Lögberg-Heimskringla - 07.02.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 07.02.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. FEBRÚAR 1963 5 Leskaflar í íslenzku handa byrjendum Proí. Haraldur Bessason Prof. Richard Beck. Ph.D. XXXI The declension of the demonstrative pronoun sá, the, he (who), that, (this), such, also used in exclamations, runs as follows: M. Sing. F. N. Nom. sá sú það Acc. þann þá það Dat. þeim þeirri því Gen. þess þeirrar þess Plur. Nom. þeir þær þau Acc. þá þær þau Dat. Gen. all genders þeim þeirra Note that sá can both be used as a noun and adjective. Translate into English: Þeir, sem lesa íslenzku, ættu að geta talað hana. Ég lánaði þér þann bíl í þeim tilgangi, að þú gætir ekið með gesti þína norður í Nýja Island. Ferðamenn fara einkum til þeirra staða á Islandi, sem þeir hafa lesið um í þeim bókum, sem skrifaðar hafa verið um sögu íslenzku þjóðarinnar. Þær bækur eru venjulega á því máli, sem flestir lesa, þ.e. ensku. Sú tunga er kennd í flestum skólum Evrópu. Börnin ganga á þann skóla, sem er næstur heimili þeirra. Hann er vinur þess manns, sem átti heima í húsinu hinum megin við götuna. En sá híti, sem stundum er hér inni! Farðu þá götuna, sem stytzt er. Vocabulary: bíl, masc., car acc. sing. of bíll ekið, driven, past participle of aka ensku, fem., English, dat. of enska farðu (far þú), go, imp. of fara ferðamenn, masc., tourists, nom. plur of ferðamaður gesfi, masc., guests, visitors, acc. plur. of geslur geia, to be able to gælir, could, subjunctive of geia næstur, next to skrifaðar, written, past par- ticiple of skrifa siaða, masc., places, gen. plur. of staður siundum, sometimes siyizi, shortest, superlative de- gree of siuiiur, short sögu, fem., history acc. sing. of saga iilgangi, masc., purpose, dat. sing. of iilgangur götuna, fem., street, acc. sing. of gata heimili, neuter, home, dat. sing. of heimili hiii, masc., heat lánaði, lent, pret. ind. of lána máli, neuter, language, dat. sing. of mál Nýja ísland. neut. the area around Gimli, Árborg and Riverton in Manitoba tunga, fem., language. venjulega. usually vinur, masc., friend þ.e. (það er), that is, i.e. þjóðarinnar, fem., nation, gen. sing. of þjóð ællu, ought to, pret. subjunc- tive of eiga Sir John A. Framhald úr síðasla blaði. íbúatala Canada 1867 var sem næst 3,300,000 manns. Nærri helmingur þessa fólks bjó í Ontario, þrír af hverjum tíu voru frönsku mælandi, en sex af hverjum tíu voru Brezkir. Fjörtíu og tveir af hundraði voru kaþólskir og samkomulag með þeim og prótestöntum ekki sem bezt. Fjórir af hverjum fimm íbú- um voru úti á landsbyggðinni. Aðal borgir voru Montreal með hundrað þúsund íbúa og Toronto og Quebec með sextíu þúsundir hver. Nú fór Macdonald að hugsa um norðvestur landið; hann hafði aldrei ferðast vestar en Ontario og vissi því lítið meira en það að allt þetta landflæmi Macdonald væri eign Hudson Bay félags- ins. Félaginu hafði Karl kon- ungur II gefið landið svo víða sem vatn af því rann inn í Hudson flóann. En félagið fór að öllu eins og þeir ættu allt vestur að Kyrrahafi og norður að íshafi. Bretastjórn samdi nú við félagið að sleppa eignar- rétti á landinu og einnig á einka-verzlunarrétti. Þ e s s i samningur var gerður nóv. 1. 1869. Félagið fékk hálfa aðra milljón dali í peningum og sjö milljón ekrur af landi. Þetta vakti strax gremju og fjand- skap fólks þar vestra. Því fannst að félagið væri að selja það eins og skepnur. Enginn hafði spurt það hvort því geðjaðist húsbóndaskiftin. Þetta leiddi til ófriðar og varð stjórnin eystra síðast að senda her vestur áður en friður fékkst. Einn aðal verzlunarstaður félagsins — Fort Garry — stóð þar sem Winnipegborg er nú. Þar í nánd bjuggu um 11,000 manns. — Margir sem höfðu unnið fyrir félagið í mörg ár, tekið sér lönd til bústaðar og fengið þau til eignar hjá félag- inu. Nú voi'U þeir hræddir um að þeir myndu tapa þessum landeignum. Menn sem höfðu unnið fyrir félagið svo að segja ævilangt sáu að þeir myndu tapa atvinnu sinni. Flezt af þessu fólki voru franskir kynblendingar (Mét- Jóhann G. Jóhannsson höfundur greinarinnar ins) og fengu sem fyrirliða mann sem hét Louis Riel. Riel var fæddur og uppalinn í St. Boniface. Hann hafði verið austur í Quebec um tíma að læra til prests, en hann var heldur vanstiltur, með erfiða geðsmuni svo hann varð að hætta og fór aftur heim til St. Boniface. Riel stofnaði bráðabyrgða stjórn og voru fleztir sáttir með þetta ráðslag þar til að Ottawa stjórnin tæki við. En lengra vestur söfnuðust menn saman með þeim ásetning að reka Riel og stjórn hans frá völdum. Þetta fór nokkuð öðruvísi en ætlast var til. Riel hafði nóg fylgi til að tvístra þessu liði og fanga suma — meðal þessara, mann frá On- tario sem Scott hét. Kynblend- ingar hótuðu öllu hörðu en að síðustu fór svo að allir sluppu nema Scott. Riel lét skjóta hann. Þetta var mesta yfirsjón Riels, því Scott hafði tilheyrt orange reglunni austur í On- tario og nú risu Ontario menn upp bálreiðir og heimtuðu hefnd. Það var aðallega þetta tilfelli sem dreif Macdonald til að senda her vestur. Fimmtán árum síðar varð Macdonald aftur að senda her á hendur þessum sömu mönn- um. Kynblendingar höfðu tek- ið sig upp og flutt norð-vestur að Saskatchewanfljótinu — margir í nánd við staðinn þar sem Prince Albert bær er nú. Þegar fólk fór að flytja þangað tóku kynblendingar til vopna og hófu uppreisn — aftur und- ir forustu Riels. í millitíðinni hafði hann dulist austur í Quebec um tíma og síðustu ár- in suður í Montana. Nú báðul kynblendingar hann að koma og veita þeim forystu. Hann varð við bón þeirra. Þessi upp- reisn var miklu alvarlegri en sú fyrri og endaði svo að Riel var hengdur. En þessi upp- reisn bjargaði C.P.R. félaginu þégar það var í mestu fjár- þröng; það hefir verið sagt að fyrir þetta hefði C.P.R. átt að reisa Riel minnisvarða. Sir John varð fyrir hörðum dómum fyrir líflát Riels hjá kaþólskum bæði í Quebec og í vesturlandinu. Stjórnin hafði ekki aðeins hlíft honum eftir fyrri uppreisnina heldur einn- ig veitt honum styrk svo hann færi burt úr landinu. Auðvitað var þessi styrkur ekki af al- mennings fé en fenginn hjá öðrum. Það sem algerlega sneri Macdonald nú á móti Riel var það, að þegar horfði til ófriðar bauð Riel að koma á sáttum og friði. Ef honum væru borgaðir 37 þúsund dalir. Hann minntist ekki á.að neitt þyrfti að gera fyrir fólkið sem hafði kosið hann og treyst honum sem leiðtoga. Þegar hingað var komið mátti Macdonald vera vel á- nægður með framkvæmdir. Mest fyrir hans handleiðslu var fengin samvinna og sam- komulag með frönskum og brezkum; fylkjasambandið stofnað og tveim fylkjum bætt við — Prince Edward eyjan 1872 og Manitoba 1871; og Canada hafði nú algerð umráð yfir norðvestur héruðunum. Nú var eftir að ná í Kyrrahafs- ströndina. Fólk í British Col- umbia heimtaði að járnbraut væri lögð vestur að hafi ef þeir ættu að gerast meðlimir fylkjasambandsins. Nú varð að stofna félag til að leggja þessa járnbraut, og í þetta skifti hugsaði Sir John sér að ná í traustari leiðarvísir en Sir Hugh Allan. Maðurinn sem fenginn var til að stofna félagið og veita því forustu var Sir George Stephen þá forseti Montreal bankans. Stephen var náfrændi Donald Smith (síðar Strathcona lá- varður), nú yfirráðsmaður Hudson’s Bay félagsins í Can- ada. Frændurnir voru báðir stórauðugir — höfðu grætt milljónir á járnbrautabraski og öðru í Bandaríkjunum og víðar. Félagið sem stofnað var, var nefnt Canadian Pacific Rail- way. Stjórnin lagði því til 25 milljón dali í peningum, 25 milljón ekrur af landi og það sem Mackenzie stjórnin hafði lagt af þessari fyrirhuguðu járnbraut sem virt var á 37 milljón dali. Þess utan voru félaginu veitt ýms hlunnindi, t.d. þeir borguðu engan toll á innfluttnu efni, voru skattfríir og í tuttugu ár mátti enga járnbraut leggja milli járn- braut þeirra og landamæranna að sunnan. Brautin varð að liggja algerlega innan Canada og hluthafar urðu að vera Brezkir borgarar. Brautin átti ekki að lenda í höndum Bandaríkja eða annara glæfra- manna! Frh. á bls. 7. ELECTRICITY POWERS PROGRESS National Electrical Week, February 10-16 honors the 116th anniversary of the birth of Thomas Edison, in- ventor of the first practical incandescent light bulb and the man largely responsible for the creation of our modern electrical industry. The theme of this year’s National Electrical Week is “Electricity Powers Progress”. For evidence as to the truth of this statement you have only to look around you — on the job, in the home, in the community. Electricity is truly an amazing servant, and the electrical industry has put its magic to work in countless ways. City Hydro is proud to be a member of this vital in- dustry which is contributing so much to the strength and prosperity of the nation. NATIONAL ELECTRICAL WEEK. FEBRUARY 10-16

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.