann virkan þátt í mörgum framfaramálum. Átti hann þátt í frumvarpi ,sem breytti til batnaðar öllu stjórnar- bákninu — „state government á margt, og verður hans lengi minnzt meðal þakklátra sam- ferðamanna. Fjölmenn jarðarför fór fram í kirkju Sankti Páls safnaðar í Minneota 7. desember, og hvílir Jón nú í fjölskyldu- reitnum í Austurbyggð, rétt við bæinn „Stórhól", þar sem hann átti heima mest af æv- inni. Valdimar Björnson Ég er nú eldri en tvævetur. VIÐ KVIÐSLITI Þjáir kviðslit yður? Fullkomin lækning og velllðan. Nýjustu að- ferðir. Engin teygjubönd eða viðj- ar af neinu tagi. Skrifið SMITH MFG. Company Depi. 234, Preston, Ont. ÆTLARÐU AÐ FERÐAST? Hvert sem þú ferð, ispara ég þ é r peninga og létti af þér áhyggjum án auka kostnað- ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airlines og allra aðal flug- og skipa- ferðafélaga; skipulegg ferðir innanlands og erlendis. Ég leiðbeini þér varðandi vega- bréf, visa og hótel, ókeypis, og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu. ARTHUR A. ANDERSON Continental Travel Bureau, 315 Horgrave St.f Winnipeg 2 Vfiee Ph. WH 3-5467 - Res. GL 2-5446 Fjórtándi maí Þú varst einn af þessum Þíðulausu dögum Allra veðra viti Varst í „úlfa-kreppu“ Allt frá sólar-upprás Ýfður élja-böndum Geisli glaður stundum Gægðist milli þeirra Þegar norðan nepja Náð’ ei sinni loppu Fjúka-gjarðir flétta Fyrir þína sólu. Svona varst þú vafinn Vetrar megin-gjörðum Þannig þrauta-pressu Þola fáir dagar Svona að sumar-lagi Sá ég líka á þér Að þú undir þessu Illa úr hádeginu Fjúka-gjarðir fúnar Fóru skjótt að bresta Hagl og héla hrundi Hrökk við nýgræðingur Þegar sólin settist Sáust dagga-perlur Jakob J Norman Ekki er nú gaman á ferðum. ☆ Ekki sér á svörtu. ☆ Eins og þú heilsar öðrum, heilsa aðrir þér. ☆ Ég brenni mig ekki aftur á sama soðinu. reorganization act of 1925“. Hann lagði mikið til, þegar stærstu skrefin komu í því að bæta vegakerfi ríkisins, árið 1920 og síðar. Það er eins mikið Jóni að þakka og nokkrum öðrum, að notkun rafmagns á bóndabæj- um suðvestarlega í Minnesota breiddist út í svo stórum stíl fyrir nokkrum árum, því hann var leiðandi maður í Rural Electrifications Admin- istration starfi. Eins var það með samtök bænda í því að stofna smjörgerð, fyrirtæki til kornkaupa og geymslu, sölumiðstöð, er þjónar bílum cg vélum bænda og annarra — “co-operative oil company”. Jón B. Gíslason átti alla þá hæfileika, sem eru kærastir Islendingum — bókhneigður var hann alla ævi, stálminn- ugur, með fágaðan smekk í bókmenntum. Jón gat farið með nærri því allt, sem Krist- ján Fjallaskáld orti, og unun var að heyra hann fara með „The Raven“ hans Edgar Al- lan Poe, fyrst á ensku, og svo í þýðingu Matthíasar. Hann kannaðiát líka við þýðingu Einars Ben., og hafði hann gaman af því að bera saman ljóðlínu^nar á báðum málun- um. Hann var ræðumaður með afbrigðum, fjörugur í við- ræðum, höfðingi heim að sækja, og eins vel menntaður bara af lestri sínum og marg- ur, sem setið hefir á skólabekk árum saman. Vestur-lslend- ingar, heimasveitin og Min- nesota-ríkið allt, hafa kvatt mann, sem lagði gjörva hönd The Liquor Control Commission Holiday Store Closing Hours GREATER WINNIPEG: Effective from December 21st to December 23rd. 345 Donald Street 423 McMillan Avenue 992 Main Street 159 Polo Park Shopping Centre 577 Portage Avenue 111 Marion Street (St. Boniface) 2549 Portage Avenue (St. James) 260 Kelvin Street (Elmwood) 1031 McPhillips Street 1310 Pembina Highway (Fort Garry) 118 Regent Avenue East (Transcona) 590 St. Mary’s Road (St. Vital) 12:00 Midnight 12:00 Midnight 12:00 Midnight 12:00 Midnight 10:00 p.m. 10:00 p.m. 10.00 p.m. 10:00 p.m. 10:00 p.m. 10:00 p.m. 10:00 p.m. 10:00 p.m. On December 24lh and 31ð± ALL GREATER WINNIPEG STORES will close al 8:00 p.m. MANITOBA, other than above: December 21st to 23rd. Stores at Brandon and The Pas will remain open from 10:00 a.m. to 10:00 p.m. All other Stores will remain open from 10:00 a.m. to 8:00 p.m. induding Municipal Half-Holidays. December 24th. Stores at Brandon and The Pas will remain open from 10:00 a.m. to 8:00 p.m. All other Stores'will remain open from 11:00 a.m. to 6:00 p.m. December 28th lo 31sl. Stores gt Brandon and The Pas will remain open from 11:00 a.m. to 8:00 p.m. All other Stores will remain open from 11:00 a.m. to 6:00 p.m., including Municipal Half-Holiday. THE HEAD OFFICE AND ALL STORES WILL BE CLOSED ON DECEMBER 26th, 27th and JANUARY 2nd. HOME DELIVERY SERVICE IN GREATER WINNIPEG AREA Phone WHilehall 2-8401 (This notice is inserted by The Liquor Control Commission as a Public Service Announcement.)

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.