Lögberg-Heimskringla - 28.07.1966, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 28.07.1966, Blaðsíða 1
Högberg; - Heímskringla StofnaS 14. ian., 1888 StofnuS 9. sept., 1886 80. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 28. JÚLÍ 1966 Gullbrúðkaup Hin vinsælu hjón, Sveinn E. Björnson og frú Marja Björn- son eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli 7. ágúst n. k. — I tilefni þess koma börn þeirra til Winnipeg — Mrs. B. V. Benedictson (Marion) frá Comax, B. C. og Dr. Sveinbjörn S. Björnson frá Wilmington, Delaware og efna til gullbrúð- kaupsveizlu til heiðurs foreldrum sínum í Harstone Memorial Church að Ingersoll Str. og Sargent Ave., Winnipeg, á sunnudaginn, 7. ágúst, kl. 2 til 5 e. h. Allir vinir og ættingjar þessara mætu hjóna eru boðnir hjartanlega velkomnir í veizluna. Þeir, sem hafa í hyggju að heilsa upp á gullbrúðhjónin og árna þeim heilla á þessum merkisdegi þeirra, geri svo vel og tilkynni það sem fyrst eftirgreindum konum: Miss S. Sigurdson, Arborg. Mrs. Thorkelson, Riverton. Mrs. E. V. Renesse, Gimli. Miss G. Sigurdson, Winnipeg. Tel. SP4-4755. ÁGIZKUN Atburður hver er hverfull, í tímanum takmarkaður. Hann er ei annað en orsök hins yfirnáttúrlega, að hlutaðeigandi öndum hann aldrei að eilífu gleymist. ÚT í BLÁINN Hver skapaði lögin sem guð varð að taka til greina, er gervallan héiminn hann skapaði — þennan eina? EFTIR VÍGSLUNA Við umskiptin hafði hann ekki spillzt, en eins og belgur af vindi fyllzt að sýnast kristin kempa. Það seinlega honum sjálfum skilst, en sjáandi mönnum ekki dylst að hann er eintóm hempa. TIL GÓÐVINAR MINS. Valdimars Björnssonar í Minneapolis, með þakklæli fyrir fjölskyldumyndir. Nú á ég safn fyrir seinni daga sent mér með prýði hins fræga nafns Björnsons — og er það heil ættarsaga íslenzkra stórmenna vestan hafs. Gullormur J. Guttormsson. NÚMER 28 HÁMARKIÐ Hámarkið hátt mun vera og heillandi til að sjá. Væri það lágt, þá leikur og lítil fremd því að ná. “ Hámarkið hafa menn nálgast til heiðurs í lengd og bráð, en hámarkið sjálft er hugsjór og hefur því enginn náð. Guttormur J. Guttormsson. Leifur J. Hallgrímsson L. L. B. var nýlega kjörinn formað- ur Icelandic Canadian Club. — Hann er jafnframt ritari stjórnarnefndar Fyrsta lút- erska safnaðar. Leifur hefur lengi verið skrifstofustjóri hjá Attomey-General deild Mani- tobastjórnar. Miklar og fjölbreyttar skemmtanir á íslendinga hátíðinni á Gimli Þessi árlega stórhátíð Islend- inga í Manitoba virðist verða fjölbreyttari og umfangsmeiri með ári hverju, enda eiga sæti í Islendingadagsnefndinni sér- staklega hugmyndaríkir menn, ungir sem eldri, er ekki hafa talið eftir sér að sækja marga fundi og leggja á sig ótal snún- inga undanfarna mánuði til þess að gera hátíðina sem bezt úr garði, með þeim árangri, að hátíðin hefur verið lengd um hálfan dag og hefst eftir há- degi á sunnudaginn 31. júlí. Kappsund. Ýmiskonar íþróttir hafa jafnan verið þreyttar ár hvert á Islendingadaginn, en aldrei kappsund, þó er Gimli staðsett á strönd Winnipegvatns.. ís- lendingadagsnefndinni þótti tími til kominn að færa sér vatnið í nyt til þessara hluta, en ekki var hægt að koma því við með öðru móti en að hafa sundið á sunnudaginn 31. júlí. Kl. 2.00 eftir hádegi þann dag verður þreytt, nálægt bryggj- unni í Gimlihöfn: Kappsund fyrir stúlkur og drengi innan 14 ára og kapp- sund fyrir konur og karlmenn. Meðan á sundinu stendur fer fram „Water Skiing“. Þeir lögmennirnir, S. Aleck Thorarinson og William R. Appleby, hafa gefið nefndinni tvo verðlaunaskildi, sem verða afhentir konu og karli, er verða sigurvegarar í sundinu. Verðlaunin verða afhent í lysti garðinum, þar verður og sýnd Judo íþrótt. Ennfremur leikur þar hljóm- sveit frá Crookston, Minne- sota, — Crookston Drum and Bugle Corps. I þessari hljóm- sveit eru yfir 40 ungar stúlk- ur frá miðskólanum í Crook- ston, en mikil stund er lögð á það í Bandaríkjunum, að æfa slíkar hljómsveitir ungl- inga og þykja þær margar hverjar leika ágætlega. Þetta er líka nýung, að hljómsveit komi langt að — úr öðru landi — til að skemmta á íslend- ingadeginum. Þessar skemmtilegu nýung- ar verða nokkurskonar inn- gangur að aðalhátíðarhaldinu, sem hefst kl. 10 f. h. á mánu- daginn 1. ágúst. Meirihátlar skrúðför. Fjöldi skrautvagna, sem keppa um verðlaun, leggja af stað frá Johnson Memorial Hospital kl. 10 f. h. á mánu- daginn. Auk þeirra verða í skrúðförinni ekki færri en 4 hljómsveitir: Crookston hljóm sveitin, sem að ofan er nefnd og sem einnig mun leika seinna á hinni formlegu skemmtun; tvær hljómsveitir frá Winnipeg — Shriners Drum and Pipe Band og Skátahljómsveit og R. C. A. F. hljómsveit Gimli flugvallar. 1 broddi fylkingar verða í opnum bíl hin glæsilega Fjall- kona, frú Jónína Kristjánson og hirðmeyjar hennar: Melba, dóttir Mr. og Mrs. Gissur Elíason og Ingrid, dóttir* Mr. og Mrs. L. A. Fairwell. Ennfremur verða í skrúðför- inni — í opnum bílum — ungu stúlkurnar, sem taka þátt í fegurðarsamkeppninni um kveldið. Farið verður um aðalgötur bæjarins, og ekki gleymt að fara fram hjá Betel. Staðnæmzt verður hjá Land- nema Minnisvarðanum og leggur Fjallkonan blómsveig að stalli hans. Síðan verður farið upp að lystigarðinum og verðlaun afhent þeim, sem áttu fegurstu eða frumlegustu skrúðvagnana. íþróttir hefjast í norður- hluta lystigarðsins kl. 11 f. h. og halda áfram fram eftir deginum. Gaman verður að vita, hver hlýtur Einar B. Johnson's Trophy! (Sjá L.-H. 21. júlí, bls. 9). Framhald á bls. 4. Honored Kári Byron At the convention of the Union of Manitoba Municipal- ities, Eastern District north of Township Seventeen, held on Monday, June 27, 1966 at Ashern, Mr. Kári Byron was made on Honorary Member of the Union of Manitoba Municipalities in recognition of his 35 years service as reeve for the Municipality of Cold- well and close to twenty years service as an executive on the Board of the Union. Prior to becoming reeve, he was a councillor for two years. Logberg-Heimskringla con- gratulates Mr. Byron. He has been a leading citizen of Lun- dar and the surrounding dis- tricts for many years. Icelander to Join Augustana Dr. Jón S. Jónsson, director of the Conservatory of Music, Kópavogur, Iceland, will be- come an assistant professor of music at Augustana College this fall. His field of musical preparation has been primari- ly in piano and composition. He holds the equivalent of a bachelor’s degree in music from the Conservatory of Mu- sic, Reykjavik, Iceland, and master’s and doctor’s degree’s from the College of Music at Northwestem University. While at Northwestern he was a teaching assistant in the Department of Music Hist- ory. He has taught piano and music theory in the Chicago area and in his na- tive Iceland. From 1962—65 he was the conductor of „The Icelandic Singers“, a male chorus which twice toured the United States and Canada and many of the European count- ries. During this same time he served as the music critic for „Alþýðublaðið“, a Reykjavik newspaper. In 1960 he receiv- ed the Faricy Award for Creative Music for outstand- ing work in composition from Northwestern. —Sioux Falls Argus-Leader Thurs., July 14 1966.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.