Lögberg-Heimskringla - 29.07.1965, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 29.07.1965, Blaðsíða 1
Hö gber g - I^ctmsluingla StofnaS 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 79. ÁRGANGUR , WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 29. JÚLÍ 1965 NÚMER 30 Ársfundur Betel Home Foundation íslendingasamkoma í Victoria, B.C Ársfundur stjómarnefndar Betel heimilisins var haldinn á heimilinu á Gimli, sunnu- daginn 17. júlí. Formaður nefndarinnar, Grettir Eggertson lás greinar- góða skýrslu um starfssemina á umliðnu ári, sem bar með sér að verulegar framfarir hefðu orðið á ýmsum sviðum starfsins, en þó einkanlega í sambandi við hið fyrirhugaða elliheimili, sem reist verður í K. W. Jóhannson Selkirk, Manitoba undir um- sjón Betel nefndarinnar. — Áætlað er að þetta nýja heim- ili muni geta tekið á móti 65 manns og mun það bæta úr brýnni þörf hinna mörgu er lengi hafa beðið eftir vist og aðhlynningu á Betel. • Grettir Eggertson, sem hef- ir verið formaður nefndarinn- ar í fimm ár lét af embætti og lofuðu nefndarmenn hann að verðugu fyrir störf hans, og áhuga fyrir framgangi hins nýja heimili, sem ásamt Betel, mun verða hinni eldri kyn- slóð okkar1 til blessunar. Varaformaður K. Wilhelm Jóhannson var kjörinn for- maður Betelnefndarinnar í einu hljóði. Hann hefir átt sæti í nefndinni um tíu ára skeið og hefir á því tímabili leyst af hendi ýmis mikilvæg störf. Árin sem fjársöfnunin stóð yfir til að endurbæta Betel heimilið og reisa við það hinar nýju áföstu bygg- ingar, var hann féhirðir Betel Building Fund. Með þeim $250,000.00 sem inn komu gat Betel nefndin fullkomað heimilið og er það eins og nú er komið skuldlaust K. W. Jóhannson hefir í mörg ár tekið virkan þátt í íslenzkum félagsmálum. — Hann hefir lengi verið í safn- aðarnefnd Fyrsta lúterska safnaðar og um nokkur ár forseti safnaðarins, en á þeim árum tókst söfnuðinum að reisa hið stóra og glæsilega samkomuhús sitt — Parish Hall. — Bill eins og hann er nefndur af hinum fjölmörgu vinum hans er frábær elju- maður og vinnur af kappi að þeim málum sem hann tekur að sér og telur almenningi til heilla, og bregður honum þar til föður síns Ásmundar P. Jóhannssonar heitins hins kunna athafnamanns. Önnur breyting í nefnd- inni var sú að Skúli M. Bachman sem verið hefur fé- hirðir nefndarinnar í þrettán ár samfleitt lét af embætti. Hann hefur leyst af hendi afarmikið og fórnfúst starf á þessu tímabili, ekki sízt fyrstu átta árin, en þá gerði hann upp reikninganna yfir rekstur Betels heimilisins mánaðarlega og svo ársreikn- inganna, en að vinna slíkt í hjástundavinnu var geysi- mikið verk, en því var loks létt af honum 1960, en síðan hefir Associate Hospitals of Manitoba haft umsjón með því eins og fyrir önnur sams konar heimili. Skúli á miklar þakkir skil- ið. í stað hans var Lincoln Johnson kjörinn féhirðir Betels. Gjafir til Betels verða sendar til hans eftirleiðis. — Utanáskrift hans er: Mr. Lincoln G. Johnson, 805 Sherburn Síreet, Winnipeg 10, Manitoba. Áætlað er að kostnaður við að reisa hið fyrirhugaða Betel heimili í Selkirk verði um $435,000.00. — Betel sem stofnun heldur upp á fimm- tugasta starfsár sitt í septem- ber mánuði næstkomandi. — Ekki er hægt að heiðra minn- ingu íslenzku frumherja á fegurri og virðulegri hátt heldur en fylkja sér um hug- sjónir þeirra og um þá stefnu sem þeir mörkuðu — og halda áfram hinu göfuga starfi í þágu samferða sveitarinnar, er þeir áttu frumkvæðið að. Hin vaxandi starfsemi Betel nefndarinnar útheimtir auka starfslið og voru því skipaðir í nefndina tveir nýir menn: Mrs. Violet Einarson, bæjar- stjóri á Gimli og Norman Stevens, sem einnig er bú- settur á Gimli. Vegna þátt- töku þeirra í félagslífi Gimli- bæjar, reynslu þeirra og þekkingar og eru því vel hæf til að leggja fram góðan skerf til starfs Betelnefndarinnar, sem nú er þannig skipuð: Officers and Direclors: P. H. T. Thorlákson M.D., Honorary President. Grettir Eggertson, ISLENZKA kvenfélagið í Victoria, B.C. (Victoria Ice- landic Women’s Club) hélt hina árlegu útisamkomu sína á vistlegu heimili þeirra Mr. og Mrs. Albert Sveinsson þar í borg síðdegis á sunnudaginn 18. júlí s.l. Sól skein í heiði og fór vel um mann þar í garð- inum, umkringdum gróður- prúðum trjám og angandi blómaskrúði. Eftir að samkomugestir höfðu um stund skemmt sér við fjörugar samræður, var setzt að kaffiborði, og var þar veitt af rausn, eins og ávalt er, þegar íslenzkar konur eiga hlut að máli. Mrs. Ágústa Bjarnason, for- seti klúbbsins, bauð gesti vel- komna og kynnti ræðumenn samkomunnar, þau dr. Richard og frú Margréti Beck, er sögðu frá íslandsferð sinni síðastliðið sumar. Var auð- fundið, að frásagnirnar heim- an af ættjörðinni fundu næm- an hljómgrunn hjá tilheyr- endum, er höfðu margs að spyrja um ísland og landa Past President. K. W. Jóhannson, President. A. R. Swanson, Vice President J. Victor Jónasson, Secretary. Lincoln Johnson, Treasurer. Skúli M. Bachman. Hon. George Johnson M.D. Hon. G. S. Thorvaldson, Q.C. S. V. Sigurdson, Riverton, Manitoba. John Guttormsson, Lundar, Manitoba. Mrs. Violet Einarson, Gimli, Manitoba. Norman Stevens, Gimli, Man. A. G. Eggertson, Q.C., Honorary Solicitor. sína þar. Samkomuna sóttu milli 20 og 30 manns, og mátti það teljast prýðisgóð aðsókn, eftir atvikum. Fór samkoman einnig að mestu leyti fram á íslenzku, enda kom það fljótt í ljós í viðræðum við sam- komugesti, að þeim' varð ekki „fótaskortur í móðurmálinu“, eins og K.N. orðaði það á sinn frumlega hátt einhvers staðar. Voru þó allir, sem þama voru saman komnir, að greinarhöfundi undansklid- um, fæddir hér vestan hafs. Hér var því eitt dæmi þess, að íslenzkan lifir enn á vör- um margra í hópi fólks vors hér í Vesturálfu. Kom að þessi sinni jafnframt á dag- inn, að Erni skáld Arnarsyni mæltist spámannlega, er hann komst svo að orði í ljóð- kveðju sinni til Guttorms skálds Guttormssonar, „að lengi mun lifa í þeim glæð- um, sem landarnir fluttu um sæ.“ íslenzka kvenfélagið í Victoriu á sér að baki nærri 20 ára starfssögu. Til viðbótar hinni árlegu útisamkomu, heldur félagið, nema í júlí og ágúst, mánaðarlega fundi á heimilum félagskvenna. Er þetta eini íslenzkur félags- skapur þar í borg,. og eiga konurnar miklar þakkir skilið fyrir að stuðla með þeim hætti að því að halda íslenzka hópnum saman. Kvenfélagið styður einnig ýmis góð mál, meðal annars sendir það Elli- heimilinu “Höfn” í Vancouver fjárgjöf tvisvar á ári. Auk forsetans, Mrs. Bjarna- son, eru þessir embættismenn félagsins: Miss Lilja Stephen- son, vara-forseti; Mrs. Albert Sveinsson, ritari; og Mrs. Sara Ormiston, féhirðir. Þetta er þriðja útisamkoma félagsins, sem við hjónin höf- um sótt, okkur til mikillar ánægju. Yfir þessari sam- komu, eins og hinum fyrri, sveif íslenzkur andi, sem hit- aði huga. Hér sannaðist það, að Jónas skáld Hallgrímsson hafði rétt að mæla, er hann komst svo að orði í okkar alkunna og vinsæla sam- komusöng, að á „góðra vina fundi“ sem þessum, er því þannig farið, að: „eins og á vori laufi skrýðist lundur, lifnar og glæðist hugarkætin þá.” Það er bæði ánægjuríkt og mannbætandi að vermast með þeim hætti við elda vinarþels og sameiginlegra erfða. RICHARD BECK. Vísukorn (Ori vestur í Klettafjöllum) Augum brosir himinhár heimur dýrðarmyndar: — fjallahringur fagurblár, fannahvítir tindar. Endurspeglast önnur sýn innst í sálardjúpi: — Ættarfold mér fögur skín földuð geislahjúpi. RICHARD BECK. Fréttir frá íslandi Alls hafði hvalveiðiflotinn veitt 172 hvali á slaginu kl. 6.32 í kvöld. Af þeim eru þrír hvalir á leiðinni til lands. — Þetta er áþekk veiði og á sama tíma í fyrra. Mbl. 8. júlí. Endurfundir Magnússon fjölskyldunnar (Sjábis. 2). Myndin sem hér fylgir er af heiðursgestum dagsins og eru nöfn þeirra þessi frá vinstri til hægri: Mrs. Steinunn Eyjólfson, Árborg; Mr. Stefán Magnússon, Minnesota; Mrs. Kristín Bjarnason, Winnipeg; Mrs. Guðrún Thompson, Winnipeg; Mr. John Johnson, Minnesota; Maryann og Alvin Magnússon. Jamestowne, N. Dakoia; Sigga og Victor Walsted, Draylon N. Dakota; Valgerður og Sigurbjartur Guðmundson, Árborg; Þau sem ekki eru á myndinni eru þessi; Mrs. Stefán Magnússon (Esther), Minnesota; Mrs. Petrina Thomasson, Drayton, N.D. og Mr. og Mrs. Hermann Magnússon, Moorehead, Minn.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.